Alþýðublaðið - 01.10.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.10.1975, Blaðsíða 3
Helgi Skúli Kjartansson skrifar Að kenna börn- unum að skulda Áhyggjuefni foreldra og uppalenda eru bæöi mörg og stór. Til dæmis er oft um það talað hvernig eigi að kenna börnunum að umgangast peninga. Láta þau hafa viss fjárráð og kaupa sjálf smávaxandi hluta af því sem þau þarfnast. Koma samt i veg fyrir að þau temji sér óráðsiu og kæruleysi i meðferð fjármuna. Hefðbundið uppeldismarkmið er að temja börnunum sparsemi. Græddur er geymdur eyrir. Láta þau finna hvernig smápeningarnir þeirra verða meira virði ef þau stilla sig um að kaupa sælgæti fyrir þá jafnharðan, en safna þess i stað fyrir hjóli, fótbolta, svefnpoka eða örðum varanlegum hlutum. Kenna þeim að meta sparibaukinn og bankabókina. Gefa þeim þannig gott veganesti til fullorðinsár- anna. Sparnaðarhugsjónin er til orðin við að- stæður löngu liðinna tima. (Timans fyrir strið. Það er afskaplega langt siðan.) Það gildir að visu ennþá að ungmennum er ekki hollt veganesti að venja sig á um- hugsunarlausa eyðslusemi. En að öðru leyti er sparnaðarhugsunarhátturinn hreinasti forngripur. Geymdur eyrir er ekki græddur heldur tapaður. Nú eignast menn ekki varanlega hluti með þvi að geyma af tekjunum sinum, heldur með þvi að eyða þeim fyrirfram, helst löngu fyrirfram. Skulda. Það eru fjárhagshygg- indi hins nýja tima. Foreldrar sem i raun og veru vildu kenna börnum sinum þau hyggindi sem i hag koma i' umgengi við peninga, þeir myndu fyrst og fremst kenna þeim að skulda. Láta bömin hafa hæfileg fjárráð eftir aldri og þroska og hvetja þau til að kaupa sér varanlega hluti, það á ennþá við. En umfram allt kenna þeim að eyða fyrirfram, skulda, fjárfesta. Þau myndu veita börnum sinum lán eftir vissum regl- um, kannski 70% af fjárfestingarkostnaði við útilegur (svefnpoki, tjald, bakpoki), 60% til menningarmála, (bækur, hljóm- plötur), 80% til viðurkenndrar aðal- tómstundaiðju (ljósmyndavél, skiða- búnaður). Lánstiminn væri mislangur eftir þvi hve stórfelld fjárfesting ætti i hlut. Með ti'manum vendist barnið á að vera klókur skuldari, komast hjá þvi að liggja með peninga (stilla svo til að stór- ar afborganir falli skömmu eftir afmælis- daginn þegar kannski er hægt að krfa út aukatekjur), og hafa auga fyrir hagkvæmustu lánaflokkunum (heimfæra bókina „Hanna Sigga trúlofast á vetrar- ólympiuleikunum” undir fjárfestingu við skiðahobbiið ef það þýðir hærri láns- prósentu en til bókakaupa). Þessari uppeldiskenningu mætti lýsa miklu nánar og hugsa upp snjallar aðferð- ir. En ég ætla að hætta hér þvi mér finnst óþægilegt að skrifa um þetta, óþægilegt að hugsa um það. Og liklega er lika óþægilegt að lesa það. Likast leiðinlegum draumi þar sem ekkert passar og atburð- irnir tengjast saman á óskiljanlegan og öfugsnúinn hátt. En ef við viðurkennum verðbólguna og skuldagróðann sem sjálfsagðan hlut og eðlilegan i alvöruheimi hinna fullorðnu, þá ætti ekki að vera neitt athugavert við það að ala börnin upp fyrir þann sama heim. Obeit á skuldakóngauppeldinu væri þá likust þeim hlægilegu fordómum að börn eigi að vaxa upp i heilagri fávisku um kynferðismál ogsanka ásigfeimni og fordómum sem þau eiga svo hið snarasta að losa sig við þegar kemur að alvöru lifs- ins. Munurinn á verðbólguhugsunarhætti og kynlifsþekkingu er þó sá, að skuldagróð- inn er ekkert lögmál i mannlifinu heldur er okkur sjálfrátt að láta hann móta efna- hagslif landsins eða ekki. Með þvi er ég ekki að segja að ég kunni þá margeftir- lýstu töfraformúlu sem stöðvað geti verð- bólguna i miðju stökki. En athugum að verðbólga er i rauninni þrennt. t fyrsta lagi er hún einfaldlega verðrýrnun peninganna, króna i dag jafngildir 99 aur- um i gær. Þetta er mjög erfitt að ráða við, en það er samt ekkert gifurlegt vandamál (gerir að visu erfitt að fylgjast með verð- lagi). 1 öðru lagi er verðbólga tilfærsla tekna frá þeim sem fá sinar hækkanir til- tölulega seint og til hinna sem fá þær snemma. Þetta er talsvert alvarlegt vandamál, kemur liklega þyngst niður á launþegum og bændum, og er vafalaust mjög torleyst lika. í þriðja lagi er verð- bólgan tilfærlsa auðs frá þeim sem eiga peninga (eða kröfu til peninga) til hinna sem skulda peninga. Það er þessi þriðji þáttur verðbólgunnar sem veldur verð- bólguhugsunarhættinum sem þessi grein fjallar um. Hann er mjög alvarleg og viötæk meinsemd, en sem betur fer er auðvelt að lækna hann að miklu leyti með þvi einfalda ráði að verðtryggja skuldir. Viljum við það eða viljum við það ekki? Ef okkur finnst óhugnanleg tilhusun að ala börnin upp i verðbólguhugsunarhætti, þá er lika óhugnanlegt að láta hann móta fjármálaheim þeirra fullorðnu. Þá viljum við verðtryggingu skulda. # Dagsími til kl. 20: 81866 f rettabraðurinn * Mótmæla aftökunum Flokksstjórn Alþýðuflokksins samþykkti samhljóða svofellda ályktun á fundi sinum mánudag- inn 29.9. s.l. „Flokksstjórn Alþýðuflokksins fordæmir hinar pólitisku aftökur stjómvalda á Spáni á fimm ung- um mönnum og þau grimmúö- legu og forneskjulegu viðhorf fasistastjórnarinnar, sem i skjóli einræðis hefur um áratugaskeið traðkað á almennum mannrétt- indum, frelsi þegnanna og jafn- rétti.” A fundi sinum i gær samþykkti rikisstjórnin eftirfarandi álykt- un: Rikisstjórnin harmar þá at- burði, ernú hafa gerst á Spáni og fordæmir einræði, harðstjórn og liflátsrefsingar hvar sem er i heiminum. Framferði spánskra yfirvalda felur i sér alvarlegt áfall fyrir þá viðleitni að efla mannúð f heiminum. Þjóðmáladeiid Menntaskólans við Hamrahlið efndi til undir- skrifta meðal starfsmanna skólans, til að mótmæla fram- ferði Frankó-stjórnarinnar á Spáni. Af rúmlega 800 möguleg- um skrifuðu 601 undir, nemendur, kennarar, skrifstofu- fólk, ræstingakonur og fl. I ávarpinu sem skrifað var undir er dauðadómunum og af- tökunum harðlega mótmælt og jafnframt er skorað á elsta árgang skólans að hætta við fyrirhugaða ferð til Kanarieyja. Leiðrétting Mishermt var i Alþýðublaðinu i gær, að tveir hefðu sótt um stöðu bókavarðar á Siglufirði. Umsækjendur voru fimm, eða auk þeirra Jóhanns Möllers og Óla Blöndal, Kristján Eliasson, er dró umsókn sina til baka, Björk Hallgrimsson og ölina Hjálmars- dóttir. ólina er ritari vlf. Vöku á Siglufirði, og eftir fund i félaginu kom hún að máli við Jóhann Möll- er og bauðst til þess að beita sér fyrir þvi, að bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, sem eru flokksmenn hennar fylgdu honum að málum. Flestir þeir sem um Breiðholt eiga leið, þar sem heitir Fella- hverfi, hafa veitt eftirtekt, þegar farið er um Norðurfell, langri blokk sem af sumum er nefnd lengsta blokk á landinu. Finnst mörgum misboðið fegurðar- smekk sinum með þessari smið, þótt sifellt megi um slik atriði deila. Færri eru þeir sem vita af þvi að milli hússtafnanna sunnan við þessa blokk hafa verið reistir steinveggir sem hindra eiga um- ferð bifreiða og einnig gangandi fólks milli húsanna. Ibúum hús- anna sunnan veggjarins og fjöl- býlishúsanna sem tengja saman veggbútana er mörgum veggur- inn m ikill þyrnir I augum. Þannig háttar til að ibúar sunnan veggjarins þurfa að fara norður- fyrir til að komast i verslanir og telja að með þessari hindrun sé sú leið sem fara þarf, lengd til muna. Alþbl. fór á stúfana og kannaði málið. Það mun vera Geirharður Þorsteinsson sem bæði teiknaði löngu blokkina og skipulagði byggingu veggjarins. Hann tjáði okkur að sú vegalengd sem fólk þyrfti að fara væri i mesta lagi um 30 metrum lengri en ef þessi veggur væri ekki. Bæði veggurinn og langa blokk- in eru nokkurs konar stýringar á gangandi umferð. Við blokkina háttar þannig til, að skóii er handan götunnar og gefur auga leið að ef ung börn eiga greiða leið yfir götuna þá er mun meiri hætta á umferöaslysum á börnum og eru þau þó nógu tið fyrir. Þar sem ekki er hægt að nálgast götuna blokkarmegin frá má telja víst að afstýrt hafi verið slysum sem annars hefðu getað orðið. Þó hafa orðið slys undan- farin ár við vesturenda blokkar- innar en nú hefur verið sett nokkurskonarstifla þar þannig að þar sem gangbraut skóla- barnanna er, er aðeins unnt að aka eftir einni akrein yfir gangbrautina og eru gangbrautarljós sem blikka stað- ■ sett þar við. Um steinvegginn sagði Geirharður að hann væri settur til aðgreiningar milli gangbrautar og bilastæðanna sem eru sunnan hans. Augljóst er að það telst kostur, frá öryggislegu sjónar- horni að börn séu siður á ferð á bilastæðum. Geirharður sagði einnig að um fleiri svipaðar stýringar i hverf- inu væri að ræða, en þær væru flestar tilkomnar vegna svipaðr- ar stýringar gangandi umferðar og á leiksvæðum barna, þessu fylgdu auðvitað einhverjir ókostir en tilgangurinn væri venjulega sá að reyna að fækka þeim svæðum sem slys geta orðið. Slikt hefði kannski ókosti i för með sér en liklega eru þó flestir tilbúnir að fóma einhverju þegar mannslif eru i veði. Atvinnulýðræði skilgreint Nýlega kom út á vegum Stjórn- unarfélags Islands ritgerð Ingólfs Hjartarsonar lögfræðings, sem hann nefnir „ATVINNULÝÐ- RÆÐI, tilraun til skilgreiningar”. Ritgerðin, sem er 104 blaðsiður i Skirnisbroti, skiptist i 6 kafla. I fyrsta kaflanum er fjallað um skilgreiningu hugtakanna lýðræði og atvinnulýðræði.Annar kaflinn fjallar um fyrirtæki og starfsemi þeirra og i þriðja kaflanum er greint frá mismunandi stjórnun- arkenningum. I fjórða kaflanum er lýst þróun atvinnulýðræðis i Noregi, Danmörku, Vest- ur-Þýskalandi og Júgóslaviu. Fimmti kaflinn greinir frá rann- sóknum og athugunum, sem gerðar hafa verið á þessu sviði. Sjötta kaflann nefnir höfundurinn Markmið og leiðir, en þar segir hann m.a. frá hugmyndum, sem búa að baki þátttöku starfsfólks i stjórnun fyrirtækja, hvert sé markmiðið og hvaða leiðir séu farnar I þeim efnum. Aftast i bók- inni er itarleg heimildarskrá. Bókin fæst i Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar, Bókabúð Máls og menningar, Bóksölu stúdenta og á skrifstofu Stjórn- unarfélagsins i Skipholti 37. Skora á ráðherra 608 ibúar á svæði heilsugæslu- stöðvarinnar á Fáskrúðsfirði hafa ritað nöfn sin undir áskorun til heilbrigðismálaráðherra, þess efnis, að fjárframlög til undir- búnings nýbyggingar fyrir heilsu- gæslustöð komi inn á fjárlög rikisins þegar á haustinu 1975. Svæbi heilsugæslustöðvarinnar spannar yfir Fáskrúðsfjarðar- hrepp, Búðarhrepp og Stöðvar- hrepp. Veggirnir sagðir til þurftar - en illa þokkaðir af hverfisbúum Karlmenn þyngjast um 4 kíló yfir veturinn l Hjartavernd boðaði til blaða- mannafundar i gær kl.4 eh.þar sem sýnt var nýtt tæki, sem félagið hefur fengið að gjöf frá framleiðendum þess, Imperial Chemical Industries i Bretlandi Tæki þetta, sem nefnist Nephalometer, er notað til þess að mæla blóðfitu, og var frétta- mönnum sýnt, hvernig tækið er notaðAð visu hafa aðferðir þær, sem hér eru notaðar við grein- ingu á blóðfitu verið notaðar áð- ur, en þetta nýja tæki er að þvi leyti fullkomnara en fyrri tæki, að það getur greint fleiri tegundir blóðfitu, eða allt að fimm, sem gefanákvæmari vis- bendingu um heilsufarsástand sjúklingsins. Læknar, sem þarna svöruðu spurningum fréttamanna, auk tveggja fulltrúa frá ICI, sögðu að tæki þetta væri mjög gagn- legt við rannsóknir og störf Hjartaverndar. Eins og flestum Islendingum er kunnugt, hefur Hjartavernd staðið fyrir viðtækum rann- sóknum á heilsu karlmanna á Reykjavikursvæðinu.Niðurstöð- ur þessara rannsókna hafa ver- ið mjög gagnlegar, enda þótt enn sé margt órannsakað.Töf á frekari rannsóknum stafar af fjárskorti, að þvi er læknarnir sögðu. Meðal fjölmargra at- hyglisverðra svara og upp- lýsinga, sem fréttamenn fengu á fundinum kom fram, að karl- menn á Reykjavikursvæðinu þynjast að meðaltali um 4 kiló yfir vetrarmánuðina. Mikil blóðfita er hættuleg heilsu manna, og fer þessi hætta vaxandi með aldrinum.A hinn bóginn var bent á að mjög nauð- synlegt væri að kanna þetta mál hjá fólki strax á unga aldri þannig að hægt væri að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir. Hér væri þó fyrst og fremst um rangt matarræði að ræða. Of mikið sykurát, brauð og kökur. Að visu kæmi margt til og þar á meðal streita og andleg áreynsla af ýmsu tagi. Hjartavernd fær Nephalometer Alþýöublaóið o Miövikudagur 1. október 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.