Alþýðublaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 12
alþýðu Vedríd Veðrið á Reykjavikur- svæði verður svipað og i gær þó ef til vill dálitið kaldara. Vindur verður af suðvestan og það jafnvel stinnings kaldi. Þá má ef til vill búast við slyddu eða slydduéljúm. Hitastig 2—4 gráður Gátan □ SPH< £Mt>R VERSh »B/ my/vT 6£Ð vor/D EFHI 6HÓÍ0K LfíNÞ [ SfírmÉ 5 BfT/N mr:] •úvfíRfí □ 'fíTT Fo/?m //?////V SfíFfí FfDl NÝTfí 5 r 6ÆFU 1 □ mr r//nn S/i- r~ 6/ELT 6LÖÐ SÖörN ¥ S>BF! Útgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar 14900 og 14906. Prentun: Blaða- prent hf. Askriftarverð kr. 800,- á mánuði. Verð í lausasölu kr. 40.-. MEGUM VIÐ KYNNA Sigriður Ella Magnúsdóttir söngkona er fædd á Vitastig 10 i Reykjavik 20. júni 1944. Sigriður erdóttir Leópóldinu Bjarnadóttur og Magnúsar Péturssonar, um- sjónarmanns. Maður Sigriðar heitir Már Magnússon, en hann stundar nám i þjóðháttafræði og söng i Vin i Austurriki um þessar mundir. Asamt náminu kennir Már islenzku i Vinarháskóla, og hefur hann gert það i tvö ár. Sigriðurlauk stúdentsprófi i M.R. árið 1964. t Laugarnesskólanum byrjaði Sigriður að læra á fiðlu, og stundaði hún það nám i 7 ár fyrir tilstilli Ingólfs Guðbrands- sonar. Jafnframt þessu námi söng Sigriður i kór, sem siðar var skirður Polyfónkórinn, og i Tón- listaskólanum, þar sem hún lagði stund á tónfræði sem aðalgrein. Sigriður tjáði okkur það, að frá 13 ára aldri, hefði hún lært söng hjá flestöllum söngkennurum á land- inu. Um söngnám sitt erlendis sagði Sigriður: ,,Ég tók kennarapróf i söng i Vinarborg árið 1968, en lokapróf tók ég i febrúar 1975. Við spurn- ingu okkar um hennar skemmti- legasta og minnisstæðasta hlut- verk, sagði Sigriður: „Brúðkaup Figarós er mér þar efst i huga og tónleikar þar sem ég söng einsöng með kór og hljómsveit i stærstu og virðulegustu sönghöll Vinar. Um áhugamál sin og tómstundir hafði Sigriður þetta að segja: ,,Ég hef mikinn áhuga á stjörnu- speki, og les töluvert i þvi efni. Einnig hef ég lagt stund á fræði Pythagórasar, yoga, dulspeki guðspeki og allt sem þvi er skylt. Ég er i óopinberum alþjóölegum hóp, sem er i fólk af ólikum þjóð- ernum, og ólikum stéttum, svo sem arkitekt, dulspekingur, yoga, sálfræðingur og ýmsir aðrir. Markmið þessa hóps er að safna KÓPAVOGS APÓTEK íOpið öll kvöld til kl. 7 iLaugardaga til kl. 12 SENDIBILAS7ÖDIN Hf fólki sem hefur likar skoðanir og hver og einn meðlimur hópsins. Meginkjarni þessa hóps er 9 menn. Hópurinn hittist siðan öðru hverju þar sem meðlimir hans bera saman bækur sinar,” sagði Sigriður að lokum. 0KKAR Á MILLI SAGT KUNNUGIR telja að eiturlyfjaneyzla og hassreykingar hafi heldur dalað undanfarin tvö ár og þess séu nú færri dæmi að unglingar hefji neyzlu eiturefna af fikti. Hins vegar sé það sama fólkið, sömu hóparnir, sem halda sig við efnið og noti hass og önnur sterkari efni að staðaldri. Þannig eru þessi efni að hverfa sem tizkufyrirbrigði, en við að eignast fámennan kjarna ungs fólks, sem orðið er eitrinu að bráð. GÁRUNGARNIR fullyrða að Halldór E. Sigurðsson hafi haft öryggi þeirra, sem ferðast muni um væntanlega Borgarfjarðarbrú i huga þegar hann lagði fram á Alþingi frumvarp um aukið öryggi fyrir kafara... SAGT ER að Sildarvinnslan i Neskaupstað láti sin eigin fyrirtæki vinna mestan hluta þess uppbyggingastarfs, sem hægt er að gera. Reikninga sendi Sildarvinnslan siðan til Viðlagasjóðs, sem geriði þá möglunar- laust. Þannig fái nefnt fyrirtæki þann hagnað sem hlyzt af verktökunni — en almenningur greiðir með einu söluskattsstgi, sem bætt var á vegna náttúruhamfaranna i Neskaupstað. FISKURINN er ekki aðeins hornsteinn islenzks efnahagslifs, hann er lika örlög þess, segir i greinargerð nokkurra kennara og nemenda við norskan sjávarútvegsskóla, en þeir voru i kynnisferð hér i sumar og hafa ritað skýrslu um athuganir sinar. Þeir benda á að ef eitthvað bresti i aflamagni þá geti rikið ekki hlaupið undir bagga með út- gerðinni — þvi rikiskassinn sé algerlega háður fiskveiðunum. LÖGREGLAN brá skjótt við og lokaði á laugardaginn spilavitinu i húsinu gegnt Lögreglustöðinni eftir að frétt um rekstur spilavitisins birtist i Alþýðublaðinu. Ekki er kunnugt um hvort hér var um endan- lega lokun að ræða og hvort mál þeirra, sem staðinn ráku verða send til sakadómsmeðferðar, eða hvort spilaglaðir menn geta bankað upp að nýju meðfulla vasa fjáraðliðnum einhverjum tima. BJARNI ÁRNASON veitingahúsaeigandi færir stööugt út kviarnar. Hann á veitingastofurnar Brauðbæ við Öðinstorg og Krána við Hlemm- torg, og nú hefur hann tekið við rekstri hins gamla og vinsæla kaffi- bars, sem Silli og Valdi ráku um áraraðir á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis. 0RVAR HEFUR ORÐIÐ^I Dagblaöið i gær upp- lýkur sinum munni með miklum rembingi útaf „styrk” sem alþingi veiti blöðunum i Reykjavík, að hluta, og flokkarnir geti svo milgrað út til styrktar landsmálablöðum slnum. I þessu sambandi ræðir blaöið um ölmusur og telur sig nú ekki aldeilis upp á slikt komið! Alltaf er það ánægjulegt, þegar einhverjum gengur vel og getur af eigin ramleik brotið sér braut. Rétt er þó að gera sér alveg ljóst, þegar talað er um ölmusur, hver það er, sem ölmusuna þiggur i raun og veru. Dagblöðin láta rikisstofnunum i té 450 eintök hvert daglega, þegar blöðin koma út. Askriftarverð á þessum eintakafjölda er verulega hærra en „styrkurinn”, sem blöðin fá. Væri sami eintakafjöldi seldur i lausasölu lengist bilið enn blöðunum i óhag. Á siöustu fjárlögum mun „blaðastyrkurinn” hafa numið um 32 milljónum, en nú er reiknað með á nýframlögðu fjárlaga- frumvarpi 27 1/2 milljón. „Styrkupphæð” rikisins stefnir þvi i gagnstæða átt við það, sem varðar útgáfukostnað. Menn geta auðvitað endalaust deilt um, hversu rétt- mætt sé, að veita fé úr sameiginlegum sjóði landsmanna, eða ekki. Um það verða vist skiptar skoðanir. Á hitt er þó vert að benda, i tilefni af kok- hreysti hins „frjálsa og óháða” Dagblaðs, að það sýnist nú flestum, sem heldur litið fari fyrir hinu auglýsta frelsi. Yfirleitt mun flestum finnast, að hér sé gamli Visir á ferð- inni og svo sem ekkert i endurbættri útgáfu. Þetta er nú allur smellurinn. Með þessu er á engan hátt verið að amast við hinu „frjálsa blaði”. Það gæti átt sinn fulla tilveru- rétt,en helztekki meðþvi að kafna eins algerlega undir nafni eins og enn er orðið. Allt þetta þyrfti að standa meira til bóta, til þess að vera meira sann- færandi um frelsið. FIMM á förnum vegi Spurt í Sandgerði í gær: Mannstu eftir öðru eins? Sumarliði Lárusson: „Ég man ekki eftir eins mikilli flóðhæð og var hér i nótt, en hins vegar hef- ur brimið oft verið mun meira. Við Sandgerðingar bjuggumst ekki við svona miklum veður- ofsa, þótt við vissum af þvi að illviðri væri i nánd.” Þórhallur Gislason hafnarvörð- ur: „Ég veit varla, en ég held að ég geti fullyrt að þetta er með þvi verra sem ég man eftir. Það hjálpaðist allt að til að gera ástandið eins slæmt og bar vitni, loftvogin stóð lágt og auk þess stórstraumur og stórbrim.” Magnús Jóhannsson, kafari: „Það er ekkert að marka það þótt ég muni ekki eftir öðrum eins hamförum, þar sem ég er það ungur að árum, en ugglaust hefur veðurofsinn einhvern tim- ann verið meiri.” Kristinn Lárusson, verkamað- ur: „Ég held ég muni tæplega eftir öðru eins. Þó voru hér miklar hamfarir árið 1970, en þaö hefur þó varla verið verra þá. Það er fyrst og fremst hin mikla flóðhæð sem gerði ástandið svona slæmt i nótt.” ólufur Gunnlaugsson, trésmið- ur: „Ekki held ég það, enda er ég ekki gamall. Flóðhæðin og brimið var geysilegt, en málin hefðu farið ver ef hinn nýbyggði varnargarður hefði ekki verið fyrir hendi.” ✓

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.