Alþýðublaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 8
HPRNID sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins, Siðumúla 11, Reykjavík Brridge ÞAÐ VANTAR SKEMMTISTAÐ FYRIR 16-18 ÁRA ALDURSFLOKKINN Nýhættur að reykja.hafði sam- band við Hornið: Tilefni þess, að ég vil láta frá mér heyra i ykkar ágæta Horni, er að ungt fólk er alltaf að kvarta Niðursoðin óvissa Lesandi hafði samband við Hornið: Ég hef átt i bölvuðu basli að undanförnu. Þannig er mál með vexti, að ég kaupi yfirleitt mat- vöru i sömu verzluninni og hefur alltaf likað vel og ekki við verzl- unina aö sakast á neinn hátt. En nú hefur það komið fyrir, nokkrar helgar i röð, að þegar ég hef opnað dósir (1/2 dósir), sem merktar eru sem blandað græn- meti, hafa þær innihaldið grænar baunir, mér til mikillar furðu. Þetta hefur komiö sér illa fyrir okkur, þvi við notum blandað grænmeti mikið i salöt og einnig með mat. Nú er þetta svo sem ekkert hættulegt, en engu að siður er þetta mjög hvimleitt og vildi ég eindregið mælast til þess, við for- ráðamenn ORA, að þeir byrji að — Hvað sagöirðu að hann Júlli hefði kallað þig? —Hann sagði aö ég væri lakoniskur. —Nú, og hvað þýðir það eigin- lega? —Það hef ég ekki hugmynd um, en ég gaf honum samt á kjaftinn, svona til vonar og vara. yfir þvi aö hafa ekki skemmtistað* við sitt hæfi, þ.e. skemmtistað fyrir aldurshópinn 16—18 ára. Þetta er vissulega alveg rétt, slikur staður fyrirfinnst ekki hér, nema Þórskaffi, en það er nú eins nota rétta miða á réttar.dósir og _ það sem fyrst. Hinir gleymdu ut- angarðsmenn Göngugötuunnandi hringdi til okkar i Hornið og hafði eftirfar- andi fram að færa: Mig langar að þakka Alþýðu- blaðinu greinaflokkinn undir heit- inu: Vitahringur. Þarna var sannarlega fjallað um málefni sem verið hefur i algerri gleymsku hjá fjölmiðlum. Annað er það, að þessir svoköll- uðu útigangsmenn borgarinnar, eða með öðrum orðum rónar, eru svo til horfnir úr okkar ágætu göngugötu og er það vel. Ekki það að mér sé illa við þessa menn, ég vorkenni þeim jafnmikið og hver annar. En annað er, að þetta Kaupið bílmerki Landverndar Hreint É f^Siand I fagurt I lond I LAWDVERND Til sölu hjá ESSO og SHELL bensínafgreidslum og skrifstofu Landverndar Skólavörðustig 25 og það er. Þvi vildi ég gera það að tillögu minni, að ungt fólk hætti að reykja, safni saman peningunum og leggi i púkk og setji siðan upp sinn eigin skemmtistað, sem yrði er ekki staður fyrir menn sem eru likt á vegi staddir og þeir. Sem betur fer virðist þessi greinaflokkur hafa hreyft heldur betur við opinberum aðilum og finnst mér greinilegasti vottur þess vera það, að þeir sjást mjög sjaldan i miðborginni uppá sið- kastið. En betur má ef duga skal. Ég vil hvetja ykkur Alþýðublaðs- menn til að halda þessu máli vak- andi og koma þvi i örugga höfn. Eru leiklistarnem- ar settir hjá? Leiklistarnemi vildi koma á framfæri einni spurningu: Mörgum finnst sjálfsagt nóg komið af skrifum og mótmælum i sambandi við námslánin og allt það að undanförnu, samt get ég ekki á mér setið og vil varpa fram einni spurningu i þennan bakka- fulla læk: Hvers vegna loka opinberir að- ilar fyrir námslán til leiklistar- nema? Halda þeir að við iifum á loftinu frekar en aðrir? Á þessi námsgrein að vera forréttinda- greinþeirra, sem eiga efnaða for- eldra að sér? Það er nelnilega þannig, að skólinn hjá okkur stendur yfirleitt frá klukkan 8—9 á morgnana og til sex og sjö á kvöldin. Hvenær eigum við þá að vinna okkur inn peninga til að sjá okkur farborða? Við leiklistarnemar höfum sótt um námslán, ár eftir ár, en alltaf fengið dræmar undirtektir og loð- in svör og allsenga fyrirgreiðslu. Þessum spurningum vil ég að einhver ábyrgur aðili svari og það strax. stjórnað af unga fólkinu sjálfu og yrði þá vonandi gert það sem þvi likar, ef svo væri að farið. Allavega er ég sjálfur nýhættur að reykja og væri alveg tilbúinn að slá i púkkið. Eruð þið með? Aukahljóð til óþæginda Biógestursendi Horninu nokkr- ar linur: Mig langaði aðeins að koma á framfæri kvörtun til forráða- manna Austurbæjarbiós. Við hjónin skruppum i þetta ágæta bió eina helgina, fyrir stuttu, nán- ar sagt, á laugardagskvöldi. Þetta var á sýningu klukkan niu. Allt var með eðlilegum hætti, þar til eftir hlé, klukkan rúmlega tiu. Þá brá svo við, að varla heyrðust tal, eða tónar myndar- innar fyrir hávaða i hljómsveit, sem spilaði á fullu uppi Silfur- tunglinu. Sjálfsagt hefur það átt einhvern þátt i þvi, hversu greinilega heyrðist i hljómsveitinni þarna inni bióið, að frekar fátt var á þessari sýningu. Okkur hjónunum fannst sjálfsagt að koma þessari kvörtun á framfæri, þvi sjálfsagt hefur fleiri sýningargestum verið eins illa við þessi aukahljóð og okkur. Einhversstaðar las ég, að nú ætti að taka fasta vinveitingaleyf- ið af forráðamönnum Silfur- tunglsins, en þeir hinir sömu, ætli sér að reka staðinn áfram, en ein- göngu undir einkasamkvæmi. Ég álit, að þar með sé áfram hætta á þvi, að hljómsveitir er þarna spili, valdi biógestum ónæði og er það miður. Að lokum vil ég skora á for- ráðamenn Austurbæjarbiós, að gera bragarbót á þessu hljóðein- angrunarvandamáli og það fyrr en seinna, svo fólk þurfi ekki að veigra sér við að fara á sýningar þessa kvikmyndahúss á laugar- dagskvöldum. Bath-Coup Þetta er gamalt bragð frá þvi Whist var almenningsspil og enn er unnt að læra nokkyð af fyrir bridgespiiara. Bragðið er i þvi fólgið, að ef vörnin spilar út kóngi, en sagnhafi á ás — gosa og smáspil, er kóngurinn gefinn i von um, að drottningu sé spilað næst. Hér er dæmi um Bath- coup, þar sem spilari lendir i sérstæðum vanda af þessu tagi. ^ A 8 7 6 3 2 V 8 2 ♦ 854 ♦ 4 2 ♦ --- 4 D 5 4 ¥KD 10 9 6 ¥543 ♦ K D 10 7 * 9 6 3 *KD108 4 9 7 6 5*' ♦ K G 10 9 V A G 7 ♦ Á G 2 + AG3 Sagnir gengu Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta pass pass dobl 2tiglar 2 spaðar pass 3grönd dobl pass pass pass Vest- ur spilaði út hjartakóng og fékk þann slag, sama gilti um bæði tigul- og laufakónga. Suður varðist allra frétta og Austur fleygði ekki af sér neinu uppörv- andi. Vestur neyddist nú til að spila út enn og i þetta sinn hjartatiu, sem sagnhafi tók á gosa. Þegar hér var komið sá sagnhafi, að hann yrði að gefa einnig slag á spaðadrottningu, til að tryggja sér fimm slagi á spaða, sem hann og gerði. Einu gilti nú hvar Austur kom út. Sagnhafi fékk alltaf fimm spaðaslagi, ás og gosa i hjarta og tigulás og laufaás. Eina leið- in til að vinna spilið. Áskriftarsíminn er 14900 alþýdul aflið FRAMHALDSSAGAN E Systir Inge skýrði með nokkrum orðum, hvernig bezt væri hægt að komast til Teresu-heimilisins og sagði um leið, að þetta væri heimili fyrir einstæðar mæður og dr Holl væri læknir heimilisins. Þó að upplýsingarnar væru fáar, rataði hann. Gertrud opnaði. Seinna fékk hann að vita, hvað þetta heimili hafði mikið að segja fyrir hana. — Eruð þér frú Stiller? spurði hann. — Nei, svaraði hún og brosti breitt. — Frú Stiller er þarna inni. Eruð þér nýi læknirinn? Hann kinkaði kolli. Honum leizt strax vei á Gertrud og eins Emmy, sem hann hitti seinna. Alis staðar heyrðist hjal eða grátur. Emmy visaði hon- um inn i viðkunnanlega ibúð, en þar lá ung kona á sófa. — Dr. meiser, kynnti hann sig. — Ég átti að lita á yður. Hún leit efins á hann. — Nýr? — Splunkunýr. Kom i dag, svaraði hann. — Leyfið mér að lita á fótinn á yður. Hún tók teppið af sér. Hún var greinilega jafnfámælt og hann. ökiinn var þrútinn en óbrotinn. Samt undraðist læknir- inn það, að hún skyldi ekki stynja, þegar hann skoðaði hana. Hann bar varlega smyrsl á öklann og batt um hann. Hann fann, að hún virti hann gaumgæfilega fyrir sér. — Þér neyðist til að halda kyrru fyrir i tvo daga, sagði hann. — Ég get það ekki, svaraði hún. — Ég get ekki látið Emmy og Gertrud um allt. Við erum með tólf kornabörn hérna. — Gætið þér þeirra? spurði hann. — Til þess er ég. — En mæðurnar? — Þær eru i vinnu. — Ég veit afar litið um þetta heimili. Dr. Berg átti eigin- lega að koma hingað. Hvernig stendur á þvi, að dr. Holl skuii annast læknisþjónustuna hér? — Þetta er góðgerðarstofnun, sagði hún. — Góðviljuð eldri kona, sem var barnlaus, stofnaði það. Hér eiga verð- andi og einstæðar mæður að fá húsaskjól, ef þær eru heimilislausar. Hér hefur verið sama starfsfólkið frá tim- um Teresu van Deycks. Bæði Emmy, Gertud og Wilhelm. Ég hef aðeins verið i hálfan mánuð og þá gerðist þetta! — Þér getið gengið eftir nokkra daga, sagði hann. Aumkunarverður grátur heyrðist inn um dyrnar. Hún settist upp. — Ég verð að hugsa um Jens, sagði hún. — Hann er kvefaður og mamma hans er i vinnunni. Hún ætlaði að risa á fætur en hann neyddi hana til að leggjast. — Ég skal lita á hann, bauð hann. — En þér eruð skurðlæknir! sagði hún hæðnislega. — Það er ekki þar með sagt, að.ég hafi ekki hundsvit á börnum, svaraði hann. — Hvar er Jens? Hún benti á dyrnar að næsta herbergi. — Þarna. Hann sefur inni hjá mér. Hann fór inn i svefnherbergið, sem var jafnviðkunnan- legt og stofan. Þar lá barn i hvitri vöggu. — Hann er ekki nema fjögurra mánaða, sagði Christa Stiller. — Berið hann inn til min. Hann bar vögguna að sóf- anum. Drengurinn þagnaði um leið og hún tók hann. Hún horfði á dr. Meiser meðan hann hreinsaði slimið úr nefi barnsins. — Eigið þér barn? spurði hún hugsandi. — Nei, ég á sex ára frænda. En þér. — Ég missti barnið mitt, hvislaði hún. Hún hafði ósjálfrátt dregið að sér höndina og barnið fór aftur að gráta. — Rólegur, Jens, hvislaði hún. — Ég er hjá þér. Hann róaðist aftur, þegar hún strauk honum um kollinn. — Þér sjáið, að það er þörf fyrir mig hér, læknir. Ég get ekki farið að fyrirmælum yðar. Það gengur áreiðanlega vel. Smyrslin hafa strax bætt úr. Hún er viljasterk, hugsaði hann, þegar hún stóð á fætur og stóð við hlið hans. Hún var mjög hávaxin og grönn, en samt náði hún honum bara upp að höku. ■—Þarna sjáið þér bara, sagði hún. —Þakka hjálpina. —Ég lit á yður á morgun. Góðan bata... þú lika Jens. Emmy beið frammi. —Viljið þér ekki te, læknir? sagði hún. —Við erum vön að bjóða eitthvað, þegar einhver kemur frá Berling-spitalanum. AÐSTOÐAR- LÆKNIRINN Hann neitaði ekki. Hann fékk köku — heimabakaða. —Hún tekur allt svo alvarlega, sagði Emmy. — Hún var örvingluð. Hún var svo fegin að fá stöðuna. Er það slæmt? —Nei, hún verður góð eftir nokkra daga, ef hún fer vel með sig. —Við Gertrud skulum sjá um það. En hún vill gera allt sjálf. Þér skulið ekkert minnast á barnið hennar, þegar þér komið hingað. Ég segi þetta bara, ef þér skylduð ekki vita það, læknir. —Ég veit ekki neitt um það. Hvað með barnið hennar? —Maðurinn hennar myrti það. Hann henti þvi út úr rúminu, þvi að það grét og hann vildi sofa. Hún skildi, en ekki lifnaði barnið við. —Þetta er hræðilegt, tautaði hann. —Þér megið ekki halda, að ég sé slefberi, en ég er alltaf hrædd um hana, þegar einhver kemur. Hún verður aldrei hamingjusöm aftur, en hún er góð. Við megum þakka fyrir, að hún tók við af Heidi. Hann hafði staðið upp. —Þakka fyrir mig, frú....? Ég veit ekki einu sinni, hvað þér heitið. Alþýðublaðið Þriðjudagur 4. nóvember 1975 Eftir Katrin Kastell — Einkaréttur: Bastei Verlag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.