Alþýðublaðið - 01.10.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.10.1975, Blaðsíða 4
frá: Marks & Spencer úrval lita og geróa STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Atvinnulý ðr æði Ritgerð Ingólfs Hjartarsonar um Atvinnu- lýðræði fæst á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Máls og Menningar Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Bóksölu stúdenta Skrifstofu Stjórnunarfélagsins Skipholti 37 Hér er um að ræða veigamesta ritið, sem komið hefur út á islensku um þetta efni. Nánari upplýsingar i síma 82930. SPÆNSKA i X-flokkum, sem byrja átti 20. okt. hefst strax. Þeir, sem ætla að stunda nám i þeim flokkum i vetur (ÞIV. fl.) eru beðnir um að mæta til viðtals við kennara sinn Steinar Árnason miðvikud. 1. okt. kl. 21 i Lindargötuskóla (i fundarsal). Flúortöflur gefnar á barnaheimilum - engar samræmdar reglur þó í gildi um flúor- blöndun vatns, og skiptar skoðanir um gildi þess Lengi hefur verið vit- að að frumefnið flúor hefur góð og styrkjandi áhrif á tennur. í Banda- rikjunum drekka u.þ.b. 100 millj. manna vatn sem blandað er með fluor og viða annars- staðar er efnið notað i baráttunni gegn tann- skemmdum. í tilraun sem gerð var i Noregi kom i ljós að fluorblönd- um i vatn hefur veruleg áhrif til hins betra. Til- raunin var gerð i bæ sem heitir Vadsö. Þegar tilraunin hófst áriB 1970 kom i ljós að aðeins 12% barna á þriggja ára aldri höfðu með öllu óskemmdar tennur. Slðan hófst fluorblöndunin og I rannsókn sem gerð var á sama aldursflokki árið 1974, kom i ljós að 72% þriggja ára barna var meö óskemmdar tennur. A þessum tima höföu neyslu- venjur ekkert breyst og eru því ó- mótmælanleg áhrif fluorsins I baráttunni við tannskemmdirnar sem eru orönar að alvarlegu vandamáli I mörgum nútima- þjóöfélögum. Ýmsir hafa allt á hornum sér gagnvart flúornotk- un, en flestar röksemdir þeirra hafa veriö hraktar og afsannaðar. Sem dæmi um mótmæli má nefna að I sveitarfélagi einu I Banda- ríkjunum þar sem flúorblöndum I vatn var viðhöfö, þótti koma I ljós að meira bar á mongólisma en annarsstaöar. Visindamenn fóru á kreik og könnuðu málið. Kom þá I ljós að þetta sveitarfélag hafði á sinum vegum stofnun fyrir mongólita og veitti þeim betri þjónustu en annarsstaðar þekktist, þvi fluttu foreldrar þessara barna til bæjarins og settist ))ar að.Siðan, þegar and- stæðingar flúorsins fóru á kreik til að leita raka fyrir sinu máli og litu i heilbrigðisskýrslur, þá sáu þeir að þetta flúorhérað geymdi hlutfallslega mun fleiri mongólita en önnur og umsvifalaust var skuldinni skellt á flúorblöndun- ina. Vöruskiptajöfn- uðurinn sjaldan óhagstæðari Viðskiptajöfnuður okkar Is- lendinga var óhagstæöur sem nemur 16493,8 milljónum króna Fluttar voru út janúar — ágúst vörur að verömæti 30.522,5 milj- ónir króna, en innfluttningur var að verðmæti 47.016,3 milljóna. A timabilinu janúar — ágúst áriö 1974 var viðskiptajöfnuður- inn óhagstæður um 8.471,7 millj- ónir, svo aö augljóst er að þróunin er mjög óhagstæð. Ef aðeins er tekinn ágústmán- uöur I ár, þá var vöruskiptajöfn- uðurinn óhagstæöur um 1.275,0 milljónir en var aftur I ágústmán- uði i fyrra óhagstæður um 3,8 milljónir. Augljóst er af þessum tölum að við eigum enn langt I land meö að gera vöruskiptajöfn- uöinn hagstæðan sem hlýtur ávallt að vara keppikefli hvers þjóðfélags. Baldur Johnsen, yfirleknir: Heil- brigðisyfirvöld telja elcki ástæöu til að mæla með flúorblöndun drykkjarvatns. Sverrir Einarsson tannlæknir I Vestmannaeyjum er hins vegar mjög hlynntur slikri blöndun, og telur góð áhrif hennar löngu sönnuð. Margt fleira hefur veriö til tint, en flest er af svipuðum toga spunnið. Þvi er hinsvegar ekki að leyna að ef um of mikið magn flúors I tönnum er aö ræða þá koma dökk- ir blettir i tennurnar og þær taka að molna. Ennfremur sest flúor I bein og gerir þau jafnvel stökkari og þyngri en eðlilegt getur talist, einnig kann það að valda þvi að liðir stirðni og er þvi varla heppi- legt gigtarsjúklingum. Eins og sést af niðurstöðum norsku tilraunarinnar, þá minnk- uðu tannskemmdir um 60%, en það er samhljóða niðurstöðum I nær öllum rannsóknum sem gerð- ar hafa veriö á áhrifum flúors á tannskemmdir. Tannkrem sem inniheldur flúorsambönd hafa verið lengi á markaðnum hér og að auki hefur veriö fáanlegt flúor- rikt munnskolvatn og er það álit flestra tannlækna að tann- skemmdir minnki við rétta notk- un á þessum efnum. Samkvæmt upplýsingum Bald- urs Johnsens forstöðumanns Heilbrigðiseftirlitsins hafa heil- brigðisyfirvöld ekki talið ástæðu til að mæla með flúorblöndun drykkjarvatns og væru þau frek- ar mótfallin þvi en hitt. Þau teija eðlilegt að fólk ráði þvi sjálft hvort það tekur þetta efni I þjón- ustu sina, hins vegar sé það ekki réttlætanlegt að neyða fólk til að drekka vatn sem blandað er efn- inu. Hörður Þormar efnafræðingur Rannsóknarstofnun iðnaðar- ins tjáði blaðinu að flúormagn það sem æskilegt væri talið i drykkjarvatn væri 1 partur af milljón og væri það magnið sem yfirleitt væri notað þar sem blöndun tiðkast. 1 kalda vatninu hér á Reykjavikursvæðinu væri flúormagnið 0,05 partar úr millj- ón en I heita vatninu væru 0,6 — 0,8 partar. Æskilega flúormagnið mun vera innan svonefndra skaö- leysismarka. Sverrir Einarsson tannlæknir sagöi blaðinu að i Vestmannaeyj- um hefði veriö byrjað á blöndun flúors I drykkjarvatn fyrir gos, en niöurstööur um áhrifin lægju ekki fyrir, Sverrir er mjög hlynntur blönduninni og sagði að það væri ekkert tilraunaspursmál hvort þetta hefði góö áhrif eöa ekki, á- gætið væri löngu sannað. Um þann fylgifisk sagði Sverrir að til væru einstaklingar sem ekki þyldu aukinn flúor i neysluvatni, en þeir væru teljandi fáir á móti hinumsem njóta góðs af blöndun- inni. Mörg barnaheimili i Reykjavik hafa á boðstólum flúortöflur handa börnunum en önnur hafa aðstöðu fyrir þau til að bursta tennur sinar með tannkremi sem inniheldur flúor. Frá bókabílnum Áætlanir bókabilanna breytast allmikið frá og með 1. október. Hin nýja áætlun liggur frammi i bókasöfnunum og verzl- unum hjá viðkomustöðunum. Borgarbókasafn Reykjavikur Hjúkrunarfræðingur Tveir hjúkrunarfræðingar óskast nú þeg- ar að sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri. Simi 1955. Stjórn sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Vestmannaeyja. ’jg Alþýðublaöió Miðvikudagur 1. október 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.