Alþýðublaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 4
Greinargerð borgarstj óra Armannsfellsmálsins vegna Ég hef um skeiö dvalið er- lendis, fyrst i opinberum erindum og siðan i sumarleyfi með fjöl- skyldu minni. Ég fékk þvf ekki heildarmynd af blaðaskrifum, fyrr en við heimkomu mina s.l. sunnudag. Miklu moldviðri hefur veriðþyrlað upp vegna ákvörðun- ar meirihluta borgarráðs um að úthluta byggingarlóð á horni Hæðargarðs og Grensávegar til Byggingarfélagsins Armanns- fells h.f. Þar sem ýmis skrif og full- yrðingar i þessu máli hafa verið mjög villandi og staðreyndir málsins hafa ekki allar komið fram, þykir mér rétt að gera itar- lega grein fyrir málinu i heild. Aðdragandi skipulags. Þann 15. okt. 1973 var gerð eftirfarandi bókun i skipulags- nefnd: „Rættum frágang á opnu svæði við Garðsenda. Samþykkt að taka til athugunar frágang á afgangssvæðum vestan Elliða- ár, sunnan Miklubrautar, aust- an Kringlumýrarbrautar, norðan Bústaðavegar.” Á s.l. voru fór ég ásamt nokkr- um embættismönnum borgarinn- ar i skoðunarferð til að athuga ónotuð svæði á þessum slóðum. Taldi ég mikilvægt, ef unnt væri að þétta nokkuð byggð á þessu svæði til að nýta sem bezt þá að- stöðu, sem þar er þegar fyrir hendi af hálfu borgarinnar. Auk min voru i þessari ferð borgar- verkfræðingur, skipulagsstjóri og skrifstofustjóri borgarverkfræð- ings. Skoðunarferð þessi var ein af mörgum, sem við borgarverk- fræöingur förum með öðrum embættismönnum um borgina. Eitt þessara svæða er spildan norðan Hæðargarðs og austan Grensásvegar. Var þá ákveðið, að skipulagsstjóri ynni að tillögu- gerð að skipulagi á svæðinu, auk fleiri staða, sem við skoðuðum. Var um það rætt sérstaklega, að þarna mætti reisa einbýlishúsa- eða raðhúsabyggð, en við vorum sammála um, að ekki væri æski- legt að setja stærri fjölbýlishús á þetta svæði með tilliti til ná- grannabyggðar. Um Iikt leyti komu til mln i al- mennan viðtalstima forsvars- menn Byggingarfélagsins Ar- mannsfells h.f., og spurðust þeir sérstaklega fyrir um möguleika á úthlutun þessarar lóðar til að byggja á henni fjölbýlishús. Tjáði ég forráðamönnum félagsins, að bygging fjölbýlishúss á þessu svæði kæmi ekki til greina, og þvi ekki likur á, að félagið gæti fengið úthlutað lóð á þessum stað. Hinn 7. mai' höfðu forráðamenn Armannsfells h.f. samband við borgarverkfræðing og itrekuðu fyrirspurn um möguleika á bygg- ingu háhýsis á umræddu svæði. Borgarverkfræðingur tjáði þeim, að hann teldi slika byggingu úti- lokaða á staðnum. Byggingarfélagið Armannsfell h.f. mun siðan hafa óskað eftir þvi við arkitekt sinn, Vifil Magnús- son, að hann kynnti sér þetta svæði og gerði tillögur að Ibúðar- húsabyggð á svæðinu. Þegar Vlfill hafði gert sinn tillöguupp- drátt, snéru forráðamenn Ar- mannsfells h.f. sér til Alberts Guðmundssonar, borgarfulltrúa, og kynntu honum málið. Albert hafði samband við skipulags- stjóra, og i framhaldi af þvi fór fram fundur milli skipulags- stjóra, framkvæmdastjóra Ar- mannsfells h.f. og Vlfils Magnús- sonar. Albert Guðmundsson skýrði mér frá þessu, og ræddi ég þá við skipulagsstjóra, sem tjáði mér, að hann hefði fengið i hend- ur skipulagshugmynd Vifils Magnússonar og litist sér vel á hana I aðalatriðum, en hins vegar þyrfti tillagan nokkurrar breytingar við. Kvaðst hann myndu vinna að tillögugerð á þessum grundvelli og jafnframt leita aðstoðar Vlfils Magnússonar um fullnaðarfrágang tillögunnar. Skipulagstillaga var siðan lögð fram I skipulagsnefnd þann 9. júní 1975. Var hún undirrituð af skipulagsstjóra, svo og Vífli Magnússyni. Skipulagsnefnd mun strax hafa litist vel á þá skipu- lagshugmynd, sem þarna kom fram, og var skipulagsstjóra á þessum fundi falið að kynna íbú- um aðliggjandi húsa framkomna tillögu. Engar athugasemdir eða mótmæli frá þeim bárust vegna skipulagshugmyndarinnar. Þann 11. júni komu forráða- menn Armannsfells h.f. I viðtals- tima til min og skýrðu mér frá slnum aðgerðum i málinu og Itrekuðu ósk um að fá þessa lóð, ef sú skipulagshugmynd, sem þeir hefðu komið fram með, yrði samþykkt. Tjáði ég þeim, að mál þetta yrði að fá efnislega meðferð i skipulagsnefnd, og endanleg samþykkt skipulags væri óháð þvi, hver fengi lóðarúthlutun. Yrði að taka það fyrir sem sér- stakt mál á eftir. Skipulagstillagan var siðan rædd á nokkrum fundum I skipu- lagsnefnd og að lokum samþykkt einróma þann 9. júli, en nokkuð breytt frá þvi, sem hún hafði upp- haflega verið. Tillagan var siðan lögð fyrir borgarráð, sem sam- þykkti hana einróma þann 15. júli s.l. Jafnframt var leitað eftir og fengin staðfesting skipulags- stjómar rlkisins á deiliskipulagi þessa svæðis. Samkvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir 23 ibúðum I formi blandaðrar byggðar raðhúsa og fjölbýlishúsa, sem eru sérstaks eðlis og teljast til nýjunga i bygg- ingum hérlendis, þótt þau séu all- þekkt viða erlendis. Ljóst er, að hér er um að ræða mun betri nýt- ingu svæðisins, en upphaflega hafði komið til orða i viðræðum okkar, sem fórum I skoðunarferð- ina um svæðið á s.l. vori. Meðan á þessari afgreiöslu stóð hjá skipulagsyfirvöldum, sendi Byggingarfélagið Armannsfell h.f. bréf til borgarráðs, sem var móttekið 10. júní 1975. Þar sækir félagið formlega um lóöina og segir I bréfi sinu: „Á lóð þessari hyggst félagið byggja nýstárlegt sambýlis- hús, sem sameinar helstu kosti einbýlis og fjölbýlis. Stefnt er að fullri nýtingu lóðarinnar, þó án þess að um ofnýtingu hennar sé að ræða, með þéttri vinalegri byggð á einni og tveim hæðum, sem fellur vel inn i umhverfi sitt. Með þessari byggingu er ætlunin að skapa staðlað, hag- kvæmt og ódýrt húsnæði, sem þó um leið skapar þeim, sem þar koma til með að búa, manneskjulegt og fallegt um- hverfi. Vífill Magnússon, arkitekt, hef- ur að undanförnu unnið að hönnun ýmissa gerða sam- býlishúsa, sem uppfylla þessa kröfu, fyrir Byggingarfélagið Armannsfell h.f., og hefur að okkar áliti nýtt á mjög sérstæð- an og skemmtilegan hátt þá möguleika, sem þessi lóö býð- ur. Frumdrög að þessari lausn fylgja hér með, en tillaga um svipaða byggð hefur þegar ver- ið til meðferðar hjá skipulags- stjóra, og að þvl er við bezt vit- um, hlotið mjög jákvæðar undirtektir, bæði þar og eins á skipulagsnefndarfundi s.l. mánudag.” Grænt svæði? Það hefur verið gagnrýnt sér- staklega i þessu máli, aö skipu- lögð hafi verið ibúðarhúsabyggð á svæði, sem ætlað hafi verið sem útivistarsvæði. Það er rétt, að samkvæmt aðalskipulagi frá 1965 er svæði þetta merkt grænt svæði. Upphaflega mun lóð þessi hafa verið ætluð fyrir kirkjubyggingu, en slöar hafði kirkju verið valinn annar staður, og þvi var þetta svæði óráðstafað og merkt sem útivistarsvæði á aðalskipulagi. í áætlun um umhverfi og úti- vist, sem samþykkt var i borgar- stjóm vorið 1974 var hins vegar horfið frá notkun svæðisins til úti- vistar. Borgarstjórn hafði þvi þegar á árinu 1974 samþykkt að hverfa frá þvi, að þarna yrði grænt svæði, þannig að það getur ekki verið gagnrýnisefni nú, þó að eftir þeirri samþykkt hafi verið farið. Breytingar á notkun ákveðinna reita eða svæða hafa verið gerðar allmargar á aðalskipulaginu frá upphafi, og er þvi hér ekki um einsdæmi að ræða. Úthlutun lóðar. Þegar hér var komið sögu og skipulagið var samþykkt, kom út- hlutun lóðarinnar til ákvörðunar. Allmargir byggingaraðilar komu til greina við úthlutun lóðarinnar, en það var mat tækni- manna borgarinnar, að hér væri um eina lóð að ræða, sem erfitt væri að skipta á milli byggingar- aðila. Við mat á þvi, hver fá skyldi þessa lóð, réð það mjög miklu I minum huga, að Byggingarfélag- iö Armannsfell h.f. hafði komið fram með hugmynd að skipulagi, sem að mati þeirra, er gerst þekkja, felur I sér verulega nýj- ung I ibúðabyggingum hér I borg- inni. Meirihluti borgarráðs féllst á þessa niðurstöðu, að eins og málinu var háttað væri eðlilegast og sanngjarnast, að Byggingar- félagið Ármannsfell h.f. fengi þessa úthlutun. Hvers vegna ekki auglýsing? Það hefur verið gagnrýnt sér- staklega við meðferð þessa máls, að þessi eina lóð skyldi ekki aug- lýst sérstaklega til úthlutunar, þannig að þeim, sem áhuga hefðu, gæfist kostur á að sækja um hana. Þvi er til að svara, að i desem- ber s.l. var auglýst lóðaúthlutun I Reykjavik, og var auglýsingin svohljóðandi: „Reykjavikurborg mun á næsta ári, 1975, úthluta lóðum fyrir íbúðarhús, einbýlishús, parhús og fjölbýlishús. Meginhluti væntanlegrar úthlutunar verð- ur i Seljahverfi. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar um lóðir til ráðstöfunar, svo og skipulags- úthlutunarskilmála verða veittar á skrifstofu borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 27. desember n.k. Eldri umsóknir þarf að endur- nýja.” Auglýsing þessi var um ai- menna lóðaúthlutun i Reykjavik á þessu ári. Á þessum tima var ekki séö fyrir um allar þær lóðir, sem kæmu til úthlutunar á árinu, og þvi var orðalagi auglýsingarinn- ar hagað á þennan veg. 1 kjölfar þessarar auglýsingar fór fram umfangsmikil lóðaút- hlutun fyrir einbýlis- og raðhús. Þeim fjölbýlishúsalóðum, sem út- hlutað hefur verið á árinu, hefur einnig verið úthlutað á grundvelli umsókna, sem fyrir lágu. Þannig hefur m.a. verið úthlutað lóðum i Vesturbæ, þ.e. við Kaplaskjóls- veg og Hagamel, svo og endurút- hlutun i Seljahverfi. Nefna má einnigsérstaka úthlutun til Breið- holts h.f. i lok mal s.l„ þar sem Breiðholti h.f. var gefinn kostur á fjölbýlishúsalóð, sem i byrjun ársins var ekki talið að yrði bygg- ingarhæf á árinu. Engin tillaga kom fram um að auglýsa þá lóð sérstaklega, en borgarráðsmönn- um öllum þótti þó eðlilegt, að Breiðholt h.f., sem átti inni lóðar- umsókn, fengi úthlutað ofan- greindri lóð, m.a. vegna þess, að félagið hafði byggt á næstu lóð og var vitað, að það hyggðist nota sömu uppdrætti aftur. Rétt er að taka fram, að Breiðholt h.f. og Armannsfell h.f. starfa á mjög svipuðum grundvelli. Bæði hafa félögin byggt ibúðir til sölu á frjálsum markaði og bæði hafa félögin stundað allumfangsmikla verktakastarfsemi. Það er þvi á engan hátt óvenjulegt, að um- rædd lóð var ekki auglýst sér- staklega. Borgaryfirvöld hafa á grundvelli auglýsingar, sem birt- istum áramótin, upplýsingar um þá byggingaraðila, sem áhuga hafa á lóðum i Reykjavikurborg, auk þess sem margir þeirra hafa fylgt eftir sinum umsóknum með viðtölum við borgarstjóra, emb- ættismenn borgarinnar, svo og einstaka borgarfulltrúa. Afskipti borgar- stjóra af málinu. Ég hef hér að framan rakið að- draganda þess, að lóðin var skipulögð, svo og aðdraganda út- hlutunar sjálfrar, og svarað gagnrýnisatriðum, sem fram hafa komið á opinberum vett- vangi um það efni. Mér þykir rétt, að það komi fram, að ég hafði sem borgarstjóri engin áhrif á gerð skipulagsins sjálfs og I við- tölum við forráðamenn Armanns- fells h.f. komu ekki fram nein vil- yrði af minni hálfu um lóðina, heldur tók ég það skýrt fram, að skipulagiö yrði skoðað, án tillits til þess hverjir fengju endanlega úthlutun. Skipulagsnefnd af- greiddi skipulagið á faglegum grundvelli og fulltrúar allra stjómmálaflokka voru sammála um ágæti þess, bæði I skipulags- nefnd og i borgarráði. Skipulagið hafði hins vegar veriö samþykkt og að því kom að úthluta lóðinni. Var það skoðun mln, að Byggingarfélagið Ar- mannsfell h.f. ætti að fá að njóta þess frumkvæðis, sem það hafði sýnt með þvi að koma fram með tillögu, sem fæli I sér nýjung i byggingarstarfi I borginni. tJthlutun lóða fer i stórum at- riöum á þann veg fram, að tveir embættismenn, sem skipa svo- kallaða lóðanefnd, fara yfir allar umsóknir um lóðir og undirbúa tillögur og upplýsingar fyrir borgarráð. Borgarstjóri er æðsti embættis- maöur borgarinnar og því hafa aðrir borgarstarfsmenn náið samráö við hann um allar meiri háttar tillögur eða ákvarðanir, ekki sizt þær, sem liklegt er að geti orðið að pólitisku ágreinings- efni I borgarstjórn. Með sama hætti er það jafn eðlilegt, að borg- arstjóri komi hugmyndum sinum eða tillögum um afgreiðslu mála til viökomandi embættismanna. Er raunar erfitt að hugsa sér stjómsýslu, án þess að slikt sam- band mýndist milli yfirmanna og annarra, sem vinna i þjónustu sömu stofnunar. Þegar meirihluti borgarráðs haföi falizt á þá skoðun, að eðli- legt væri, að Byggingarfélagið Armannsfell h.f. fengi þessa út- hlutun, óskaði ég eftir þvi við skrifstofustjóra borgarverkfræð- ings, aö hann gengi frá tillögu til borgarráðs um það efni. Ég var ekki viðstaddur borgarráðsfund, þegar tillagan var upphaflega lögð fram. Henni var frestað i viku og afgreidd slðan á næsta fundi. Þá var ég heldur ekki við- staddúr vegna dvalar erlendis. Engu að siður ber ég fulla ábyrgð á þessari úthlutun. Ákvörðunin er tekin á fullkomlega málefnaleg- um grundvelli og engin annarleg sjónarmið lágu að baki. Ég gerði mér að sjálfsögðu grein fyrir, að hér var um umdeilanlega ákvörð- un að ræða. Þannig er það ávallt um lóðaúthlutanir, þegar margir eru um boðið, að sitt sýnist hverj- um, en ég tel, að i þessu efni hafi sú ákvörðun verið tekin, sem var sanngjörnust og réttlátust eins og á stóð. Um verktakaviðskipti Ármannsfells h.f. viö borgarsjóð A árunum 1966 til 1972 tók Ár- mannsfell h.f. að sér að reisa 5 byggingar fyrir borgarsjóð, þ.e. Langholtsskóla, 3. byggingarstig, Gagnfræðaskóla verknáms, 3. áfanga, Breiðholtsskóla, Hjúkr- unarheimilið við Grensásveg og Fellaskóla. Samningar um allar þessar byggingar voru byggðir á útboðum, og var Armannsfell h.f. lægstbjóðandi i öllum tilvikum, og i heild voru tilboð Armanns- fells h.f. verulega undir kostnað- aráætlunum, eða samtals um kr. 29.6 millj. miðað við verðlag á hverjum tima.Færttil núgildandi verðlags væri þessi mismunur verulega meiri, en tilboð félags- ins voru I heild tæplega 90% af á- ætluðu kostnaðarverði bygging- anna. Sérstök gagnrýni hefur komið fram I dagblöðum að undanförnu á framkvæmd verksamnings við Armannsfell h.f. um byggingu Fellaskóla, og þykir þvi rétt að gera nánari grein fyrir henni. Samningur við Armannsfell h.f. um byggingu Fellaskóla var gerður 17.2. 1972. Tilboðsverð var kr. 123.059 þús., en kostnaðarverð var áætlað kr. 136.880 þús. Annað tilboð barst I verkið, og var það að upphæð kr. 202.224 þús. í þessum fyrsta verksamningi var lögð megináherzla á að fá til notkunar 8 kennslustofur fyrir 1. okt. 1972. Við þetta var staðið og bættust 4 kennslustofur við þennan áfanga þ. 10. okt. Áætlun þessi var byggð á þvi, sem þá var sannast vitað um þörf fyrir skólahúsnæði i hverfinu. Síðan átti að skila iþróttahúsi fullbúnu fyrir áramót 1973—’74 og þvl sem eftir var af barnaálmu fyrir 1. sept. 1973. Byggingu bamaálmunnar lauk samkv. á- ætlun. í októbermánuði 1972 var ljóst, aö fólk flyttist mun hraðar i hverfið, en ráð hafði verið gert fyrir,og myndi þvi verða skortur á kennslurými skólaárið ’73—’74 væri verksamningurinn fram- kvæmdur óbreyttur. Þ. 16. nóv. 1972 var gerður viðbótarverk- samningur við Armannsfell, en I honum er lögð áherzla á að fá i notkun 2. hæð unglingaálmu 1. okt. 1973, eða ári fyrr.en upphaf- legur samningur gerði ráð fyrir. Jafnframt var þá umsamið, að íþróttahúsið yrði tilbúið 1. sept. 1974, sem var frestun um 8 mán- uði. Á miðju ári 1973 var orðið ljóst, að verktakinn væri orðinn á eftir áætlun og myndi ekki geta staðið við það að skila 2. hæð unglinga- álmu á áður tilgreindum tima. Verktakinn gaf þær skýringar, að veðrátta veturinn 1972—1973 svo og vinnuaflsskortur hefði valdið verktöfum. Skv. ákvæðum verk- samnings verður ekki véfengt, að verktaki átti rétt á framlengingu skilafrests vegna veðráttunnar, en ekki vegna vinnuaflsskorts. Eina úrræðið til að koma i veg fyrir verulega röskun á skóla- haldi i Fellahverfi haustið 1973 var aö ráðast i innréttingu á kjall- 'jm AlþýöublaðiO Fimmtudagur 25. september 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.