Alþýðublaðið - 23.09.1975, Síða 5
Kosningar í Finnlandi
Það er oft talaö um það að
margt sé likt með Islendingum
og Finnum. Ef til vill finnst
mönnum undarlegt 'að þjóðir
sem eru jafn óskyldar og Finnar
og Islendingar skuli hafá svo
margt sameiginlegt i fari sinu
sem raun ber vitni.
Forfeður þeirrar þjóðar sem
nií byggir Finnland námu þar
land við upphaf hins kristna
tlmabils. Finnarnir komu að ó-
byggðulandi, stunduðu veiðar i
skógum og vötnum og lögðu
grundvöll að þeirri menningu,
semfinnskaþjóðinbýrviði dag.
Kristni var boðuð i landinu á 9.
og 10. öld og 1155 var kristin
kirkja stofnsett i landinu fyrir
atbeina sænskra trúboða. Ahrif
og völd Sviakonungs urðu slðan
til þess að trúarbrögð og stjóm-
skipan landsins mótuðust af
vestrænum háttum. Þannig má
segja að finnska þjóðin hafi
mótast af vestrænum menn-
ingarháttum frá upphafi vega.
Á timabilinu frá 1300 til 1800
var Finnland og finnska þjóðin
þátttakandi i stanslausum hem-
aðarátökum við Rússa. 1 upp-
hafi 18. aldar var Finnland her-
numið af Rússum i átta ár og
siðan aftur 1809 þegar landið
var gert að rússneskri hjálendu,
en þó með nokkurri sjálfstjórn.
Enda þótt stjórnunarleg sam-
skipti og áhrif frá Sviþjóð hafi
rofnaðþann tima, sem Finnland
var undir yfirráðum og valdi
Rússakeisara, er ljóst að lýð-
ræðislegar venjur og stjóm-
unarhættir Svia og annarra
Vestur-Evrópuþjóða höfðu þeg-
ar sett mark sitt á hugsun og
gerðir finnsku þjóðarinnar.
Undir Rússakeisara höfðu
Finnar sina stjórnarskrá, þing,
rikisstjórn, stjórnarráð og dóm-
stóla og þá um leið sin eigin lög.
Þáhöfðu Finnarsina eigin mynt
og þótt undarlegt megi virðast
sinn eigin her. A vegabréfum,
sem þá voru gefin út var tilfært
að Finnar væru ,,Finnskir borg-
arar og rússneskir þegnar.”
Enda þótt Finnar hafi þannig
notið allmikils sjálfstæðis fór þó
svo að rússneskir valdhafar
gerðust æ aðgangsharðari. Um
aldamótin 1900 var svo komið að
Rússar þverbrutu finnsk lög og
beittu valdi og ofriki sem al-
menningur i landinu gat ekki
sætt sig við. Að visu má segja að
sjálfstæðisbarátta Finna hafi
byrjað fyrr, en ofriki rússneska
keisaravaldsins yfir alþýðu
landsins á þessum tima var slikt
að þjóðin skipaði sér einhuga
undir baráttumerki til algers
sjálfstæðis.
Eftir byltinguna i Rússlandi
urðu miklar sviptingar i Finn-
landi og vom þá margir Finnar,
sem töldu að kommúnistabylt-
ingin mundi færa landinu frelsi.
A hinn bóginn voru samt mun
fleiri, sem ekki byggðu vonir
sinar við rússneskt réttlæti,
énda þótt það hefði þá skipt um
lit, Árið 1919 lýstu Finnar svo
landið sjálfstætt riki og hefur
svo verið fram á þennan dag.
Finnska lýðveldið byggir á
stjórnarskrá, sem viðurkennir
öll helstu mannréttindi nútima-
þjóðfélagsins. Forsetinn hefur
allmikil völd i Finnlandi. Ahrif
hans eru þó ef til vill mest að þvi
er varðar stefnu landsins i utan-
rikismálum. Ýmsir stjórnlaga-
smiðir hafa litið á finnsku
stjórnarskrána, sem mun ný-
tiskulegri að formi til heldur en
stjómarskrár annarra lýðvelda
frá sama tima eða siðar. Enginn
vafi er á því að staða forsetans,
samkvæmt finnsku stjórnar-
skránni, er mun raunhæfari og
meira I ætt við lýðræðishug-
myndina, heldur en gerist hér á
íslandi, þar sem starf forsetans
er meira i ætt við konungdóm.
Enda þótt valdssvið forseta
Finnlands sé ekki sambærilegt
við valdssvið forseta Bandarikj-
anna, er þó ljóst að forsetinn er
ekki bara valdalaust einingar-
tákn. 1 Noregi, Danmörku og i
Sviþjóð eru konungar enn við
völd, en þó valdalausir að
mestu. A Islandi erum við
reyndar ekki með konung, en
með valdalausan og algerlega
áhrifalausan þjóðarleiðtoga,
sem er forseti. En nú standa
fyrir dyrum lagfæringar á is-
lensku stjórnarskránni og mun
þá væntanlega verða gerð lag-
færing á, þar sem forseti lýð-
veldisins fær viðeigandi völd i
hendur.
Stærsti flokkur Finnlands er
Jafnaðarmannaflokkurinn sem
fylgir mjög svipaðri stefnu i
innanrikismálum og jafnaðar-
mannaflokkar hinna Norður-
landanna. Flokkurinn hefur
haldið forystunni, sem stærsti
stjómmálaflokkur landsins allt
frá þvi núgildandi kosningalög
gengu I gildi árið 1906. Fyrir
kosningarnar 1966 urðu mikil á-
tök i flokknum, sem lauk með
þvi að andstæðingar flokksfor-
ystunnar buðu fram sérstaklega
og fengu þá alls sjö þingmenn
kjörna. 1 þeim kosningum fengu
jafnaðarmenn þó 55 þingmenn
eða fleiri en þeir höfðu nokkurn
tímann fengið áður.
Miðflokkurinn, sem aðallega
sækir fylgi sitt til bænda og fólks
I dreifbýlinu hefur lengstaf ver-
ið annar eða þriðji stærsti flokk-
ur landsins. Núverandi forseti
Finnlands, Urho .Kekkonen, var
leiðtogi Miðflokksins i heilan
áratug áður en hann var kjörinn
forseti fyrst árið 1956.
Alþýðufylkingin er vinstri
flokkur þar sem kommúnistar
eru áhrifamestir um stefnu
flokksins. Flokkurinn hefur
lengst af verið þriðji eða fjórði
stærsti flokkur landsins. Ihalds-
flokkurinn, sem núer i öðru sæti
hefur haft milli 30 og 40 þing-
menn kjörna frá þvi eftir strið.
Aðrir flokkar hafa fengið mun
færri þingmenn kjörna.
Ef allt hefði verið með felldu i
Finnlandi og ríkisstjórnin hefði
ekki neyðst til að segja af sér i
júni i sumar hefðu kosningar
ekki farið fram fyrr en i janúar.
En efnahagsástandið var orðið
mjög alvarlegt og hefur haldið
áfram að fara versnandi. Gert
er ráð fyrir að atvinnuleysi eigi
eftir að tvöfaldast á komandi
vetri frá þvi sem nú er. Þá er
gertráð fyrir að viðskiptahalli á
þessu ári nemi alls um 8 mill-
jörðum finnskra marka eða sem
svarar 375 milljörðum isl.
króna. Með hliðsjón af þessu
efnahagsástandi er ekki gert
ráð fyrir að nokkur flokkur hafi
sérstaklega mikinn áhuga á þvi
að taka við stjórnartaumunum,
en þingið mun koma saman 1.
október. Almennt er talið að
mjög erfitt geti reynst að
mynda starfhæfa rikisstjórn og
sumir telja að stjórnarmyndun
geti dregist allt fram yfir ára-
mót. Hinir bjartsýnustu telja að
þaðmuni ekki taka nema mán-
uð að koma stjórninni saman.
Talið er að Urho Kekkonen
forseti sé helst hlynntur sam-
steypustjórn Jafnaðarmanna,
Kommúnista og Miðflokksins.
Þó er almennt talið að forsetinn
muni beita sér fyrir þvi að frá-
farandi stjórn undir forsæti
Keijo Liinamaa, muni hrinda i
framkvæmd ýmsum mikilvæg-
um en ósvinsælum efnahags-
ráðstöfunum, áður en nýja
stjómin tekur við. Er liklegt að
það mundi gera stjórnarmynd-
un auðveldari en ella.
1 kosningunum núna hefur
kosningaréttur verið færður
niður i 18 ár og eykur það fjölda
kjósenda um um það bil 250.000.
Spár fyrir kosningarnar voru á
þann veg að þessi lækkun á
kosningaaldrinum mundi ekki
hafa i för með sér neinar meiri-
háttar breytingar að þvi er
varðar fylgi flokkanna.
1 kosningunum núna eru alls
12 stjórnmálaflokkar, sem berj-
ast um atkvæði háttvirtra kjós-
enda, en 10 þeirra áttu fulltrúa á
þinginu fram að þessum kosn-
ingum.
Stóru flokkarnir vinna á
— smáflokkarnir tapa
Samkvæmt fyrstu tölum i gærkvöldi er gert ráð
fyrir að kommúnistar hljóti um 19,2% atkvæða,
eða 2.1% meira en i siðustu kosningum, sem voru
1972. Samkvæmt fyrstu tölum er gert ráð fyrir að
Miðflokkurinn fái alls 17.8% atkvæða og bæti þar
með við sig um 1.4%. Gert er ráð fyrir að Jafnað-
armenn og thaldsmenn haldi svipuðu fylgi frá
fyrri kosningum.
Samkvæmt þessum tölum er ljóst að fjórir
stærstu flokkar landsins munu auka fylgi sitt en
smærri fiokkarnir tapa.
Ford forseti ætlar að
leggja fram tíu-ára áætlun
• * x
Ford forseti ætlar að leggja
fyrir Bandarikjaþing nýja 10 ára
áætlun um orkurannsóknir, með
það fyrir augum að Bandarikja-
menn fullnægi allri orkuþörf
landsins eftir 1985. Forsetinn
gerði grein fyrir þessum tillögum
sinum á fundi þar sem hann hélt
ræðu i gær. Forsetinn sagði að hér
væri um að ræða einhverja mestu
áætlun á sviði visinda og tækni i
allri sögu Bandarikjanna.
Áætlunin væri sambærileg við
kjarnorkurannsóknir Bandrikj-
anna, sem leiddu til framleiðslu á
kjarnorkunni i lok siðari heims-
styrjaldar og geimrannsóknanna,
sem meðal annars leiddu til þess
að Bandarikjamenn komu mann-
aðri geimflaug til tunglsins.
Þessi fyrirhugaða áætlun
forsetans gerir ráð fyrir 100
milljarða dollara framiagi, sem
auk endanlegs takmarks mun
verða til þess að örva atvinnu og
velmegun i landinu.
Rödd jafnaðarstefnunnar
lalþýðul
Veröbólgu- 1 RTiTTil
maliö ---------------------------------
Verðbólga, eins og verið hefur á íslandi und-
anfarin tvö ár, gerir meira, en að grafa undan
afkomu launastéttanna i landinu. Hún er eins og
eitur i beinum samfélagsins — farsótt, sem fer
um landið eins og logi yfir akur og skilur ekkert
eftir sig nema sviðna jörð.
Hún hefur afsiðandi áhrif á þjóðina: 1 hel-
greipum hennar verða dyggðir að ódyggðum og
lestir að kostum.
Hún skapar örvæntingu og öryggisleysi:
Menn fyllast vantrú á sjálfa sig og vantrausti á
samfélag sitt.
Hún sundrar máttarviðum samfélagsins:
Menn eru gripnir beiskju og reiði, þegar allar
framtiðaráætlanir þeirra brenna til ösku á einu
dægri á verðbólgubálinu.
Hún leitar framrásar þar sem minnst er við-
námið: Aldrað fólk, öryrkjar og annað lág-
launafólk treður hún undir fótum þvi það getur
minnsta björg sér veitt.
Hún dregur á eftir sér slóða spillingar og
stigamennsku: Undan faldi verðbólgunnar
skriður sá afætulýður, sem fitnar á eymd ann-
arra.
Hún skapar upplausn og ringulreið i þjóð-
félaginu: Hver höndin hefst á móti annarri svo
samfélagið logar af innbyrðis átökum stétta og
hagsmunahópa.
Þetta eru áhrif verðbólgunnar. Þetta eru rök-
in fyrir þvi, að við íslendingar verðum að taka
höndum saman til þess að leggja hana að velli.
Forystuna i þeirri baráttu verður rikisstjórn
landsins að hafa. Sé hún þess ekki umkomin að
gegna þvi forystuhlutverki verða öll tök vettl-
ingatök. „Hvenær sigraði tvistraður her?”,
spurði skáldið. íslenska þjóðin er tvistraður her
i baráttunni við verðbólguna, ef forystu rikis-
valdsins skortir.
Núverandi rikisstjórn hefur nægan þingstyrk
til þess að veita þessa forystu. Samt er hún þess
ekki megnug. Hvers vegna ekki?
Fyrst og fremst vegna þess, að hún nýtur ekki
breiðs trausts meðal þjóðarinnar. Hún hefur
ekki reynst fær um að fá þá aðila til samstarfs
við sig, sem brýna nauðsyn ber til þess að starfi
með stjórnvöldum að lausn verðbólguvandans,
og á Alþýðublaðið þar fyrst og fremst við verka-
lýðshreyfinguna. Sökin er að sjálfsögðu rikis-
stjórnarinnar þvi hún var t.d. mynduð við þær
aðstæður, að annar stjórnarflokkurinn — Fram-
sóknarflokkurinn — var áður búinn að hafna i
eitt skipti fyrir öll og afdráttarlaust öllu sam-
starfi við samtök launafólksins i landinu. For-
maður Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannes-
son, hafði lýst þvi yfir, að hann myndi ekki
ganga til neins stjórnarsamstarfs — jafnvel
ekki til samstarfs um nýja vinstri stjórn _ ef
ætti að hafa samráð við verkalýðssamtökin um
stefnumótun i efnahagsmálum.
Það er af þessum ástæðum, sem rikisstjórnin
er veik stjórn strax og kemur út fyrir veggi
Alþingishússins. Þótt hún njóti enn um sinn
stuðnings meirihluta þingmanna er aðra sögu
að segja utan þinghússveggjanna. Þjóðin er
ekki með henni þótt þingið sé það enn með hang-
andi hendi. Þetta er vandi rikisstjórnarinnar og
þann vanda fær hún ekki leyst nema henni takist
að vinna sér þá tiltrú, sem hún hefur glatað. Það
mun ekki reynast henni auðvelt verk, eins og
allt er i pottinn búið. Og á meðan heldur islensk
jörð áfram að sviðna undan verðbólgubálinu.
Þriöjudagur 23. september 1975
o