Alþýðublaðið - 01.10.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.10.1975, Blaðsíða 5
Stöðvarhúsið svo aðunnt væri að senda orkuna, hvora leiðina sem væri eftir þörf- um. Segja má, að i þetta sinn yrðu deilurnarum þessa tvo kosti fyrir Austurland, virkjun heina i' hér- aði, eða „hund” að norðan talsv. harðar og langvinnar, en til allrar hamingju fyrir heimamenn lauk þeim með ákvörðun um innan- héraðsvirkjun 1971. Um leið og þessi nýja virkjun er tekin i notk- un, er þó engan veginn leyst raf- orkuþörfin. Valgarð Thoroddsen upplýsti, að disilstöðvar á öllu Austurlandi gætu nú framleitt um 15000 KW. Sumt af þeim verður því enn að hafa i gangi, þar eð viðbótin, sem nú fæst frá Lagar- fossi er talin verða um 7000 KW með fullu álagi. Nú er einnig svo komið,að um 90% býla eystra eru rafvædd, sem er nokkurnveginn landsmeðaltal. 20 ÁRA GAMALL DRAUMUR RÆTIST Valgarð Thoroddsen setti fram nokkur dæmi, sem hann nefndi talnaleik. Er þar tekið mið af nokkuð mismunandi forsendum i orkuvinnslu Lagarfoss. 1 saman- burði við kostnað af disilorku komst hann að þeirri niðurstöðu, að mesti árshagnaður gæti orðið 313 millj. kr. árlega og lægsta út- koma úr þessum talnaleikjum varð 128 milljónir. Þegar þess er gætt, að rekstrarhalli Austur- landsveitu reyndist um 125 milljónir 1974, sést gleggst hve geysilegur sparnaður er að hinu nýja orkuveri. 1 viðbót við orkuna fögnuðu heimamenn einnig tveim mann- virkjum, sem reist voru i sam- bandi við virkjunina. Lagarfossvirkjun hefur nú formlega verið tekin i notkun og s.l. fimmtu- dag var virkjunin vigð við hátiðlega athöfn á staðnum og veglegt fjöldahóf i Valaskjálf i Egilsstaðakauptúni. Óhætt er að fullyrða, að með þessu sé brotið blað i orkumálum Austfirð- ingafjórðungs, þótt vissulega sé ennþá ýmis legt ógert til þess að koma hinni dýrmætu orku til neytenda, eins og fyrirhugað er á næst- unni. Þannig skortir enn linu til Vopnafjarðar og ennfremur samtengingu við Hornafjörð, auk þess sem nauðsyn er á styrk- ingu háspennukerfa til Suðurfjarðanna. Þessar framkvæmdir kosta stórfé, um 1900 milljón- ir, að þvi er fram- kvæmdastj. Rafmagns- veitna rikisins, Valgarð Thoroddsen, upplýsti. Kostnaður við Lagarfossvirkj- un eins og er, nemur nú 860 millj. Af þessum upplýsingum er ljóst, að mikið skortir enn á að orkan nýtist nú i augnablikinu, og er þar enn mikið verk að vinna. Það er nokkuð freistandi að rekja lftil- lega þetta virkjunarmál. En eins og fyrirsögnin ber með sér eru nú tuttugu ár siðan virkjun Lagar- foss kom fyrst i sviðsljósið. Talið var, að Austurland ætti tveggja kosta völ um stóra virkjun i heimahéraði. Annar kosturinn var virkjun Grimsár i Skriðdal og hinn virkjun Lagarfljóts niðri við foss. Þá voru einnig uppi hug- myndir um linulagningu frá Lax- árvirkjun. Helstvar talað um ein- falda linu, sem átti að leggja þvert yfir öræfin. Að vonum gast mönnum fremur illa að þessari hugmynd. Þá kom upp nafnið handlampi og siðar „hundur” i beinu framhaldi þar af. Með sam- einuðu átaki tókst að hnekkja þessari fásinnu, og máske var á- hrifaríkastur sá aðhlátur, sem tókst að vekja að hugmynd- inni. En jafnframtkom ispilið annað atriði, sem olli mikilli óþurft. Það var engu likara en virkjun Grimsár væri hreinlega gerð að trúaratriði hjá ráðamönnum. Þegar svo var komið, lá auðvitað beint við, að skammt yrði i axar- sköftin. Trúin var látin taka við þar sem skynsemina þraut, eins og oft vill verða. Austfirðingar sátu svo eftir með sárt ennið af hinni alls ónógu virkjun Grimsár, sem líklega er algjört einsdæmi um, að henni gátu bagað jafnt vatnsskortur og flóð, þar sem gil- ið neðan virkjunarinnar gat ekki flutt hindrunarlaust það sem að barst i mestu flóðum. Alvarleg- asti gallinn var þó smæð virkjun- arinnar, sem var slik, að átta ár- um eftir, að virkjunin var tekin i notkun, var framleiðsla hennar aðeins tæp 25% af raforkufram- leiðslu eystra. Um hitt varð að sjá með sfvaxandi disil-vélakosti. Enginn fjórðungur landsins var svo herfilega staddur i orkumál- um, enda þótt ástandið væri siður en svo gott á Vestfjörðum. Tölu- leg samanburðardæmi eru til um rafvæðingu á Norðurlandi og Suð- urlandi. Þannig var rafvæðing Suðurlands talin 84%, Norður- lands 67%, en Austurlands aðeins 34%. Er hér drepið á^hluta af raunasögu Austfirðinga i raf- orkumálum. £n þó það tækist, eins og áður er sagt, að kveða og hlæja niður „hundshugmyndina” á sinum tima, skaut hún enn upp kollinum um það leyti, sem unnið var að stækkun Laxárstöðvarinn- ar. Um það fórust Valgarð Thor- oddsen orð á þá leið, að hann teldi að visu tengilinur hag- kvæmar, en þó þvi aðeins, að orka væri fyrir hendi á báðum endum, Annað var ný brú á Lagarfljót rétt við aflstöðina, og hitt var laxastigi, sem rikisrafveiturnar létu byggja og áorkar þvi, að nú verður eitt stærsta samfellda vatnasvæði landsins laxgengt. Þegar er vakinn mikill áhugi heimamanna fyrir fiskirækt og miklar vonir bundnar við árang- ur, enda hefur orðið strax vart við nokkra laxgöngu um hinn nýja vatnaveg. En þó hér sé merkum áfanga náð, verður Ijóst af framanrit- uðu, að enn um sinn verða Aust- firðingar að halda vel á spöðun- um til að auka við og tryggja sina orkuþörf. Nokkur viðleitni er þeg- ar sýnd af hálfu rikisvaldsins, til að kanna nýja möguleika, s.s. með athugun á Bessastaðaár- virk jun i Fljótsdal og fleira nefndi Valgarð Thoroddsen, sem væri; i könnun og athugun. Naumast var unnt að komast hjá þvi fyrir kunnuga, að finna að menn eru því miður ekki á eitt sáttir um framhald. Er þess þó að vænta, vegna beiskrar reynslu fyrri tima, að ekki takist svo illa til, að uppkomieitthvert „trúaratriði” i þessum málum. Austfirðinga vegna verður að vænta þess að ekki verði spiluð nein „blindtrú” um þessi þýðingarmiklu hags- munamál. Vel skyldi þess gætt, að annað nafn á þvi spili og senni- lega er naglinn hittur betur þar á höfuðið er langavitleysa. Nokkur skuggi hvilir enn á, að ekki hefur tekist að fá samkomu- lag um miðlunarlokur, sem nauð- synlegarteljast.ef orkuverið á að vera tryggt i rekstri. Létu heimamenn þó i ljós von um að úr þessu rætist, en þar er nokkuð undir náttúruverndarsjónarmið- um komiö. Laxastiginn Rödd jafnaðarstefnunnar Dagarnir taldir Flest bendir nú i þá átt, að dagar rikisstjórn- arinnar séu taldir. Það eru ekki aðeins stjórn- málamenn i öllum flokkum, sem hafa gert sér þetta ljóst, heldur einnig almenningur i landinu. Þegar fólk ræðir um rikisstjórnina spyr það ekki lengur fyrst og fremst, hvað hún hyggist gera til þess að mæta erfiðleikum þjóðarbúsins. Þvert á móti snúast umræðurnar i sifellt meira mæli um, hve langt hún eigi eftir. Almenningur i landinu telur sem sé útséð um, að hún muni end- ast út kjörtimabilið. Það er nokkurn veginn það eina, sem menn telja sig vita með vissu um rikisstjórnina. Þrátt fyrir ótviræðan meirihluta stjórnarinnar á Alþingi telur almenningsálitið það aðeins vera timaspursmál, hvenær rikis- stjórnin leggi upp laupana. Reynslan hefur sýnt okkur, að það, sem al- menningur hefur á tilfinningunni i slikum mál- um gengur oftast eftir. Menn finna það fljótt á sér, hvort rikisstjórn er lifvænleg, eða ekki — og eins og nú er komið málum þurfa menn ekki að styðjast við tilfinningarnar einar i þvi efni, þvi öll rök heilbrigðrar skynsemi benda i sömu átt. Rikisstjórnin hefur aldrei náð valdi á neinu verkefni, henni hefur mistekist hrapallega i efnahagsmálum, i rikisfjármálunum hefur rikt fullkomið stjórnleysi og hún hefur fyrirgert öllu trausti, sem menn verða að geta borið til rikis- stjórnar. Jafnvel þeir stjórnarsinnar, sem hafa righaldið i vonina um, að einhvern tima kæmi þó að þvi að stjórnin tæki að hressast, hafa gefist upp á biðinni. Menn þurfa ekki annað en að heyra hljóðið i kunningjum sinum úr stjórnar- liðinu til þess að sannfærast um, að dagar rikis- stjórnarinnar eru senn taldir. Það verður enginn öfundsverður af þvi að taka við stjórn þjóðarbúsins eftir bráðum 6 ára stjórnleysistimabil tveggja rikisstjórna. Það þarf mikið átak til þess að rifa þjóðina upp úr þvi feni stjórnleysis og efnahagsvandræða, sem hún hefur verið teymd út i. Það átak verður ekki unnið nema með þvi að takist að samstilla krafta þjóðarinnar, skapa á ný traust og tiltrú milli rikisvaldsins annars vegar og almennings og hagsmunasamtaka hans hins vegar og leysa þannig úr læðingi styrk, sem nægt getur til þess að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl á ný. Al- menningi i landinu er fyrir löngu orðið það ljóst, að öðru visi verður ekki að farið, ef ná á árangri. Rikisstjórnin veit þetta sennilega lika nú, þótt hún hafi lengi vel hafnað allri samvinnu við al- mannasamtök i landinu um þessi mál. En það er ekki lengur á hennar færi að safna þjóðinni saman i einhuga sveit til átaka. Hún fékk mörg tækifæri til þess á sinum tima, en vildi ekki nota þau og tækifærin eru nú úr greipum hennar gengin. Eftir itrekuð samningsrof þora menn ekki lengur að bera traust til hennar — og sam- starf verður ekki grundvallað á öðru, en gagn- kvæmu trausti. Þeim stjórnarliðum fjölgar nú með hverjum deginum, sem komast á þá skoðun, að núver- andi stjórnarsamstarf sé bæði án takmarks og tilgangs. Þau sjónarmið eru þegar farin að hafa áhrif á forystumenn beggja stjórnarflokkanna. Það er þvi efalaust rétt, sem almenningur hygg- ur, að það sé aðeins timaspursmál, hvenær sú rikisstjórn verður formlega úrskurðuð látin, sem var i raun réttri andvana fædd. Miðvikudagur 1. október 1975 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.