Alþýðublaðið - 25.09.1975, Page 5

Alþýðublaðið - 25.09.1975, Page 5
ara unglingaálmu. Skv. verk- samningi átti verktakinn að skila þessu húsnæði óinnréttuðu. A grundvelli einingarverða til- boðs hans var samið sérstaklega um þetta verk og nam sú upphæð kr. 9.998 þús., miðað við verðlag 16.8. 1973. Verki þessu skilaði verktakinn um 1. okt. 1973. Þá var jafnframt ákveðið, að 2. hæð unglingaálmu skyldi skila fullbUinni 1. sept. 1974, svo sem upphaflega hafði verið um samið. Jafnframt skilaði verktaki 1. hæð álmunnar 1. sept. 1974 i stað 1. sept. 1975 svo sem staðið hafði i upphaflegum verksamningi. Hins vegar tafðist afhending iþróttahUss fram til ágUstmánað- ar 1975. Eins og nU hefur verið rakið hefur borgarráð fjallar um tvær breytingar á verksamningi við Armannsfell h.f. um byggingu Fellaskóla. Fyrri breytingin var gerð vegna brýnna þarfa borgarinnar, og var hUn ásamt greiðslu til verktakans, sem af henni leiddi, samþykkt samhljóða og án at- hugasemda i borgarráði 31. okt. 1972. Siðari breytingin verður vegna verktafa, sem að hluta verða að skrifast á reikning verk- taka, enrétter að undirstrika, að verkið, sem þá var um samið (innrétting kjallara), var ekki i upphaflegum verksamningi, og greiðslur fyrir það voru ákveðnar á grundvelli tilboðsverðs verk- takans, sem var lægra en áætlað kostnaðarverð. Ljóst er, að kjallara unglinga- álmunnar verður að nýta um ó- fyrirsjáanlega framtið fyrir al- menna kennslu. Stafar það af barnafjölda i Fellahverfi, sem er eins og i öðrum nýjum hverfum borgarinnar langt umfram þá staðla, sem skólahUsnæði er byggt eftir. Innréttingin hefði þvi reynzt nauðsynlegsiðar, þótt ekki hefði komið til tafa við verkfram- kvæmdir. Lokauppgjör við verktakann stendur nU yfir og er skv. venju i höndum byggingardeildar borg- arverkfræðings og borgarendur- skoðunar. Framlag i húsbygging- arsjóð Sjálfstæðis- flokksins. Þvi hefur verið haldið fram og það gagnrýnt harkalega, að náið samband sé á milli þessarar lóða- Uthlutunar og meints framlags Byggingarfélagsins Armanns- fells h.f. til hUsbyggingarsjóðs Sjálfstæðisflokksins. Að þvi er sjálfan mig snertir vil ég taka það fram, að i störfum minum sem borgarstjóri hef ég aldrei tekið tillit til þess, hvaða stjórnmála- flokki þeir tilheyra, sem til min leita. Borgarstjóri er starfsmað- ur allra borgarbUa, og allir borg- arbUar eiga að geta treyst þvi, að borgarstjóri taki á málum þeirra, án tillits til stjórnmálaskoðana. Ég vil og taka fram, að ég á ekki sæti i neinum þeim stofnunum innan Sjálfstæðisflokksins, sem annast um fjármál hans, þ.e. hvorki i fjármálaráði né í hUs- byggingarnefnd Sjálfstæðis- flokksins. Ég fylgist þvi ekki með þvi og læt mig ekki varða, hverjir greiða framlög til flokksins eða til hUsbyggingar hans. Allar á- kvarðanir minar og afstaða til mála, þ.á m. Uthlutunin til Ar- mannsfells h.f. á umræddri bygg- ingarlóð, eru þvi' teknar án vit- undar um nokkur fjárframlög og óháð þvi, hvort um slik framlög er að ræða eða ekki. Eftir að mál þetta komst á það stig, að þvi var haldið fram, að samband væri milli þessarar Ut- hlutunar og framlags fyrirtækis- ins i'hUsbyggingarsjóðinn, hef ég spurzt fyrir um það hjá hUsbygg- ingarnefnd, hvort Armannsfell h.f. hefði stutt að byggingu hUss- ins með fjárframlögum. Mér var þá tjáð og vil, að það komi hér fram, að Byggingarfélagið Ár- mannsfell h.f. gaf 1 millj. kr. i hUsbyggingarsjóð Sjálfstæðis- hUssins I byrjun ársins 1975. Þeirri gagnrýni hefur sérstak- lega verið beint að Albert Guðmundssyni, sem er formaður hUsbyggingarnefndar, að i af- stöðu hans sé fólgið samband á milli umrædds framlags og stuðnings við nefnda lóðaUthlut- un. Albert Guðmundsson svarar sjálfsagt fyrir sig, en ég vil lika, að það komi hér fram, að ég hef aldrei orðið þess var i störfum hans sem borgarfulltrUa eða borgarráðsmanns, að hann geri nokkurn mun á þvi, hvaða stjórn- málaflokki menn tilheyra, og borgarfulltrúar allir vita, að Albert Guðmundsson rekur erindi þeirra borgarbUa, sem til hans leita, hvar i flokki, sem þeir standa. Ég er þvi sjálfur sann- færður um, að stuðningur Alberts við þessa lóðaUthlutun er ekki á neinn hátt tengdur fjárframlagi Armannsfells h.f. til hUsbygging- arsjóðs Sjálfstæðisflokksins. Tengsl borgarstjóra við Ármannsfell h.f. I umræðum i blöðum hefur ver- ið látið að þvi liggja, að ég eigi fjárhagslegra hagsmuna að gæta, að þvi er snertir Byggingarfélag- ið Armannsfell h.f. og sé einn af eigendum þess eða eiginkona min. Hið rétta er, að hvorki ég, eiginkona min, né nokkur á min- um vegum á nokkurn hlut i félag- inu, og þvi hef ég engra fjárhags- legra hagsmuna að gæta, þegar um er að ræða afkomu þessa fé- lags. Það er mér með öllu óvið- komandi. Ég hef hins vegar engu að leyna að þvi er snertir fyrri samskipti min við Ármannsfell h.f. og vil láta það koma hér fram, að ég starfaði sem lögfræðingur félags- ins um nokkurt árabil. Ég rak lögmannsskrifstofu i Reykjavík á árunum 1963—1972, eða þar til ég tók við embætti borgarstjóra. Sem lögmaður vann ég lögfræði- störf fyrir ýmis fyrirtæki og ein- staklinga hér I borg, og einn af þeim aðilum, sem leitaði til min á sinum tima, var Armann heitinn Guðmundsson, byggingameist- ari, sem þá rak allumfangsmikla byggingarstarfsemi i Reykjavik. Sem lögfræðingur annaðist ég stofnun hlutafélags fyrir Ár- mann, og voru stofnendur fyrst og fremst tengdir fjölskyldu hans. Mun þetta hafa verið á árinu 1965. Fljótlega eftir stofnun félagsins eignaðist ég litinn hlut i þvi, éða 50 þUs. kr., sem nam 7 1/2% af hlutafé. Ég féllstá að taka þessi nlutabréf i stað peninga, er ég framvisaði reikningi minum fyrir lögfræðilega þóknun vegna fé- lagsstofnunarinnar. Hlut þennan átti ég um nokkurra ára skeið, seldi siðan hlutabréfin og hef frá þvi ég tók við embætti borgar- stjóra ekki átt neinn hlut i þessu félagi né neinn á minum vegum. Starfsemi þess er þvi mér alveg óviðkomandi, og ég hef engra persónulegra hagsmuna að gæta varðandi afkomu félagsins. Ég reikna með, að erfitt sé að finna mann til að gegna starfi borgarstjóra, sem ekki hafi áður hafteinhver afskipti af atvinnulifi i borginni. Reyndar tel ég það kost fyrir hvern þann mann, sem sliku embætti gegnir. Aðalatriðið er hins vegar, að opinber starfsmaður taki ekki þátt I ákvörðunum, sem hugsan- lega eru tengdar hans eigin hags- munum. Þessari reglu hef ég mjög eindregið fylgt sem borgar- stjóri. Ég á ekki eignarhlut i nein- um fyrirtækjum, sem þurfa á fyrirgreiðslu eða aðstoð borgar- innar að halda á nokkurn hátt. Ég get þvi óháður öllum f járhagsleg- um hagsmunum tekið afstöðu til manna og málefna i þessari borg. Um heiðarleika minn verða að sjálfsögðu aðrir að dæma, en með þessari greinargerð hef ég gert fulla grein fyrir Armannsfells- málinu, eins og það horfir við frá mlnum bæjardyrum. Ég tek fulla ábyrgð á þeim ákvörðunum, sem I þvi máli hafa verið teknar, og er reiðubUinn að mæta allri heiðar- legri gagnrýni á þær eins og aðr- ar, sem ég hef staðið að sem borgarstjóri. Ofbeldi getur aldrei leitt af sér réttlæti Með fárra daga millibili hefur nU verið reynt að myrða Gerald Ford, forseta Bandarikjanna. Menn reka upp stór augu og hugsa með sjálfum sér, hvað sé eiginlega á seyði i Bandarikjun- um, þessu forystulandi um frelsi og mannréttindi i heiminum. Ef til vill má segja að öfgarnar i mannlegum samskiptum nái há- marki þegar menn ákveða að reyna að myrða andstæðinga sina. Að visu er ekki hægt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að einstaklingar og hópar hafa gripið til þessa ráðs allt fram á okkar dag. Og ekki aðeins ein- staklingar og hópar, heldur einn- ig heilar þjóðir, sem stundum setja á laggirnar heil bandalög til þess að standa fyrir styrjöldum i einni eða annarri mynd. En nU hafa „hinir vitru leiðtog- ar heimsbyggðarinnar” komið sér saman um að setja reglur um styrjaldir. A öryggisráðstefnu Evrópu, sem haldin var i Finn- landi i sumar, var ákveðið að dregið skyldi Ur spennu i heimin- um Fyrir stuttu flutti Gromiko, utanrikisráðherra Sovétrikjanna tillögu um það á Allsherjarþing- inu, að rannsóknir og tilraunir með gereyðingarvopn yrðu bann- aðar. Kinverjar brugðust hinir verstu við og sögðu þetta ofbeldi gegn þeim þjóðum, sem ekki væru komnar eins langt i fram- leiðslu gereyðingavopna og RUss- ar og Bandarlkjamenn. Margir munu sammála um, að þjóðarleiðtogunum sé vorkunn i þeirri stiðsbrjáluðu veröld, sem við lifum i. Menn verði þvi að kasta frá sér hugsjónunum og horfa raunsætt á málin. En þetta er ekki bara svona einfalt. Það er ný kynslóð að vakna til lifsins um allan hinn vestræna heim. Þessi kynslóð er á móti styrjöldum, eða öllu heldur fordæmir styrjaldir. Þessi kyn- slóð lýsir ábyrgð á hendur vald- höfum, sem vilja viðhalda blóðs- Uthellingum og ranglæti. Vaxtarbroddurinn i þessari frelsisbaráttu ungs fólks er ein- mitt i Bandarikjum Norður- Ameriku, þar sem frelsi einstakl- ingsins til orðs og athafna hefur verið virt hvað mest. Það er ekki bara frelsi svertingja, sem Mart- in Luther King barðist fyrir, held- ur frelsi allra manna. Það voru menn eins og hann og margir fleiri sem komu af stað þeirri öldu og þvi umróti, sem við sjáum i fariungs fólks i dag. Auðvitað má segja að Martin Luther King og aðrir forystumenn baráttunnar hafi verið byltingarsinnar. Þeir vildu byltingu gegn ranglætinu, sem gegnumsýrði þjóðlifið. En það sem var sérstakt i fari þess- ara byltingarsinna, var að þeir fordæmdiu ofbeldi, sem i þeirra huga var alger andstæða við rétt- lætið. Hvernig vikur þvi þá við að morðæði getur gripið um sig i þjóðfélagi, sem Bandarikjunum? 1 blaðinu Isvestia, sem er mál- gagn KommUnistaflokks Ráð- stjórnarrikjanna, segir i grein um tilræðið við Ford, að Bandarikin dýrki ofbeldið. Afleiðinguna sjá- um við siðan i framferði fólksins. Flestir, sem heyrt hafa þessa skýringu kommUnistablaðsins munu hafa hugsað sem svo, að þetta kæmi nU Ur hörðustu átt, þvi i Sovétrikjunum er ofbeldið ekki einasta dýrkað heldur er það grundvallarþáttur i menningar- lifi fólksins. Við sem bUum við frelsi vest- rænna lýðræðisrikja getum hrós- að happi. En frelsið er dýrmætt og frelsinu fylgir ábyrgð. Það er langt siðan forystumenn i Banda- rikjunum fóru að skilja réttmæti þeirrar þjóðfélagsgagnrýni sem yfir þá hefur gengið. Watergate er ekki dæmi um spillta þjóð held- ur ef til vill miklu fremur dæmi um þjóðfélag sem er að vakna við það að fólkið i landinu vill menn- ingarbyltingu þar sem siðgæðis- vitund stjórnenda og réttsýni blindist ekki i steindauðu skrif- finnskukerfi, hrossakaupum og bolabrögðum. Það má ef til vill gefa margar skýringar á morðtilræðunum við nUverandi og fyrrverandi forseta Bandarikjanna. Ef til vill er þetta geðbilað fólk og ef til vill hefur þetta fólk sina eigin skilgreiningu á réttlætinu og siðalögmálum mannlegra samskipta. En hver svo sem skilgreiningin er, er staðreyndin sU, að morð eða morðtilræði er ofbeldi og að of- beldi getur aldrei leitt af sér rétt- læti. Rödd jafnaðarstefnunnar Tvískinnungs- háttur Frumskylda hverrar rikisstjórnar, er að reyna að vísa þjóðinni þann veg, sem hún þarf að ganga. Á erfiðleikatimum verður rikisstjórn annars vegar að leita að leið út úr ógöngunum og velja þá, sem fljótast og best verður farin og hins vegar að vera i fararbroddi þjóðarinnar á vegferðinni — brýna fyrir henni nauðsyn sam- stöðu og samheldni og vara þjóðina við ógöng- um. Við þvi er ekkert að segja, þótt rikisstjórn sjái hjá sér hvöt til þess að ávita þjóðina eða einstaka hópa hennar ef rikisstjórnin telur að verið sé að stefna hagsmunum heildarinnar i hættu. En það er óravegur milli föðurlegra ábendinga af þvi tagi og þess siðar, sem ráð- herrar núverandi rikisstjórnar iðka þegar þeir taka sig til og skamma landslýð og kenna al- menningi allt, sem miður fer. ,,Þetta er allt saman ykkur að kenna” er orðið viðkvæðið hjá ráðherrunum þegar þeir tala til landsmanna. Þau eru mörg dæmin um hinn furðulega tvi- skinnungshátt rikisstjórnarinnar — tvi- skinnungshátt, sem i raun orsakast af ráðleysi og vangetu til stjórnunar. Tökum til dæmis þessar sifelldu hvatningar ráðherranna til landsmanna um, að nú verði menn að draga saman seglin, lifa sparlega, herða sultarólina og foröast alla óráðssiu. En hvað gerir rikisstjórn- in sjálf? Hún gefst upp á þeim sparnaði i rikis- rekstrinum, sem hún hafði lofað að fram- kvæma, en bregður þess i stað á það ráð að leggja á nýja skatta er ýta enn undir verð- hækkanirnar i þjóðfélaginu. Hún virðir að vett- ugi tillögur sérfræðinganefndar um búnað Landhelgisgæslunnar en lætur þess i stað undan þrýstingi um kaup á flugvél fyrir á 7. hundrað millj. kr. þegar hægt hefði verið að ná sama markmiði fyrir aðeins brot af þvi fé. Og hún ræðst i framkvæmdir við virkjun Kröflu fyrir þúsundir milljóna króna — algert framkvæmda- legt nýmæli, sem brugðið getur til beggja vona — þótt vitað sé, að ekki sé markaður til fyrir þá orku, sem framleiða á. Hafið engar áhyggjur af þvi, er svarið. Þörfin mun áreiðanlega skapast einhvern tírna. Þarna stangast á orð og athafnir — brýning- arnar til þjóðarinnar um, að nú verði menn að spara, og útgjaldaáform rikisstjórnarinnar. Eyðslustefna hennar minnir um margt á ung- ling með biladellu, sem eyðir öllu sinu fé til þess að festa sér kaup á risastóru doilaragrini til þess aö stæra sig af. Sé hann krafinn sagna um hvers vegna hann þurfi á sliku ferliki að halda svari hann: Hafið engar áhyggjur af þvi. Þörfin mun áreiðanlega skapast þegar ég er búinn að gifta mig og eignast fjölskyldu. Auðvitað má færa rök fyrir þvi, að gott sé fyrir Landhelgisgæsluna að eiga flugvél af þeirri stærð, sem notuð er til farþegaflugs milli þéttbýlustu staða á landinu, að gott sé að eiga Kröflu virkjaða þótt ekki sé markaður fyrir þá orku, sem hún framleiðir — og að gott sé að 18 ára piitungur eigi sjö manna ameriskan bil ef hann skyldi nú hlaupa til og gifta sig og geta börn i bilinn. En er nú rétti timinn til þess að standa i slikum kaupum og framkvæmdum. Ríkisstjórnin brýnir fyrir þjóðinni að gera það ekki. En hvernig getur hún ætlast til þess að t.d. 18 ára gamlir piltar með biladellu hætti við að fá sér dollaragrin undir sjö manns á sama tíma og rikisstjórnin kaupir flugvél handa Landhelgis- gæslunni fyrir sjö sinnum sjö manns og virkjar Kröflu til þess að framleiða orku fyrir sjö sinn- um sjö þúsund manns. alþýðu llrwilfil Fimmtudagur 25. september 1975 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.