Alþýðublaðið - 23.09.1975, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 23.09.1975, Qupperneq 8
Verða þeir lið nr. 2 frá íslandi sem kemst í 2. umferð Evrópukeppni í steikjandi hita — yfir 30 stig á Celsius — og á sólþurrkuðum og grjóthörðum velli. Þrátt fyrir þessar aðstæður voru það tslendingarnir sem höfðu töglin og hagldirnar i fyrri hálfleik og skoruðu þá eitt mark sem fyrir- liðinn Jón Alfreðsson gerði með skalla um miðjan fyrri hálfleik. t siðari hálfleik náðu svo Kýpur- leikmennirnir fljótlega að jafna og komust siðan yfir. 2:1, sem urðu úrslit leiksins. Segja má að þessi úrslit séu mjög hagstæð Akurnesingum og ætti þeim ekki að verða skotaskuld úr því að vinna Omonia-liðið á erfiðum og hálum Laugardalsvellinum á sunnudaginn enda gestirnir jafn- vel óvanari slikum aðstæðum heldur en Skagamenn sólþurrk- uðum velli. tslandsmeistararnir- frá Akranesi eiga nú góða möguleika i að komast i 2. umferð Evrópu- keppni meistaraliða, eftir að þeir töpuðu fyrir Kýpurliðinu Omonia Nikosia 2:1 i Nikosiu á sunnu- daginn. Þeir eiga eftir seinni leikinn á Laugardalsvellinum — á sunnudag — og nægir þá að sigra 1:0 þar sem mark á útivelli gildir tvöfalt ef liöin verða jöfn að markatölu. Ef Akurnesingar vinna þann leik þannig að þeir komist i 2. umferð verða þeir annað liðið i islenskri knatt- spyrnu sem ekki hefur verið slegið út þegar i 1. umferð, áður hafði Knattspyrnufélagið Valur komist i 2. umferð er þeir slóu út lið frá Luxemburg árið 1967. Þeir leikir enduðu 1:1 og 3:3, en þar sem Valur hafði gert fleiri mörk á útivelli komust þeir áfram. Leikur Omonia og Skagamanna á sunnudaginn var leikinn við aðstæður sem voru mjög óhagstæð fyrir 1A. Verður Saunders ráðinn þjálfari K.S.I.? Eins og fram hefur komið i fréttum þá hyggst Knattspyrnu- samband Islands ráða fastan þjálfara á næsta keppnistimabili. Störf þess þjálfara sem ráðinn verður er að þjálfa islenska landsliðið og auk þess að vera með ýmiskonar námskeið fyrir unglingaþjálfara og þjálfara utan af landsbyggðinni. Það hefur heyrst að KSl hyggist ráða eða bjóða Vikingsþjálfaranum siðast- liðin tvö ár, Antony Sanders, þetta starf. Reykjavíkurmótið hófst með sieri KR-inga Or leik Fram og KR á fyrsta keppnisdegi Reykjavikur- mótsins i handknattleik á þessu timabili. Hér er það landliðs- maðurinn Pétur Jóhannsson i Fram, sem nær ekki að stöðva Símon Unndórsson KR. Sex leikir voru leiknir i Reykja- vikurmótinu i handknattleik sem hófst um helgina, i meistaraflokki karla. Eins og i fyrra er félögun- um skipt i 2 riðla og eru 5 félög i A-riðli og 4 i B-riðli. 1 A-riðli eru Fram — 1R — Ármann — KR og Leiknir. 1 B-riðli eru Valur — Vik- ingur — Þróttur og Fylkir. A laugardaginn léku Fram og KR og Þröttur — Fylkir. öllum á óvart sigraði KR Fram með 18 mörkum gegn 16. Fram var yfir nær allanleikinn þangað til undir ■lokin að KR jafnaði og komst siðan 2 mörkum yfir þegar flaut- að var til leiksloka. Hilmar Bjömsson, þjálfari Vals — var atkvæðamestur hjá KR-ingum en Pálmi Pálmason var bestur hjá Fram. Munaði mestu markvarsl- an i þessum leik en hún var mjög léleg hjá Fram. Siðan léku Þróttur og Fylkir og sigruðu Þróttarar örugglega i þeim leik, 22-14. Vinstrihandar- maðurinn i liði Þróttar, Friðrik Friðriksson, gerði 13 mörk i þeim leik. Eftir hádegi á sunnudag léku svo 1R og Ármann og Vikingur og Fylkir. Leikur ÍR og Armanns var jafn og skemmtilegur og lauk með jafntefli 17-17. 1R var oftast yfir en þegar nokkrar minútur voru til leiksloka jöfnuðu Ár- menningar 15-15. Siðan gerði hvort liðið 2 mörk — Pétur Ingólfsson bæði fyrir Armann og Sigurður Svavarsson bæði fyrir 1R — og lauk leiknum þvi' með jafntefli, 17-17, eins og fyrr segir. Strax á eftir léku svo Vikingur og Fylkir og sigruðu Vikingar með yfirburðum, 28-11. A sunnudagskvöldið léku svo Fram og Leiknir og var sá leikur mjög ójafn, þvi Framliðið ger- sigraði hýliðana Leikni 36-13. Eftir Fram — Leikni lék svo Valur og Þróttur. Var beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir þess- um leik, þar sem álitið var að Þróttarar með þjálfarann sinn, Bjarna Jónsson, i broddi fylking- ar myndu veita Valsmönnum harða keppni. Svo reyndist þó ekki vera þvi Valur sigraði nokk- uð auðveldlega 26-20. Reykjavikurmótið heldur svo áfram i kvöld og leika þá KR — Leiknir og Valur — Fylkir. Aiþýðublaðið Dundee mættir með sitt sterkasta lið 1 kvöld kl. 6 hefst leikur Kefl- vikinga og Dundee United i U.E.F.A. bikarkeppninni á gras- vellinum i Keflavik. Dundee-liðið var væntanlegt til landsins i gær- kveldi með allt sitt sterkasta lið og er ekki nokkur vafi á þvi að leikurinn i kvöld verður mjög spennandi. Fróðir menn telja að l.B.K. eigi all góða möguleika á að sigra i þessum leik gegn at- vinnumönnunum þótt það dugi kannski ekki til að komast áfram I 2. umferð, en allt getur þó skeð og Suðurnesjamennirnir frægir fyrir baráttu og leikgleði. l.B.K. liðið verður skipað nær sömu leik- mönnum og léku gegn l.A. i bik- arkeppninni á dögunum. Dundee- liðið hefur marga góða knatt- spymumenn innan sinna vébanda t.d. Dave Narey, Andy Grey og Graham Pint, en þrír leikmenn eru að styrkleika á við bestu leik- menn Skotlands. Það verður þvi gaman að sjá hvernig Keflviking- um tekst upp á móti þessum snill- ingum. Miðasala hefur gengfð mjög vel hjá Keflvikingum, og er búist við fjölmenni. 1 Reykjavfk er miða- sala fyrir utan útvegsbankann og verður hún opin i dag frá kl. 13 til 16ogeru menn hvattir til þess að tryggja sér miða i tima. Seinni leikur liðanna verður svo i Dundee þriðjudaginn 30. sept- ember. Keflvikingar efna til hóp- ferðar á þann leik og hefur al- menningur sýnt henni mikinn á- huga. Farið verður frá Reykjavik mánudaginn 29. sept. til Skot- lands. Strax um morguninn eftir leikinn, eða nánar tiltekið, 1. okt. verður flogið til London. Þá um kvöldið verður leikur West Ham og finnsku bikarmeistaranna Reipas i Evrópukeppni bikarhafa á Upton Park. Dvalið verður i London til mánudagsins 6. okt. en þá verður haldið aftur heim. Það verður þvi dvalið i London eina helgi og gefst þá mönnum kostur á að sjá annað hvort leik Arsenal Hér sést Dave Narey einn af hinum mörgu efnilegu knattspyrnu- mönnum hjá Dundee United. Hann er ávöxtur góðrar unglingastarf- semi United liðsins, en liðið er frægt fyrir hana. Keflvfkingar veröa að gæta þess 1 kvöld að Narey leiki ekki of lausum hala á miðjunni. Manchester City eða West Ham og Everton. Ferð þessi kostar 35.000 með flugfargjöldum hótei- gistingu og vagnferðum. Sunna sér um hópferðina fyrir Keflvik- ingana. Binda vonir við Einar Magnússon „Við spilum upp á að hreppa 2. sætið i Norðurdeildinni og komast þannig i 4 liða úrslit”, sagði Huber Meier þjálfari Hamburg SV, þegar hann var spurður um möguleika Hamburg — liðið sem Einar Magnússon leikur með — i Norður-deildinni á föstudaginn. Meier hélt áfram, „við höfum styrkt lið okkar mikið siðan f fyrra og bindum miklar vonir við Islendinginn Einar Magnússon sem hefur leikið 65 landsleiki fyrir Island” sagði þjálfari Hamburg Sv. að lokum. A þessu viðtali má vita að þjálf- aranum þykir mikið til Einars koma, enda sannaði hann það með þvi að skora 7 mörk gegn Gummersbach á laugardaginn, en Hamburg tapaði leiknum 25:18. Huber Meier býst þvi við að Hamb. verði í 2. sæti á eftir Gummersbach, en eins og menn vita þá hefur það lið verið i sér- styrkleika i Þýskalandi i nokkur ár, en ofar en félag Axels og Ólafs Dankersen. Það nýjasta frá ÞÝSKALANDI Mönchengladbach vann 4:1 og komst þar með á toppinn Borussia Mönchengladbach tók aftur forystuna I v-þýsku Bundsliga á laugardaginn er þeir sigruðu erkifjendurna Bayern Miinchen á heimavelli 4:1. Lið Berti Vogts — sá sem lék Cryuff svo grátt i úrsiitaieik heimsmeistarakeppninnar — átti mjög góðan Icik og verða að sögn þýskra iþróttafrétta- ritara illstöðvandi i vetur. Þeir hafa hlotið 12 stig en tiðið sem var i fyrsta sæti fyrir umferðina á laugar- daginn Eintracht Brunswick tapaði illa á útivelli fyrir Schalke 04 1:5, en er samt I öðru sæti með 11 stig. Annars urðu úrslitin I Þýskalandi þessi: Bor. Moenchengl. — Bayern Munchen 4-1 Kickers Offenbach — Herta Berlin 2-1 Ilannover — Eintracht Frankfurt 3-2 Schalke 04 — Eintracht Brunswich 5-1 Fortuna Dusseldorf — Karlsruhe 0-2 HamborgSV — Rot—Weiss Essen 4-1 Bayer Uerdingen — Werder Bremen 2-1 l.fcKöIn — Duisburg 3-2 Kaisersleutern—Bochum 2-1 Geta fengið Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að landsliðs- mennirnir fái 2.000 punda þóknun ef þeir komist i 8. liða úrslit Evrópukeppni lands- allt að liða. England á eftir tvo leiki i sinum riðli gegn Tékkum og Portúgölum, báða á útivelli^svo róðurinn verður erfiður þótt svo að þeir séu efstir eins og stendur. þóknun Ennfremur hefur sambandið ákveðið að þeir fái 1.000 pund fyrir hvern unninn leik i úrslitum, ef þeir komast i þau. 5.000E Þriöjudagur 23. september 1975

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.