Alþýðublaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 8
Islensk föt á tískusýningu í Höfn Dagana 18.—21. september 1975 var haldin sýningin Scandinavian Fashion Week i Bella Centret og Fashion Center i Kaupmannahöfn og var þessi sýning sú tuttugasta I röðinni. Að þessu sinni sáu tveir danskir umboðsaðilar islenskra ullar- vöruframleiöenda um kynning- una. Voru það fyrirtækin Elinor Jelsdorf, umboðsaðili Alafoss og fleiri og Islandia, umboðsaðili Sambandsins. Auk hinna fyrrnefndu umboðs- aðila kynnti danska fyrirtækið T-Trading ullarvörur frá fyrir- tækinu Kaupfell S/F. Kynning og framsetning is- lensku ullarvaranna var i alla staði vel úr garði gerð og þeim aðilum til sóma, sem að henni stóðu. Sýningaraðilarnir sjálfir létu allir vel yfir þátttökunni og töldu hana nauðsynlegan lið i markaðsstarfsemi sinni, segir i tilkynningu frá útflutningsmið- stöð iðnaðarins. United átti ekkert svar við Charlie George Manchester United tapaði sinum öðrum leik á keppnistimabilinu i gær þegar þeir voru gestir meistaranna Derby County, á Baseball Ground i gærkvöldi. Fyrrverandi Arsenal leikmaðurinn Charlie Ge- orge var hetja miðlandaliðsins og skoraði bæði mörkin i 2:1 sigri Derby. Þar með er Derby komið upp i 4. sæti, stigi á eftir Q.P.R., Manchester United og West Ham, sem eru með 13 stig. Hinn leikurinn i 1. deild var á milli Manchester City og Stoke City og vann Manchester 1:0. Það var Rodney Marsh, sem gerði mark Manchesterliðsins á 22. min. seinni hálfleiks. T\/l . H GLERAUGNAVERSLUN, lYLI F AUSTURSTRÆTI 20. 20% afslátt af ÖLLUM gleraugna- umgjörðum í dag og nokkra næstu daga, vegna breytinga á rekstri fyrirtækisins. NOTAÐU TÆKIFÆRIÐ — ef þú þarft að endurnýja gleraugun — ef þú þarft lestrargleraugu — ef þú ert að byrja i skóla — ef þú ert orðinn leiður á gömlu umgjörðinni. IMundu: Ný gleraugu skapa nýtt andlit. Mundu: Tilboð þetta stendur aðeins í nokkra daga. 2. deild. Blackburn — Blackpool 0:2 Luton — Playmouth 1:1 Nottingham Forest — Charlton 1:2 öðrum leikjum, sem fram áttu að fara i 1. og 2. deild var frestað. Staðan i 1. deild eftir leikina á þriðjudags- og miðvikudagskvöld er þessi: Q.P.R........... Manchester United West. Ham....... Derby........... . .9 4 5 0 14-6 13stig . .9 6 1 2 16-7 13 stig . .8 5 3 0 15-9 13 stig . .9 5 2 2 16-14 12 Stig West Ham. Vann Bristol City i aukaleiknum úr 2. umferð enska deildarbikarsins 3:1. Leikurinn var háður I Bristol. Mörk West Ham gerðu Brooking, Best og Alan Taylor. West Ham leikur á heimavelli við Darlington i 3. umferð. Fulham vann W.B.A 1:0 á Craven Cottage i Lundúnum, með marki frá Alan Mullery 2. min fyrir leikslok. Þessi leikur var einnig aukaleik- ur um réttinn til þess aðdeika i 3. umferð deildarbikarsins. Fulham mætir Peterborough i 3. umferð. Wales í 8-liða úrslitum 2 leikir voru háðir i undan- keppni Ólympiuleikanna i gær- kveidi. Rússland fjögur, Noregur 0. í hálfleik var staðan 0:0. Sovét- rikin sigruðu þvi i þessum riðli, hlutu 8 stig Noregur 3 og Island 1. Tyrkland tapaði fyrir Búlgariu i Istanbul 0:2. Evrópukeppni meistaraliða: Ungverjaland vann Austurriki i Búdapest i gærkvöldi 2:1. Eftir sigur Ungverja eru möguleikar Wales mestir i þessum 2. rðili með 8. stig og nægir þeim þvi jafntefli við Austurriki i Wales þann 19. okt. til þess að komast i 8. liða úrslit. Einn vináttulandsleikur var háður I Tékkóslóvakiu i gær- kveldi. Tékkar og Svisslendingar léku og lauk leiknum með jafn- tefli 1:1. Celtic og Rangers í úrslitum 8 liða úrslit i skoska deildarbik- arnum i gærkvöldi voru þessi: Montrose: — Hibernian 3:1, eft- ir framlengingu. Montrose komst þvi i „semifinal” með betra markahlutfall 3:2. Qeen of the South Rangers 2:2, Rangers kemst þvi i „semifinal” með markahlutfallið 3:2. Clydebank — Partick Thistle 1:0. Thistle kemst þvi i „semifinal” á betra markahlutfalli 4:1. Celtic — Stenhousemuir 1:0. Cel- tic kemst þvi i „semifinal” með markahlutfallið 3:0. Dregið verð- ur sennilega á föstudaginn. Valur og KR unnu A þriðjudagskvöldið voru leiknir 2 leikir i Reykjavikurmótinu i hand- knattleik. Þá sigraði KR Leikni i A.riðli 27—19 eftir að staðan i hálfleik hafði verið 13:12. IB-riðli léku Valur og Fylkir, og sigraði Valur 20—13, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 10—8 fyrir Val. Sporting vann Einn leikur var leikinn i U.E.F.A. keppninni i gærkvöldi á Möltu. Þá vann Sporting Lisabon Slj- ema Wanderers 2:1. Þetta var fyrri leikur liðanna. FRAMHALDSSAGAN- Justina roðnaði. — Þú skilur, hann hefur enga fasta vinnu. Hann erfði mikla peninga eftir pabba sinn. Taugar hennar þöndust við þessa lygi. Ef Renata frænka vissi nú alla þessa lygasögu, guð minn góður. En það var eitt af þessu, sem Justina hafði aldrei getað fengið sig til að segja frænku sinni frá I bréfunum til hennar. — Ö, ég skil. Amalia var öll áhuginn. — En sú heppni. Þvi ef hann hefði þurft að fara til Englands aftur, þá hefðir þú þurft að fara með honum. Hann er Englendingur, er það ekki? Isabela frænka sagði mér það. — Já. Rödd Justinu var vart heyranleg, og hún leit vandræðalega á úr sitt. Klukkan var næstum tólf. Það var kominn hádegisverður. Skyldi Andrew mæta i hádegis- verðinn? Hana langaði hreint ekki til að þurfa að kynna hann fyrir Amaliu... ekki i dag að minnsta kosti. En hún var alin upp i góðum siðum, og þess vegna brá hún ekki kurteisi sinni og sagði brosandi: — Þú verður auðvitað með okkur i hádegismat? Amalia leit á úr sitt. — Ó, er klukkan orðin þetta margt? Hún stóð á fætur, og Justina gerði það sama. — Nei, þakka þér fyrir kæra vinkona, en frænka biður eftir mér. Það koma gestir i mat til okkar, og ég lofaði að vera ekki nema klukkutima i burtu. Justinu var létt og þær gengu að dyrunum. — Þú verður að koma aftur, sagði hún hratt. Já, það geri ég, vina, en þú verður fyrst að koma til okkar. Tia Isabela ætlar að bjóða einhverju fólki i miðdeg- isverð á morgun, og þar verða áreiðanlega einhverjir, sem þú þekkir. Viljið þið ekki koma, þú og maðurinn þinn? Justina opnaði munninn til að svara með einhverri kurt- eislegri afsökun fyrir þvi aðgeta ekki komið, en þá heyrðu þær hinar þungu dyr opnast og karlmannsraddir frammi I anddyrinu. Amalia leit eftirvæntingarfull á Justinu, og eftir skamma stund heyrðu þær gengið á stigvélum eftir lökkuðu gólfinu frammi i anddyrinu. Maðurinn nam stað- ar i dagstofudyrunum og leit fyrst á Justinu, en siðan — og öllu nákvæmar — á Amaliu. Hann var mjög stór og karlmannlegur og álitlegur þar sem hann stóð þarna i stigvélum og reiðbuxum og rjóma- litaðri rúllukragapeysu. Justina fann að það olli örlitlum sting I hjarta hennar að sjá hann virða aðra konu fyrir sér. — O, halló,Andrew, sagði hún á ensku. — En gott að þú komstsvo snemma. Þú getur þá hitt gamla vinkonu mlna. — Þina eða mina? spurði hann hlæjandi, og hlátur Amaliu bergmálaði I fordyrinu. — Mina, auðvitað, sagði hún reiðilega og leit grimmu augnaráði á hann, en hann virtist ekki gefa þvi neinn gaum. — Amalia, þú sérð að þetta er maðurinn minn, Andrew Douglas. Amalita lét hann taka hönd hennar og hún leit á hann augum konu, sem er að láta táldraga sig. Andrew hélt hönd hennar lengur en þörf krafðist. — Góðan daginn, Amalia. Ég hefði svo sannarlega ekki farið út í morgun ef ég hefði vitað að við áttum von á svo fallegum gesti hingað. Justina beit tönnunum saman. — Ég vissi ekki að Ama- lia myndi koma, sagði hún hvasst. — Það eru fjögur ár siðan við Amalia höfum hist. — Er það satt? Andrew kom inn I stofuna og leitaði sér að smávindli eins og venja hans var i úrskorinni öskju á borðinu. Þetta fór alltaf óskaplega I taugarnar á Justinu. — Búið þér hér i Monteraverde, Amalia? spurði hann. — Nei, fjölskylda min flutti til Bandarikjanna fyrir tveim árum. — Ég skil. Hann brosti gegn um vindlareykinn. — Frá hvaða fylki komið þér? Ég þekki mig vel á vesturströnd- inni. Justina horfði á hann ráðvillt, en Amalla virtist ekki taka eftir neinu. — Ó, gerið þér það? Við búum i Santa Barbara. — Ó, ég hef verið i Los Angeles. — Svo? Amalia var stórhrifin, en Justinu fannst hún ætla að verða veik. — Amalia var að fara, sagði hún, en Amalia tók sjálf af henni orðið. — Já, en ég var að reyna að tala konu yðar á það að koma I miðdegisverð til okkar á morgun. Ég er viss um að frænka min yrði mjög glöð ef þið gætuð bæði komið. Andrew leit á Justinu. — Þetta hljómar hreint ekki svo illa, sagði hann. — Er nokkur ástæða fyrir okkur að gera annað en að þiggja gott boð? Justina lét hendurnar hanga máttvana niður með siðun- um. — Ég veit ekki hvort væri rétt að fara frá Renötu frænku... — Ó, svona, frú Gomez bjargar sér án efa þessa fáu tima sem við verðum I burtu, sagði Andrew og var ekki haggað. — Og þú hefur heldur ekkert komist út siðan við komum hingað. LYGA- w Alþýðublaðið Fimmtudagur 25. september 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.