Alþýðublaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 5
Skuggi yfir Tndlandi Hinn 15. ágúst 1947 flutti fyrsti forsætisráðherra Indlands, Jawa- harlal Nehru, ræðu i tilefni þess að Indland hafði hlotið sjálfstæði. í þessari sögulegu ræðu sagði Nehru: „Indland mun vakna til lifsins og frelsisins.” 011 heims byggðin hlýddi með hrifningu á þessa yfirlýsingu þjóðarleiðtog- ans og Indverjar sjálfir fylltust þjóðarstolti yfir þvi að Indland, þessi önnur fjölmennasta þjóð heimsins, tæki forystu 1 þessum heimshluta, um það að setja á stofn lýðveldi þar sem almenn mannréttindi yrðu virt og þegn- unum yrði tryggt réttaröryggi og atvinnuöryggi. Þjóðfélagslegt ástand var að visu hörmulegt i landinu, hungur og almenn fáfræði, en þrátt fyrir það átti Indland þá nýja upprenn- andi stétt ungra og vaskra hug- sjónamanna, sem hlotið höfðu menntun sina i Bretlandi og öðr- um menningarlöndum Vestur- landa. Það má þvi segja að lýð- ræðissinnar um allan heim hafi haft fyllstu ástæðu til að vera bjartsýnir um framtið landsins og um leið hugleitt þau margvislegu menningaráhrif, sem nýtt frjálst Indland hefði á nærliggjandi þjóðir og alþjóðleg samskipti al- mennt. Þvi er heldur ekki að leyna að Indland hefur lengst af notið mikillar virðingar á alþjóðavett- vangi. Að visu hefur árangur i uppbyggingu landsins ekki orðið sem skyldi en á þvi munu án efa vera margar skýringar, sem ekki verða ræddar hér að sinni. Hinn 26. júni 1975, tuttugu og átta árum eftir að Nehru flutti sina áhrifamiklu ræðu, var önnur áhrifamikil ræða flutt indversku þjóðinni og reyndar allri heims- byggðinni. í þetta sinn var það Indira Gandhi, dóttir Nehrus, sem flutti þjóðinni boðskap sinn. 1 ræðusinni sagði Indira Gandhi að indverska þjóðin gæti ekki lengur haldiðáframá braut lýðræðislegs stjórnskipulags, i það minnsta ekki fyrst um sinn. Hún sagði að þjóðarnauðsyn krefðist þess, að lýðræðislegt réttarfar yrði af- numið um stund meðan stjórn- völd ynnu að þvi að koma á póli- tisku jafnvægi i landinu. Hún sagði að andstæðingar stjórn valda, stjórnarandstaðan/ynni að þvi að gera sig tortryggilega i augum almennings i landinu og auk þess hefði gagnrýni þeirra lamandi áhrif á allt stjórnkerfi landsins sem siðan hefði mjög neikvæð áhrif erlendis og leiddi til þess að virðing landsins útávið færi dvinandi. I framhaldi af þessum skýring- um lét Indira Gandhi handtaka flesta af helztu forystumönnum stjórnarandstöðunnar og þar á meðal leiðtoga Jafnaðarmanna Jayaprakash Narayan, sem hafði beitt sér fyrir þvi að afhjúpa spill- ingu i embættismannakerfi og stjórnkerfi landsins. Þessi 73 ára gamli baráttumaður og hug- sjónamaður var settur i varðhald og situr þar enn ásamt þúsundum annarra pólitiskra fanga. Þá var gefin fyrirskipun um stifa ritskoðun á öllum dagblöð- um landsins, útvarpi og sjón- varpi. Erlendir fréttamenn voru reknir út landi hópum saman og þeirsem eftir voru urðu að fallast á ritskoðun á þvi efni, sem þeir sendu frá sér. Um þessa fáu fréttamenn, sem eftir voru, má reyndar segja, að þeim gafstyfir- leitt litill kosturá að sjá og heyra, það sem þeir helzt höfðu áhuga á. Til dæmis var öllum erlendum fréttamönnum meinað að hlýða á réttarhöld vegna pólitiskra mál- efna, eða heimsækja pólitiska fanga, svo nokkuð sé nefnt. Þrátt fyrir þessar fasistisku að- gerðir berast þó fréttir frá Ind- landi. Augljóst er að almenn mannréttindi hafa nú verið skert mjög raunverulega og stjórnvöld eru á varðbergi gegn hvers konar gagnrýni. Ýmsir hafa verið að velta þvi fyrir sér hvort Indland sé í raun og veru komið á það stig, að lýðræðislegt stjórnarform geti viðgengizt i landinu. Þeir, sem reynt hafa að verja aðgerðir stjórnarinnar benda á, að st jórnin og þá fyrst og fremst forsætisráð- herrann, hafi orðið að gripa i taumana. Ef ekki, hefði alger upplausn skapazt i landinu og Indira Gandhi hefði, ef til vill, orðið að láta af störfum fyrir embættisafglöp og ýmisskonar fjármálaóreiðu og mútur. Þeir telja þvi að styrkur Indiru Gandhi sé eintnitt fólginn i þvi að láta hart mæta hörðu. Yfirleitt munu fréttaskýrendur á Vesturlöndum sammála um að spillingin i ind- verska stjórnkerfinu sé einhver sú mesta i heiminum. Gagnrýnin á þvi án efa við mikil rök að styðj- ast. En þvi er nú einu sinni svo farið með þá sem valdið hafa, að þeir vilja ógjarnan undirskrifa sinn eigin dauðadóm. Það er þess vegna sem Indira Gandhi neitaði að opinbera spillinguna i stjórn- kerfinu. En það var ekki nóg. Hún þurfti einnig að sjá til þess, að þeir sem börðust gegn þessari spillingu yrðu settir undir lás og slá. Með öðrum orðum lýðræðið var afnumið á Indlandi. Viðbrögð fjölmiðla og stjórn- málamanna utan Indlands hafa yfirleitt verið Indiru Gandhi mjög óhagstæð. Hún og stjórn hennar hafa þvi sett á stað mikla herferð til þess að réttlæta aðgerðirnar. Þessi herferð beinist fyrst og fremst gegn forystumönnum stjórnarandstöðunnar sem flestir eru enn i fangelsum og geta þvi ekki tekið þátt i umræðum né skýrt sitt mál. Enginn vafi er á þvi að þessar aðgerðir hafa haft sin áhrif i landinu sjálfu, en útávið hefur hróður Indlands minnkað með hverjum degi sem liður. Fyrir hugsjónamenn og braut- ryðjendur, sem á sinum tima þurftu að færa miklar fórnir i sjálfstæðisbaráttu Indlands, hljóta þetta að vera þung örlög. Aftursætismaðurinn er hið mesta þarfaþing Aftursætisökumenn geta verið gagnlegir, seg- ir i nýútkominni skýrslu, sem hjólbarðaframleið- andi einn hefur látið gera. Niðurstöður slysa- rannsókna um allan heim sýna að umferðaróhöpp eiga sér flest stað þegar ökumaðurinn er einn í bílnum. Syfjaður, athyglisljór öku- maður sér ekki umferðarmerk- in og tekur ekki eftir þvi hvenær akstursskilyrði versna. Hinn ræðni farþegi, hversu illa séður sem hann annars kann að vera, verkar sem auka augu og eyru og auðveldar bilstjóran- um að halda vöku sinni. Hér er listi yfir aðstæður, þar sem aft- ursætisökumaðurinn svonefndi getur vcrið gagnlegur, sam- kvæmt skýrslunni: HANN fylgist með vegakort- inu ef um lengri akstur er að ræða og gáir að vegamerkjun- um og umferðamerkjum. HANN gætir þess að hurðir séu vel lokaðar og sér til þess að aðrir farþegar, einkum börn, séu ekki að fitla við hurðarhúna. HANN tekur eftir þreytu- merkjum hjá bilstjóranum og leysir hann af smástund ef hann getur, en fær hann til að hætta akstri ctla. Börnin HANN gætir barnanna og seg- ir þeim sögur svo þau séu siður nuddandi og nagandi og fari þannig i taugarnar á bilstjóran- um. HANN heldur afturgluggan- um hreinum og gætir þcss að þar séu ekki yfirhafnir eða laus- ir smáhlutir, sem byrgja sýn og geta orsakað hættu. HANN stjórnar útvarpinu, hækkar eða lækkar eftir þörf- um, skiptir um stöð eða man að kveikja þegar veðurfréttirnar koma. Skýrslan bendir lika á að þessi oft á tiðum illa séði farþegi geti gert ferðina ánægjulegri og öruggari með þvi að sjá um smáatriði eins og að kveikja i sigarettu fyrir ökumanninn. Fjölkvæni algengt í Bandaríkjunum I Bandarikjunum, vöggu kven- frelsishreyfingarinnar, stunda milli 25-30.000 karlmenn fjöl- kvæni. Engar nákvæmar tölur eru til um fjölda þeirra kvenna, sem hafa sætt sig við að búa i félagi um mann sinn, en sam- kvæmt danska blaðinu Aktuelt er áætlað að þær séu nú um 100.000. Það þýðir i raun að hver karl- maður sem býr við fjölkvæni hefur þrjár til fjórar konur i sæng sinni. Fjölkvæni er að sjálfsögðu bannað með lögum, svo hér er ekki um vigða sambúð að ræða. Meginþorri þessa fólks býr i smáþorpum i fjallarikjunum Montana og Nevada, svo og Idaho og Arizona og i mormónarikinu Einnig er nokkuð um þenn- an sambýlishátt í Mexikó og Kan- ada aö sögn sömu heimilda. Rödd jafnaðarstefnunnar |alþýðu| Eina úrræðið Það leynir sér ekki, að rikisstjórnin er búin að missa alla stjórn á þjóðarskútunni. Almenning- ur i landinu er búinn að gefast upp á henni. Það sýna þær aðgerðir, sem menn hafa gripið til þegar allt hefur verið komið i óefni. Rikisstjórn- in fæst ekki til eins né neins nema henni sé stillt upp við vegg. Þá fyrst er eins og ráðherrarnir taki við sér og hefji undirbúning að aðgerðum, sem löngu eru orðnar knýjandi. Þegar við erfiðleika er að etja i þjóðarbú- skapnum er ljóst, að við þá verður ekki ráðið nema þjóðin standi saman um lausn þeirra. Rikisstjórn getur ekki leyst slik vandamál i and- stöðu við t.d. aðila vinnumarkaðarins. Þvi traustari samvinnu, sem hún getur stofnað til við þá um lausn vandans, þeim mun auðveldari verður hann viðfangs. Þvi fleiri hagsmunaaðil- ar, sem eru samábyrgir um ákveðnar lausnir, þeim mun meiri von er til þess, að þær beri ár- angur. Þetta hefur Alþýðuflokknum lengi verið ljóst. í kosningabaráttunni i fyrravor þegar öllum hugsandi mönnum var orðið ljóst hvert stefndi i efnahagsmálum þjóðarinnar lögðu talsmenn Al- þýðuflokksins þunga áherzlu á, að sú rikis- stjórn, sem við tæki, gerði sér far um að koma á traustri samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, fyrst og fremst verkalýðssamtökin, um, hvernig við málum skyldi brugðizt. í stjórnarmyndun- arviðræðum, sem fram fóru að kosningunum loknum, lagði Alþýðuflokkurinn mjög þunga á- herzlu á einmitt þetta atriði, en aðrir stjórn- málaflokkar og þá fyrst og fremst Framsóknar- flokkurinn aftóku það með öllu. Og nú hefur Framsóknarflokkurinn fengið að spreyta sig einn með ihaldinu i rikisstjórn, sem hefur rýrt sig öllu trausti sakir getuleysis og stirfni — og vandinn er nú enn meiri en hann var fyrir einu og hálfu ári, þegar þessi rikisstjórn tók við völd- um. Hafi menn eitthvað getað lært af þessari reynslu þá ætti það að vera, að vandamál eins og þau, sem við er að fást i efnahagsmálum þjóðarinnar, verða ekki leyst nema af ábyrgri rikisstjórn, sem gerir sér far um að hafa sam- ráð og samvinnu við hagsmunasamtökin i land- inu, og þá fyrst og fremst verkalýðshreyfing- una. Það er enn ekki orðið of seint að gripa til þessa úrræðis. Verkalýðshreyfingin hefur enn einu sinni boðið samstarf, en núverandi rikis- stjórn hefur ekki virt það tilboð svars frekar en önnur af svipuðu tagi, sem henni hafa verið gerð. Það er þvi ljóst orðið, að rikisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins annað hvort getur ekki eða vill ekki velja þá leið, sem leitt getur til árangurs i baráttunni við óðaverð- bólguna. Áframhaldandi seta hennar mun þvi aðeins skapa enn meiri vandræði fyrir þjóðina. öll ytri ummerki benda til þes, að rikisstjórn- in eigi ekki langt eftir. Hún hefur misnotað öll sin tækifæri og glutrað úr höndum sér öllum sin- um verkefnum. Á einum stað á landinu hefur hún þó enn tökin, en það er innan veggja Alþing- is. Spurningin er aðeins sú hversu lengi þau tök endast henni til lifs eftir að hún hefur fyrir löngu gefið upp á,bátinn allar tilraunir til þess að hafa stjórn á þjóðarskútunni. Þriðjudagur 4. nóvember 1975 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.