Alþýðublaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 3
Stefnuliós Helgi Skúli Kjartansson skrifar a List og ólyst Nú er norræni þýðingarsjóð- urinn tekinn til starfa, stofnun til að styrkja þýðingar bók- menntaverka af einu Norður- landamáli á annað. Nytsöm stofnun býst ég við, og mikið áhugamál íslendinga þegar verið var að koma honum á fót. Vissum hluta af fé sjóðsins átti að verja til að styrkja þýðingar á islenzku, en fyrir nokkru var frá þvi skýrt að hálfilla hefði gengið að koma þessum peningum i lóg, það er eins og Islendingar fáist varla til að lesa bókmenntir frændþjóðanna þótt þeim sé borgað fyrir það. Bókmenntaþjóðin komin með ólyst á listinni. Annars er engin ástæða til að skamma einn eða neinn fyrir þetta. Bókaútgefend- ur geta haft góðar og gildar ástæður til að velja til þýðingar bækur frá öðrum lönd- um, og lesendum er meira en frjálst að hafa sinn eigin smekk. Fréttin atarna kom mér bara svolitið á óvart ve^na þess hvað margir Islendingar, stjórnmála- menn, rithöfundar og fleiri, höfðu verið hrifnir af sjóðshugmyndinni á sinum tima og talið hana mikilvæga fyrir tsland. Óttalega hafa blessaðir mennirnir feil- reiknað sig, húgsaði ég. Svo fór smátt og smátt að renna upp fyrir mér glæta. Meiningin var vist að sjóðurinn yrði gagnlegur fyrir tsland vegna þess að auðveldara yrði fyrir íslenzka rithöfunda að fá sinar bækur þýddar á útlenzku. Þýðingarnar á Islenzku hafa auðvitað lika þótt nokkurs virði, en eftir þvi sem mig rámar I blaða- skrif um málið, hefur hitt oftar verið talið aðalatriðið. Nú eru islenzkir rithöfundar yndislegt fólk og alls góðs maklegt, ritlaunin þeirra engu verri en aðrar gjaldeyristekjur og kannski sparnaður á listamannalaunum ef afkoma þeirra skánar. Engu að siður finnst mér nú að aðgerðir hins opinbera i listamálum hljóti fyrst og fremst að snúast um þarfir og velferð listneytend- anna, þ.e. almennings, en ekki listamann- anna. Framleiðslan getur varla verið markmið i sjálfu sér. Þetta er eins og með landbúnaðinn. Þar er það auðvitað ekkert markmið að styrkja bændur af þvi að það sé svo göfugt fyrir eina þjóð að eiga fullt af bændum. Nei, markmiðið er að framleiða vörur ofan i neytendur, sem beztar og sem ódýrastar. (Ef okkur finnst skylda að framleiða sem mestan mat i sveltandiheimi, þá er það af þvi við erum að hugsa um neytendur alls heimsins og ekki bara Islands, og það er ekki siður neytendahugsunarháttur.) Hvað landbúnaðinn varðar telja margir að hentuugasta leiðin til að tryggja hag neytenda sé sú að veita bændum vissa að- stoð, t.d. ræktunarstyrki og vernd fyrir erlendri samkeppni. Um þetta má deila, en það er að minnsta kosti engin fjar- stæða. Alveg eins er það með bókmenntir og listir: stuðningur við listamenn getur verið greiðasta leiðin til að auka gagn og ánægju þjóðarinnar af fögrum listum. Til dæmis þannig að rithöfundar skrifi betri bækur og merkilegri ef þeir hafa efni á að taka sér fri úr vinnu nokkra mánuði fyrir hverja bók, ekki væri það ótrúlegt. Þannig gætu þýðingar islenzkra skáld- bókmennta á útlenzku óbeint stuðlað að bættu framboði bóka á islenzku. Liklegt finnst mér þó að islenzkum lesendum skini meira gott af þýðingum útlendra bóka á islenzku, það er að segja ef hægt er að velja bækur sem fólk vill lesa. Þvi er ég að brjóta heilann um bessa litlu frétt af norræna þýðingarsjóðnum, aðég held það sé býsna alm. að stefna hins opinbera gagnvart listum sé ekki nógsamlega hugsuð út frá hag neytendanna. 1 staðinn verður það sjálf- stætt markmið að styðja islenzka lista- menn og listastarfsemi, mest til að lappa upp á þjóðarstoltið gagnvart útlendum, eða til að þjóna hinu sigilda markmiði stjómmálamanna að hafa alla góða. Af þessu leiðir alls konar vitleysu. Meðal ann ars hefur skáldastyrkurinn sem eitt sinn var, verið látinn ná til æ fleiri listgreina til þess að þær hljóti sina verðugu viður- kenningu, til dæmis atvinnuleikararnir settir á listamannalaun tii skiptis. Ef neytendasjónarmiðið væri haft hugfast, mætti reyna að meta það fyrir hverja list- grein um sig hvort listamannalaun eru sá stuðningur sem bezt nýtist til að auðga listframboð i landinu. (Það er víst umdeilanlegt hvað bókmenntir varðar, en fjarstæða um leiklistina þvi að þar eru það blankheit leikfélaganna en ekki leikaranna sem við er að stríða.) Frá neytendasjónarmiði er lika nokkuð ljóst aðutvarp, sjónvarp og kvikmyndahús eru aðallistmiðlar þjóðarinnar, og þá vaknar sú spurning hvort ekki beri að leggja meiri rækt við þá en gert hefur verið. Og þannig má áfram velta upp spurningum, en það verður að biða betri tima. o P # m Dagsími til kl. 20: 81866 frettabraðurmn. Kvöldsími 81976- Búfénaði enn misþyrmt Ennþá einu sinni var brotist inn I fjós bóndans á Laugabóli i Laugardal, I Reykjavik, og kúm hans misþyrmt. Er þetta nú i annað sinn á tæpum mánuði, sem gripum hans hefur verið mis- þyrmt, á hinn svivirðilegasta hátt. ,,Ég vaknaði aðfararnótt laug ardags við einhvern hávaða úr fjósinu. Ég rauk fram, þvi að mig grunaði að eitthvað misjafnt færi þar fram, eftir öll innbrot undan- farinna ára,” sagði bóndinn á Laugabóli i samtali við Alþýðu- blaðið. ,,Ég hringdi strax á lögregluna og hún kom á staðinn að vörmu spori, en er við fórum og könnuðum málið i fjósinu, var þrjóturinn flúinn.” Aðkoman, sem blasti við bónd- anum og lögreglunni, er þeir komu inn i fjósið þessa nótt, var ófögur, eða nánast viðbjóðsleg. Halar nokkurra kúnna höfðu verið bundnir upp i loft og aftan úr þeim lagaði blóð. Var greini- legt að gerð hafði verið tilraun, til að hafa mök við kýrnar. Sá sem þessa ónáttúru hafði sýnt i fjósinu, komst inn um glugga á fjósinu. Aðkoman á föstudagsnóttina var mjög svipuð þvi, sem hún var,er brotist var inní fjósið fyrir mánuði siðan, svo ekki er óliklegt að þama hafi sami maðurinn verið að verki. Rannsóknarlögreglan vinnur nú að rannsókn þessa máls, en brýna nauðsyn ber til þess, að menn með ónáttúm, sem þessa, séu hafðir undir eftirliti. Nýr forstjóri BH A fundi hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar 9. september 1975 var samþykkt að ráða Guðmund R. Ingvason forstjóra Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar frá og með 15. sept. 1975. Guðmundur er viðskiptafræðingur að mennt, þritugur að aldri og hefur starfað sem skrifstofustjóri Bæjarút- gerðarinnar um 1 árs skeið. Frá sama tima lætur af störfum Einar S.M. Sveinsson, eftir um 5 ára starf sem forstjóri fyrirtækisins. Einar tekur þá við starfi forstjóra Bæjarútgerðar Reykjavikur. Leiðrétting Forstjóri Sendibilastöðvarinn- ar hefur beðið blaðið að birta leið- réttingu á frásögn á baksiðu um daginn. Samkvæmt upplýsingum forstjórans eru umræddir trygg- ingarvixlar ekki hugsaðir tií að tryggja viðskiptavinum bætur i þeim tilfellum að stöðin kynni að verða bótaskyld — heldur er ein- gönguum að ræða tryggingu fyrir hugsanlegum vanskilum bilstjóra við það hlutafélag sem rekur stöðina. Þetta leiðréttist hér með. Skaga-innlán juk- jukust um 64% Mikii innlánsaukning hefur orð- ið hjá Samvinnubankanum fyrstu átta mánuði ársins.Hvergi hefur hún þó orðið eins mikil og á Akra- nesi, en þar hafa innistæður auk- ist um 64%, úr 164 fnillj. upp i 269 milljnir króna, herma Sambands- fréttir. Deildarinnlánsaukning bank- ans nemur 572 milljónum frá ára- mótum til ágústloka, eða 22%.Er þessi aukning aðeins yfir meðal- talsaukningu bankanna, en i ágústlok námu heildarinnistæður Samvinnubankans 3170 millj. á móti 2598 i ársbyrjun. Að aukningunni i ár hafa spari- innlán vaxið um 335 millj. eða 16%, en veltiinnlán um 238 millj. eða 46%. Varar við undanlátssemi Fundur stjórnar Farmanna- og Fiskimannasambandsins haldinn föstudaginn 12. sept. 1975 sam- þykkir eftirfarandi: Þar sem hafnar eru viðræður við Breta og fyrirhugaðar eru viðræður við Þjóðverja o.fl. þjóð- ir um veiðiréttindi innan hinna nýju fiskveiðitakmarka vill sam- bandsstjórnin itreka fyrri álykt- anir i landhelgismálinu. Jafnframt skorar sambands- stjórnin á alla Islendinga og sér- staklega á samtök sjómanna og útgerðarmanna að standa ein- huga gegn öllum undansláttar-og nauðungarsamningum við er- lendar þjóðir. Prófkjö rsreglur samþykktar A kjördæmisþingi Alþýðu- flokksins áNorðurlandi eystra var samþykkt samhljóða ályktun um prófkjör til alþingiskosninga. Jafnframt voru samþykktar regl- ur fyrir opið prófkjör. Samkvæmt þeim reglum skal haft pröfkjör 8 mánuðum fyrir alþingiskosning- ar um skipan efsta sætis á lista flokksins. Samkvæmt þeim regl- um, sem kjördæmisráð setti hafa allir flokksmenn kjörgengi, en allir kosningabærir menn, utan flokka sem flokksbundnir i öðrum flokkum, hafa kosningarétt. Sam- þykkt þessi um prófkjör kemur i kjölfar þeirrar ályktunar um prófkjör, sem samþykkt var á 35. flokksþingi Alþýðuflokksins i fyrra, en þetta er fyrsta formlega samþykktin fyrir prófkjöri, sem gerð hefur verið i Alþýðuflokkn- um, en þess er að vænta, að fleiri samþykktir um prófkjör verði gerðar i kjördæmisráðum Al- þýðuflokksins. Hvítárbakkaþrenn- ingin og Megas á nýjum plötum Mikil gróska hefur verið i islenskri hljómpiötuútgáfu und- anfarin ár — og i gær komu á markaðinn tvær nýjar hljómplöt- ur frá Demant hf. Þetta eru hvort tveggja litlar plötur: 2. plata Megasar nefnist MILLILENDING, en fyrri plata hans hefur verið ófáanleg, — og plata Hvitárbakkaþrenningar- innar og Jakobs Magnússonar með lögunum ALL HANDS ON DECK eftir Jakob, og NEW MORNING eftir Bob Dylan. V _ ' Rangfærslur fordæmdar Sameiginlegur fundur stjórna Félaga sildarsaitenda á Norður-, Austur- og Suðvesturlandi „lýsir furðu sinni á rangfærlsum Morg- unblaðsins varðandi sölu á salt- aðri Suðurlandssild þ.á m. þeirri fullyrðingu að Sildarútvegsnefnd hafi selt Suðurlandssild á lágu verði, á sama tima og það liggur fyrir að nefndin hefir neitað með öllu að fallast á verð, sem kaup- endur i hinum ýmsu markaðs- löndum hafa til þessa viljað greiða fyrir sildina.” Þá lýsir fundurinn yfir full- umstuðningi við störf Sildarút- vegsnefndar. Fundurinn telur nauðsynlegt að allir hlutaðeigandi aðilar standi saman að þvi vandasama verk- efni, sem fylgir þvi að vinna aftur glataða markaði. Fjarðarbusar í skyrvígslu Kapp er best með forsjá. Það fengu þeir að reyna eldri bekk- ingarnir i Menntadeild Flens- borg, i Hafnarfirði, þegar þeir stóðu að vígslu busa skólans siðastliðinn föstudag. I byrjun fór allt vel og veglega framBusarnir voru makaðir skyri og siðan farin skrúðganga um Hafnarfjarðarbæ við dynjandi tónlist. Þá var tekin niður að læknum i Firðinum, þar sem busamir áttu að fá tækifæri til að svara fyrir skyrvfgsluna, og átti þar að fara fram heljarins bardagi. Þessi athöfn hefur farið fram svipað þessu undanfarin 3 ár og alltaf tekist mjög vel og án óhappa. I þetta skiptið réðu nokkrir eldri bekkingar hins vegar ekki við mikla krafta sina, og þeyttu þeir busagreyjunum með svo miklum krafti fram af læljarbrúninni, að tveir busanna hlutu slæma lendingu og meidd- ust smávægilega. Annar þeirra tognaði á fæti, en hinn fékk svöðu- sár á fótlegginn. Einhverjum, sem þótti vigslan vera úr hömlu gengin, gerði sér litið fyrir og hringdi á sjúkrabif- reið og lögreglu, og komu þessir aðilar á staðinn. Litið var fyrir sjúkraliðið þarna að gera, þvi gert hafði verið að meiðslum bus- anna á staðnum. Hins vegar gerði nærvera lögreglunnar það að verkum, að bardaginn milli busanna og eldri bekkinganna varð endaslepptur. Óhöpp, sem þessi geta alltaf hent, en hins verða þó eldri bekkingar ætið að gæta i átökum sem þessum, að það eru busar, sem þeir eru að kljást við, en ekki fullgildir. SKEYTI I SKEYTI: j Klámskattur | Samkvæmt 1976 fjárlögum | Frakklands hefur verið lagður I sérstakur skattur á klám-kvik- I myndir, sem samsvarar 10 I milljónum sterlingspunda. | Willy Brandt ber l vitni við j réttarhöld | Fyrrum kanslari Vestur- I Þýskalands, Willy Brandt, j mætti fyrir rétti i gær i máli I gegn Guenter Guillaume, sem I ákærður var fyrir njósnir. Mál I þetta vakti á sinum tima mikla I athygli og varð til þess að • Brandt varð að segja af sér, en [ Guillaume var aðstoðarmaður J hans I ráðuneytinu. j Aftökur á Spáni Búið er að undirrita aftöku- J heimild fyrir 6 af 11 föngum, J sem dæmdir hafa verið til dauða j á Spáni. Gert er ráð fyrir að af- I takan fari fram nú um helgina. l Jarðskjálfti í J Mexikó | Harður jarðskjálfti varð i gær I i Kaliforniuflóa, vestur af borg- i inni Los Mochias i Mexikó. J Skjálftinn mældist 6 gr. á Richt- [ erskvarða. Gert er ráð fyrir að J einhverjar skemmdir hafi orðið j á húsum, en það hefur ekki ■ fengist staðfest enn. Chad fordæmir Frakka Utanrikisráðherra Chad var mjög harðorður i garð Frakka i ræðu sinni á Allsherjarþinginu i gær. Ráðherrann sagði, að Frakkar hefðu reynt að hafa á- hrif á innanrikismál landsins með þvi að reyna að fá stjórnina i Chad til að afhenda fanga, sem væru I haldi i landinu. Innf lytjendur i Portúgal Mikill fjöldi Portúgala hefur nú snúið heim frá nýlendunum og hefur það valdið miklum erf- iðleikum i Portúgal, og eru þó nægir erfiðleikar fyrir. Fimmtudagur 25. september 1975 Alþýöublaöið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.