Alþýðublaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 6
Kenningar Tylers og
Harboes um
námsskrárgerð
Útvarp I kvöld
klukkan 19:35
í útvarpinu i kvöld klukkan
19:35, flytur Guðný Helga-
dóttir erindi um kenningu
Tylers um námsskrárgerð.
Tyler sem er bandariskur
uppeldisfræðingur byggir
kenningu sina um náms-
skrárgerð upp i fjórum
meginþáttum, og eru þeir um
uppruna námsmarkmiða,
þarfir og áhuga nemenda á
námsefninu, þarfir þjóð-
félagsins á þessum náms-
markmiðum og þarfir ein-
stakra námsgreina út af fyrir
sig. Einnig fjallar kenning
Tylers um hugsanlegar
þarfir nemenda i námi. Auk
kenninga Tylers, mun Guðný
taka fyrir kenningar norzks
manns að nafni Harboe um
svipað efni.
Unglingaþáttur um
vandamál
þróunarlandanna
Útvarpið í kvöld
klukkan 20:50
Kristján Guðmundsson sér um ung-
lingaþátt i útvarpinu i kvöld klukkan
20:50, og heitir þátturinn „Að skoða og
skilgreina”. Að sögn Kristjáns er þetta
nokkurs konar fræðsluþáttur um vanda-
mál þróunarlandanna, en einnig væri
létt efni i þættinum. Björn Þorsteinsson
framkvæmdastjóri stofnunarinnar um
þróunarhjálp mun flytja erindi, og er
siðan rætt um markaðsstöðu þróunar-
landanna, og er talað um þá kúgun sem
þróuðu löndin beita þau vanþróuðu á
ýmsum sviðum. Kristján sagði, að i
þáttunum i vetur yrði fjallað um áhuga-
mál unglinga, og rætt við þá um skyld
efni. Ætlunin var, að tala við unglinga
um efni þessa þáttar, en þvi var ekki við
komið vegna timaleysis.
Megininntak kenningar-
innar um hlítar-
nam
SJónvarp
Sjónvarp í kvöld
klukkan 22:25
Helgi Jónasson fræðslustjóri sér um
þáttinn skólamál, sem verður á dagskrá
sjónvarpsins i kvöld klukkan 22:25.
Þessi þáttur heitir Hlitarnám, og er þar
fjallað um megininntak kenningarinnar
um hlitarnám, og sýnd nokkur dæmi úr
sliku námi. Alþýðublaðið hafði samband
við Helga og spurði hann nánar út i efni
þáttarins.
„Hlitarnám þýðir fullnustunám, og
kenningin um slikt nám ekki tileinkuð
neinum sérstökum manni, heldur er þar
kenning margra samankomin. Það tek-
ur nemendur mislangan tima aö tileinka
sér námsefni i sliku námi, og þurfa
nemendur að ganga undir viss eininga-
próf, sem er mælikvarði á nægjanlega
getu nemenda. Þessar einingar eru i
stigaröð, þar sem nemandi i öðru stigi
byggir nám sitt úr fyrsta stigs náminu.
Tekur þaö nemendur um tvær til þrjár
vikur að ljúka hverri einingu, en eining-
arnar eru mismargar, eða i kring um
sex til átta”. Er við spurðum Helga
hvort slikt nám væri hér á landi, sagði
hann: „Hlitarnám hefur ekki enn verið
tekið upp hér á landi, en þó finnst mér
liklegt að þaö verði notað i Fjölbrauta-
skólanum, en það hefur ekki endanlega
verið ákveðið”. Þáttur þessi er sendur
út i tengslum við tvö útvarpserindi, sem
voru flutt 2. og 4. nóvember siðastliðinn.
oo o
E IROS
'// ( 1 ij 'iL lí iíMf wÉa'iW',11 méí ÆwiJí/l,
CORK'
Útvarp
Þriðjudagur 4. nóvember
7.00 Morgunútvarp.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Guðrún Guðlaugsdóttir
les „Eyjuna hans Múmin-
pabba” eftir Tove Jansson (5).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli at-
riða. Fiskispjall kl. 10.05: Ás-
geir Jakobsson flytur. Hin
gömiu kynnikl. 10.25: Valborg
Bentsdóttir sér um þáttinn.
Hijómplötusafnið kl. 11.00:
Endurtekinn þáttur
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Vettvangur. Umsjón: Sig-
mar B. Hauksson. 1 þættinum
er f jallað um arkitektúr og sér-
þarfir.
15.00 Miðdegistónleikar: tsiensk
tónlist. a. Barokk-svita eftir
Gunnar Reyni Sveinsson. Ölaf-
ur Vignir Albertsson leikur. b.
„Móðursorg”, lagaflokkur eftir
Björgvin Guðmundsson.
Guðmunda Eliasdóttir syngur.
Fritz Weisshappel leikur á
pianó. c. „Um ástina og dauð-
ann”.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir). Tónleik-
ar.
16.40 Litli barnatiminn. Sigrún
Björnsdóttir sér um timann.
17.00 Lagið mitt. Anne Marie
Markan sér um óskalagaþátt
fyrir börn yngri en tólf ára.
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Kenning Tylers um náms-
skrárgerð. Guðný Helgadóttir
flytur erindi.
20.00 Lög unga fólksins. Sverrir
Sverrisson kynnir.
20.50 Að skoða og skilgreina.
Kristján Guðmundsson sér um
þátt fyrir unglinga.
21.30 Tónlist eftir Robert Schu-
mann. Wilhelm Kempff leikur
á pianó..
21.50 Kristfræði Nýja testament-
isins.Dr. Jakob Jónsson flytur
fyrsta þátt.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan:
„Kjarval” eftir Thor
Vilhjálmsson.Höfundur les (9).
22.40 Skákfréttir.
22.45 Harmonikulög Laiho-bræð-
ur leika
23.00 A hljóðbergi.Sagan af Plútó
og Próserpinu i endursögn
Nathaniel Hawthorne. Anthony
Quayle les.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Sjónvarp
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Pagskrá og auglýsingar.
20.35 Þjóðarskútan. Þáttur um
störf Alþingis. M.a. verður við-
tal við Jón Árnason formann
fjárveitinganefndar og litið inn
á fund hjá fjárveitinganefnd.
Einnig verður fjallað um
vandamál frystihúsanna. Um-
sjónarmenn: Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
21.15 Svona er ástin. Bandarisk
gamanmyndasyrpa. Þýðandi
Jón O. Edwald.
22.05 Utan úr hcimi. Umræður um
Shakarof málið. Þátttakendur:
Gunnar Gunnarsson, Halldór
Laxness og Matthias Johannes
sen-. Stjórnandi Gunnar G.
Schram.
22.50 Skólamái. Hlitarnám. t
þættinum er fjallað um hlitar-
nám — megininnták
kenningarinnar kynnt og sýnd
dæmi. Þátturinn er gerður i
samvinnu við Kennaraháskóla
tslands og sendur út i tengslum
við tvö útvarpserindi, sem flutt
voru 2. og 4. nóvember.
Umsjónarmaður Helgi Jónas-
son fræðslustjóri.
23.05 Dagskrárlok.
íprcttir
GRÓTTA KAFSIGLDI ÁRMANN
Grótta gersigraði Ármenninga i
1. deildarkeppninni i iþróttahús-
inu i Hafnarfirði á sunnudags-
kvöldið 25:13. Þessi stórsigur
Gróttu kemur vist flestum sem
fylgzt hafa með þessum liðum i
haust mjög á óvart, og fyrirfram
var þvi spáð að Ármenningarnir
ættu auðveldan dag gegn Sel-
tjarnarnesmönnunum. En margt
fer öðruvisi en ætlað er. Grótta
kom Armenningum strax i byrjun
i opna skjöldu með hröðum og
léttum handknattleik sem tætti
sundur annars rómaða vörn Ar-
menninga, þannig að langtimum
saman stóð ekki steinn yfir steini
hjá þeim. Armenningarnir, þar
sem kjölfesta liðsins hefur veriö
sterk vörn, góð markvarzla, og
rólegur og yfirvegaður hand-
knattleikur, sýndu ekkert af
þessu, heldur tróðu botnlaust fúa-
fen nær allan leikinn og fengu
aldrei að ráða gangi leiksins eins
og þeir oftast gera. Já, það er
varla hægt, að álasa Ármenning-
um fyrir að brotna gjörsamlega,
þvi þetta kom ekki aðeins þeim á
óvart heldur flestum þeim sem
fylgjast með handknattleik.
Þannig orkuðu t.d. Armenningar
á áhorfendur langtimum saman,
eins og meðal gagnfræðaskólalið.
Skipulagsleysið var allsráðandi,
markvarzlan i molum, og klunna-
legt spil. Grótta var hins vegar i
miklum ham, leikmennirnir út-
sjónarsamir, fljótir og fundu sig
allir mjög vel i leiknum. Mark-
varzla 'lvars Gissurarsonar var
mjög góð og vörnin með Árna
Indriðason i broddi fylkingar
þétt.
Leikurinn hófst með mikilli
orrahrið af hálfu Gróttu sem
komst t.d. i 8:1. Staðan i hálfleik
var 12:5 Seltjarnarnesmönnum i
vil. 1 siðari hálfleik hélt munur-
inn áfram að breikka unz staðan
var 25:13 þegar dómararnir
Kristján örn Ingibergsson og
Kjartan Steinbach flautuðu leik-
inn af.
Mörk Gróttu i leiknum gerðu
Björn Pétursson 9, Magnús
Sigurðsson 6, Axel Friðriksson 5,
Halldór Kristjánsson 3, Atli Þór
Héðinsson og Hörður Már eitt
hvor. Fyrir Armann gerðu þessir
mörkin: Hörður Kristinsson 5,
Jens Jensson 4, Friðrik Jóhanns-
son 2, Pétur Ingólfsson og Hörður
Harðarson eitt hver.
Haukarnir héldu uppteknum
hætti í Hafnarfirði
Haukarnir héldu uppteknum
hætti i iþróttahúsinu i Hafnarfirði
á sunnudagskvöldið. Þá unnu þeir
Fram 20:18 og er það álit flestra
að þar muni þeir fá fullt hús stiga,
enda eru þeir hvattir dyggilega af
England: Þröng á
þingi á toppnum
West Ham og Manchester
United tróna nú á toppi 1. deild-
ar ensku knattspyrnunnar með
21 stig. Bæði liðin sigruðu leiki
sina á laugardaginn, West Ham
vann Birmingham á útivelli 1:5
og Manchester United vann
Norwich á Old Trafford i
Manchester 1:0. Q.P.R. sem
hafði verið jafnt hinum tveimur
að stigum, gerði jafntefli viö
Coventry, sem vann Leeds 3:2
meö 20 stig.
Enski landsliðsmaðurinn Tre-
vor Brooking var langbesti
maður valiarins I leik Birming-
ham og West Ham á St.
Andrew’s á laugardaginn. Hann
gerði jöfnunarmark Lundúna-
liðsins 1:1 eftir að Trevor
Francis hafði tekið forystuna
fyrir Birmingham. Siðan átti
hann mestan heiður af þremur
næstu mörkum liðsins. Fyrir-
gjöf hans rétt fyrir lok fyrri
hálfleiks var send inn af varnar-
manni Birmingham. Síðan
renndi hann kncttinum laglega
út á Frank Lampard sem skor-
aði með þrumuskoti af 35 metra
færi algjörlega óverjandi fyrir
Dave Latchford i marki Birm-
ingham. Lék sig svo sjálfur I
gegn um vörn heimaliðsins og
renndi knettinum fyrir fætur
Alan Taylor sem þurfti ekki
annað en að ýta knettinum yfir
marklinuna. Alan Taylor gerði
svo annað mark sitt og fimmta
mark West Ham rétt fyrir leiks-
lok. Staöan i hálfieik var 2:1
fyrir gestina. Aðeins tvö félög
hafa unnið svo stórt á útivelli til
þessa, en þau eru álitin leika
beztu knattspyrnuna á Englandi
i dag. Hitt liðið er Q.P.R. sem
vann Derby snemma i haust 5:1.
tJrslit leikja á Englandi urðu
annars þessi:
1. deild
Birmingham — West Ham 1-5
Burnley — Stoke 0-1
Coventry — QPR 1-1
Derby — Leeds 3-2
Everton — Leicester 1-1
Ipswich — Aston Villa 3-0
Manch.Utd. —Norwich 1-0
Mid dlesbro — Liverpool 0-1
Newcastle — Arsenal 2-0
Sheff.Utd.--Manch.City 2-2
Tottenham—Wolves 2-1
2. deild
Bolton — Blackpool 1-0
Bristol Rov.—Blackburn 1-1
Chelsea — Plymouth 2-2
Luton — Bristol City 0-0
Nottm . For. — Carlisle 4-0
Orient — Oldham 2-0
Osford — Hull City 2-3
Portsmouth — Fulham 0-1
WBA — NottsCounty 0-0
York — Sunderland 1-4
Stuart Pearson skoraði mark
Manchester United eftir góðan
undirbúning frá Lou Macari 7
minútum fyrir leiksiok. United
var lengst af með knöttinn án
þess að skapa sér nein veruleg
tækifæri. Aftur á móti átti Phil
Boyer tvö mjög góð tækifæri
fyrir Norwich en það fyrra lenti
i slá, og hið siðara fór framhjá.
Enski iandsliðsmaöurinn
undir 23 ára Ian Moors geröi
eina mark leiksins á Turf Moor,
þannig að Stoke fór með tvö stig
frá Burnley.
David Crodd gerði mark
Coventry en írski markaskorar-
inn Don Givens jafnaði fyrir
Q.P.R. Leiknum lauk þvi með
1:1 jafntefli.
Fyrrum Hudersfield lcikmað-
urinn Cherry gerði fyrsta mark
leiksins fyrir Lceds gegn Derby.
Skozki landsliðsmaðurinn
Archie Gemmill jafnaði, Char-
lie George tók svo forystuna
fyrir Derby úr vitaspyrnu, cftir
aö Norman Hunter haföi brugö-
ið Francis Lee innan vitateigs.
Duncan McKenzie jafnaði fyrir
Leeds i sfðari hálfleik, en þá
voru aðeins 10 menn eftir i
hvoru liði þvi Lee og Hunter
voru reknir út af fyrir slagsmál.
Roger Davis skoraði svo sigur-
mark Derby 2 minútum fyrir
ieikslok. Hann kom inn á sem
varamaður fyrir Bruch Rioch i
fyrri hálfleik, en hann meiddist i
leiknum.
David Smalimann gerði mark
Everton gegn Leicester en
Robert Lee jafnaði fyrir
Leicester i siðari hálfleik.
Ungur leikmaður John
Frh. á bls. 2.
flestum áhorfendum sem sækja
þetta iþróttahús. Hvergi er félag
hvatt eins mikið af áhorfendum
og einmitt Haukarnir enda er á-
vallt mikil stemmning á pöllun-
um i iþróttahúsinu þegar þeir
leika. Liðið er jafnt og vörn og
markvarzla með þvi bezta- sem
hér gerist. Helzt er það sóknina
sem vantar fjölbreytileika en
Hörður Sigmarsson hinn snjalli
örvhenti leikmaður hjá þeim er
aðalmaðurinn i sókninni ásamt
Eliasi Jónssyni þjálfara þeirra.
Liðsandinn er góður og liðið sam-
stillt. I þessu sem framan greinir
felst styrkleiki þeirra, en spurn-
ingin er nú bara sú, hvort þeim
gangi eins vel i leikjum sinum i
Laugardalshöllinni eins og i
Hafnarfirði. Ef svo fer þá er ekki
nokkur vafi á þvi að þeir verða ís-
landsmeistarar i ár, i -fyrsta
skiptið. Fram lék þarna sinn
bezta leik það sem af er íslands-
mótinu en skyssur og klaufaskap-
ur þeirra i sókninni var mun
meiri og þess vegna töpuðu þeir
leiknum, auk þess sem mark-
varzlan var lakari hjá þeim.
Þetta virðist þó vera að koma hjá
Framörum.
Haukarnir gerðu fyrsta mark
leiksins, Þorgeir Haraldsson með
skemmtilegu gegnumbroti. Arn-
ar Guðlaugsson jafnaði fyrir
Fram úr vitakasti, og kom svo
Fram yfir 2:1, einnig úr viti. Sið-
an tóku Haukarnir kipp og kom-
ust i 4:2 og voru það sem eftir var
leiksins tveimur til fjórum mörk-
um yfir. Staðan i hálfleik var 9:7
fyrir Hauka.
Fljótlega i siðari hálfleik kom-
ust Haukarnir fjórum mörkum
yfir og héldu þeim mun meira og
minna þangað til rétt fyrir leiks-
lok að Fram minnkaði muninn
niður i 2 mörk 20:18.
Mörk Haukanna i leiknum
gerðu Hörður Sigmarsson 8 mörk,
Elias Jónsson 5, Jón Hauksson 2,
Ingimar Haraldsson 2, Sigurgeir
Marteinsson 2, Þorgeir Haralds-
son 1. Fyrir Fram gerðu mörkin:
Kjartan Gislason 6, Arnar Guð-
laugsson 4, Pálmi Pálmason 3,
Hannes Leifsson 2, Gústaf
Björnsson, Árni Sverrisson og
Pétur Jóhannsson eitt hver.
Valur og FH kepptu i handbolta s.l. laugardag. Leikar fóru þannig að KH sigraði með 21:16. A myndinni
sésl Þórarinn Ragnarsson skora.
Víkingarnir áttu í erfiðleikum með Þrótt
Það leit út fyrir, um miðbik sið-
ari hálfleiks, i leik Þróttar og Vik-
ings i 1. deildarkeppninni i hand-
knattleik, sem sennilega engan
hafði órað fyrir, að Þróttarar
virtust ætla að stefna i öruggan
sigur gegn Islandsmeisturunum.
Þá var staðan 18:15 Þrótt í vil
sem hafði þá unnið um fjögurra
marka forskot Vikings i hálfleik
og gott betur. Þróttarmenn höfðu
á þessu timabili leikið ágætis
handknattleik, þann bezta sem
þeir hafa sýnt til þessa i mótinu.
En dag skal að kvöldi lofa, segir
máltækið. Reynsluleysið og
hugsunin um það að þeir voru að
vinna tslandsmeistarana hefur
sjálfsagt gert þá taugaóstyrka
þvi þeir skoruðu ekki mark næstu
10 minúturnar, þrátt fyrir að þeir
voru mikið af þessum tima einum
fleiri. Vikingarnir jöfnuðu á
skömmum tima og sigu siðan
hægt og örugglega fram úr og
sigruðu i leiknum með fjögurra
marka mun 24:20. Sigur Vikings
geta Vikingar aðallega þakkað
einum manni, fyrirliða sinum
Páli Björgvinssyni, en hann var
langbezti maöur vallarins og
gerði helming marka Vikings 12,
sum þeirra úr vitum. Hann var
potturinn og pannan i spili liðsins
og var eins og annað lið væri inni
á vellinum þegar Karl Benedikts-
son þjálfari Vikinga hvildi Pál.
En svo við snúum okkur að
gangi leiksins. Vikingarnir voru
þetta einu til tveimur mörkum yf-
ir, þangað til rétt fyrir lok fyrri
hálfleiks að þeir tóku Friðrik
Friðrikssonog Bjarna Jónsson úr
umferð. Við það riðlaðist leikur
Þróttara mjög og Vikingarnir
skoruðu 4 mörk i röð þannig að
staðan i hálfleik var 12:8 Viking i
vil.
Siðari hálfleik byrjuðu Þróttar-
ar af miklum krafti og sigu jafnt
og þétt á forskot Vikinga og þegar
um það bil 8 min. voru liðnar af
honum höfðu þeir jafnað 13:13.
Þeir komust svo yfir eins og áður
hefur verið getið i 18:15, sem þeir
geta þakkað Jóhanni Frimanns-
syni, sem gerði 4 glæsileg mörk
úr vinstra homi á skömmum
tima. En þá kom Páll Björgvins-
son aftur inn á en hann hafði verið
hvildur um tima og þá voru örlög
Þróttara ráðin. Vikingarnir gerðu
siðustu 13 minúturnar 9 mörk
gegn 2, þar af Páll 4, Stefán
Halldórsson 3, og Magnús Guð-
mundsson 2.
Markahæstu leikmenn Vikinga
vom, Páll Björgvinsson 12, Stefán
Halldórsson 5, Magnús Guð-
mundsson, Jón Sigurðsson og
Ólafur Friðriksson 2 hver og
Skarphéðinn 1. Fyrir Þrótt skor-
uðu, Friðrik Friðriksson 5, Bjarni
Jónsson og Jóhann Frimannsson
4 hvor, Sveiniaugur Kristinsson
ogHalldór Atlason 2hver, Erling.
Oifar og Halldór Bragason eitt
mark hver. Dómarar voru
Kristján örn Ingibergsson og
Hannes Þ. Sigurðsson.
angarnir
t>ETTA'
'ÆjTi /W o'EAM Mf’/iAf
0<5 Kúsls'tHS, nm
JíBFfi FAUEcRÍ 1-iA
M ii&j-oí é<z
KúsTt'Ar1
Eq /VtEf/VA, SÖ,4íb\
' PEjlO -sbX-Pa
ýFVrfAt/
Pp.
é A-
■ Zrs
DRAWN BY DENNIS COLUNS WRITTEN BY MAURICE DODD
/''jEf PESSia
EADaF vi £f PT AJ)
. £( TTMA-Ð
H 110
llf
PLASTPOKAVERKSMHDJA
Sfmar 82439-82455
Vatn»gör6um 6
Bo* 4064 — Raykjavfk
Pipulagnir 82208
Tökum að okkur alla
pipulagningavinnu
Oddur Möller
löggildur
pipulagningameistari
74717.
Hafnarfjarðar Apótek
Afgreiðslutími:
Virka daga kl. 9-18.30
’Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 1112
Eftir lokun:
Upplýsingasimi 51600. .
Birgir Thorberg
málarameistari simi 11463
ónnumst alla
málningarvinnu
— úti og inni —
gerum upp gömul húsgögn
Teppahreinsun
llrrinsum gólfteppi og húsgögn I
hcimahúsuin og fjrirtækjum.
Kruin meö nýjar vélar. Gó& þjón-
usta. Vanir menn.
SIGFÚS BIRGIR
82296 40491
Otvarps.og
sjónvarpsviðgeröir
Kvöid og helg-
arþjónusta.
10% afsláttur til
öryrkja og aldr-
aöra.
SJÓNVARPS-
VIÐGERDIH
Skúlagötu 26 —
slmi 11740.
ÓkypiS þjóhUusla
Flokkaðar auglýsingar,
erulesendum Alþyðublaðsins ,
að kostnaðarlausu. Kynnið
ykkur LESENDAÞJON
USTUNA a blaósiðu 11.
ÞAÐ B0RGAR SIG
AÐ VERZLA í KR0N
KasettuiðnaAur og áspilun/
fyrir útgefcndur hljómsveitir.
kóra og fl. Leitið tUboða.
Mifa-tónbönd Akureyri
Pósth. 631. Simi (96)22136
DÚflA
í GlfEflBflE
/ími 04200
T-þettilistinn 1
T-LISTINN ER V ' '■
iingreyptur og
þclir alla veðráttu. \A
TLISTINN úl ihuröir svalahurðir - “
lijaraglugga og (AJ'
veltiglugga L—"V-L,— 1
ClugnAsmiðian UA.«nC4o K • fcm. Mr?0