Alþýðublaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 1
alþýðu 186. TBL. - 1975 - 56. ARG. FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER Rltstjórn Sfðumúla II - Simi 81866 Yfirlýsing borgar- stjóra um Ármanns- fellsmálið Sjá bls. 4 og 5 Munið að spara Sjá leiðara LAUNÞEGASIDA í opnu blaðsms “Borgarstjóri fríar sig af Armannsfellsmálinu - Albert skilinn eftir úti í kuldanum Armannsfell gaf milljónina Albert hafði milligöngu ' A blaöamannafundi meö borg- arstjóra Reykjavikur, Birgi Is- leifi Gunnarssyni, sem haldinn var I gær, skýröi borgarstjóri frá Borgarstjórinn um sakadómsrannsókn: „Eg er reiðubúinn’ — Ég er reiðubúinn til þess að fela sakadómara að rannsaka málið, ef samkomulag næst ekki um störf rannsóknarnefndar borgarstjórnar, sagði borgar- stjóri, Birgir Isleifur Gunnars- son, á blaðamannafundinum i gær. Alþýðublaðið spurði borgar- stjóra, að þar sem fyrir lægi nú yfirlýsing frá hans hálfu um, að byggingafyrirtækið Ármanns- fell hafi goldið eina milljón króna i byggingasjóð Sjálf- stæðishússins og að formaður hússtjórnar hafi haft milligöngu um afgreiðslu á lóðamáli fyrir- tækisins, hvort hann teldi þá eðlilegt aö rannsókn á þvi, hvort bein tengsl væru þar á milli, væri einvörðungu i höndum nefndar skipaðir fulltrúum póli- tiskra flokka. Alþýðublaðið benti i þvi sambandi á, að eng- um bæri skylda til þess að mæta hjá slikri nefnd né heldur að skýra rétt og satt frá, eins og vera myndi, ef málið væri rann- sakað af opinberum rannsókn- ardómi. Borgarstjóri sagði, að vissu- lega orkaði það tvimælis, en hann væri þvi hins vegar sam- þykkur, að borgarstjórn reyndi fyrir sitt leyti að upplýsa málið. r r Atti í Armannsfelli í greinargerð sinni um Ár- mannsfellsmáiið viðurkennir borgarstjóri, að hann hafi um skeið verið lögfræðingur bygg- ingafyrirtækisins Armannsfells og einn af cigendum þess. Hann starfaði sem lögfræðingur fyrir- tækisins um skeið áður en hann tók við embætti borgarst jóra og átti þá um 7,5% hlutabréfa i fyrirtækinu. Þennan eignar- hiuta sinn seldi hann sfðar og hefur ekki i borgarstjóratið sinni átt neitt i fyrirtækinu, né heidur neinn á hans vegum eða úr hópi hans nánustu. þvi, að i byrjun ársins 1975 gaf byggingafyrirtækið Ármannsfell hf. 1 milljón króna I húsbygginga- sjóð Sjálfstæðisflokksins. Nokkru siðar —• eða i maimánuði sl. — hafði Albert Guðmundsson, borg- arfulltrúi og formaður húsbygg- inganefndar SjálfstæðishUssins forgöngu um það, að tillögur arki- tekts Ármanns h.f. — Vífils MagnUssonar — um skipulag lóð- arinnar norðan Hæðargarðs og austan Grensásvegar var kynnt embættismönnum borgarinnar með þeim árangri,að hún var sið- an samþykkt og Armannsfelli út- hlutuð umrædd lóð til byggingar fjölbýlishúss. — Það er rétt, að Albert Guð- mundsson hafði milligöngu um þetta, sagði borgarstjóri. Hins vegarhef ég ekki trU á, að nokkur tengslhafi verið milli þessa máls og fjárframlags Armannsfells. Mér var t.d. ekki kunnugt um gjöf Armannsfells þegar ég fól skrif- stofustjóra borgarverkfræðings aö ganga frá tillögu til borgarráðs um, að Armannsfell fengi lóðina. Alþýðublaðið spurði þá borgar- stjóra, hvort hann vissi, hver tek- ið hefði við gjöf Armannsfells h.f. til SjálfstæðishUssins á sinum tima og svaraði borgarstjóri þvi til, að um það hefði hann enga vitneskju. — Þykir borgarstjóra ekki lik- legt, að borgarráðsmaðurinn Albert Guömundsson, sem jafn- framt er formaður hUsbygginga- nefndar SjálfstæðishUssins, hafi vitað um gjöf Armannsfells þegar hann gerðist milligöngumaður milli fyrirtækisins og borgaremb- ættismanna til þess að koma á framfæri hugmyndum fyrirtækis- ins um skipulagningu umræddrar lóðar? — Ég hef ekki hugmynd um það. Hins vegar er ég sannfærður um, að engin tengsl eru á milli fjárframlagsins og lóðaúthlutun- arinnar, svaraði borgarstjóri. Alþýðublaðið spurði þá borgar- stjóra, hvort hann teldi það eðli- leg og æskileg vinnubrögð, að að- eins örfáum vikum eftir að bygg- ingafyrirtækið EINHAMAR sótti um lóð hjá Reykjavikurborg, þá skyldi einn af helstu framámönn- um borgarstjórnarmeirihlutans hafa samband við framkvæmda- stjóra fyrirtækisins og falast eftir framlagi frá fyrirtækinu i flokks- sjóð Sjálfstæðisflokksins. — Ég veit ekki, hvað satt er i þessu máli. Þar liggur aðeins fyrir umsögn annars aðilans, þ.e.a.s. framkvæmdastjóra EIN- HAMARS, svaraði borgarstjóri. Þá var borgarstjóri einnig að þvi spurður, hvort hann hefði orðið var við það annað hvort hjá sam- starfsmönnum sinum i borgar- stjóminni eða hjá forráðamönn- um Armannsfells, að fyrirtækinu hefði verið gefið vilyrði um lóð, og sagði borgarstjóri svo ekki véra. 1 Milljónir sem 20-faldast 1 sjónvarpsþætti um Ar- mannsfellsmálið i gærkvöldi skýrði Björgvin Guðmundsson frá þvi, að úthlutun lóðarinnar til Armannsfells þýddi 20 milljónir króna a.m.k. i meiri söluhagnað en ef félagið hefði fengið jafn stóra lóð í Breið- holti, þvi þarna er um að ræða lóð undir rúmlega 20 ibúðir, og söluverð ibúðar á þessum stað er meira en milljón krónum hærra en i Breiðholti. Var þráfaldlega neitað um lóð- ina en leituðu þá til Alberts I langri greinargerð um Ar- mannsfellsmálið, sem borgar- stjórinn I Reykjavik afhenti Útflutningsverð rækju þarf að hækka um 90-100 krónur — Miðað við alveg óbreyttan kostnað er algjört lágmark 17,50 sænskar krónur fyrir kilóið af rækjunni. í dag er það hins vegar ekki nema 14,50 — 15 krónur, eða um 620 isl. krónur, sagði rækjuút- flytjandi sem blaðið hafði sam- band við i gær. Samkvæmt þessu vantar um 90 krónur uppó að verðið á hverju kg nægi til þess að rækjuverk- smiðjur sleppi skaðlausar frá framleiðslu á komandi vertið. Á sama tima i fyrra var verðið um 22 krónur sænskar Þegar talað er um 17,50 sem lágmarksverð til rækjuverk- smiðjanna er rétt að geta þess, að þá er ekki reiknað með neinum fastakostnaði svo sem afskriftum og öðru. En óhætt er að reikna þennan fastakostnað sem 10% af veltu. Þá er ekki heldur reiknað með neinu frá verðjöfnunarsjóði, enda mun rækjudeild hans þurr- ausin eða svo til^eins og kom fram i blaðinu i gær. Miklar viðræður fara nú fram um fyrirfram sölu á rækju, en litið hefur verið selt og mikil Síldarverðið ákveðið Lágmarksverð á sild til sölt- unar hefur verið ákveðið 40 kr. hvert kg fyrir stóra sild, 32 cm og stærri, en 26 krónur kg af smærri sild. Verðið er miðað við sildina komna á flutningstæki við hlið veiðiskips. Við afhendingu á sild, sem söltuð er um borð i veiðiskipi gilda þær reglur, að hver tunna, sem inniheldur 95 kg af hausskor inni og slógdreginni sild, reikn- ast 136 kg af heilli sild. Við mat á stærðarflokkum skal sild, sem er 300—500 stk. i tunnu miðað- við hver 100 kg, mest sex stk. i kg, teljast stór sild. Hins vegar er sild sem telur 500—800 stk. i tunnu miðað við hver 100 kg mest átta stk. i kg teljast smærri sild. Verðið er uppsegjanlegt frá og með 15. okt. og siðar með viku fyrirvara. óvissa rikjandi á mörkuðunum. Hugsanlegt söluverð er talið vera 16 — 16,50 sænskar krónur Útflutningsgjald, 15,9% leggst ofan á hráefnisverðið og er það nú talið nema um 50% af þvi verði. Nemur gjaldið 80 — 90 krónum á hvert kg. Þá má geta þess, að á einu og hálfu ári hefur flutnings- gjaldið hækkað um þriðjung eða úr um 10 þúsund krónum á tonn upp!30þúsund. Fyrir tveim árum var útflutningsgjaldið aðeins 6%. Auk þess hefur allur tilkostnaður hækkað mikið frá i fyrra, á sama tima og útflutningsverðið hefur hrapað. Er þvi ekki furða þótt rækjuframleiðendur séu heldur svartsýnir þessa dagana. Hækkun dollars upp á siðkastið hefur bætt samkeppnisaðstöðu islensku rækjunnar á markaði i Evrópu gagnvart rækju frá Alaska, en hún hefur talsvert veriðseld til Evrópulanda. Helstu markaðslönd okkar núna eru Svi- þjóð og Noregur. 1 Bretlandi er i gildi 12% innflutningstollur sem á að hækka i 16% um næstu áramót ef samningar hafa ekki tekist við Efnahagsbandalagið fyrir þann tima. blaðamönnum i gær, kemur m.a. Iljós, að byggingafyrirtækinu Ar- mannsfelli var þráfaldlega neitað um leyfi til þess að byggja á hinni umdeildu lóð á horni Hæðargarðs og Grensásvegar. Siðast fengu þeir neitun hjá borgarverkfræð- ingi þann 7. mai sl., en þrátt fyrir það lét fyrirtækið arkitekt sinn gera tillögur að skipulagi lóðar- innar. Þegar þær tillögur lágu fyrir höfðu forráðamenn fyrir- tækisins samband við Albert Guð- mundsson, formann húsbygg- inganefndar Sjálfstæðisflokksins, ogfengu hann til þess að koma til- lögunum á framfæri við skipu- lagsstjóra með þeim árangri, að þær voru samþykktar og félaginu úthlutað lóðinni. Verður ekki betur séð, að allt þetta hafi átt sér stað að meira eða minna leyti á bak við borgarverkfræðing, sem áður hafði hafnað beiðni Ár- mannsfells — þ.e.a.s., að borgar- verkfræðingur hafi vitað það tals- vert á eftir ýmsum öðrum, að þarna ætti að byggja. Auðmýking í gær voru busar i Menntaskólanum i Reykjavik hýddir á Lækjartorgi eins og tiðkaðist um brota- menn fyrr á timum. Nemendur á fyrsta vetri sýna þannig auðmýkingu og undir- gefni — og á þessi athöfn sér trúlega enga hliðstæðu enn i dag, nema þá ef vera kynni inngönguathöfn i Fri- múrararegluna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.