Alþýðublaðið - 01.10.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.10.1975, Blaðsíða 9
Keflvíkingar áttu aldrei möguleika og töpuðu 4:0 6:0 þegar báðir leikirnir eru taldir. Það var auðséð i byrj- un að Dundee ætlaði ekki að nota sömu leik- aðferð og þeir gerðu i leiknum hér heima, enda bættu þeir einum manni i sóknina Sturrock og léku þvi ekki með „sweeper” eins og þeir höfðu gert hér. Eins og fyrr segir þá voru þeir mun sterk- ari aðilinn i leiknum og áttu 4:0 sigur fyllilega skilið. Keflvikingar áttu litla möguleika gegn at- vinnumannaliðinu, en börðust þó hetjulegri baráttu. Bestur i liði þeirra var Þorsteinn Ólafsson eins og svo oft áður. Lið Keflvikinga i leiknum var þannig skipað: Þorsteinn Ólafs- son, Gunnar Jónsson, Hjörtur Zakariasson, Einar Gunnarsson, Gisli Torfason, Hilmar Hjálmarsson, Grétar Magnússon, Hörður Ragnarsson, ólafur Júliusson og Jón ólafur Jónsson. Evrópuleikir Tveir leikir voru haldnir i Evrópukeppni bikarhafa I gær- kvöldi. Báðir leikirnir voru siöari leikir liðanna. Úrslit: FC Valetta Möltu — Haladas Vasutas Ungverjalandi 1:1, Haladas vann þvi samanlagt 8:1. Coleraine Irlandi — Frankfurt V-Þýskalandi 2:6, Frankfurt vann 11:3 samanlagt. Liverpool vann Edinborgarliðið Hibernian i seinni leik liðanna i 1. umferð UEFA keppninnar i gær- kvöldi 3:1. John Toshack gerði öll mörk þeirra i leiknum, en Ed- wards gerði mark Skotanna. Liverpool kemst þvi i 2. umferð með hagstæðari markatölu, 3:2 samanlagt. Það fór eins og skosku dagblöðin voru búin að giska á. Keflvikingar áttu litla möguleika gegn Dundee United á Tannadice Park leik- vanginum i Dundee, þó svo að þeir væru án sins aðal markaskorara Andy Gray, sem seldur var i siðustu viku til Aston Villa. Eftir að Keflvikingar höfðu stað- ið i atvinnumönnunum i um það bil hálftima, gáfu þeir loks eftir á 30. minútu þegar Hall — en hann lék ekki i Keflavik, — gerði ágætis mark. Eftir það var nánast um einstefnuað ræða. Siðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri með mikilli orrahrið af hálfu Skot- anna. Á átta minútna timabili gerðu þeir tvö góð mörk. Það fyrra kom með þeim hætti, að skotið var á mark Kefl- vikinga. Boltinn stefndi framhjá Þorsteini Ólafssyni i markinu, þegar svo Hjörtur Zakariasson fékk knött- inn i hendi, þar sem hann stóð á marklin- unni. Hegarty — sá sami og skoraði úr vita- spyrnu á móti Celtic á laugardaginn — tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Seinna markið gerði svo Sturrock — en hann var einnig vara- maður hér i Keflavik — og eftir það má segja að vonir Keflvikinga i Evrópukeppni væru endanlega úr sögunni. Þorsteinn ólafsson hafði mikið að gera það, sem eftir var leiksins og varði oft vel, en hann kom þó ekki i veg fyrir að Hall gerði sitt annað mark fimm minútum fyrir leikslok, og fjórða mark Dundee United i leiknum. Samanlagt vann þvi Dundee liðið Einar Gunnarsson haföi mikið að gera í gærkvöldi. Hilmar Hjálmarsson í baráttu við Hegarty, í Keflavík þann 23. sept. sl. Hegarty skoraði eitt marka Dundee United í gærkvöldi úr vítaspyrnu. ALI SKAUT AÐ FRASER „Látið mig sjá stóru ljótu gór- illuna,” sagði Muhamed Ali — en svo kallar hann Joe Frazier — þegar hann rauk inn í anddyri hótelsins sem Frazier býr á i fyrradag. Um leið og „Smoky Joe” kom niöur i anddyriö þá dró Ali upp skammbyssu og skaut að Frazier. Við þennan atburð varð uppi fótur og fit á hótelinu, en fólk róaðist brátt þegar kom i ljós að i skammbyssu Muhamed voru að- eins patrónur og kom þvi þessi skotgleði hans ekki að sök. Sættir tókust fljótlega og Ali hélt aftur til hótels sins. Til gamans má geta þess að á laugardaginn þegar kempurnar voru vigtaöar og mældar fyrir keppnina á Manila i kvöld þá mættí Muhamed Ali i bol, með mynd af górilluapa. Undir mynd- inni var letrað „I am going to beat gorilla in Manila” sem þýða mundisÉg ætla að berja gorílluna i Manila. Já, alltaf er hann jatn hress hvað sem á gengur. Annars verður þessi stóri bardagi i kvöld og er beðið eftir honum með mik- illi eftirvæntingu, enda sjónvarp-' að um nær alla veröld. Badmintonmenn búa sig undir NM Islendingar leika landsleik i badminton við Færeyinga föstu- daginn 31. okt. I Laugardalshöll- inni. Keppendur verða 7 frá hverju landi, en ekki er enn búið að ákveða leikjafjölda. 15 leik- menn hafa verið valdir til æfinga fyrir þennan landsleik auk þess sem þessar æfingar eru liður i undirbúningi fyrir Norðurlanda- meistaramótið sem fram fer i Stokkhólmi dagana 15. og 16. nóv- ember næstkomandi. Þeir 15 menn sem valdir hafa veriö eru Haraldur Korneliusson, Óskar Guðmundsson, Steinar Petersen, Sigurður Haraldsson, Friöleifur Stefánsson, Reynir Þorsteinsson, Jóhann Kjartansson, Jóhann L. Möller, yngri, Magnús Magnússon, Hængur Þorsteinsson, Viðar Guðjónsson, Jóhann L. Möller eldri, Helgi Benediktsson, Jónas Þ. Þórisson, Sigfús Arnason, Ottó Guðjónsson. Sjö menn verða svo endanlega valdir fyrir landsleikinn. Badmintonsambandið hefur á- kveðið að efna til hópferöar á þetta mót, en þar gefst þátttak- endum meðal annars tækifæri til að sjá marga af bestu badminton- leikurum heims, eins og t.d. Svend Pri og Flemming Delfs og fleiri. Þeir sem áhuga hafa fyrir að taka þátt i þessari ferð eru beðnir um að hafa samband við stjórn BSt sem fyrst, og eigi siðar en 15. okt. nk. Formaður BSI er Karl Maack — og gefur hann nán- ari upplýsingar. Braunschweig efst í Þýskalandi Úrslit i þýsku Bundesiiga á laugardaginn voru Essen—Duisburg pm her seffir: Knrhiim—Tlnmhn sem hér segir: Hertha Berl.—Mönch.-gladb. Bayer Uerdingen—Köln B. Munchen—Hannover Karlsruher—Schalke 04 Frankfurt—Kaiserslaut. 5:1 Bochum—Hamborg 0:3 3:0 Bremen—Dusseldorf 3:0 1:1 Brunswick—Offenbach 5:1 3:1 Eintracht Braunswick hefur þvi tekið forystuna 2:2 i deildinni með 13 stig, en Bayern Munchen og 1:1 Munchengladbach eru i 2.—3. sæti með 12 stig. á Tanndice Park í Dundee Miðvikudagur 1. október 1975 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.