Alþýðublaðið - 02.10.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.10.1975, Blaðsíða 4
sim' 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins, Síðumúla 11, Reykjavík salerninu Hrós fyrir lipra þjónustu á Ánægður öldurhúsagestur sendi Horninu fáeinar linur: Þetta Horn hjá ykkur Alþýðu- blaðsmönnum er mesta nöldur- skjóða og til að falla ekki i sama brunninn, vildi ég koma með eitt bréf af hinu taginu. Ég brá mér i Klúbbinn um siðustu helgi og skemmti mér satt að segja alveg stórvel. Þetta er ...og kaktus fyrir afleitt salerni E.B. hafði samband við Hornið: Við, kunningi minn og ég, fórum i Stjörnubió um helgina. Það er svo sem ekki i frásögur færandi að menn fari i bió, enda önnur saga. Við vorum komnir nokkuð fyrir sýningartima og keyptum okkur miða. Meðan við biðum þess að sýning hæfist, fórum við inná matstofu þar rétt hjá og fengum okkur kaffisopa okkur til hressingar. Annar okkar þurfti að bregða sér á klósett og mikið rétt, þarna á þessari matstofu er jú klósett, en drottinn minn, þvilik aðkoma. Þarna voru veggir grútskitugir uppi loft, klósettsetan öll útmigin og gólfið rennandi blautt út um allt. Er ekki timi til kominn, að heil- brigðisyfirvöld geri einhverjar kröfur til þessara matstaða. Maður gæti hugsað sér að þessar kröfur um hreinlæti, ættu ekki að vera veigaminni, en hafðar eru þegar vinveitingahús eru annars vegar. Þar eru þó heimtuð stór og glæsileg klósett, flisalögð hátt og lágt, með hlandskálum og til- heyrandi. En þó er hægt að benda á marga vinveitingastaði, þar sem engum manni dettur i hug að láta sjá sig til annars en að orðinn ansi viðkunnanlegur staður, jafnvel einn sá besti i bænum. Eitt vakti sérstaka athygli mina er ég þurfti að bregða mér á salerni á annari hæð. Þar er fyrir salernisvörður, alveg sérstakt prúðmenni og framúr- skarandi lipur. Ég var með glas i hendi, er ég kom inná salernið og var i hálf- drekka áfengi, allavega ekki til að snæða mat. A fyrrgreindri matstofu er aðeins eitt klósett á herrasalerni, tveir vaskar og búið mál. Eitt viljum við félagar taka fram. Við komum ekki til með að versla meira við þessa matstofu, ekki fyrr en þeir hafa uppá eitt- hvað betra að bjóða i salernis- málum. Þökk fyrir birtinguna. E.B. Hefur það ekki lengur forgang? Sigurður Péhringdi i Hornið og var mikið niðri fyrir: Aldrei þessu vant, var ég kom- inn nógu snemma heim i gær til að ná kvöldfréttunum i útvarpinu, og þótti mér það harla gott. Fréttaaukinn að þessu sinni var að mestu helgaður okkar ágæta utanrikisráðherra og ræðu hans á Allsherjarþingi SÞ i gærkvöldi (mánud. innsk. Hornið). Auðvitað beið ég spenntur eftir að heyra úrdrátt úr ræðu Einars, þvi ég hafði lesið i blöðunum, að hann mundi fjalla um útfærslu landhelginnar i 200 milur. Að visu minntist utanrikisráð- herra á útfærsluna, en mér fannst einhvernveginn eins og útfærslan væri eitthvert aukamál hjá hon- um. Hann byrjaði á allskonar út- úrdúrum, um vigbúnaðarkapp- hlaup þjóða, kjarnorkuvopn og innanrikisástand annarra þjóða. Er utanrikisráðherra hafði hjalað um þetta dágóða stund, þá loksins, i restina, minntist hann á höfuðmálið, útfærslu islenskrar landhelgi i 200 milur. Á hverju byrja menn ræður sinar, ef ekki þeim málum, sem þeir vilja leggja þyngsta og mesta áherslu á? Hjartanlega hefði mér verið sama, um hvað annað ráðherrann ræddi, bara ef hann hefði byrjað á landhelgismálinu og helgað þvi lengstan tima i ræðu sinni. Allavega er mér kunnugt um, að góðum fréttamönnum þykir sæma að fjalla fyrst um aðal- gerðum vandræðum með, hvernig ég ætti að athafna mig, þvi venjulega veitir ekki af báðum höndum við þessar athafnir. Þá kom þessi einstaki vörður salernisins og bauðst til að geyma fyrir mig glasið meðan ég kláraði mig af. Þetta finnst mér hróss vert, þvi ég hef orðið fyrir þvi, að vera rekinn út af salerni á öðrum punkta hvers máls, en taka svo aukaatriði á eftir, er hinu hefur verið komið til skila. Minnsta kosti sér maður þetta gert i blöð- unum uppá hvern dag. Betur má ef duga skal, Einar. Hvað um útvarpið? Einn málglaöur sendi okkur þessar linur um þáttinn hans Helga J. Halldórssonar, Daglegt mál: Ég hlusta yfirleitt alltaf á þátt- inn hans Helga J. H.,DagIegt mál. Þetta er bæði fróðiegur og skemmtilegur þáttur og oft komið með dæmi úr daglega lifinu mönnum til fróðleiks og leiðbein- ingar. Þó er eitt, sem ég vildi benda stjórnanda þáttarins á, að sjálf- sögðu i fullri vinsemd. Hvers vegna er málfari og orðalagi þeirra sem fram koma i útvarp- inu, ekki gerð meiri skil i þessum ágæta þætti? Þetta er þó sá fjöl- miðill, sem nær allir landsmenn hlusta á 16-17 tima á hverjum sólarhring. Oft hefur farið hrollur um mig við að heyra sumar málvillur og orðabrengl, sem koma út úr þessum fjölmiðli. Einhverntima hefur sjálfsagt komið fyrir, að tekin hafi verið til meðferðar ein- hver fyrirbæri úr útvarpi, þó farið hafi framhjá mér. Sem sagt, Helgi. Littu þér nær, maður er orðinn hundleiður á þessari klassisku setningu: 1 dag- blaði einu stóð nýlega! Orð í belg um átt- hagafjötrana Vilhelm.nemandi utan af landi, hafði samband við Hornið: Aðeins nokkur orð um fyrir- brigði er kallast flugvallaskattur. Mér er spurn. Hvaða tilgangi á þessi svokallaði flugvallaskattur stöðum, vegna þess að ég hef komið þar inn með glas. En hvað skal gera, þegar maður hefur ekkert borð til ráð- stöfunar? Auk þess er mjög algengt að stolið sé glösum af borðum fólks, ef það skilur þau eftir, og fæstir hafa efni á þvi, sopinn kostar jú sitt. Meira af svona lipurmennum á salernin! að þjóna hér innanlands? Er hann settur á til þess að klekkja á fólki sem þarf að ferðast mikið innan- lands, til dæmis námsfólki? Þó að þessi skattur sé i sjálfu sér ekki há upphæð, þá er það nú svo, að flesta námsmenn munar um þessa aura. Við höfum ekki nema fjóra mánuði á ári til að vinna okkur inn peninga, sem eiga að duga okkur til uppihalds fyrir átta mánuði og vel það, svo að viö verðum að velta hverri krónu fyrir okkur. Mér finnst alveg sjálfsagt að setja þennan skatt á þá, sem ferð- ast til útlanda, enda er það i flest- um tilvikum fólk, er fer sér til skemmtunar og upplyftingar, þó eitthvað sé um ferðir náms- manna. Það ætti einhver góður maður, sem eitthvað á undir sér í kerfinu, að láta þetta mál til sin taka. ,,Þá var mér öllum lokið” ■ G.S. hringdi i Hornið og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Ég settist fyrir framan sjón- varpið á laugardagskvöldið og hugðist njóta dagskrárinnar. Þetta var nú svo sem allt gott og blessað, þar til ég kom að þætti Steinunnar Bjarnadóttur, þá var mér öllum lokið. Þessi ágæta Steinka stuð söng þarna ein- hverja gamla margtuggna slag- ara og kryddaði þá svo með eindæma leiðinlegri og lélegri sviðsframkomu. Mig langar aðeins til að benda forráðamönnum Sjónvarps á það, að ef þeir endilega þurfa að koma með þætti, með misheppnuðu is- lensku listafólki, sem droppar hér upp eftir áralanga búsetu erlend- is, að heppilegast væri að rúlla þessum filmum i gegn hjá Sjón- varpinu á fimmtudögum. Brídge .5*.* * 5( • #■ Dýr fórn Hversu oft stöndum við ekki frammi fyrir þvi að hugleiða fórn i bridge. Og auðvitað vilj- um við ekki fórna, nema við höf- um von um að græða á þvi, þeg- ar vinningar beggja borða leggjast saman. En stundum getur skotist þó skýrir séu. Lit- um á spil dagsins. Báðir á hættu. Austur gefur. A A 7 6 5 V 6 4 4 D 9 7 * K D G 3 *K 3 2 ^------ VAK 10 987 yDG3 ♦ Á 2 4KG8643 *64 * A 7 5 2 4 D G 10 9 8 4 V 52 * 10 5 * 10 9 8 Sagnirnar gengu: Norður Austur Suður Vestur ltigull Pass lhj. Dobl 2 hj. 2 sp 4 grönd Pass 5 tigl. Pass 6hj. Pass Pass 6 sp Dobl Allir pass Þrátt fyrir það að Blackvood sögn Vesturs með lélegt tvispil i lit sé ekki talin hyggileg, náðu Austur-Vestur ágætri slemmu sögn i hjartanu, sem Suður ákvað að fórna fyrir með sex spöðum. Liklegt var, að Suður- Norður yrðu 5 niður, sem var þá aðeins 30 lægra en slemma, sem ynnist á hinu borðinu. Þetta varð Vestur að betrumbæta. Hann tók fyrsta slaginn á hjartakóng, spilaði næst út tigulás og öðrum tigli, þegar Austur gaf áttuna i. Austur tók á tigulgosann,tók á hjartadrottn- ingu og spilaði þriðja tiglinum, sem Suður trompaði með drottningu og Vestur fleygði af sér láglaufi i stað þess að yfir- trompa. Nú hefði Suður auðveld- lega getað náð spaðakóngnum af Vestri. En bæði hann og sjálf- sagt ég og þú lika, hefðum á- lyktað, að kóngurinn lægi i Austri. Suður spilaði nú spaða- gosa og þegar Vestur lét tvistinn i, vonaði Suður, að kóngurinn lægi blankur i Austri og stakk upp ásnum! Of seint skynjaði hann gildruna og Vestur tók næsta spaðaslag á kóng, spilaði laufi á ás Austurs og fékk lauf til baka, sem hann tók á smá- trompið sitt. Sex niður, 1700 til A-V. Hefði Vestur yfirtrompað, gat N-S aldrei misst nema 5 slagi niður. FRAMHALDSSAGAN-— — Komið þið. Við höfum beðið eftir ykkur. Ég ætla að kynna ykkur fyrir öllum viöstöddum, og svo getum við strax farið að borða. Ég er alveg glorsoltin. Hvað um ykkur? Auk þeirra voru þrir gestir, svo og frændi Amaliu og frænka. Justina þekkti Nobres fjölskylduna, sem var skyld fólki Amaliu, en hin þekkti hún ekki. Ótrúlegt að maður gæti búið svona nálægt fólki án þess að kynnast þvi. En orsökin var sjálfsagt sú ósk Renötu aö vilja geta búið sem út af fyrir sig. Meðal gestanna voru miðaldra hjón, Hernandez og ungur maður, vinur Amaliu, sem var kynntur sem Vasco Domingos. Honum var greinilega boðið þar sem karlmenn voru i augljósum minnihluta, en þar sem hann hellti sér yfir Justinu svo að segja frá byrjun, þá hafði Amalia Andrew út af fyrir sig. Fyrst fannst Justinu þessi mikli áhugi unga mannsins óþægilegur, þvi hún vildi ekki styggja Amaliu, en eftir þvi sem á kvöldið leið fannst henni sem þetta væri allt skipu- lagt frá upphafi. Hún þekkti ekki þessa fullvaxta Amaliu sem þá sömu og hún lék sér með unglingsstúika, en það fór ekki á milli mála, að henni fannst eiginmaður Justinu sérlega spennandi karlmaður. Og hvað með það? sagði hún við sjálfa sig. Hann varhenni sjálfri ekki neitt. Samt sveið henni að sjá hann daðra við Amaliu — og þess vegna var það sem hún endurgalt Vasco Domingos athyglina, sem hún vissi að hún hefði ekki gert undir öllum venju- legum kringumstæðum. Við kvöldverðarborðið sat hún á milli gestgjafans og Vascos en Andrew sat á móti henni milli Amaliu og frænku hennar. Samræðurnar fóru að mestu fram á ensku, en þegar gripið var til portúgölskunnar þýddi Amalia ljúfri röddu fyrir Andrew það sem sagt var. Justina borðaði ekki mikið, og meðan á máltiðinni stóð Alþýðublaðió komst hún að því, að Vasco bjó i Queranova, sem lá við ströndina. Hann sagði henni að áhugamál hans væri köfun, og æðsti draumur hans væri sá að finna eitt af hinum týndu gullskipum, sem sögð voru liggja á sjávar- botni undan ströndum landsins. — Trúir þú þvi virkilega að það sé að finna fjársjóði i sokknum skipum þarna? spurði Andrew, sem sat hinum megin við borðið. — Já, án nokkurs minnsta vafa, svaraði Vasco og leit á hann. — Þér verðið að minnast þess að spönsku landnem- arnir i Suður-Ameriku komu með auðlegð sina alla yfir hafið, gull, silfur og gimsteina. Þeir voru án efa rikustu landnemar, sem sest hafa að i nokkru landi. — Og ég gæti best trúað þvi að megnið af verðmætum þeirra hafi þá lika eyðilagst i-sjónum, svo sem bækur, skýrslur og þviumlikt, sagði Andrew hugsi. — Auðvitað, og föt lika. Spönsku dömurnar áttu kjóla sem voru svo rikulega skreyttir gulli og gimsteinum að hvert safn hefði dauðöfundað þær. Justina leit á Vasco. — Kannske gætir þú kennt mér að kafa? — Ef þig langar til að læra það, þá skal ég kenna þér að kafa, svaraði óvænt sá maður, sem hún hafði sagt að væri eiginmaður hennar. Hún opnaði munninn i undrun. — En... hvað þekkir þú... til þess? stamaði hún. Amalia glennti upp augun? — Vissir þú það ekki? — Nei. Justina leit óstyrk á „Andrew”, sem var hinn rólegasti yfir öllu saman. — Hvernig ættir þú svo sem að vita það, svaraði hann. — Þetta hefur ekki verið tekið til umræðu fyrr en núna. Justina horfði niður á diskinn og leitaði óstyrkri hendi eftir vinglasinu. Hvaðátti hann við með þvi að hann kynni að kafa? Hafði hann nú munað eitthvað meira? Var minnið að koma smátt og smátt? Yfir kaffinu eftir matinn var Justina að tala við frú Nobre, meðan Andrew ræddi við Hernandez hinum megin i stofunni. En itrekað varð hún þess vör að auglit hans hvildi á henni, yfir þvera stofuna, og hún gat ekki annað en velt vöngum yfir þvi hvað hann kynni að vera að hugsa. Amalia opnaði frönsku dyrnar út á pallinn og stakk upp á þvi að þau dönsuðu smávegis. Þegar Andrew virtist ekkert sérlega fikinn i það, náði hún i Vasco, og þau dönsuðu hægt eftir hljómfallinu frá hljómsveit, sem eitt sinn hafði veriö mjög fræg. Senhora Nobre leit út á pallinn og sá hvar frænka hennar var að kenna Vasco flókin dans- spor. — Ég er svo ánægð yfir þvi að sjá hana glaðlega aftur. Hún hefur átt svo erfiða daga að undanförnu. — Ó, svo? Justina leit upp. — Ekki hefur hún sagt mér neitt um það. — Nei, það myndi hún ekki gera sjálf. En þetta hendir. Frænka hennar andvarpaði. — Það var þessi maður, þú skilur. Virðulegur maður, og Amalia var yfir sig ást- fangin. Ef þú þekkir hana núna, þá veistu að hún sökkvir ; Fimmtudagur 2. október 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.