Alþýðublaðið - 02.10.1975, Page 3

Alþýðublaðið - 02.10.1975, Page 3
Steffnuljós Ágúst Einarsson skrifar frá Hamborg Nokkrar vikur eru þar til 200 mílna landhelgin okkar verður að veruleika. Andstæðingar okkar, Bretar og Þjóðverjar, virðast eitthvað rólegri, en oft áður. Örlítið hefur verið fjallað um landhelgismálið í þýskum blöð- um, nú nýverið í hinu útbreidda vikublaði Spiegel, þar sem (s- lendingum var meðal annars lýst sem rányrkjurhönnum. Það er ef til vill ekki ófróðlegt fyrir Is- lendinga að heyra, hvað skrifað er um þá i útlandinu. Eftirfarandi grein birtist sem leiðari i aðalmálgagni jafnaðarmanna I Hamborg fyrir skömmu. „Verð íslands fyrir Nato „Óendanleg auðæfi hafsins”. Þessi orð teljast nú orðið til ævintýra. Rányrkja á höfum úti er orðin ógnvekjandi. Þau vandamál, sem skapast af þessari rányrkju, eiga fyrst og fremst þjóðir eins og Islendingar við að etja. Þegar Islendingar færðu landhelgi slna úr 12 i 50 sjómilur árið 1972, olli sú ein- þykka og umdeilda ákvörðun stjórnmála- legri flækju og átökum á miðunum. Nú hyggst tsland færa landhelgi sina út i 200 milur, en mótmælum er stillt I hóf. Mönnum er orðið ljóst, að binda verður enda á hina tækniþróuðu rányrkju á höf- um úti. Koma verður á samkomulagi milli þjóða, sem kveður á um veiðimagn og veiðisvæði. Unnið 1 Bonn er þegar rætt um þessi mál, og það verður örugglega talað við Islend- inga. Þvi að i raun og veru er ekki einungis um fisk að ræða, heldur Nato. Einungis lifvænlegt land með áhuga á samstarfi við önnur riki Vestur-Evrópu, getur uppfyllt skyldur sinar i Nato”. Þetta höfðu jafnaðarmenn i Hamborg um þorskastriðið að segja, en hér er lögð mikil áherzla á samhengið við Nato. Vinstri menn og upplýsingastarfsemi I Þýskalandi er afstaða manna til land- helgi Islendinga háð stjórnmálaflokkum. Jafnaðarmenn og aðrir vinstri menn eru yfirleitt jákvæðir i okkar garð, en hægri flokkar og hægri blöðin taka harða afstöðu á móti okkur, en i Þýskalandi er samsteypustjórn jafnaðarmanna og frjálslyndra. Annars er almenningi alveg sama um þetta „brölt” i okkur og veit tæpast nokk- uð um málið. Upplýsingastarfsemi erlendis i tið vinstri stjórnarinnar var i lágmarki, og sami slappleikinn hrjáir hægri stjórnina. Island er þvi miður alls ekki til umræðu i Þýskalandi um þessar mundir, og veit enginn um fótboltaafrek okkar né hunda- bannið. Rekstrartap auðhringa Hins vegar bendir margt til, að hinir er- lendu auðhringar, sem stunda togaraút- gerð við tsland séu að missa móðinn. Má ráða það af ýmsum ummælum þeirra og fjárfestingaáformum, hvort sem um er að ræða bresk eða þýsk fyrir- tæki. Þá má benda á, að dótturfyrirtæki bresk-hollenska auðhringsins Unilever, sem er langstærsti aðilinn i þýskri togara- útgerð, var rekið með stórhalla á siðasta ári. Afstaða Efnahagsbandalagsins Ætli Efnahagsbandalagið sé ekki að gefast upp á fiskveiðum? Hollenska rikisstjórnin borgar til að mynda með hverjum fiskibát, sem lagt er. En það er engin von til þess, að tolla- samningur Island við EBE taki gildi, ef Þjóðverjar eru á móti þvi. Það nær ekkert mál fram að ganga innan EBE, ef Þjóðverjar eru ekki fylgj- andi þvi, enda greiða þeir mest til Efna- hagsbandalagsins af öilum aðildarrikjun- um. Forysta Þjóðverja innan EBE kom skýrt fram i viðræðum Islendinga við Belga nú fyrir skömmu. Belgar treystu sér ekki til að reyna að hafa einhver áhrif á staðfestingu tollasamningsins. Löndunarbannið og þýzk útgerð Sjávarútvegur er enginn þáttur i efna hagslifi Þjóðverja, og hafa þeir ekki einu sinni sjávarútvegsráðherra. Fáir Þjóðverjar fást til að vinna i fisk- vinnslu, og eru aðallega tyrkneskar og júgóslavneskar konur bundnar við þau störf. Þýsk útgerð, meðal annars á tslands- miðum, er styrkt stórlega með beinum fjárframlögum frá þýska rikinu. Löndunarbannið á islenskum togurum i Þýskalandi kemur einungis útgerðarfé- lögum hér til góða, en þýsku fiskversl- unarfyrirtækin eru mjög á móti þvi. Margir Þjóðverjar fylgjast með þessu máli, telja, að aðalatriðið sé að fá fiskinn, og það væri nær, að tslendingar veiddu hann og seldu, heldur en að Þjóð- verjar séu að gera út með tapi. Ef Iglendingar sýna hörku i viðræðun- um um 200 milurnar, þá fáum við okkar framgengt. ^ ^ # Dagsími til kl. 20: 81866 • •f rettapraðun nn SKEYTI Soares um kommúnista Fosætisráðherra Portúgal Aze- * vedo og leiðtogi portúgalskra I Jafnaðarmanna, dr. Soares, I töluðu á fjölmennum útifundi sem haldinn var i Lissabon i gær. I Forsætisráðherrann sagði i ræðu | sinni að hann hefði orðið að gripa ■ til harðra aðgerða til þess að I koma á lögum og reglu i landinu. ■ Ástandið hefði verið óþolandi. I Það væri kominn timi til þess að I hefja uppbygginguna eftir ' byltinguna. Soares sagði I ræðu sinni: . „Sjötta rikisstjórnin siðan bylt- I ingin var gerð er vinstri rikis- I stjórn, rikisstjórn nýrra vona. ■ Fólkið I landinu stendur á bak við I þessa rikisstjórn, þetta er rikis- ■ stjórn fólksins, fyrir fólkið.” I Undirtektir við ræðu Soares voru | stórfenglegar, enda mun portú- galska þjóðin vera orðin þreytt á | þvi ástandi sem þar hefur rikt I undanfarið. Eftir að stuðnings- ■ menn Soares höfðu hrópað 1 hvatningarorð honum til stuðn- * ings varð einnig vart nokkurs I hóps, sem hrópaði slagorð gegn I honum og rikisstjórninni. Þessum hrópum svaraði Soares með I þessum orðum: „Það er ekki vilji I okkar að einangra eða á neinn ■ hátt brjóta gegn félögum okkar i I byltingunni, kommúnistunum. ■ En við getum ekki leyft fámenn- I um hópi öfgamanna að ráðs- I mennskast með lög og rétt i landinu eftir eigin höfði og i and- I stöðu við vilja yfirgnæfandi I meirihluta landsmanna.” Ford í Ghicago . Milljónaborgin Chicago er oft l tengd glæpum og glæpastarfsemi ■ ýmiss konar. Nú hefur Gerald I Ford forseti Bandarikjanna 1 heimsóttborgina. Grunur lék á að I reynt yrði að myrða forsetann og | voru meira en þúsund lögreglu- . menn settir til þess að gæta hans. I Nokkru áður en forsetinn kom til I borgarinnar handtók lögreglan > konu, sem var með byssu I tösku I sinni. Konan sagði að hún hefði * alls ekki ætlað sér að gera forset- I anum mein. Maður hennar sagði I að þetta væri allt tómur misskiln- ingur. Frumsýning á Akranesi Skagaleikflokkurinn á Akranesi frumsýnir i kvöld kl. 21.00 gaman- leikinn „FÓRNARLAMBIД eftir finnska leikritaskáldið Yrjö Soini, I þýðingu Júliusar Danielssonar. Leikstjóri er Þórir Steingrimsson og honum til aðstoðar er Emelia Árnadóttir. Leikmyndir eru eftir Stefán Magnússon. Leikendur eru alls sjö og með helstu hlutverk fara: Þorgils Stefánsson, Jakob Einarsson, og Ingunn Ivarsdóttir. Þetta er fyrsta verkefni leikflokksins á þessu leikári og jafnframt fyrsta frumsýning hjá leikfélagi innan Bandalags islenskra leikfélaga á þessu leikári. Leikritiö „Fórnarlambið” var áður frumsýnt af Leik- félagi Akraness árið 1959. íslendingar sólgnir í ávaxtasafann „Við erum nú að tappa á aðra milljónustu fernuna af Tropicana, frá þvi framleiðslan hófst hér á landi þann 8. febrúar 1973”. sagði Davið Scheving Thorsteinsson, forstjóri Sól h/f við blaðamenn i gær. „Nú eigið þið að vera vitni að þvi”, hélt hann áfram, „að sett verður i þessa fernu plastræma i sótt- hreinsuðum poka, og sá sem finnur þennan poka fær i verðlaun kr. 50 þúsund. Sá heppni verður hér með beðinn að hringa i Sól h/f, i sima 26300 og heimsækja fyrirtækið og taka á móti verðlaununum. Þessi ferna verður seld i verzlanir einhvern næstu daga”. I þessar 2 milljónir ferna hafa farið 2.118.000 litrar af hreinum appelsinusafa, sem samsvara 5.045 tonnum af appelsfnum. Ef reiknað er með að 6-7 appelsinur fari i hvert kg, hafa verið notaðar u.þ.b. 32.780.000 appelsinur i þetta magn, að sögn Daviðs Schevings. Aðspurður um hreyfingu á markaði, taldi hann að markaðurinn væri mjög jafn og stöðugur, sem raunar liggur i augum uppi. Eftir að hafa gætt sér á Tropi- cana, voru blaðamenn vitni að þvi, að verðlaunapokinú var settur i fernu og er nú að komast í umferð. Sól h/f verðlaunaði á svipaðan hátt þann, sem fékk milljónustu fernuna, og þá með kr. 25 þúsund. Efnahagsáhrif hersetu rædd 54 hernámsandstæðingar her- setu á Islandi boðuðu til blaða- mannafundar á Hótel Borg fyrir helgi. Á fundinum kom fram að herstöðvaandstæðingar hafa nú i undirbúningi ráðstefnu, sem haldin verður i félagsheimilinu Stapa i Njarðvik, dagana 11. og 12. október n.k. Ráðstefnan verður opin öllum þeim sem aðhyllast þetta markmið. 1 fréttatilkynningu frá fundarboð- éndum segir að þátttakendur þurfi að láta skrá sig og greiða þátttökugjald kr. 1.500,-. A fyrirhugaðri ráðstefnu verða flutt fjögur erindi um hersetu á Islandi, ný viðhorf i hersetu- málinu, áhrif þess á efnahagslif þjóðarinnar og framtið. Meðal ræðumanna verða Magnús Torfi Ólafsson, Ólafur Ragnar Grims- son og Gils Guðmundsson. Bætt þjónusta SVR í Breiðholti BREIÐHOLTSBÚAR hafa lengi kvartað undan lélegri þjónustu strætisvagna við þetta fjölmenn- asta ibúðahverfi landsins, og ekki að ósekju. Eirikur Asgeirsson, forstjóri SVR, hefur nú tilkynnt að fjölg- að verði um helming hraðferðar- vögnum á leiðinni Breiðholt — Miðbær, sem ganga á almennum vinnutima — og auk þess muni starfsmenn SVR fylgjast reglu- lega með öllum bréytingum, sem verða á byggð þar i hverfinu og verða þá gerðar viðbótarbreyt- ingar eftir þvi sem þörf krefur. Seltirningar fagna I dag verður þess minnst á Sel- tjarnarnesi að hundrað ár eru lið- in frá þvi að Mýrarhúsaskóli hóf starfsemi sina. Kl. 9.30 og 10.30 eru nemendur boðaðir i félags- heimilið. A hádegi verður farin skrúðganga um bæinn og ioks kl. 17.15 verður skólinn formiega settur i félagsheimilinu, að við- stöddum elstu nemendum skólans og foreldrum þeirra, auk annarra gesta. Biskup til Kanada Biskup Islands og frú fóru utan að morgni hins 1. október til að taka þátt i siðasta hluta hátiða: halda þeirra sem Vestur-tslend- ingar hafa efnt til i minningu hins islenska landnáms i Kanada fvrir 100 árum. Biskup mun prédika m.a. við tvær guðsþjónustur, i „Fyrstu lúthersku kirkju" i Winnipeg sunnudaginn 5. október. Hann mun einnig heimsækja fleiri byggðir þar sem tslend- ingar eru fjölmennir og prédika þar. Kynningar- fundir BSRB Föstudagur 3. okt. 1975. Patreksfjörður kl. 20.30 Gunnar Eydal, ólafur Jó- hannesson. Núpur kl. 20.30 Kristján Thorlacius, Haukur Helgason. Laugardagur 4. okt. 1975 Isafjörður kl. 14.00 Kristján Thorlacius, Haukur Helgason. Egilsstaðir kl. 17.00 Hilmar Ingólfsson. Einar Ólafsson Reyðarfjörður kl. 17.00 Berg- mundur Guðlaugsson. Loftur Magnússon. Neskaupstaður kl. 14.00 Har- aldur Steinþórsson, Sigui’veig Sigurðardóttir. Fimmtudagur 2. október 1975 Alþýðublaóið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.