Alþýðublaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 9
Lítið um langferðir á laugardaginn 6. leikvika getrauna verður leikin á laugardaginn. Á þeim seðli eru margir mjög erfiðir leikir, þar eð mörg lið frá sömu borg leika saman. Fyrsti leikur- inn á þessum seðli er einmitt þannig. Aston Villa — Birmingham City X. Bæði þessi lið koma frá næst stærstu borg Englands, eins og menn sjálfsagt vita, Birming- ham. Eftir að Freddy Goddwin var rekinn frá Birmingham-lið- inu i siðustu viku hefur St. Andrew’s-liðið leikið 2 leiki i 1. deild og unnið báða. Burnley siðasta laugardag 4:0 og New- castle á þriðjudagskvöldið 3:2. bað virðist þvi sem þeir séu að ná sér eitthvað á strik og ættu þvi að ná alla vega ööru stiginu gegn Aston Villa, liði, sem er nokkuð sterkt á heimavelli, en frekar slakt á útivelli. Jafntefli, en leikurinn getur þó farið á báða vegu. Burnley—Leeds X. Það er ekki langt á milli þess- ara borga i Norður-Englandi. Heimavöllur segir þvi sennilega ekki mikið. Burnley tapaði illa fyrir Birmingham i siðustu viku á útivelli, en Leeds gerði jafn- tefli við Tottenham á heimavelli 1:1. Bæði liðin hafa sennilega verið nokkuð óánægð með þau úrslit, og berjast þvi liklega af grimmd á laugardaginn. Jafn- tefli eru ekki ósennileg úrslit en þó getur þessi leikur farið þann- ig að annaðhvort liðið sigri og þá hallast ég meir að Burnley, sem er of gott lið, til að tapa þremur leikjum i röð, en þeir töpuðu lika fyrir Sheffield Unit- ed i fyrrakvöld 2:1. Everton—Liverpool X. Leikur hafnarborgarliðanna frá Liverpool er einn af þessum i leikjum, þar sem best er næst- um þvi að loka augunum, þegar tippað er á hann. Bæði liðin eru mjög sterk, eins og þau hafa nær alltaf verið siðastliðin 12 ár. Liverpool hefur að visu þekktari nöfn i sinu liði, en þar með er ekki vist að þeir eigi sterkara liöi á að skipa, þvi að i liði Ever- ton eru lika margir mjög góðir leikmenn eins og t.d. Bob Latch- ford — áður Birmingham — og Martin Dobson — áður Burnley. Frekar er það liklegt að þessi leikur endi með jafntefli, þó svo að sigurinn geti lent hjá hvoru liðinu, sem er. Ipswich Town — Middlesbrough 1.- Ipswich hefur farið mun verr af stað, en búist var við. Það má ef til vill einnig segja um Middlesbrough. Margir mjög góðir leikmenn eru I báðum lið- unum, þótt Ipswichhafi liklega nokkuð betri leikmenn. Middlesbrough er þó liklega með meiri baráttu, en það nægir þó ekki til þess að hreppa stig gegn Ipswich á Portman Road. Heimasigur ætti að vera nokk- urn veginn öruggur. Leicester City — Coventry 1. Coventry er ekki langt frá Leicester, svo ekki ætti þreyta ferðalags að hrjá Coventry — leikmennina. Leicester stendur betur að vigi, þar sem þeir eru á heimavelli, en annars eru liðin nokkuð áþekk. Coventry hefur nú á 4 dögum leikið tvo leiki I röð á heimavelli og tapað báð- um. Fyrst fyrir Stoke 0:3 og svo I fyrradag fyrir Middlesbrough 0:1. Þeir hafa þó hlotið 3 stigum meir en Leicester, sem aöeins hefur hlotið 6 stig. Leicester vinnur en ótrúlegt að það verði með stórum mun. Manchester City — Manchester United 1. Þessi leikur er verðugur þess að vera kallaður leikur um- ferðarinnar. Maine Road leik- vangur Manchester City verður alveg örugglega troðfullur, þeg- ar dómarinn flautar til leiks og ekki ósennilegt að slagsmál brjótist út milli aðdáenda félag- anna. Manchester City er gott lið á heimavelli, en það er kannski ekki hægt að tala um heimavöll í þessu sambandi, þar eð andstæðingarnir United búa aðeins 5 km frá Maine Road. City hefur meiri mögu- leika á að hljóta sigur, en þó má ekki alveg afskrifa Old Trafford liðið, sem hefur komið mjög á ó- vart það, sem af er þessu keppnistímabili. Sigur City, eða United með jafntefli. Q.P.R.—Newcastle 1. ' Thomas, Bowles, Givens og Francis ættu að sjá um sigur fyrir Lundúna-liðið I þessum leik. Newcastle svipar dálitið til Manchester City að þvi leyti, aö þeir vinna yfirleitt nokkuð ör- ugglega á heimavelli, en tapa svo oftast á útivelli. Þó er það ekki alltaf þannig hjá þeim, og geta þeir, ef þeir ná vel saman, unnið hvaða lið á útivelli, sem er. Þeir ættu samt ekki að fá tækifæri til þess að smella vel saman gegn Q.P.R., sem er tal- ið vera eitt besta lið á Bret- landseyjum um þessar mundir, og enskir iþróttafréttaritarar virðast aldrei eiga nógu stór orð, til þess að lýsa leikni leik- manna, eins og Thomas, Bowies og Francis. Heimasigur fyrir Lundúnaliðið. Sheffield United — Norwich City X. Sheffield liðið hlaut sinn fyrsta sigur á þriðjudaginn, er þeir unnu Burnley 2:1 á Bramall Lane, heimavelli Sheffield. Flestir eru á þeirri skoðun, að lið þeirra sé of gott, til þess að vera svo neðarlega — en þeir hafa aðeins 3stig. Norwich er þó betra lið I dag en menn halda, og ætti markakóngurinn Dougall að sjá til þess að Norwich skori mark, sem nægir þeim til jafn- teflis. Stoke City—Derby X. Stoke hefur unnið tvo siðustu leiki sina og virðist vera að ná þeirri getu, sem búist var við af þeim i upphafi keppnistimabils- ins. Það er ekki vist að þeir sigri Derby þó það verði að teljast liklegt. Það verður eflaust gam- an að fylgjast með þessum leik þar sem áhorfendur geta séð tvo mjög snjalla og leikna miðju- menn sem koma upphaflega frá Lundúnum og voru þar mjög umdeildir persónuleikar, þ.e.a.s. þeirra Alan Hudson, Stoke, ög Charlie George, Derby, sem virðist óðum að nálgast sitt gamla og góða form, sem hann var I, þegar hann lék með Arsenal á velgengnisárum þeirra. Tottenham Hotspur — Arsenal 1. Það er með þennan leik, eins og flesta aðra leiki á getrauna- seðlinum, að þau félög, sem leika á útivelli þurfa ekki að ferðast langt til leikvangs and- stæðinganna. Eins og flestir vita, er White Hart Lane, leik- vangur Tottenham, aðeins norð- ar i Lundúnum, en Highbury, leikvangur Arsenal. Bæði félög- in eiga það sameiginlegt, að þau eru að yngja upp liðið hjá sér. Tottenham hefur 3 stigum minna heldur en Arsenal en ætti að minnka þann mun um helg- ina. Spurs hefur leikið allvel það, sem af er þessu keppnis- timabili, en verið heldur óheppnir. T.d. hafa þeir tapað öllum leikjum sinum með minnsta mun, þ.e.a.s. með einu marki, en nú ætti að koma að þvi að þeir sigri með eins marks mun. Arsenal er svona sæmilegt lið um þessar mundir, ekki gott, en heldur alls ekki slæmt. Þeir tapa þessum leik, þótt ekki sé ó- sennilegt að þeir nái að knýja fram jafntefli. Wolves — West Ham X. Wolves liðið er ekki gott um þessar mundir enda er fram- kvæmdastjóri liðsins Bill McGarry mjög valtur i sessi. Er búist við þvi að hann fái reisu- passann fljótlega, ef Wolves fer ekki að skána. West Ham er i efsta sæti, eins og stendur á- samt Manchester United og ætti þvi að eiga meiri möguleika, ef fara á eftir stöðu liðanna i deild- inni. Wolves, sem leikur á heimavelli ætti að ná öðru stig- inu, ef að likum lætur. Fulham — Chelsea. 1 Craven Cottage, heimavöllur Fulham, er aðeins nokkrum kflómetrum sunnar en Stamford Bridge heimavöllur Chelsea, svo ekki þarf Chelsealiðið að verða þreytt eftir ferðina þang- að Það er orðið langt siðan þessi félög hafa leikið gegn hvort öðru i deildarkeppni. Ful- ham er nú i einu af efstu sætum 1. deildar, en Chelsea er frekar neðarlega. Chelsea liðið hefur breyst gifurlega siðastliðin 2 ár og er nær óþekkjanlegt, siðan þeir unnu bikarkeppnina árið 1970. Þá voru i liðinu menn, eins og Peter Osgood, Alan Hudson, John Hollins, David Webb og fl. Var liðið þá talið eitt það besta á Englandi. Nú aftur á móti er orðið frekar lágt á þeim risið, og vinnur Fulham þá eflaust á laugardaginn, þó jafntefli geti komið til greina. Spáin og spekingarnir Alþýðublaðið mun á næstunni birta einu sinni i viku getraunaþjónustu i svipuðu formi og er á siðunni nú i dag. Við birtum spár sérfræðinga ensku sunnudagsblaðanna — og að auki höfum við fengið sex hérlenda áhuga- menn um enska deildarknattspyrnu til að koma með sinar spár. Þetta geta menn svo borið saman að vild, borið spárnar saman við úrslit leikja sömu liða siðustu átta keppnistimabil, og jafnframt haft til hliðsjónar hvernig lið- unum hefur gengið i siðustu átta leikjum i deildinni i ár. Þá höldum við á- fram að birta yfirlitsspá blaðsins um alla leiki seðilsins, og það er Eyjólfur Bergþórsson, sem skrifar spána. Hermann Gunnarsson Gunnar Sigurðsson Stefán Eiríksson Helgi Daníelsson Sigurjón A. ólafsson CG P4 p • P ctf fH <D CQ <D p > n œ t- M p! •r~o Ö ÍH O <D •H hU Ctf f-i vcri *H rH Síðustu 8 Síðustu 8 Leikir 1 sömu liða <D L CQ P Ph EH <D 1—1 SUN CQ £ fci S g «H <D bD VD H T-a SAMTALS: heimaleikir útileikir síðustu 8 árin os X w cn <D EH <D £5 <D M •H p C23 •P CO <D tU >> 1_ X 2 WWTVTV Aston Villa - Birmingham TTTVJTTT 2 1 X - - - — - 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 X 11 2 - JTVJJJVJ Burnley - Leeds JVJTVJVT 1 1 X 2 - - X 1 2 X X X X 2 X X X X X X X - 11 2 JVJTTVW Everton - Liverpool VTVTTVJT 1 X 2 X 1 2 2 X X X X X X 1 X 2 2 2 *l X X 2 8 3 WWTJVV Ipswich - Middleshorough TTTVTJTT 2 1 1 1 1 2 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12 - 1 VWJJJJJ Leicester - Coventry TJTWJTV X X - - 1 X 2 2 X X 2 X X X 2 X X 1 X 1 1 3 8 2 VWJVJW Manch. CITY - Manch. UHITED VJVJWVT 2 X 1 I! X 1 X - 1 X X 2 1 X 2 2 1 1 2 X 1 5 4 4 VTVJVJJV Queens P. Rang. - Newcastle Untd. TJTJVTTT - X - - - 1 2 1 1 1 1 1 1 1 X 1 1 1 1 1 12 1 - VJWJTTT Sheff. United - Norwich WJVTTJJ - 1 1 X - 1 1 - 2 X 2 X 2 2 X 1 X 1 1 1 X 4 5 4 VWJTJTV Stoke City - Derby County VVJJJJTV - - 1 1 X 1 X X 1 X 2 2 X 1 X X 1 X 1 1 X 5 6 2 VVVWJJT Tottenham - Arsenal TJTTJVJT 1 2 1 2 X 2 1 1 X 1 X X 1 X X 1 1 1 1 X 1 7 6 — WVJTJJV Wolverhamtton - West Ham United TTTTVJJJ 2 1 1 1 1 1 X 1 X 2 2 X 2 2 X 1 2 2 2 X X 1 3 7 WJJJWT Pulham (2.deil(V- Chelsea TVTTTJTT X 1 X 1 1 X 1 1 1 1 1 X 1 1 10 3 Fimmtudagur 25. september 1975 Alþýðublaðið K

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.