Alþýðublaðið - 31.10.1975, Side 9
I
Útlitið ekki gott hjá Englendingum
eftir tapið gegn Tékkum í gær
Englendingar fóru enga
frægðarför til Tékkoslóvakiu, þar
sem þeir léku næst siðasta leik
sinn í 1. riðli Evrópukeppni lands-
liða. Fyrst varð að fresta leiknum
vegna þoku eins og blaðið hefur
þegar sagt frá, og svo þegar leik-
urinn var loks leikinn, töpuðu
Englendingarnir 2:1.
Southampton leikmaðurinn
snjalli Mike Channon tók forystu
fyrir Englendinga strax um
miðjan fyrri hálfleik, en Z.
Deneknehode jafnaði fyrir
heimaliðið rétt fyrir hálfleik með
glæsilegum skalla. Strax á 2.
minútu siðari hálfleiks tóku
Tékkarnir svo forystuna, og nú
var það Peter Gallis, sem
skoraði, einnig með skalla. Þetta
tap er mikið áfall fyrir fram-
kv æ m darstjóra enska
landsliðsins Don Revie, og enska
knattspyrnu, þvi nú eru þeir i
stórri hættu á að komast ekki i 8.
Mike Channon gerði eina
mark Englands i 2:1 tapi fyrir
Tékkum i Bratislava i gær.
liða úrslit Evrópukeppni lands-
liða, eins og þeir gerðu sér góðar
vonir um. England á nú aðeins
einn leik eftir i riðlinum gegn
Portúgal i Lissabon 19. nóv.
Tékkar, sem eru einu stigi á
eftir Englendingum eiga hins
vegar tvo leiki eftir, báða á úti-
velli, gegn Kýpur og Portúgal.
Staðan i riðlinum er annars þessi:
Engl. 5 3 11 10/2 7
Tékkósl. 4 3 0 1 11:4 6
Portúg. 3 111 2:5 3
Kýpur 4 0 0 4 0:12 0
Leikirnir sem eftir eru:
12/11 1975
Portúgal-Tékkóslóvakia
19/11 1975 Portúgai-England
23/11 1975 Kýpur-Tékkóslóvakia
3/12 1975 Portúgal- Kýpur.
Ármann tapaði fyrir finnska
körfuknattleiksliðinu Playboys í
Evrópukeppni bikarhafa í gær -
kvöldi 65:88. Betri hittni og meiri
stærðarmunur var lykillinn að
sigri Finnana. Jimmy Rogers var
stigahæstur Ármenninga en
Ronnie Canon hjá Finnum
Luton selur Alston
Luton Town seldi á jniðviku-
dagskvöldið Ástraliumanninn
Adrian Alston tii Cardiff City.
Alston þessi var einn besti leik-
maður Astraliu i heims-
meistarakeppninni i V-Þýzka-
landi 1974. Eftir keppnina voru
mörg fræg lið á Bretlandseyjum
á höttum eftir honum, en Luton
bauð bezt og þangað fór hann.
Hann var með markahæstu
mönnum Luton i 1. deildinni
ensku i fyrra, en þá lek Luton i
1. deild eins og menn muna. 1
vetur hefur honum hins vegar
ekki vegnað eins vel með
félaginu og þvi ákvað það að
selja þennan skemmtilega leik-
mánn til Cardiff. Hann mun þvi
leika undir stjórn velska lands-
liðsmannsins fræga, Mike Eng-
land, en hann gerðist fyrirliði
hjá Cardiff eftir að hann fór frá
Tottenhm. Ekki veitir vist af að
hressa upp á þetta gamla fræga
lið, en þeir hafa verið i miklum
öldudal að undanförnu. Til
gaman má geta þess að Cardiff
er eina félagsliðið utan Eng-
lands, sem unnið hefur ensku
bikarkeppnina.
FH-ingar voru of svifaseini
Eins cg sagt var frá i blaðinu i
gær vann Vikingur FH i 1.
deildarkeppninni i handknattleik
24:19. Vikingarnir tóku leikinn i
sinar hendur, þegar i upphafiog
skoruðu hvert markið á fætur
öðru, fram hjá þunglamalegri og
silalegri vörn Hafnarfjarðar-
liðsins. Þannig mátti sjá tölur
eins og 7:3, 9:4, en staðan i hálf-
leik var 13:7 Vikingum i vil.
Byrjun siðari hálfleiks var svipuð
og sá fyrri hafði endað.
Vikingarnir juku jafnt og þétt for-
skot sitt i leiknum. Þegar staðan
var orðin 16:8, tóku FH-ingar til
þess bragðs að taka Viggó Sig-
urðsson og Pál Björgvinsson úr
umferð. Við þessa ráðstöfun kom
mikið fát og fum á sóknarleik
Vikinga, með þeim afleiðingum,
að FH-ingum tókst að minnka
muninn jafnt og þétt. Þegar 8
minútur voru eftir að leiktiman-
um var staðan 20:16, en Vikingar
tóku sig saman i andlitinu það,
sem eftir var, og gerðu 4 mörk
gegn 3, þannig að leiknum lauk
með 5 marka sigri Vikinga, eins
og fyrr segir, 24:19.
Víkingar eiga sannarlega hrós
skilið fyrir leik sinn, þvi þeir léku
hraðan og skemmtilegan hand-
knattleik. Þannig gerðu þeir 10
Dómaranámskeið
Frjálsiþróttasamband islands
hefur ákveðið að efna til dómara-
námskeiðs i kastgreinum. Nám
skeiðið fer fram i 1R húsinu við
Túngötu og hefst mánudags-
kvöldið 3. nóvember ki. 20.30.
Væntanlegir þátttakendur eru
beðnir að skrá sig á skrifstofu 1S1,
en siminn þar er 83377. Skráningu
lýkur fyrir mánudagskvöldið.
Aðalfundur
Aðalfundur Knattspyrnuráðs
Reykjavikur verður haldinn i
ráðstefnusal Hótels Loftleiða á
morgun laugardaginn 1. nóv og
hefst kl. 13.30.
X
Bikarkeppni KKI
Frestur til þátttökutiÍKynningu
fyrir bikarkeppni Körfuknatt-
leikssambands íslands rennur út
laugardaginn 1. nóvember. Þau
félög, sem enn hafa ekki tilkynnt
þátttöku sina er bent á að gera
það sem fyrst.
KKÍ hyggst ganga fyrir dóm-
aranámskeiði fyrir körfuknatt-
leik. Hörður Tulinius og Kristján
Albertsson munu leiðbeina. Nám-
skeiðið fer fram i KR-húsinu á
morgun.
r gegn fljótum
mörk úr hraðaupphlaupum, Vörn
liðsins var einnig mjög góð og
Rósmundur varði vel i leiknum.
Þá er komið að FH-liðinu. Langt
er siðan maður hefur séð
FH-ingana jafn lélega og iár.
Greinilegt er að hinir reyndari
leikmenn iiðsins hafa ekki fylgt
þeiri öru þróun varnaraðferða,
sem átt hefur sér stað i hand-
knattleik siðustu ár. Þeir eru
þunglamalegir i vörn,gamli skot-
krafturinn að mestu horfinn og
engir ungir leikmenn virðast geta
fylltskarð Viðars og Geirs. Mark-
verðirnir Birgir og Hjalti verja
litið, enda gerirvörnin litið til að
Víkingum
aðstoða þá. Já, það er greinilegt
að FH er að fara i gegnum
öldudal, og getur hann staðið
nokkuð lengi yfir, ef ekki koma
neinar nýjar langskyttur i liðið.
Flest mörk Vikinga i leiknum
gerði Stefán Halldórsson 7, Viggó
6, en Þórarinn var markhæstur
hjá FH með 6 mörk.
Óskar Guðmundsson hefur
leikið báða landsleiki tsiands i
badminton til þessa. Hann
verður einnig með í þeim þriðja
gegn Færeyingum i kvöld kl. 20.
i Laugardalshöllinni.
Landsleikur
Æ
Islands og
Færeyja í
badminton
er í kvöld
í kvöld fer fram
þriðji landsleikur
islendinga i badminton
i laugardalshöllinni.
Nú eru það frændur
vorir Færeyingar, sem
verða mótherjar okkar
en hinir tveir voru gegn
Finnum og Norð-
mönnum. Landsleikur-
inn hefst kl. 20. og er
ekki að efa að þeir 3000
þúsund íslendingar,
sem iðka þessa
útbreiddu iþrótt liggja
ekki á liði sinu við að
hvetja Islendingana. Á
laugardaginn verður
svo haldið opið mót i
íþróttahúsinu i
Garðarhreppi með
þátttöku Færeyinga og
allra sterkustu
. badmintonleikara
íslands.
íslendingar einir Norðurlanda-
í undankeppni OL í blaki
þjóða
Mörg stór verkefni eru fram-
undan á komandi vetri hjá is-
lenzkum blakmönnum. Fyrir-
hugaðir eru 10 landsleikir við
þjóðir af mismunandi styrk-
leika, og gerir Blaksambandið
sér vonir um að þessi ört vax-
andi iþrótt hér heima eigi eftir
að eflast og þroskast til muna i
þessu landsleikjaprógrammi.
Fyrstu landsleikirnir verða
við Englendinga laugardaginn
1. nóvember og sunnudaginn 2.
nóv. Báðir leikirnir fara fram i
Iþróttahúsi Kennaraháskóla
tslands. Fimmta og sjötta des.
n.k. verða síðan háðir landsleik-
ir við Færeyinga, en það hefur
verið ákveðið að árleg keppni
muni fara fram milli þessara
þjóða næstu fimm árin og verð-
ur keppt um veglegan bikar.
Island mun verða eina Norður-
landaþjóðin, sem taka mun þátt
i undankeppni Olympiuleik-
anna, en sú keppni verður hald-
in i Róm dagana 15.-23. janúar.
Island er þar i riðli með
Búlgariu, Austur-Þýzkalandi,
Spáni og Indónesiu. Sænskur
þjálfari mun koma um miðjan
desember og undirbúa landslið
okkar fyrir þessa keppni, en
með honum mun kona hans
einnig koma, en hún er þekkt
blakkona i sinu heimalandi.
Mun hún aðallega einbeita sér
að þjálfun kvenna. Á heimleið
frá Róm verður svo héimsókn
Englendinga endurgoldin og
leikinn einn landsleikur við þá.
Blak er með vinsælustu
iþróttagreinum i heiminum og
er það álit forystumanna blak-
mála að þess verði eigi langt að
biða unz blak fari að skipa sér
jafn háan sess i islenzku iþrótta-
lifi eins og t.d. knattspyrna og
handknattleikur, eins og gerist
úti i hinum stóra heimi. Það er
staðreynd að siðan Blaksam-
bandið var stofnað árið 1972,
hefur iþróttin vaxið hröðum
skrefum. Flestir af forystu-
mönnum blaks eru menntaðir
iþróttakennarar. Fyrir tilstilli
þessara manna hefur Iþrótta-
kennarafélag Islands gengizt
fyrir þvi að gefa út blað sem
sent er til allra iþróttakennara-
skólanema. Blað þetta kemur út
á 2 til 3 mánaða fresti. 1 riti
þessu er ýmiss konar fróðleikur
um uppbyggingu mismunandi
iþrótta. Nú hefur útgáfustjórn
þessa blaðs undir forystu
Ingvars Þóroddssonar, en hann
er ritstjóri blaðsins ákveðið að
safna áskrifendum fyrir blað
þetta gegn vægu gjaldi þvi rit-
stjórninni er það mikið i mun
lagt að blað þetta komist til
flestra þeirra sem áhuga hafa á
iþróttum. Þegar hafa verið gef-
in út nálægt 70 tölublöð og fá
þeir sem gerast áksrifendur að
þessu blaði i dag öll þau blöð,
sem gefin hafa verið út til þessa,
gjaldlaust. 1 tölublöðum þessum
eru margar fróðlegar greinar,
sem eflaust vekja fólk með
-- - 00 ^ 1
Treir markveröir, marglr boltar.
Tvelr fastir menn. Breyta má
stööu föstu mannanna, braut bolta,^
og skotlagl. Bæta má lnn mark-
veröl í þaö mark sem skotlö er á,
fyrst óvirkum, síðar vlrkum.
Tvelr markveröir, marglr boltar.
Engir fastlr menn. Breyta má út-
kastlengd, þannig aö skotmenn þurfil
aö drippla lnn aö marktelg eöa /
komast lnn á teig í þremur skrefvun.j
Bata má inn markveröl.
i þessuin blöðum, sem i.K.F.t. gefur út er margs konar fróðleikur
um iþróttir af öllu tagi. T.d. var efni þessa blaðs, sem myndin er af,
leiöbcining til þjálfara i bandknattleik eftir Hilmar Björnsson þjálf-
ara Vals i bandknattleik, en liann dvaldist um tima úti i Sviþjóð við
að kynna sér slík mál.
áhuga á iþróttum til umhugsun-
ar um iþróttamál. Þarna má
finna margar mjög fróðlegar
greinar um t.d handknattleik,
sem Hilmar Björnsson þjálfari
Vals hefur skrifað. Grein um
þjálfun i skólum eftir hinn
ágæta frjálsiþróttaþjálfara
Guðmund Þórarinsson.
Þeir sem áhuga hafa á þessu
blaði eru beðnir að snúa sér til
skrifstofu Blaksambandsins
Föstudagur 31. október 1975
Alþýðublaðið
tl
I