Alþýðublaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT Gæti það tekizt? Drjúgum tekur nú að skálpa á kvennaárið og mestar likur eru til, að flestar kröfur, sem kvinnurnar kynnu uppi að hafa, hafi séð dagsins ljós. Hvort þeim hefur þokað svo fram, sem ýmsar hafa vænzt i upphafi, er annað mál. Þegar litið er yfir, hvað birzt hefur af sérkröfum islenzkra kvenna, virðist fátt eitt hafa öðlazt algera samstöðu i hópn- um. Raunar minnist ég aðeins einnar kröfu, sem hefur fengið almennt fylgi. Jafnlaunakrafan er þess eðlis, að enginn sanngjarn maður getur snúizt þar öfugt við, og i kjölfar hennar jöfnun tækifæra til hverrar stöðu og starfs, sem konur kynnu að óska sér og hafa aflað sér kunnáttu til. Vist væri það mikill og merkilegur áfangi ef þetta næðist. En stundum hljóta að vakna alvarlegar spurningar um, hvort baráttusveit kvenna, rauðsokkahreyfingin, fer ekki nokkuð létt yfir rökin, sem leiða eiga að markinu. Hvort sem einum eða öðrum likar betur eða verr, verður naumast gengið að fullu framhjá liffræðilegum mun karla og kvenna. Af honum einum leiðir, að hlutverk kynjanna er frá upp- hafi býsna ólikt. Menn geta bollalagt fram og aftur, hvort það sé Guði almátt- ugum að kenna og skellt á hann skuld, eða hrósað vizku hans allt eftir þvi, hvort kynið á i hlut. En eitt er vist, að framhjá þessum mun verður ekki geng- ið. Hér er strax alvarlegur þröskuldur i veginum, sem ekki verður svo auðveld- lega máður út, hvorki með óskhyggju eða beinum, auðveldum aðferðum. Konum er raunar i lófa lagið, að breiða nokkuð yfir kynþokkann, sem virðist vera eitt af fangaráðum rauðsokkanna. Fjölmörg dæmi eigum við úr eldri og yngri sögum um þær tilraunir, og mætti nefna Auði konu Þórðar Ingunnarsonar, sem hafði frábrugðna háttu frá öðrum konum með þvi að skerast i setgeira- brækur, eða Guðrúnu nokkra, er notaði hornstikil til „þynnri þurftar sér”, að sögn Gisla hins fróða Konráðssonar. Uppskera hvorugra þessara dándis- kvenna mun almennt ekki hafa freistað kynsystra þeirra til að feta i troðnar Þó náttúran sé lamin með lurk .. slóðir þeirra. Liklegt er, að enn sannist að smávægilegar breytingar hið ytra, risti grunnt og að gamla máltækið ,,þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um siðir”, verði raunsatt um sinn. Astæða er til að dvelja nokkuð við stað- hæfingu hinna herskárri kvenna, að mismunandi uppeldisaðferðir vegi þungt i lifsviðhorfi. Frá upphafi sé hug- um stúlkubarna beint i aðrar áttir en hugum sveinbarna. tlt frá þessum sann- indum er svo dregin sú ályktun, að væri á þessu haldið á annan veg, mætti brúa að verulegu leyti bilið milli kynjanna. Eftir Odd A. Sigurjónsson Vist gæti slikt haft einhver áhrif, en hætt við, að ekki meira en fjórðungi brygði til fósturs. Mér þykir efalaust, að þau hlutverkaskipti, sem móðir náttúra hefur frá upphafi gert milli kynjanna, verði þyngri á metum en svo, að ytri á- stæður raski þar verulega um. Torvelt er að sjá, að móðurhlutverkið sé svo ó- veglegt, þótt sleppt sé öllum rómantisk- um grillum, að það sé ekki hverri konu sæmandi. Og vitanlega verður það ekki uppfyllt nema að litlu einu leyti, sé af- kvæmunum kastað i óskyldra hendur við fyrsta tækifæri. Þar breytir litlu um, þótt einhver bóklærdómur liggi bakvið fóstrið. Þess er nú ekki lengur krafizt, að konur umljúki dyggð sina sjöföldum múrum, sem eitt sinn tiðkaðist, og þeirra réttur til að leita ásta, jafn i öllu rétti karla þar til. Eftir sem áður hlýtur þó að standa vilji mótaðila og fúsleiki til lengri eða skemmri samneyta. Nýupp- skátt dæmi um harðfengi kvenna i þeim sökum, sem af kunnugum er ekki talið neitt einsdæmi, birtir sizt minna um- burðarlyndi karla. Að sjálfsögðu má telja vist, að allir karlmenn, sem minnugir eru mæðra sinna og eiginkvenna, vildu fúslega greiða götu fullkomins jafnréttis. En stóra þröskuldinn sem er milli skapnað- ar og eðlisfars, verður trúlega örðugt að yfirstiga. fðlk Tarzan gamli kennir nú sund Hann er hættur að sveifla sér i trjágreinum og reka upp sin viðfrægu org. Maður- inn sem allir strákar hafa einhverntima dáðst að á hvita tjaldinu. Og hver man ekki eftir honum. Maðurinn er enginn annar en leikarinn frægi Johnny Weismuller, sá sem einna lengst lék ofur- mennið Tarzan á hvita tjald- inu. Það fer litið fyrir hetjunni þessa dagana, enda kannski ekki að furða, þar sem kapp- inn er nú orðinn 71 árs og bú- inn að lifa sitt fegursta. Samt heldur hann sér ennþá i formi, hvað sundkúnstir varðar. Við rákumst nýlega á klausu i blaði, þar sem sagt var ýmislegt af þessum fyrrum ofurhuga hvita tjaldsins. Um þessar mundir lifir Johnny af þvi að kenna smá- börnum að synda. Upphaf- lega var það af heilsufarsá- stæðum sem Johnny byrjaði að leggja stund á sund af miklum móð. Hann var heilsuhraustur frá fæðingu og i æsku plöguðu hann alls- kyns sjúkdómar og veikindi. Það var heimilislæknir fjöl- skyldunnar, sem lagði til að Johnny færi að stunda sund, þá átta ára gamall. Og fljót- lega kom árangurinn i ljós. Mótstöðuafl drengsins gegn sjúkdómum fór vaxandi og jafnframt komu i ljós ein- stakir sundhæfileikar hjá pilti. Hann kunni vel við sig i vatninu og fór i sund, eins og og hann mögulega gat. Þegar Johnny var sextán ára var hann uppgötvaður af hinum þekkta sundþjálfara William Bachrach, sem tók Johnny undir sinn verndar- væng og leiðbeindi honum. Árið eftir, þegar Johnny var sautján ára, vann hann sinn fyrsta sigur á stórmóti, en ekki þann siðasta, þvi brátt tók hann að slá heimsmetin lika. Þá kom HoIIywood i spilið og þar með varð sundkapp- inn Johnny Weismuller að ofurmenninu Tarzan, sem drengir á öllum aldri dáðu og litu upp til. Alls lék Johnny i 19 Tarzanmyndum, sem sköpuðu honum heimsfrægð og aðdáun. Aðgát skal höfð Liz Teylor er enn i fréttum, rétt eins og áður og alltaf skeður eitthvað sögulegt, þar sem þessi fræga kona lætur sjá sig. Nýjasta sagan kemur svo hér: Liz og Burton voru boðin i heljarmikla veislu. Gest- gjafarnir voru ekki af verri endanum, Julie Andrews og hennar ektamaki. Veislan var haldin i bæn- um Gstads i Sviss, en þar dveljast þau um þessar mundir, Burton og Liz. Til skemmtunar höfðu ver- ið fengin Eva Tydberg og Lasse Kuhler, sænskir skemmtikraftar. Þegar kom að þvi, að hjúin skyldu troða upp, lýsti Liz Taylor þvi yfir, af sinu alkunna látleysi, að hún þyldi ekki þetta fólk og um það eitt væri að velja, að láta hjúin hætta við upp- troðsluna eða njóta nærveru hennar. ■ Þessi yfirlýsing frá Liz.olli að vonum miklu uppþoti i samkvæminu. Eva Tydberg fór að hágráta og var alveg (niðurbrotin, en allt kom fyrir :ekki, Liz sat fast við sinn keip. A eftir vildi Burton sem minnst segja um þessa uppákomu fyrrverandi eiginkonu sinnar. Þó sagði hann: Ef við hefðum vitað af öllum þessum blaðamönnum á staðnum, hefði þetta ekki komið fyrir. Raggri rólegd /PAKVU EPCK-L fcfCY'lV, l ö ÍÓ FaGÉ/ ilr/íki Sl f/C SjAUSf ríEE r c/YÆíuJ HOCtSAð Hj&VÞVÍ t - uiccaa. i -pRÍ'A DAórA 5" STUrtPiiZ. PCr TuTTU.au Oút " S7Ó tvh'* Bíóin HÁSKÓLABÍÓ Myndin, sem beðið hef- ur verið eftir: Skytturnar f jórar Ný frönsk-amerisk litmynd. Framhald af hinni heims- frægu mynd um skytturnar þrjár, sem sýnd var á s.l. ári, og byggöar á hinni frægu sögu eftir Alexander Dumas. Aöalhetjurnar eru leiknar af snillingunum: Oliver Ileed, Itichard Chamberlain, Micha- el York og Frank Finley. Auk þess leika i myndinni: Christopher Lee, Geraldine Chaplin og Charlton Heston, sem leikur Richilio kardinála. ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TONABÍÓ Simi :iMR2 Umhverfis jörðina á 80 dögum Heimsfræg bandarisk kvik- mynd, sem hlaut fimm Oscarsverölaun á sinum tima, auk fjölda annarra viöurkenn- inga. Kvikmyndin er gerö eftir sögu Jules Verne. Aöalhlutverk: David Niven, Cantinflas, Robert Newton, Shirley MacLaine. (í mynd- inni taka þátt um 50 kvik- myndastjörnur). tSLENZKUR TEXTI. Leikstjóri: Michael Anderson, framleiðandi: Michael Todd. Endursýnd kl. 3, 6 og 9. Sama verö á öllum sýningum. -SHORNUBIÖ ^imi lK!i:t6 Mótspyrnu hreyfingin \ FRA k ARDENNERNE I HELVEDE Iden storste krigsfilm SIOEN S- 1 HELTENEFRAIWOJIMA Frederick Statford Mithel Constantin Oaniela Bianclii Helmut Schneider John Ireland Adolfo Celi CurdJurgens sut>i(nc<Nijcoi>c tichnicoio Æsispennandi ný itölsk striös- kvikmynd frá siðari heims- styrjöldinni, i litum og Chinema Scope, tekin i sam- vinnu af þýsku og frönsku kvikmyndafélagi. Leikstjóri: Albertode Martino Myndin er meö ensku tali og dönskum texta. Bönnuö innan 12 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. LAUGARÁSBÍÓ - Leikhúsín Fred Zinnemanns fllm of TIIlsDAYOF TIIIÍJACIÍiVL AJohnWoolf Pnoduction B-iscd on the book by Fredcrick Fbrsyth LJlMnbuud Ia Chmiwiliiumitniiul Con«i;i(luii ^ Framúrskarandi bandarisk kvikmynd stjórnaö af meist- aranum Fred Zinnemann, gerö eftir samnefndri met- sölubók. Frederick Forsyth sjakalinn, er leikinn af Ed- ward Fox. Myndin hefur hvar- vetna hlotið frábæra dóma og geysiaösókn. Sýlld kl. 5, 7,30 og 10. Bönnuö börnum. ^Í’ÞJÓÐLEIKHÚSIf Stóra sviðið 1»JÓÐN1DINGUR laugardag kl. 20 sunnudag kl. 20 KARDEMOMMUBÆIUNN sunnudag kl. 15 Litla sviðið RINGULREIÐ AÖur auglýst sýning fellur niöurvegna veikinda. Miöasala 13.15—20. Simi 1-1200. LEIKFÉIA6 YKJAVÍKUFC FJÖLSKYLDAN i kvöld kl. 20,30. SKJALDHAMRAR föstudag — Uppselt SKJ ALDHAMRAR laugardag — Uppselt FJÖLSKYLDAN sunnudag kl. 20,30. Aöeins örfáar sýningar. SKJ ALDHAMRAR þriðjudag kl. 20,30. Aögöngumiðasalan i Iönó er opin frá kl. 20.30. Simi 16620. NYIA BÍÚ Simi 11540 From the producer of "Bullitt" and "The French Connection’.' TI4I: SEVEN , ® UPS ISLENZKUR TEXTI Æsispennandi ný bandarisk litmynd um sveit lögreglu- manna, sem fást eingöngu við stórglæpamenn, sem eiga yfir hööfi sér sjö ára fangelsi eöa meir. Myndin er gerö af Philip P’Antoni, þeim sem geröi myndirnar Bullit og The Frcnch Connection. Aöalhlutverk: Itoy Schneidcr Sýnd kl. 5, 7 og 9. Könnuö innan 16 ára. HAFNARBÍÚ Simi 16144 Spennandi og dulmögnuö ný bandarisk litmynd um unga konu sem verður djöfulóð. Hliöstætt efni og i þeirri frægu mynd The Exorcist og af mörgum talin gefa henni ekk- ert eftir. William Marshall. Terry Carter og Carol Speed sem ABBY. ÍSLENZKUR TEXTI Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. KÚPAVOGSBÍÓ Bióinu lokaö um óákveöinn tima. TRCLOFUNÁRlIRINGAR Fljót afgreiösla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiöur, Bankastr. 12 RITSTJORN ALÞYÐU- BLAÐSINS ER í SÍÐU- MÚLA 11 SÍMI 81866 Alþýðublaðið Fimmtudagur 25. september 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.