Alþýðublaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 12
alþýðu Veórrið — k- Væntanlega munum við njóta sólarinnar áfram i dag. Norðanstrekkingur- inn kemur þó liklega til með að hægjast nokkuð. Við megum þvi' búast við aðeins meiri hlýindum um miðjan daginn, en kólna mun með kvöldinu og verður næturfrost i nótt. Útgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Hitstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiðsla: Hverfisgötu 10 — símar 14900 og 14906. Prentun: Blaða- prent hf. Askriftarverð kr. 800,- á mánuði. Verð i lausasölu kr. 40.-. KOPAVOGS APOTEK iOpið öll kvöld til kl. 7 ÍLaugardaga til kl. 12 □ DU& LEtWk //fíM/ 'fífíxT STURL UÐ [ HLUT #&/ /9r s kop mií> • smjbfl L’ua mj>un Sfírf) HA Wfífí /rwL- V£&0 L/R run BflTT NJOP. Doufí LECt WffíU SrtWT fbfíiK. f BPfíP £///K S T T/m B/L 5PRU 6 BfíT M MEGUM VIÐ KYNNA Einar Bergmann, kaup- maður er fæddur i Ólafsvik og ólst þar upp til fermingar. Siðan fór hann á sjóinn til að vinna sjálfur fyrir sér. Haustið 1941 innritaðist Einar i Verslunarskóla íslands, útskrif- aðist þaðan árið 1944. Stríðsárin var hann i siglingum, enda voru þær vel borgaðar, vegna áhætt- unnar sem fylgdi þeim á þessum tima. A þessum árum fengu sjó- menn nær öll sín laun greidd i er- lendum gjaldeyri og stundum lét nærri að ekki væri hægt að kom- ast á ball vegna þess að ekki voru til Islenskar krónur til að innleysa gjaldeyrinn. Eftir striðið hélt Einar ,Ut á land og stundaði verslunar- og frystihúsastörf til ársins 1953 að hann flytur til Reykjavikur og hefur búið hér siðan. Þegar til Rvikur kom, keypti hann verslunina Kjöt & Fiskur og hefur rekið hana siðan. Nýlega flutti hann verslun sina I S«lja- hverfi, fyrstur manna. Einar hefur starfað allmikið að félagsmálum sinnar stéttar og hans heitasta áhugamál er að gera verslunina frjalsa og óháða, þvi þannig telur hann best borgið hag beggja, neytandans og kaup- mannsins. Hann hefur m .a. setið i stjóm Kaupmannasamtakanna, verið form. Fél. Matvörukaup- manna og var einn stofnenda IMA, Innkaupasambapds Mat- vörukaupmanna, en það er fyrir- HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ greiðslustofnun sem er opin öllum kaupmönnum sem i hana vilja ganga. Einar sagði að kaupmenn væru misjafnlega metnir og liklega væri það arfur frá þeim illu ein- okunarkaupmönnum sem hrjáðu landslýð á sinum tima. Þó þessi arfur væri lifséigur og jafnan ó- sanngjam þá gerðist það oft i dagsins önn að kaupmenn rækjust á atriði sem yljuðu um hjartaræt- urnar. Einar Bergmann er kvæntur og á fjögur börn. LESIÐ: Frjáls verslun segir að ýmis samtök smærri atvinnurek- enda, sem eru i Vinnuveitenda- sambandinu, telji sér betur borg- iö utan sambandsins og að semja beint við starfsmenn slna. SÉÐ: Visir hefur uppgötvað að Samtök frjálslyndra eru enn starfandi og birta flennifyrirsögn þess efnis á forsiðu I gær. Það kemur fram i viðtali sem blaðið á við Magnús Torfa, að um aðra helgi verði haldinn flokksstjdrn- arfundur og þar verði ákveðið hvaða stefnu flokkurinn muni fylgja i vetur. HLERAÐ: Að neðan við Kára- staði I Þingvallasveit hafi staðið 300 ferm húsgmnnur i fjölda ára. Þama hafi Guðlaugur Rósin- krans ætlað að byggja yfir nor- rænu félögin á sinum tima, en byggingin aldrei komist lengra. Grunnurinn er enn á sinum stað, en eigandi fyrirfinnst enginn. SÉÐ: Að Ólafur Jóhannesson hafi frá öndverðu reynt að beita sér gegn útgáfu Dagblaðsins. Hafi hann tekið Kristin Finnbogason i karphúsið vegna afskipta hans af málinu. Frjáls verslun telur, að fari svo, að útgáfa Dagblaðsins verði til að rugla eitthvað núver- andi flokkaskipan geti það haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir Framsóknarflokkinn, þvi innan vébanda hans séuýmsirGli- strupar,sem myndu rifa sig lausa ef tækifæri byðist. HEYRT: Að eftir að upp komst um Ármannsfellsmálið reynist Albert Guðmundssyni erfitt að fá menn til að gefa i nýja Sjálf- stæðishúsið. Þessi tregða sé svo almenn meðal flokksmanna, að húsið verði ekki tilbúið til notkun- ar á þeim tima sem áætlað var KÍIkufundir innan Sjálfstæðis- flokksins eru sagðir óróasamir um þessar mundir og öldur risa þar hátt. HEYRT: Að Sveinn og Jónas biði eftir hæstaréttarúrskurði um hvort Dagblaðið verði prentað á eigendaverði i Blaðaprenti áður en þeir ákveða hvort það verður einkafyrirtæki Jónasar eða hið opna hlutafélag með þátttöku starfsfólks, sem gefur út blaðið. Þaðverður nefnilega ýmsar fjár- hagslegar byrðarað axla, ef blað- ið þarf að greiða fullt verð sam- kvæmt taxta prentsmiðjueig- enda. ER ÞAÐ SATT, að rannsóknar- nefnd Sjálfstæöisflokksins i Ár- mannsfellsmálinu hafi komist að þeirri niðurstöðu að ken.'.j Albert Guðmundss. um það lika að hafa „lekið út” árásum flokksmanna hans á hans eigið mannorð? ÖRVAR HEFUR ORÐIÐfttf Viðbrögð Morgunblaðs- ins við Armannsfellsmál- inu svonefnda hafa orðið með tvennum hætti. 1 fyrsta lagi hefur ' blaðið reynt að hefja „gagn- sókn” gegn þeim, sem fyrst komu fregnum af málinu á framfæri, með þvi að veitast að borgar- fulltrúa Alþýðuflokksins, Björgvin Guðmundssyni. Tilgangur Morgunblaðs- ins með þvi er einfaldlega sá að reyna að fara út i aðra sálma — reyna að fá Alþýðublaðið til deilna við sig um önnur mál en Ármannsfellsmálið og þar með að hjúpa það moðreyk. t öðru lagi hef- ur Morgunblaöið svo haf- ið harða sókn fyrir þvi, að þær breytingar verði gerðar, að framlög til stjórnmálaflokka verði metin jafnt og framlög til viðurkenndra liknarfé- laga — þ.e.a.s. undanþeg- in skatti. Svo mikla á- herslu leggur Morgun- blaðið á þetta atriði, að menn hljóta að spyrja hvað valdi. Getur það t.d. verið, að framlög ein- hverra fyrirtækja til Sjálfstæðishússins komi hvergi fram i reikningum þeirra? Er það kjarni vandans? Og á að greiða úr málunum með þvi að láta slik framlög verða undanþegin skatti svo i lagi sé að láta þau koma fram? Hugmyndin sjálf — að undanþiggja gjafir til stjórnmálaflokka skatti — er engu að siður allrar umræðu verð, hvað sem liður bollaleggingum um tilurð hennar. Hvernig myndi hún reynast i framkvæmd og hverjir myndu fyrst og fremst hafa hag af henni? Auð- vitað þeir, sem hafa fjár- magnssterkustu aðilana að bakhjarli. Þeir aðilar, sem hafa efni á að gefa stjórnmálaflokki milljón eða meira — og þeir stjórnmálaflokkar, sem eiga slika gefendur að einkavinum. Hvernig gæti þetta t.d. litið út I framkvæmdinni? Við skulum setja upp litið dæmi. Jón Jónsson er for- stjóri og aðaleigandi fyrirtækisins Jónsson og Jónsson h.f. og þiggur laun frá fyrirtækinu skv. framtali þess að upphæð kr. 2 millj. Fyrirtækið tekur þá ákvörðun að gefa 1 millj. kr. til Sjálf- stæðishússins. Jón Jóns- son afhendir féð og fær til baka kvittun: JVióttekið frá Jóni Jónssyni sem gjöf til byggingar Sjálf- stæðishúss kr. 1 milljón. Kvittun þessa heftir Jón Jónsson við skattafram- talið sitt og fær upphæð- ina frádregna frá skatti. Skattgjaldstekjur hans nema þvi 1 millj. kr. — þ.e.a.s. ef fjölskylda Jóns er visitölufjölskylda að stærð verður hann hart- nær skattlaus. Hefur jafnvel möguleika á að fá neikvæðan skatt, ef vel er á málum haldið. Beri menn svo saman möguleika Jóns Jónsson- ar, forstjóra, i þessu dæmi og Jóns Jónssonar, verkamanns, sem ákveð- ur að styrkja flokkinn sinn með 10 þús. kr. gjöf. Báðir geta notið skatt- friðinda vegna framlaga sinna — og báðir standa jafnir fyrir lögunum, eða hvað? FIMM á förnum vegi Hvernig finnst þér strætisvagnaþjónustan í Breiðholti? Hólmgrlmur Rósenbergs ., sjó- maður: Mér finnst ómögulegt að vagnarnir gangi ekki oftar en þeir gera hingað upp i Iðufell og á þær slóðir. Einnig er ég ekki nógu ánægður með tiðni ferða hingað. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, húsmóðir:Mér finnst þjónustan ekki vera nógu góð, sérstaklega er slæmt að ekki skuli hafa verið komið á hringferð um hverfin og einnig eru samgöngur milli hverfa ekki nógu góðar. Vagn- arnir fara ekki i öll hverfin hér. Kristjana Guðmundsdóttir, hús- móðir: Samgöngur milli hverf- anna eru ekki nógu góðar, né heldur innan þeirra. Mér finnst vanta hringferð innan hvers hverfis. Halla Másdóttir, afgreiðslu- kona: Mér finnst að vagnarnir mættu ganga lengra inn i Selja- hverfið og fara meira um það. Fjöldi ferðanna held ég að sé nógur, það er ferð hingað upp eftir á 15 min. fresti. Sigurður Skúli, deildarstjóri: Mér finnst þjónustan fara batn- andi. Nýlega hófust ferðir hing- að i Seljahverfið en áður þurfti maður að fara I Norðurfell eða niður i Breiðholt II til að ná i vagna. Eftir breytinguna tekur ferðin ekki nema um hálftima. ■09

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.