Alþýðublaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT Ófriðarstaðir. Þvi verður vist varla haldið fram með rökum og sanngirni, að menntayfir- völdin sitji á sérstökum friðstóli um þessar mundir. Hver hópurinn á fætur öðrum safnast saman, til þess að tjá vanþóknun sina á vinnubrögðum og ráðslagi þar á bæ. Á margan veg standa skólarnir ráð- þrota. Gunnskólalögin, sem áttu i upphafi, að taka gildi á tiu ára timabili, svifa auðvitað enn i lausu lofti. Engin heildaráætlun er til, með hvaða hætti breytingin skal gerast og þaðan af siður, að unnt sé að átta sig á, hvernig framkvæmdin muni verða. Af þessu leiðir svo að skólunum er óhægt, eða jafnvel ógerlegt að skipuleggja starfið nema frá degi til dags, og þá helzt með þvi að leggja aðalorkuna i að geta i eyður, hvað næst muni verða fært upp á diskinn og freista að samhæfa sig, með likindareikningi, þvi, sem næst berist i fyrirmælum. Þetta er i raun og veru sigling i Austfjarðaþokunni, án ratsjár. En á þeim sjó skiptast býsna titt á allskonar öfugstreymi kringum blindsker og klakka. Verkmenntun er númikið lausnarorð i margra munni. Ekki er ástæða til að andæfa þvi, að verkmenntun er hverri þjóðbæði dýrmæt og nauðsynleg. Helzt af öllu þyrfti hún þó að vera annað og meira en skráðar fyrirætlanir, sem aðallega er framkvæmt með bla bla umræðum. Ég hefi áður leyft mér að draga að þvi verulegar likur, að fyrir- ætlunin um aukna verkmenntun i skól- um, samkvæmt fræðslulögunum 1946, strandaði einkum á fjárskorti. öll tæki, sem skólarnir þarfnast, til þess að verk- nám verði framkvæmt, eru geysilega dýr. Ég hygg að ekki fari langt frá lagi, að áætla, að tæki til verkkennslu séu þrefalt til fjórfalt dýrari en tæki til bóknámskennslu. Þessi hlutföll hafa litið breytzti timanna rás. Með hliðsjón af þessu ástandi kemur vissulega eins og þruma úr heiskiru lofti, að nú er fyrirhugað að skera niður fjárframlög til menntakerfisins. Hér eru á ferðinni sömu vinnubrögðin og þegar hinir nafn- toguðu Bakkabræður reistu gluggalausa húsið og ætluðu að bera birtuna inn i pottlokum sinum. En það er meira blóð i kúnni. Undanfarin ár hefur litið verið sinnt um kennaramenntun i verk- Siglt í „Aust- fjarðaþoku”! náminu. Arangurinn er auðvitað sá, að kennarastéttin i þessum fræðum er alls varbúin nokkru verulegu átaki, til þess að efla verkmenntunina. Þetta kemur fram i kennaraskorti nú þegar, til að annast þá litlu verkmenntun, sem skólarnir hafa haft á dagskrá til þessa. Menn geta svo getið sér til um, hvernig fara myndi, ef nú ætti að auka hér stór- lega við. Sambandið milli iðnskóla og almennu skólanna i þessu efni er ákaf- lega óljóst. Þar virðist hver kássast upp á annarra jússu skipulagslitið, að ekki séu notuð nein stóryrði. Hönnun á iðn- greinamenntun er sáralitiil, sem mönnum mátti augljóst vera af kröfu- göngu iðnnema nú fyrir skemmstu. Segja má, að hér sé þó alls ekki allt upp Eftir Odd A. Sigurjónsson talið. Þörf okkar fyrir menntaða iðnaðarmenn er ljós, og með hækkandi ibúatölu þarf auðvitað að auka mann- fjöldann sem sinnir þeirra verkefnum. En það væri þó of fljótt yfir sögu farið, að við þetta eitt mætti sitja. Menn eru með réttu sammála um, að á næstu ára- tugum þurfi iðnaðurinn að taka við megninu af aukningu landsmanna, þar eð aðrar atvinnugreinar séu ekki i brýnni þörf fyrir vinnuafl, nema rösk- lega til viðhalds. En ef þetta er viður- kennt, vakna ýmsar aðrar spurning- ar.Skyldi ekki vera full þörf fyrir iðnað- inn, að eiga kost á starfskröftum, sem eru undir það búnir, að axla byrðar starfsins? Hvað er gert til þess að koma til móts við fólk, sem kýs að snúa sér að iðnverkum? Vera má, að ýmislegt, sem þessu til- heyrir, krefði ekki langskólanáms. En svo eru aftur aðrar greinar, sem byggja meira en minna á sérhæfðum vinnu- krafti. Þvi skyldi ekki vera hugað að þessum þörfum? Við stærum okkur náttúrlega af eðlisgreind ogbrjóstviti og sú var tið, að landsmenn urðu að vera ,,smiður,kóngur, kennari, kerra, plógur, hestur” eins og þar stendur, hver fyrir sig. Þessi tími er liðinn, hvort sem mönnum likar betur eða verr. Breyttum háttum verður ekki mætt, nema með raunhæfum aðgerðum. Innihaldslausar áætlanir og fjas áorka iitlu. Ekki á það sizt við, þegar gerðirnar stangast á við orðin. fílK Poppið eða pólitíkin? Heldur bærilega blæs fyrir kommúnistum á Italiu þessa dagana. Samkvæmt skoð- anakönnun, um vinsældir stjórnmálamanna, er nýlega var gerð þar i landi, kom fra, að vinsælasti stjórnmála- maður ttala um þessar mundir er leiðtogi kommún- istaflokksins, Enrice Ber- linguer. Athyglisvert þótti, að að- eins einn af núverandi stjórnarleiðtogum, Aldo Moro, komst á þennan vin- sældalista, en var neðarlega i röðinni. Á myndinni sjáið þið heimsins stærsta bergkristal. Kristallinn fannst i Arkansas og vegur hvorki meira né minna en 1.8 tonn. Hann er nú hafður til sýnis I Mifnchen og varð aðkljúfakristalinn i tvo hluta, svo hægt yrði að flytja hann. Raggri rólegi BRRX * . 4-0 /Ve fsklc... /4f) PIÓOM Fr ap Múfz..1! Alþýðublaðiö IÁSKÓLABÍÓ stmi 2»4o S.P.Y.S. Einstaklega skemmtileg brezk ódeilu- og gamanmynd um njósnir stórþjóöanna. Brezka háöiö hittir i mark i þessari mynd. AÖalhlutverk: Honald Suther- land, Elliott Gould. ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bhóíbi IÝJA fiíó Slmi 1154j#; ÚNABÍÚ Simi :tllK2 Ný, brezk kvikmynd, gerö af leikstjóranum Ken Kussell eftir rokkóperunni Tommy, sem samin er af Peter Towns- hend og The Who. Kvikmynd þessi var frumýnd i London i lok marz s.l. og hefur siöan veriö sýnd þar viö gifur- lega aösókn. Þessi kvikmynd hefur allstaöar hlotiö frábær- ar viötökur og góöa gagnrýni, þar sem hún hefur veriö sýnd. Myndin er sýnd i stereo og meö segultón. Framleiöendur: Robert Stig- wood og Ken Russell. Leikendur: Oliver Reed, Ann Margret, Roger Daltrey, El- ton John, Eric Clapton, Paul Nicholas, Jack Nicholson, Keit Moon, Tina Turner og The W'ho. Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15. ÍSLENZKUR TEXTI. Bönnuö börnum yngri en 12 ára. Hækkaö verö. Lokaorustan um apaplánetuna Spennandi ný bandarisk lit- mynd. Myndin er framhald myndarinnar Uppreisnin á Apaplánetunni og er sú fimmta og siöasta i rööinni af hinum vinsælu myndum um Apaplánetuna. Roddy McHowall, Claude Akins, Natalic Trundy. Bönnuö innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TOMMY Verndum líf - verndum vot- lendi - LANDVERND 'i HAFNARBII Simi 10444 Meistaraverk Chaplins: SVIÐSLJÓS Hrifandi og skemmtileg, eitt af mestu snilldarverkum meistara Chaplins og af flest- um talin einhver hans bezta kvikmynd. Höfundur, leikstjóri, aöal- leikari: Cliarli Chaplin, ásamt Clarie Bloom, Syndey Chaplin. ISLENSKUR TEXTI Hækkaö verö. Sýnd kl, 3, 5.30, 8.30 og 11. Ath. breyttan sýningartima. LAUGARASBlÚ m-i Barnsrániö liLACh WINDMILL A UNIVERSAL RELEASF Ný spennandi sakamálamynd i litum og cinemascope meö IS L E N Z K U M TE X TA. Myndin er sérstaklega vel gerö, enda leikstýrt af Don Siegel. Aöalhlutverk: Michael Caine, Janet Suzman, Donald Pleasence, John Vernon. Bönnuö börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 7 morö i Kaupmannahöfn 7M0RD I K0BENHAVN Ný spennandi sakamálamynd i litum og Cinemascope meö islenskum texta. Sýnd kl. 11. Bönnuö börnum innan 16 ára. STJðRNUBÍÓ Slm. Hættustörf lögreglunnar The New Centurions ÍSLENXKUR TEXTI Raunsæ æsispennandi og vel leikin amerisk úrvals- kvikmynd i litum og Cinema Scope um lif og störf lögreglu- manna i stórborginni Los Angeles. Meö iírvalsleikurunum Stacy Keach, George C. Scott. Bönnuö innan 14 ára. Endursýnd kl. 6, 8 og 10. Síöasta sinn. hefur opið pláss fyrir hvern sem er HORNID sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins, Síðumúla 11, Reykjavíh [alþýðul mm Hringið í Þriðjudagur 4. nóvember 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.