Alþýðublaðið - 30.10.1975, Side 12

Alþýðublaðið - 30.10.1975, Side 12
alþýðu Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni j Sigtryggsson. Auglýsingar og af- igreiðsla: Hverfisgötu 10 — simar j 14900 og 14906. Prentun: Blaða- • prent hf. Askriftarverð kr. 800.- á mánuði. Verð í lausasöiu kr. 40.-. KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 laugardaga til kl. 12 SENDIBIL ASÍÓDIN Hf — Veðrið------- I dag mun að likindum herða nokkuð á austan- áttinni og jafnframt hlýna nokkuð frá þvi sem var i gær. Ekki eigum við aö fara á mis við rigning- una frekar en vanalega. Haustveðrið mun sem sagt halda velli áfram. Gá tan VC/<K tzbf/K MDfí. g Þopsrt'/rtssatf' LJTLIT %ll CJ1!QK > 5 0P6W > flr fítd/ Rfísum BFT/fí QÖK GfiLL fífí L b/ER/R 1 /nOLfi 5ykuR RfiUF l II HLVJF FUOL + 2EUVS £//V-S f ► L ur/b v/P/ n-1 — /nm m S/ífí MEGUM VIÐ KYNNA Jón Baldvin Hannibalsson er fæddur i Alþýðuhúsinu á Isa- firði, 21/2 1938. Þar ólst Jón upp allt til tólf ára aldurs, en á sumrin var hann i sveit á ögri i Djúpinu, og var hann, ásamt Jóni Sigurðs- syni, forstöðumanni Þjóðhags- stofnunarinnar, kúarektor stað- arins. Jón er sonur Hannibals Valdimarssonar og Sólveigar Ölafsdóttur. Jón er kvæntur Bryndisi Schram, og eiga þau hjónin fjögur börn, þrjár stelpur og einn strák. „Aldis er elzt systkinanna 16 ára gömul, hún stundaði nám fyrst á ísafirði, en þar sem ég og Bryndis kenndu henni bæði, þá flúði hún til Reykjavikur, og fór i Hamrahliðaskólann, en það kalla ég þá stofnun. Strákurinn sem heitir Glúmur, dreymir um að verða knattspyrnuhetja, það hef- ur hann úr móðurættinni. Yngstu telpurnar eru Snæfriður sjö ára, og Kolfinna fimm ára”. ,,Ég lauk stúdentsprófi frá M.R. árið 1958, og fór þaðan til Edinborgarháskóla, og lagði stund á hagfræði og skyldar greinar, og siðan stundaði ég nám i vinnumarkaðshagfræði við há- skólann i Stokkhólmi”. Er við spurðum Jón um áhugamál hans og tómstundaiðju, sagði hann: ,,Ég stunda bæði blak og badminton þrisvar i viku, undir handleiðslu þjálfara mins, Guðmundar ölafssonar, en þó að ég sé Isfirðingur, þá stunda ég skiðaiþróttina meira af vilja en mætti. En helztu áhugamál min eru stjórnmál, og einnig hef ég mikil afskipti af bæjarstjórnar- málum^en ég var kosinn i bæjar- stjórn Isafjarðar árið 1971, og er ég núna forseti hennar. Að end- ingu sagði Jón Baldvin Hannibalsson: ,,Að lokum iegg ég til að þeir fjölmörgu flóttamenn frá Vestfjörðum, snúi aftur til heimkynnasinna, þar sem ekki er vafi á þvi að gjaldeyrissjóður Is- lendinga myndi íyllast á ný.” HEYRT, SEÐ SÉÐ: 1 nýútkomnu timariti verk- fræðingafélags Islands, að ekki er til byggingarstaðall um notkun bindijárns i steinsteypu, en skort- ur á járnbindingu er að sögn ein aðal orsök sprungumyndana i steinhúsum. SÉD: 1 skýrslu Bandalags skáta að heildarfjöldi skráðra félaga i skátafélögum á landinu er 5957. SÉÐ: Rikisstjórnin hefur ákveðið að hinn óvinsæli flugvallaskattur skuli innheimtur áfram á næsta ári þrátt fyrir fyrirheit um hið gagnstæða. Skattur þessi kemur ekki sizt niður á iþróttahreyfing- unni. T.d. þarf 25 manna fþrótta- flokkur, sem fer milli Akureyrar og Reykjavikur til að keppa i ein- um leik, að greiða 17.500 krónur i flugvallaskatt, og færi samskonar hópur til Norðurlandanna, greiddi hann 62.500 i flugvalla- skatt samkvæmt útreikningum Iþróttablaðsins. SÉÐ: I verzlun gullsmiðs i Rvk. i gær — rússneskir sjómenn sem vantaði bráðnauðsynlega skilding, buðu gullsmiði gift- ingarhringi sina til sölu. Að sögn gullsmiða er þetta alvanalegt þegar austantjaldsskip eru hér i höfnum, þvi skotsilfur fá sjó- mennirnir ekkert en margt freist- andi i verzlunum auðvaldsrikj- anna. TEKIÐ EFTIR: Að i leiðara Tim- ansi gær ersagt aðannað tveggja sé fyrir hendi, lifskjaraskerðing ellegar gjaldþrot rikisins. For- sætisráðherra sagði hins vegar á dögunum að nú yrðu menn að sætta sig við óbreytt lifskjör. Atti hann e.t.v. við óbreyttan stöðug- leika lifskjaraskerðingar? OG HLERAÐ HEYRT: Sagan af togarasjó- manninum, sem brá sér á dögun- um til Majorka. Sem væri ekki i frásögur færandi og hefði ef til vill aldrei orðið, ef ekki hefði komið til verkfallið nýafstaðna. Þvi þá sigldu togararnir inn, en þvi átti vinur vor ekki von á, og var þvi þar af leiðandi allsendis óviðbúinn að konan hans tæki á móti togaranum þegar flotinn sigldi inn i fyrri viku. FRÉTT: Að á fyrsta alþjóðaþingi Au-pair stúlkna, sem að sjálf- sögðu er haldið i Englandi og stendur yfir þessa dagana, sé nú krafizt kaup- og kjaratryggingar fyrir stúlkur, sem hingað til hafa of mikið verið notaðar sem ódýr vinnukraftur á „betri” heimilum I Englandi. Meðal krafna eru: Einn fridag i viku, 7 sterlings- pund (kr. 2500) i kaup á viku og að vera ekki látnar vinna erfiðustu heimilisstörfin. ER ÞAD SATT: Að hinir tveir þeldökku körfuknattleiksmenn, sem hingað hafi verið fengnir fái misjafnlega bliðar móttökur ým- issa islenzkra leikmanna — og svo langt gangi að hnútur fljúgi og jafnvel svivirðingar um hör- undslit þeirra meðan á leikjum stendur? ÖRVAR HEFUR ORÐIÐt^l Litlu verður Vöggur feginn. Samkvæmt frá- sögn a.þ. i „A viðavangi” I Timanum i gær virðist menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, telja sér það mjög til gildis, að íslendingar verji mun minna hlutfalli af þjóðarframleiðslu til menntamála en Norð- menn. Leggur a.þ. mikla áherzlu á þennan hag- stæða (sic) samanburð i fyrirsögn, birtir mynd af menntamálaráðherra og hefur eftir honum með augsýnil. ánægju, að þeg ar Norðmenn verja 5,90% af þjóðarframleiðslu sinni til menntamála verðu Islendingar i sama skyni ekki nema 4.30% af sinni þjóðar- framleiðslu. Þykja a.þ. þetta harla merkar og á- nægjulegar fréttir og má vart á milli sjá af frásögn hans hvor sé ánægðari — a.þ. eða menntamálaráð- herra. örvar minnist þess, að um 1970 var birt i Alþýðu- blaðinu grein eftir þáver- andi menntamálaráð- herra, Gylfa Þ. Gislason, þar sem hann rakti þró- unina i menntamálum á þeim tima, sem hann hafði farið með stjórn þeirra mála. Með þessari grein fylgdi m.a. tafla, sem sýndi i hlutfalli af þjóðartekjum hvert framlagið hefði verið til menntamála árlega yfir talsvert langt timabil og voru til samanburðar samsvarandi tölur fyrir lönd i Evrópu og Ameriku — en framlög til mennta- mála þannig mæld eru al- mennt viðurkennd sem glögg visbending um, hver staðan sé i mennta- málum hverrar þjóðar. örvar man ekki ná- kvæmlega hvert þetta hlutfall var orðið við lok 7. áratugsins — hann minnir, að þá hafi tslend- ingar verið farnir að verja eitthvað yfir 5% af þjóðarframleiðslu sinni til menntamála — en hitt man örvar, að saman- burður þessisýndi það, að við upphaf þess tima, sem Alþýðuflokkurinn tók við stjórn menntamála á ts- landi, var framlagið til menntamála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eitt það lægsta i Evrópu, en um það bil sem Alþýðu- flokkurinn lét af stjórn þeirra mála, voru íslend- ingar orðnir þriðju eða fjórðu i röðinni — að ofan. Aiþýðuflokkurinn taldi það sér til gildis að hafa stuðlað að slikri þróun. Timinaa.m.k. hann a.þ. — virðist hins vegar telja Vilhjálmi Hjálmarssyni þaðtil gildisaö hafa snúið henni við. Það gildir þvi um þetta hið fornkveðna, að hver hefur sinn smekk. En gaman væri, ef a.þ. fengi upplýsingar hjá menntamálaráðherra um, hver þessi þróun i framlögum til mennta- mála hefur oröið siðan Alþýðuflokkurinn lét af stjórn menntamála og birti sambærilegar tölur frá öðrum löndum. Tim- anum hlýtur að vera sér- lega ljúft að gera slikt, eins ánægður og hann er með það, að Islendingar skuli vera miklir eftirbát- ar Norðmanna PIMM á förnum vegi Sættir þú þig við kjaraskerðingu? Gunnlaugur Vilhjáimsson, stöðumælavörður: Nei, ég er ekki sammála henni, mér finnst eins og það sé farið aftan að hlutunum, að allt hækki nema kaupið. Þorgrímur Þorgrimsson, verzl- unarmaður: Já það finnst mér, ef hún er nauðsynleg. Ef hún er kölluð yfir okkur, þá verðum við öll að fórna einhverju. Edda Hákonardóttir, vinnur fyrir farinu út: Ég er að flytja til útlanda, og nenni ekki að svara þessari spurningu. Ég hugsa ekki um þessa hluti. ivar Asgeirsson, nemi: Nei, það geri ég ekki, þar sem ég vonast til að fá námslán næsta ár, og legg ég til að stjórnin segi af sér. Kristbjörg Sigurðardóttir, hús- móðir: Ja, þegar ég hugsa um það hvað við höfum það gott, þá geri ég það ef það er til ein- hverra bóta fyrir þjóðfélagið.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.