Alþýðublaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 1
213. TBL. - 1975 - 56. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 4. NOVEMBER Ritstjórn Siöumúla II - Simi 81866 Verkalýðshreyfingin hefur boðið samstarf, en ríkisstjórnin hefur vísað því á bug Sjá leiðara bls. 5 Þessar mvndir voru teknar i Crindavik i gærdag eftir aö veöur- olsanum liaföi linnt. A minni myndinni sjáum viö þá Svavar Aruason lorseta bæjarstjórnar og Jón Armann Héðinsson al- þingisinann Keyknesinga virða fyrir sér ástandiö á gömlu bryggjunni. A stærri myndinni sést Hrafn GK12 á strandstað i Ijörunni i Grindavik. Versta veður síðan 1925! ,,f>aö hefur ekki gert svona inikið veður hér með jafnmiklum ágangi sjávar siöan árið 1925”, sagði Vigfús Jónsson á Eyrar- bakka i simtali viö biaðiö i gær. ,,l>að má nefna það að á árunum frá aldamótum og fram til 1930 var gerður fram með fjörunni sjóvarnargarður frá ölfusárósum og austur fyrir Stokkseyri. Þessi garður hefur staðið mjög gegn á- gangi brimsins fram til þessa, en nú sópaðist hann á 2—300 metra kafla i Gamla-Hrauni, og dreifð- ist langt inn á tún. Landbrotiö er geysimikið og gatnakerfið i hluta bæjarins heyr- ir nú sögunni til, þrir bátar eru ó- nýtir, þar af tveir á botni hafnar- innar og sá þriðji uppi á grjót- garði. Saltfiskhúsið, sem var sambyggt frystihúsinu er ónýtt cnda tók úr þvi einn vegginn, og tvö önnur hús eru mjög mikið skemmd. Litlar skemmdir urðu þó, sem bctur fer á íbúðarhúsum, utan að flæddi inn i eina ibúð og svo nokkra kjallara. Mér finnst varlega áætlaö,” sagði Vigfús að lokum, ,,að tjónið ncmi allt að 150 millj. i beinu cignatjóni, en það sem mestu varöar er að ekki hlutust af mannskaðar.” Sandgerði „Flóðhæöin var geysileg og stafaði það m.a. af þvi að loft- þrýstingurinn var mjög litill, en þá hrcinlega bólgnar sjórinn upp. Þá var hér auk þess stórbrim og þcgar þctta kemur saman, þá er ekki von á góðu," sagði Kristinn Lárusson hreppsnefndarmaður i Sandgerði, er blaðamaður og Ijósmvndari Álþýöublaðsins litu við i Sandgerði i gær og leituðu frétta af afleiðingum fárviðrisins er geisaði um allt Suðvesturland i fyrrinótt. ,,Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda hvað hefbi skeð ef varnargarðurinn sem var byggður i sumar hefði ekki tekið mesta þungann af flóðbylgjunum. Ef varnargarðurinn hefði ekki verið gæti ég imyndað mér að hér hefðu orðið tugmilljóna tjón á vcrðmætum.” t Sandgerði slitnuöu 5 bátar frá bryggju um klukkan 5 i fyrrinótt, og rak þá að hinum nýbyggða varnargarði og strönduðu þeir þar. Um klukkan sjö i gærmorgun náðust fjórir þessara báta á flot, Muninn, Þorkell Arnason, Viðir II og Jón Oddur. Sá fimmti Skúmur- inn náðist á flot um klukkan 16 i gærdag. Er Alþýðublaðsmenn voru á staönum um klukkan 17 i gær var þegar farið að flæöa að, en há- flæði átti að verða um klukkan 18 og bjuggust menn þá við nokkrum skvettugangi og að jafnvel yrði ó- fært út á bryggjuna sökum sjó- gangs, en bryggjan var algjör- lega ófær i fyrrinótt langtimum saman, þar sem hún var á kafi i sjó. Einnig fór bifreiö i sjóinn fram af bryggjunni i Sandgeröi i fyrri- nótt og leitaði froskmaöur bif- reiöarinnar, scm var Comct ár- Framhald á bls. 11 NKERISKT-BREHIHOLZKT BYGGIHGARHLIfTAFÉLAG Við höfum engan beyg af ásandinu i Ni geriu og verðum á engan hátt fórnarlömb stjórnar Gowons sem steypt var fyrir nokkru” sagði Björn Emilsson, einn af forsvarsmönnum Breið- holts hf. En Breiðholt hefur i hyggju, eins og kunnugt er, að ráðast i framkvæmdir þar syðra. Við höfum þegar stofnað fyrirtæki i Nigeriu og er það sameign Islendinga og Nigeriu- manna. Fyrirtækið heitir „Scanhouse Nigerian Ltd.” og eru sextiu hundraðshlutar hlutafjár i eigu Islendinga, en afgangurinn i eigu innfæddra. Samningaviðræður standa yfir og við erum þeirrar heppni aðnjótandi að fá i félag með okkur menn sem hafa itök og álit í landinu, þannig að við erum vongóðir um að vel takist. Hér heima er unnið að teikningum sem byggja á þeim aðferðum sem við höfum þróað og reynt við húsbyggingar hér á landi, og er sú vinna vel komin á veg. Við bindum vonir okkar við að samningaviðræðum ljúki sem fyrst og að unnt verði að hefja byggingarstarfsemina á fyrsta ársfjórðúngi næsta árs”, sagði Björn Emilsson að lokum. Vaxandi útflutning- ur á reyktum laxi tJtflutningsfyrirtækið Unex h/f i Reykjavik, hefur hafið tilraunir með útflutning á reyktum laxi til Sviþjóðar. „Við hofum aflað okk- ur sambanda i Sviþjóð og umboðsfyrirtæki þar dreifir vörunni einnig til Frakklands”, sagði Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Unex h/f, við blaðið. „Eins og er, höfum við flutt út nokkur tonn og verðið virðist vera sæmilegt eða að 1700 kr. pr. kg. Við reykjum allar stærðir niður i 6 pd, en verðið á stærri laxinum er alltaf hærra en á þeim smærri. Laxinn er hnakkaflattur, lagður i pækil og siðan þurrkaður og reyktur i þar til gerðum ofni. Nokkur vandhæfi eru á, að hráefnið sé sem skyldi, þvi að það er ekki siður laxveiði- manna að blóðga fiskinn, sem þyrfti að gera með þvi að stinga gegnum tálknin. Þá er laxinn stundum goggaður upp með þvi að krækja i bolinn og það veldur þvi, að flökin verða blóðrunnin og >ötótt-óhæf til útflutnings. Hingað til hefur mikið af ferskum laxi verið flutt til Noregs, en þar i landi er hann svo fullunninn (reyktur) og seldur á Sviþjóöar- og Frakklands- markað. Þetta er tilraun til að selja fullunna vöru i stað þess að flytja hráefnið út. Við vonum, að tilraunin heppnist, og teljum hana ómaksins verða, hvað sem reynslan kann að leiða i ljós”, sagði Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri. Aðspurður um, hvort fyrirtækið byndi sig ein- göngu við útflutning á laxi, svaraði hann þvi til, að svo væri ekki. „Við höfum fíutt út ferskan fisk, t.d. skarkola til Danmerkur og þaðan er honum dreift á markaði. Þetta fereingöngu fram með flugvélum héðan. Sann- leikurinn er sá, að við eigum ekki kost á kæliflutningi með skipum, þó hér séu til allmörg trystiskip. farmar eru smáir og viðkomu staðir skipa fáir eða engir i Skandinaviu. Þvi flytjum við lax og ferskfisk á flugvélum”, lauk Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri máli sinu. SÖLUSTOFNUNIN ÆTLAR AÐ LEYSA FRÁ SKJÓÐUNNI — Við munum greina opinber- lega frá málefnum Sölustofnunar lagmetisiðnaðarins, þegar okkur hefur gefizt færi á að skýra fram- leiðsluaðilunum, sem að stofnun- inni standa, frá öllum málavöxt- um, gagði Lárus Jónsson alþm., er hann hafði samband við Alþýðublaðið i gær vegna skrifa þess um sölumiðstöðina. Lárus Jónsson sagði, að stjórn stofnunarinnar teldi eðlilegast, að hún greindi framleiðsluaðilunum, sem aðild eiga að stofnuninni frá málefnum hennar áður en þau yrðu rædd á opinberum vett- vangi. — Þessir aðilar eiga auðvitað kröfu á að fá vitneskju um málið frá okkur áður en grein verður gerð fyrir þvi opinberlega. sagði Lárus. Bjóst Lárus við þvi, að fundur með framleiðsluaðilunum yrði haldinn siðar i þessum mánuði. — Að þeim fundi loknum er okkur i stjórninni ekkert að vanbúnaði að gera nákvæma grein fyrir málefnum stofnunar- innar opinberlega og er ætlun okkar að gera það, sagði Lárus Jónsson. ENGIN LEYFI VEin FYRIR LITASJÓNVÖRP — Það hefur ekkert verið á- kveðið ennþá um hvernig farið verður með umsóknir þeirra sem áttu litsjónvarpstæki á leið- þegar tækin voru tekin af fri- ■lista. En það verður mjög ströng framkvæmd á leyfisveit- ingum. Þetta sagði Björgvin Guð- mundsson fulltrúi i viðskipta- ráðuneytinu i samtali við Al- þýðublaðið. Þegar leyfðar voru sendingar i litum pöntuðu um- boðsmenn litsjónvarpstækja hundruð tækja og er talsvert magn komið til landsins en leyfi til að leysa þau út hefur enn ekki fengizt. Sagði Björgvin að engar beiðnir yrðu afgreiddar á næst- unni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.