Alþýðublaðið - 30.10.1975, Síða 5

Alþýðublaðið - 30.10.1975, Síða 5
á Norður-Irlandi trúarbragðadeilur ekki vildi aðskilnað frá Bret- landi. Þetta fólk, sem aðallega bjó í norð-austurhluta írlands, greip þá til sinna ráða til þess að koma i veg fyrir aðskilnað. Það setti á stofn héraðsstjón með að- setur i Belfast og skipulagði her til þess að berjast gegn aðskiln- aði. íbúarnir á þessu svæði, sem flestir voru af brezkum upp- runa, voru flestir mótmælenda- trúar og þeir töldu að hlutur þeirra yrði algerlega borinn tyrir borð af stjórnvöldum fyrirhugaðs irks þings, þar sem þeir yrðu i algerum minnihluta. Aðskilnaðarmenn gripu þá til gagnráðstafana og settu upp sinn eigin her sjálfboðaliða- sveita. Atökin hörðnuðu og árið 1916 gerðu byltingarsinnaðir að- skilnaðarmenn tilraun til bylt- ingar, sem mistókst. Á kreppu- timanum sem fylgdi unnu hinir róttækari aðskilnaðarmenn mjög á og i kosningunum 1918 komu þeir með sigur af hólmi en þeir sem ihaldssamari voru og studdu heimastjórn voru alger- lega þurrkaðirút. En eftir þenn- an sigur 1918 neituðu aðskilnað- armenn að senda sina kjörnu fulltrúa til Westminster, en sumir þeirra voru reyndar enn i fangelsum frá byltingartilraun- innitveimárum áður. í stað þess að taka sæti i brezka þinginu fóru hinir kjörnu fulltrúar til Dublin, þar sem þeir lýstu yfir fullu sjálfstæði og stofnuðu Irska lýðveldið. Brezka stjórnin sendi hermenn á vettvang og lýðveldismenn bjuggust til varnar. Næstu árin áf eftir voru stanzlaus átök milli brezka hersins og irska lýðveldishers- ins og lauk þessum átökum ekki fyrr en árið 1921. Þá varð sam- komulag milli deiluaðila. Stórt landssvæði I norð-austurhluta trlands var aðskilið frá megin- hluta landsins og gert að sér- stöku riki innan brezka sam- veldisins. Jafnframt var trska lýðveldið viðurkennt sem sjálf- stætt rlki algerlega óháð brezka samveldinu. Að visu má segja að þetta hafi verið mikill sigur fyrir aðskiln- aðarmenn. Þó er ljóst að brezka stjórnin lagði mikla áherzlu á að yfirráðasvæði Norður írlands yrði sem allra stærst. t samn- ingaviðræðunum milli fulltrúa aðskilnaðarmanna og brezku stjórnarinnar varð þó sam- komulag um endanleg landa- mæri á grundvelli þess að Norður trland fengi i sinn hlut þau héruð, sem nytu yfirráða andstæðinga aðskilnaðar. Þetta reyndist þó ekki fullkomlega svo, þvi tvö stór héruð, þar sem aðskilnaðarmenn voru I miklum meirihluta voru einnig sett inn- an landamæra Norður trlands. Augljóst er að þessi ráðstöfun hefur verið ein hin örlagarík- asta, sem gerð hefur verið i málefnum eyjarinnar. Eins og hér hefur verð bent á eiga átökin milli Norður írlands og trska lýðveldisins ekki rætur sinar að rekja til trúarlegs á- greinings. Samt sem áður er það staðreynd að i trska lýð- veldinu eru ibúarnir flestir ka- þólskir og i Norður trlandi eru þeir allflestir mótmælendur, að undanskyldum þeim tveim hér- uðum, sem áður er getið. Ibúar þessara tveggja kaþólskra svæða litu með mikilli vanþókn- un á stjórnvöld Norður Irlands, sem þeir töldu svikara við frels- isbaráttu þjóðarinnar. Mótmæl- endum stóð þvi mikill stuggur af umsvifum írska lýðveldisins og hinum andsnúnu ibúum ka- þólsku héraðanna I Norður Ir- landi. Ljóst er að stjórnvöld i Norður trlandi hafa beitt ka- þólska minnihlutann i umrædd- um héruðum miklum órétti, sem siðan hafa komið fram i stanzlausum mótmælaaðgerð- um kaþólskra. Allt frá þvi 1921 hefur ástandið i Norður trlandi svo að segja verið óbreytt ó- friðarástand og ástæðurnar má að mestu leyti rekja til þess, sem hér hefur verið greint frá. Mannréttindabaráttan Það ástand sem rikir á Norður trlandi i dag hefur i raun staðið frá þvi 1968 en um það leyti hóf kaþólski minni hlutinn á Norður Irlandi harða baráttu gegn óréttlæti og alls kyns of- sóknum sem þeir voru beittir af meiri hlutanum, þ.e.a.s. mót- mælendum. Lögreglan tók harkalega á móti mótmælaað- gerðum hinna kaþólsku en það virtist einungis verða til þess að herða minnihlutann i aðgerðum og kröfum. Arið 1969 var svo komið að brezka stjórnin neydd- ist til að senda herlið til landsins til að koma á friði. Sú ráðstöfun virtist hafa gjörsamlega gagn- stæð áhrif en til var ætlast. Næstu árin má segja að borg- ara styrj öld hafi rikt I landinu og hópar öfgamanna úr báðum hópunum tóku virkan þátt i mannvígum, mannránum og skemmdarverkum. Árið 1972 neyddist brezka stjórnin til að taka stjórn Norður trlands algerlega i sinar hendur og hefur hún nú verið að reyna að finna einhverja leið út úr ógöngunum. Það virðist þvi miður ekki hafa tekist enn. Jafnaðarmannaflokkur stofnaður Arið 1970 höfðu sex af fulltrú- um á þingi Norður trlands Framhald á bls. 11. Verður gangan stöðvuð? Viðræður spænskra og ameriskra diplómata varðandi framtið Spænsku Sahara hafa ekki enn borið neinn árangur. Fjöldaganga Maroccobúa er m.a. gerð i þeim tilgangi að mótmæla þvi að nýlendan fái sjálfstæði eins og fyrirhugað er. Hassan konung- ur sagði I gær að gangan mundi halda áfram ef Spánverar létu ekki af hendi við Marocco stór landssvæði i Spænsku Sahara, en þar eru auðug jarðsvæði þar sem fosfat hefur verið unnið i stórum stil. Gangan hefur að vonum vakið heims athygli enda heldur ó- Venjuleg baráttuaðferð til land- vinninga. Fyrstu hóparnir frá Marocco komu til borgarinnar Tarfaya i gær og höfðu þá göngu- menn verið alls rúmlega 70 klukkutima á leiðinni. Stjórnend- ur göngunnar telja að næsta þriðjudag muni um 350.000 manns, karlmenn, konur og börn, verða komin til Tarfaya, en það- an mun hin formlega friðarganga fólksins halda i einni breiðfylk- ingu inn i Vestur Sahara. Mál þetta var tekið fyrir hjá ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna i gær og hefur það farið fram á að aðalritari S.þ. Kurt Waldheim hefji þegar i stað viðræður við fulltrúa Marocco og krefjist þess að gangan verði stöðvuð. r _____ A Byggðasjóður að fjármagna atvinnufyrirtæki í Reykjavík? Byggðastef nan i reynd 1 Alþýðublaðinu laugardaginn 18. október var stór fyrirsögn á forsiðu: „Höfuðborgin sett hjá við lánaúthlutanir”. Þessi orð voru höfð eftir Björgvini Guð- mundssyni þar sem hann kvart- ar stórlega undan þvi, ,,að Reykvikingum sé mismunað hvað viðkemur fjárhagslegri fyrirgreiðslu hins opinbera, miðað við önnur byggðalög svo að ekki verði lengur við unað”. Nefnd voru dæmi um það, að á árinu 1974 hafi lán og styrkir úr Byggðasjóði numið 710 milljón- um króna, en af öllu þessu fé fór ekki króna til atvinnufyrirtækja i Reykjavik, en heilar 37 millj- ónir hafi runnið til Akureyrar o.s.frv. B.G. lagði siðan fram tillögu i Borgarstjórn Reykja- vikur þess efnis, að þessari öf- ugþróun verði við snúið með hjálp alþingismanna reykvik- inga. Tónn greinarinnar bar með sér ekkaþrungna vandlæt- ingu borgarfulltrúans á þessum órétti i garð reykvikinga. Mig langar til i þessu sam- bandi að vitna i viðtal við Sverri Hermannsson i Morgunblaðinu 19. október, þar sem fjallað er um Byggðasjóð, en þar segir: „Hlutverk Byggðasjóðs er að veita fjármagni til landsbyggð- arinnar til eflingar byggðar, framkvæmda og til að treysta atvinnuvegina út um land. Allir stjórnmálaflokkar hafa samein- ast um þetta stefnumark. Byggðasjóður hefur á þessu ári til ráðstöfunar um 1020 milljónir króna, en það er eins og kræki- ber i helviti, ef miðað er við ein- okun suðvesturlands á stór- virkjunum og stóriðju.” Nú langar mig til að spyrja Björgvin Guðmundsson og ég vænti svara undanbragðalaust i Alþýðublaðinu. 1) Er þér ekki kunnugt um til- gang Byggðasjóðs? 2) Sérðu þú eftir hverri krónu sem fer út fyrir Elliðaár og ætl- uð er til uppbyggingar úti á landi? 3) Er það stefna Alþýðu- flokksins i þessu máli, sem þú túlkar i Borgarstjórn Reykja- vikur? virðingarfyllst. Magnús Aðalbjörnsson Akureyri. Rödd jafnaðarstefnunnar alþýðu n RTiTfil ílindingsleikur Það vakti talsverða athygli, að á fyrsta starfs- degi Alþingis nú i vetur bárust öllum þingmönn- um bréf frá Verzlunarráði Islands þar sem farið var heldur neyðarlegum orðum um rikisstjórnina og stuðningsmenn hennar og með hverju bréfi fylgdi að gjöf til þingmanna rauður blýantur. Mæltist Verzlunarráð íslands til þess, að rauðu blýantarnir yrðu notaðir til að strika út ónauð- synleg rikisútgjöld. Með þessari óvenjulegu áskorun um aðhald i rikisfjármálunum mælti Verzlunarráð íslands fyrir hönd margra aðila i þjóðfélaginu. Mönnum er það mætavel ljóst, að ein aðalorsökin fyrir þeirri miklu spennu, sem verið hefur i þjóðfélag- inu, hefur verið hömluleysi i útgjaldaáformum. Þetta hömluleysi er ekki nýtilkomið. Það hófst þegar við valdatöku rikisstjórnar ólafs Jóhannessonar, en sú rikisstjórn hafði það fram yfir allar aðrar rikisstjórnir á Islandi, að hún tók við digrum sjóðum og hafði úr miklu að spila. Og hún var ekki lengi að hefja útaustur fjármuna — skefja-og skipulagslaust. Henni tókst að vinna það afrek — ef afrek skyldi kalla — að tæma svo til aila sjóði landsmanna þrátt fyrir eindæma góðæri unz svo var komið, að þegar erfiðleikar steðjuðu að, þá átti þjóðin ekkert nema skuldir. Rikisstjórnólafs Jóhannessonar gaf þvi tóninn, sem rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar hefur dansað eftir fram til þessa. Núverandi rikis- stjórn hefur að visu ekki verið jafn stórtæk i útaustri fjármuna og fyrrverandi rikisstjórn — en skýringin á þvi er aðeins sú, að hún fékk ekki jafn mikið fé til þess að eyða, þvi hún tók við tóm- um sjóðum.Þess i stað hefur eyðslusemi núver- andi rikisstjórnar byggst á slætti erlendra og innlendra eyðslulána og yfirdrætti i Seðlabank- anum. Er nú svo komið, að skuldir þjóðarinnar erlendis hafa þrefaldazt á fjórum árum og er þvi spáð, að eftir 3—4 ár muni þjóðin þurfa að nota u.þ.b. fimmtung gjaldeyristekna sinna til þess að standa straum af vöxtum og afborgunum þessara lána, eins og Gylfi Þ. Gislason benti á i ræðu sinni i útvarpinu s.l. fimmtudagskvöld. Islenzka þjóðin er sem sé sokkin upp undir hendur i skuldafen og nú er svo komið, að lánstraust þjóðarinnar erlendis er þvi sem næst þrotið svo aðeins af þeim sökum neyðist rikisstjórnin nú til þess að stinga við fótum. I stað þess að draga smám saman úr ferðinni benda ýmsar likur til þess, að ytri að- stæður kref jist þess eins og komið er, að nú verði að snögghemla til þess að lenda ekki utan vegar. I ofboði miklu er nú rokið til við að toga i hemilinn — og þvi miður bera flestar samdráttarráðagerð- ir rikisstjórnarinnar vott um, að i þær sé ráðizt af ofboði og örvæntingu, en ekki af ihygli og útsjónarsemi. Þannig á t.d. að framkvæma u.þ.b. helming af niðurskurði útgjalda i fjárlagafrum- varpinu með þvi að klipa 2000 milljónir króna af sjúkra- og lifeyristryggingum án þess að svo mikið sem stakt orð sé sagt um, hvernig það eigi að gera. A sama tima og þetta er boðað er hins vegar haldið áfram með litt nauðsynlegar eða ónauðsynsynlegar risaframkvæmdir fyrir þúsundir milljóna króna, s.s. eins og Kröfluævin- týrið þar sem stjórnendur jafnvel neita að gefa nokkrar upplýsingar um kostnað og aðrar fjár- reiður. Hafi ráðherrarnir verið búnir að fá sina rauðu blýanta frá Verzlunarráðinu þegar Alþingi kom saman, þá hafa þeir beitt þeim hugsunar- laust og i blindni eins og óvita börn. Fimmtudagur 30. október 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.