Alþýðublaðið - 30.10.1975, Síða 8
HORNID s(mi 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins, Síðumúla 11, Reykjavík
Bridge
Gleymdust smákonurnar?
Undrandi faðir hafði samband
við Homið:
Kannski er ég að bera i bakka-
fullan lækinn, með þvi að minnast
meira á þetta blessaða kvennafri,
eða kvennaverkfall, eða hvað
menn vilja kalla þennan baráttu-
dag kvenna, s.l. föstudag. En ég
get ekki á mér setið.
Þannig er mál með vexti, að ég
á 11 ára gamla dóttur, sem titaf
fyrir sig er ekki i frásögur fær-
andi. Nema hvað, að þessi dóttir
min er forkur duglegur, eins og
reyndar flestar kynsystur henn-
ar, þó eldri séu.
Sú stutta byrjaði að bera út eitt
morgunblaðanna, snemma i vor
og hefur staðið sig með miklum
ágætum þó ég segi sjálfur frá,
enda ekki fengið eina einustu
kvörtun á sig frá upphafi.
Að sjálfsögðu var mikið rætt
um kvennafriið og allt það stúss á
okkar heimili, rétt eins og öðrum
og einnig að sjálfsögðu tók móðir
hennar sér fri frá öllum störfum
þennan dag, sem ekki var nema
sjálfsagt. En ein var það sem ekki
tók sér fri, og það var dóttir min.
Ég stakk uppá þvi við hana, að
hún einfaldlega skyldi ekki bera
blað út fyrr en á laugardag, en sú
stutta mátti ekki heyra það nefnt,
auk þess sem hún sagði, að ef
blaöburðarstelpur ættu að eiga
fri, þá hlytu dreifingarstjórar
blaðanna að gera þeim viðvart.
En þar sem ekkert slikt signal
kom frá þeim ágætu mönnum,
bar þessi smákona út sin blöð og
ekkert með það.
Þvl vildi ég spyrja: Var þetta
frl ekki kvennafrl? Var ætlazt til
að þetta fri færi eftir einhverjum
aldurstakmörkum, eða starfs-
stéttum? Mér kom þessi ráðstöf-
un blaðanna spánskt fyrir sjónir,
vegna þess að ég var búinn að
lesa I flestum blöðum, hrós rit-
stjóra og fréttamanna til þessara
baráttukvenna og yfirlýsingar
um fullan stuðning.
Nei, góðir hálsar, staðreyndin
er sú, að smáfólkið vill oft
gleymast og verða eftir úti i
kuldanum, þegar aðrir fara inn
og ylja sér við arineldinn. Þessu
verðum við að breyta og það
fljótt.
Kveðja til
Halldórs á
Kirkjubóli
Orðsending til Halldórs á Kirkju-
bóli
Halldór minn!
Til er ágæt bók, sem mun vera á
vegum Alþingis. Hana skaltu út-
vega þér og lesa vandlega. Þar er
greint frá nefndarstörfum opin-
berra starfsmanna, m.a. ráðu-
neytisstjóra, sem hafa verið skip-
aðir i — eigum við ekki að segja
fullt starf, án þess að nefndar-
störf væru undirskilin. Getur
jafnvel þú ekki skilið, að séu þess-
ir menn kafhlaðnir nefndarstörf-
um, sé sú hætta þvi samfara, að
aðalstörfin — lifsuppeldið, gjaldi
þess i einhverju? Ef þú heldur, að
það séu „málefnalegar umræð-
ur’’ að búa sér til misskilning og
leggja út af honum, er þér mál, að
endurskoða þá hugmynd. Hrein-
skilnislega sagt llt ég svo á, að
mönnum sem slikt iðka, sé naum-
ast trúandi til að losa næturgagn
svo skammlaust sé, hvað þá
meirá, og hefur það ekki verið
talið til vandasamari verka á
landi hér, hingað til.
Vinsamlegast
Oddur A. Sigurjónsson.
Þyrmið há-
hyrning-
unum
Dýravinur skrifar til Hornsins
eftirfarandi bréf:
Hörmulegt er að lesa fréttir
blaðanna, þessa dagana, af svo-
kölluðum háhyrningsveiðum, eða
háhyrningsföngun. Mér væri nær
að halda, að kalla ætti þessar að-
farir sumra sjómanna, háhyrn-
ingskvalir. Mér finnst eins og þeir
geri meira af þvi að kvelja dýrin,
en að fanga þau með sómasam-
legum hætti.
Nú siðast I gær (29. okt.) les
maður um það I blöðunum, að
orðið hafi að aflifa háhyrning,
sem komið var með að landi i
Höfn, Hornafirði. Svo mikið
skaddaðist dýrið við slæma og
fruntalega meðferð mannanna,
að ekkert ráð var vænna, en að
aflifa dýrið. Og sennilega hefði
átt að gera það strax, þvi talsvert
langur tlmi leið, frá þvi komið var
með skepnuna að landi og þangað
til dýralæknir var fenginn til að
skoða það og úrskurða dauða-
dóminn.
En ég vildi spyrja að einu:
Hvar eru nú okkar rómuðu dýra-
verndunarsamtök? Ekkert hefur
heyrzt frá þeim félagsskap um
meðferð þessara skepna. Ef ég
man rétt, þá er þetta annar há-
hyrningurinn sem drepst I hönd-
um manna á stuttum tima, hinn
fyrri kafnaði i neti i Vestmanna-
eyjahöfn fyrir fáum dögum.
Ný spennandi framhaldssaga
Enn sorglegra er til þess að
vita, að gerðir manna þeirra sem
hér eru að verki, virðast ráðast af
einskærri peningagræðgi. Þessi
fransmaður sem hér er og hefur
reynt að fanga lifandi háhyrning,
hefur sem kunnugt er heitið tals-
verðri peningaupphæð, sem
greiðslu fyrir lifandi háhyrning.
Svona i lokin, mætti kannski
koma með ábendingu um það,
hvort ekki sé timabært fyrir við-
komandi aðila, að halda nám-
skeið fyrir bátasjómenn I með-
ferð háhyrninga, svo þessi
sorgarleikur endurtaki sig ekki á
næstu vertið.
Og loks:
Auk þess mun Arnþór Jónsson,
sem veitir nýja félagsheimilinu i
Sigöldu forstöðu, koma fram með
bassagftar sinn og sýna listir sínar
í minningu Elvis Preslev. n
Morgunblaðið
Aðstoð frá andstæðing-
um.
Spilið i dag sýnir, hvernig
glöggur spilamaður getur neytt
andstæðinga sina til að spila út
sér i hag, þó ekki sé um kast-
þröng að ræða.
* G 10 5
¥ A 10 3 2
* K D 7
* D72
* D7 3 4AK864
¥ D 7 6 y 4
* 10 643 4G85
* 10 63 .+ K854
A ~9 2
y K J 9 8 5
+ A 9 2
* A G 9
Sagnirnar gengu:
Austur Suður Vestur Norður
lspaði dobl Pass 2spaðar
Pass 3 hjörtu Pass 4hjörtu
Pass Pass Pass
Dobl. Suðurs segir frá opnunar-
styrk, en lætur annars i vald
Norðurs hvað gera skuli.
Tveggja sögn Norðurs i spaða
þýðir: Ég á sterka undirtekt,
segðu mér frekar frá, hvað þú
kýst. Eftir þetta er game-sögn i
hjarta auðveld. Vestur sló út
spaðaþristi og Austur tók á ás
og kóng og spilaði þriðja
spaðanum, sem sagnhafi tók á
tromp heima. Hann spilaði nú
smáhjarta og tók á ásinn i borði
og spilaði aftur hjarta á
kónginn. Legan kom nú i ljós.
Nú mátti sagnhafi ekki tapa
fleiri slögum en hinum
óhjákvæmilega trompslag.
Hann ályktaði nú svo: Liggi
laufakóngur I Vestri, er spilið
glatað, en liggi hann i Austri er
enn von, sem byggist á þvi að
Vestur eigi fjóra tigla, þvi ef
kóngur og tia i laufi liggja i
Austri kostar það að svina
tvisvar, til að bjarga spilinu i
höfn. Sagnhafi spilaði niu tigli
þrisvar ogvar inni á hendi siðast
og sló þá út trompgosa. Vestur
fékk slaginn, og nú var hann
mát. Ef hann spilaði tigultiu
yrði hún trompuð i blindum og
laufaniu kastað af hendi. Ef
hann spilaði laufi tæki sagnhafi
á niuna, eða gosann, væri tiunni
spilað út, átti innkomu i blind á
trompioggæti svinað aftur
gegnum laufakóng Austurs og
þannig unnið sögnina.A
— Ég á að aðstoða við uppskurð á legi á morgun, skaut
dr. Jordan inn i samalið.
Berg virtist undrandi. — Þér eruð svei mér önnum kaf-
inn. Þér fáið stjörnu fyrir hjá foringjanum. Metnaðar-
girnd?
— Auðvitað vilja allir forframast og ég ætla ekki að
sitja hér án þess að hafast eitthvað aö.
— Langar yður ekkert til að skemmta yður? spurði
Helmut Berg dálítið vonsvikinn.
— Ekkert sérstaklega.
— Það er krökkt af sætum stelpum hér, sagði Berg.
Jan Jordan bandaði frá sér með hendinni.
— Hafið þér orðið fyrir vonbrigðum I ástum?
— Ég er kannski ekki einn þeirra, sem alltaf verða fyrir
vonbrigðum, hugsaði Jan, en ég ætlast vist til of mikils.
Það leit út fyrir, að dr. Berg læsi hugsanir hans.
— Of vandlátur eða.aðeins hrifinn af einni gerð? spurði
hann.
— Ég hugsa fyrst og fremst um vinnuna, fór Jan undan I
flæmingi.
— Já, en menn eiga ekki heldur að neita sér um lifs-
nautnirnar, sagði Berg. — En nú fer ég. Við eigum lika
uppskurð snemma I fyrramálið og dr. Falk er ekki slður
kröfuharður en foringinn. En þeir eru báöir ágætir og eiga
fyrsta flokks konur. Já, ef maður væri nú svo heppinn!
Jæja, sé maður það ekki nú, getur maður orðið það. Góða
nótt.
— Góða nótt.
Jan var feginn að fá að vera einn. Það var vel gert af
samstarfsmanni hans að hugsa til hans og færa honum
mat, en það var dálitið erfitt fyrir þreyttan mann að um-
gangast Helmut Berg.
Jan svaf vært alla nóttina og hann var vaknaður, þegar
vekjaraklukkan hringdi.
— Hann er iðinn, sá nýi, sagði systir Ulla. — Hann er
stundvísari en dr. Denner.
— Hann býr skammt héðan og er ókvæntur, sagði systir
Anna. — Hann þarf ekki að kveðja neinn á morgnana. Ég
verð fegin, þegar Vivi eignast barnið.
Vivi Donner hafði verið hjúkrunarkona á Berling-spltal-
anum. Hún hafði hætt að vinna fyrir nokkrum vikum.
Systir Ulla hafði tekið við af henni. Hún var ung og rösk
og hafði þegar sannað dugnað sinn. Húnkom ekki frá góðu
heimili og stundum virtist hún hvassyrt og frek, en systir
Anna skildi, að það var aðeins vörn hennar gegn umheim-
inum. Þetta hafði vakið móðurtilfinningar hennar, þvl að
hún skildi, að þessi framkoma ungu stúlkunnar var aðeins
sjálfsvörn.
— Það lftur illa út með frú Sörensen, sagöi Ulla. — Hún
er vist búin að kveðja lifið. Guð forði mér frá þessum sjúk-
dómi. Ég myndi líka verða hálfgeggjuð.
— Þetta fer allt vel, sagði Anna til að lífga þær upp. —
Það er að visu erfitt og alltaf geta menn átt von á ein-
hverjum hliðarverkunum, en fyrst yfirlæknirinn ætlar
sjálfur að skera hana upp er það það eina rétta.
Yfirlæknirinn var að reyna að hrista þreytuna af sér.
Hann hafði vakaö lengur en hann ætlaði sér, en þau höfðu
skemmtsérsvo vel, að tíminnhafði liðiðhratt.
Systir hans Bea og maður hennar, Axel Lassow hæsta-^
réttamálaflutningsmaður, höfðu verið I ljómandi skapi og"
það var ekki einkennilegt þvi að Bea var nýbúin aö vinna
stóra vinninginn i happdrættinu.
Þó að þau væru ekki I neinum efnahagsvandræðum var
alltaf gott að fá einhverja viðbót og þau höfðu ákveðið að
fara i langt ferðalag með börnin.
Heppni I spilum og heppni I ástum, eða réttara sagt I
hjónabandi — hvað vildu menn meira? Axel og Bea voru
komin yfir erfiðleikana. Þau rifust ekki lengur, ekki einu
sinni, þegar Axel var lögfræðingur ungrar og þokkafullrar
konu. Bea tók þvi með ró, sem enginn hefði trúað, sem
þekkti hana.
Um þetta var Stefan Holl að hugsa, þegar hann fór á
skurðstofuna.
— Hvernig gengur? spurði hann systur önnu, sem færði
hann i hanzkana.
— Allt er tilbúið, sagði hún. — Ný maðurinn er á slnúm
stað.
— Aðlaðandi náungi, sagði hann. — Erum við ánægð?
— Já!
— Gott, ég hef nefnilega trú á yður sem mannþekkjara,
systir Anna.
— Það litur út fyrir það, sagði hún brosandi.
Skömmu siðar brosti hún ekki. Þau höfðu gert ráð fyrir
þvi, að aðgerðin yrði erfið, en ekki búizt við hjartakasti.
Þetta var barátta við dauðann. Þegar dr. Holl fór af
skurðstofunni, vonlitinn, var hann jafn örmagna og
hjúkrunarkonurnar og aðstoðarlæknirinn.
— Ég held, að ég hefði gefizt upp, sagöi dr. Jordan við
dr. Donner.
AÐSTOÐAR-
LÆKNIRINN
— Ekki ef þér hefðuð reynslu yfirlæknisins. Hann gefst
aldrei upp.
Þessi fáu orð lýstu hrifningu hans á dr. Holl. Skömmu
seinna sagði hann: — En hann er ekki aðeins frábær
skurðlæknir. Hann er frábær manneskju. Við erum heppn
ir.
Jan Jordan fannst hann vera heppinn. Hannn hafði i
aðeins verið hér fáeinar klukkustundir, en honum fannst
hann eiga heima þar. Hann fékk að vera með I öllu, sem
gerðist og enginn leit á hann sem óviðkomandi. Hann hafði
staðið i stykkinu. Eldraunin var búin.
— Farðu nú ekki að skjóta þig i honum, sagði systir
Belle.
— Ég get séð um mig. Svo væri það vonlaust.
— Svona ung og þó svo vitur, sagði systir Anna stríöms-
lega. «- En unglingurinn er þá spekingur.
— Annars hefði ég aldrei farið að vinna á kvensjúk-
dómadeild, þar sem engan karlmann er að sjá, svaraði
systir Ulla að bragði.
Það voru fleiri karlar en konur á handlækningadeildinni
hjá dr. Falk.
Streitan sagði æ meira til sln. Það voru ekki aðeins
kransæðastifluköstin, heldur margt annað. Of góður og
mikill matur og vaxandi vinnautn gerðu sitt til að eyði-
o
Aiþýðublaðiö
Fimmtudagur 30. október 1975.
Eftir Katrin Kastell — Einkaréttur: Bastei Verlag,-