Alþýðublaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 3
Steffnuliós Kjartan Jóhannsson skrifar O Sérsköttun hjóna í framkvæmd Sérsköttun hjóna hefur verið til umræðu annað veifið i mörg ár. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa tvivegis á Alþingi lagt til, að hætt verði að skatta hjón sameiginlega samkvæmt framtali eiginmannsins (sem konan fær reyndar að skrifa undir), heldur skuli þau skatt- lögð sitt i hvoru lagi eftir framtali hvors um sig. Og fjármálaráðherra hefur nú boðað, að hugmyndir sérfræð- inga hans i þessum efnum séu til athugunar á fjármálaráðu- neytinu. í fjárlagaræðu gat ráðherra þess, að hann vænti þess, að kynna mætti hug- myndir sérfræðinganna á þessu ári. Hugmyndir um aðhjón skuli skattleggj- ast sitt i hvoru lagi eru þvi ekki nýjar af nálinni, en á hinn bóginn bendir ýmislegt til þess að til úrslita kunni að draga bráð- lega. f sérsköttun hjóna á að felast viður- kenning á þvi, að hjón séu tveir sjálf- stæðir einstaklingar, þótt þau hafi bundizt samtökum um heimilishald i hjónabandi og vilji styðja hvort annað i blfðu og striðu. 1 sérsköttuninni mundi lika felast viöurkenning á breyttum þjóðfélagshátt- um, því að tvimælalaust-er, að sérsköttun verður sifellt brýnni eftir þvi sem tiðara gerist, að konur stundi atvinnu utan heim- ilis. Sérsköttunin er þannig bæði réttlætis- mál og eðlileg viðbrögð við þjóðfélagsþró- uninni. A hinn bóginn skiptir auðvitað miklu hvernig skattlagningarreglur vegna hennar verða úr garði gerðar. Þær verða að vera sanngjarnar bæði gagnvart þeim heimilum, þar sem bæði hjónin vinna utan heimilisins og eins gagnvart hinum, þar sem einungis einn aðili aflar tekna til heimilisins, hvort heldur um er að ræða annaðhjóna eða einstætt foreldri. Sérsköttunin verður að vera reist á þvi grundvallarsjónarmiði, að hver einstakl- ingur, 16 ára og eldri, skuli vera sjálf- stæður skattþegn án tillits til hjúskapar- stéttar. Eins og nú er háttað tapar konan i reynd hluta af sjálfstæði sinu gagnvart rikinu um leið og hún gengur i hjónaband. Sérsköttunin á að afmá þessa sjálfstæðis- skerðingu. í öðru lagi verður það grund- vallarsjónarmið að rikja við sérsköttun- ina að viðurkenna gildi allra starfa, hvort- heldur þau eru innt af hendi innan heimil- isins eða utan þess. Störf við heimilishald eru þjónusta eins eða fleiri aðila á heimilinu við aðra fjöl- skylduaðila. Þess vegna er eðlilegt að meta þessa þjónustu þeim til tekna, sem veitir þjónustuna, en þeim til gjalda, sem nýtur hennar eingöngu. Að þvi er hjón varðar þýðir þetta, að þvi hjóna, er vinn- ur við heimilishaldið sé reiknuð til tekna eðlileg peningafjárhæð fyrir að stunda heimilisumönnunina, en það hjóna, sem eingöngu þiggur þjónustuna fengi sömu upphæð viðurkennda til frádráttar á sinum tekjum. Þegar konan annast heim- ilið mundu þvi skattar eiginmannsins lækka i samræmi við þennan frádrátt. I þessu felst um leið viðurkenning á gildi heimilisstarfanna. A hinn bóginn tel ég, að einungis hjónin sjálf geti dæmt um hvort þeirra sinni fyrst og fremst heimil- isstörfunum.og þviskuli þeim isjálfsvald sett, hvernig þau skipta þessum frádrætti og tekjutilfærslu á milli sin. Sömu reglur gætu gilt um t.d. móður og son, eða syst- ur, sem halda heimili, og þær ættu reynd- ar að gilda almennt um öll heimili. Þessi þáttur mundi þó ekki hafa áhrif á framtöl einhleypinga (eða einstæðra foreldra með börn innan 16ára aldurs), þar eð sami að- ili er þá veitandi og þiggjandi, greiðandi og gjaldandi. Störf við heimilishald eru vaxandi með aukinni fjölskyldustærð og ætti mat á þeim að taka mið af þvi. Matið á heimilis- störfunum og viðurkenning þess til fram- tals á auðvitað að vera óháð því, hvernig vinnu utan heimilis er háttað og eiga sér jafnt stað, hvort sem bæði hjónin vinna utan heimilis eða annað þeirra. Heimilis- störfunum verður að sinna hvernig sem atvinnu er háttað. Að hinu leytinu er ljóst, að af vinnu beggja hjóna utan heimilisins stafar sér- stakur kostnaðarauki. Þessi kostnaður leggstlika á einstæða foreldra. Skattlagn- ingarkerfið verður að viðurkenna þennan kostnað. Það má aldrei hegna fyrir vinnu. Eins og nú er háttað i þjóðfélagi okkar verður skattkerfið að vera frekar vinnu- hvetjandi en hitt, og þá lika að þvi er varðar vinnu beggja hjóna úti á vinnu- markaði. A sama hátt á það aö taka tillit til sérstakra aðstæðna einstæðra foreldra. Þegar enginn aðili á heimili sinnir ein- göngu heimilisstörfunum, verður að leggja i aukna fyrirhöfn og oftlega kaupa að þjónustu. Nærtækast er að nefna barnagæzlu, en nefna mætti dæmi um fleiri kostnaðarpósta, þótt það verði ekki gert hér. Þennan kostnað á að meta og viðurkenna sem frádráttarlið á tekjum til skatts. Þessi kostnaður vex með fjöl- skyldustærð. Vinnukostnaðarfrádráttur- inn ættiþvihelztað vera það lika.en hann verður jafnframt að vera mismunandi eftir þvi hvort um fulla vinnu er að ræða eða ekki. Til einföldunar er sennilegt, að hann ætti að standa i hlutfalli við vinnu- tekjur — hjá hjónum þá væntanlega i hlut- falli við tekjur þess hjónanna, sem hefur lægri tekjur — upp að ákveðnu hámarki. Á hinn bóginn tel ég eðlilegt, að hjónin sjálf ákveði, hvort þeirra færi frádráttinn á sitt framtal eða hvort þau skipta honum með sér, en skattar mundu lækka i sam- ræmi við frádráttinn. Til þess að vera réttlát á sérsköttunina i framkvæmd þá að fela i sér tvennt. 1 fyrsta lagi á að meta heimilisstörfin þeim til tekna, er störfunum sinnir og þeim til frádráttar, sem er þiggjandi i þessum efnum. 1 öðru lagi á að veita vinnukostn- aðarfrádrátt, þegar enginn aðili sinnir eingöngu heimilisstörfum, þ.e.a.s, hjón- um sem vinna bæði utan heimilis og ein- stæðum foreldrum. # «> €> frettaþraðurinn Dagsími tíl kl. 20: 81866 Kvöldsími 81976 Þrýstihóparnir endursýndir? ,,Ég man ekki til þess að jafn- mikið hafi verið óskað eftir þvi að þáttur yrði endursýndur og hef ég þó starfað hjá sjónvarpinu frá þvi að það hóf göngu sina”, sagði Emil Björnss. fréttastjóri sjón- varps. Þátturinn sem um er rætt er auðvitað „Þrýstihópar og þjóðarhagur” sem Eiður Guðna- son stjórnaði og var sýndur á þriðjudagskvöldið i siðustu viku. En þar komu m.a. fram þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Jónas Haralz, og voru þeir ómyrkir i máli um hvernig til hefði tekizt um stjórn efnahagsmálanna á undanförnum árum. ,,Það hefur komið fram i um- ræðum um þáttinn og hvort hann yrði endursýndur, að engin dæmi séuþess, að svona umræðuþáttur um mál sem er efst á baugi, hafi verið endursýndur. Þetta er ekki rétt, mig rekur minni til þess að það hafi verið gert. Það var i ráði að við, fulltrúar sjónvarps á útvarpsráðsfundum, leggðum fyrir fund ráðsins sem halda átti sl. föstudag, að þátturinn yrði endursýndur daginn eftir, þ.e.sl. laugardag, en þessi fundur var ekki haldinn. Aftur á móti verður fundur i dag, og þá vænti ég að tekinn verði af- staða til málsins. Sjaldan hafa svona þættir vakið jafnmikla athygli og eins og sagði að ofan hafa aldrei komið fram jafnmargar óskir um endursýn- ingu. Það fólk sem þess hefur óskað, er hvort tveggja fólk sem sá þáttinn og vill sjá hann aftur og fólk sem heyrt hefur um hann og vill sjá hann. Svona þættir verða fljótt úreltir og þá verður að endursýna fljótt, ef það verður á annað borð gert. Það er vegna allra þessara óska sem ég vona að útvarpsráð ákveði á fundi sinum i dag að þátturinn verði tekinn til sýning- ar aftur”, sagði séra Emil Björnsson að lokum. Skíðaflug^ Þetta svifsegl er nýjasta fyrir- bærið i skiðaiþróttinni — það er sagt hið gagnlegasta fyrir nýliða, sem geta æft beygjur og stökk á minni hraða, þvi seglið bremsar skiðamanninn — og minnstu kann að muna að hann svifi. Auk þess að vera hentugasta hjálpargagn þeim, sem eru að renna sér i fyrstu skiptin, þá er svifseglið sagt gera skiðaiþrótt- ina enn skemmtilegri fyrir þá, sem lengra eru kornnir, og geta notið þess að svifa i raun og veru. Skrifvélavirkjar í verkfall Fundur sáttasemjara með fulltrúum Fél. skriftvélavirkja og vinnuveiterida stóð frá kl. fimm á sunnudag til klukkan sjö i gærmorgun án þess að samkomu- lag næðist. Skriftvélavirkjar hafa verið i verkfalli siðan á laugar- daginn, en dagurinn i gær var fyrsti vinnudagurinn sem verk- fallið bitnaði á. Hrafn Haraldsson formaður F- élags skriftvélavirkja sagði i samtali við Alþýðublaðið, að fé- lagið hefði verið stofnað á þessu ári og væru meðlimir 26. Þeir annast viðgerðir á öllum skrif- stofuvélum, stimpilklukkum og fleira hjá fyrirtækjum og stofnun- um og verkefni eru næg. Taldi hann liklegt að verkfallsins færi fljótt að gæta ef samkomulag næðist ekki á næstu dögum. Náðst hefur samkomulag um öll mál nema kauphækkanir og orlofsmál og sagði Hrafn að þar bæri tals- vert á milli. 1 gærkvöldi hafði sáttasemjari ekki boðað til nýs fundar með deiluaðilum. Samkvæmt lauslegri könnun sem Alþýðublaðið gerði hjá nokkrum stórfyrirtækjum i gær höfðu ekki orðiðbilanir þá á skrif- stofuvélum. Hins vegar kæmi sér það mjög illa ef þetta verkfall stæði einhvern tima þar sem vélabókhald væri allsráðandi og reglulegt eftirlit nauðsynlegt. Vilja verðjöfnun á símaþjónustu A þingi sem haldið var á vegum Fjórðungssambands Norðlend- inga fyrir skömmu var m.a. fjall- að um simamál. Það var bent á, að simanotendur á höfuðborgar- svæðinu geti hringt i 10 sima- númer innan svæðisins fyrir sama gjald, sem ein minúta kost- ar frá fjarlægari landshlutum til Reykjavikur. Nú er i vinnslu hjá Fjórðungs- sambandinu skýrsla um gjald- skrármismun hjá simanum. Tekið er dæmi um gjaldskrármis- mun. Fyrirtæki á Akureyri sem þarf að hringja til Reykjavikur fimm simtöl á dag, sem taka að meðaltali þrjár minútur og er þá miðað við 250 starfsdaga, þarf að greiða fyrir það kr. 274.500 á ári, eða tæpar 1.000 krónur á starfs- dag. Fyrirtæki i Reykjavik mundi greiða fyrir jafnmörg um- framsimtöl á höruðborgarsvæð- inu kr. 9.150 á ári eða 37 krónur á starfsdag. Þingið krefst þess að þessi aðstöðumunur verði jafnaður og sama gjald tekið fyrir sömu simaþjónusti, hvar sem er á landinu, án álags vegna fjarlægð- ar. Ekki sé mikill vandi að jafna þetta þar sem öll simaþjónusta er rekin af einu rikisfyrirtæki. Þingið telur verðjöfnun á sima- þjónustu miklu auðveldari i framkvæmd heldur en verðjöfnun á bensini og oliu, þar sem um þrjá dreifingaraðila er að ræða. Jón hafði Jón með 2ja atkvæða mun! Mikil spenna var rikjandi við stjórnarkjör á þingi Alþýðusam- bands Norðurlands sem haldið var um helgina. Kosið var um tvo menn i stöðu forseta Alþýðusam- bandsins, þá Jón Karlsson frá Sauðarkróki og Jón Ásgeirsson, sem verið hefur forseti undanfar- in tvö ár. Úrslit kosninganna urðu þau að Jón Karlss. fékk 38 at- kvæði en Jón Asgeirsson 36 oe var þar með felldur úr forsetastóli. Kosningin var skrifleg og voru þeirnafnar til skiptis ofaná þegar atkvæði voru talin, en lokatölur urðu þær sem áður segir. Einnig var kosið sérstaklega um aðra stjórnarmenn og urðu úrslit þau að Alþýðubandalagsmenn hlutu aðeins tvo menn kjörna i stjórn og misstu þar með meirihluta sinn. Mikin átök hafa átt sér stað innan Alþýðusambands Norðurlands á undanförnum árum. Það sem réði úrslitum i þessum kosningum var það, að meirihluti Einingar á Akureyri, sem er stærsta félagið innan sambandsins, studdi Jón Karlsson sem er Alþýðuflokks- maður. Aðrir i stjórn voru kjörn- ir: Jón Ingimarsson, Akureyri, Kolbeinn Friðbjarnarson, Siglu- firði, Guðjón Jónsson, Eyjafirði og ölafur Aðalsteinsson, Akur- eyri. 1 stuttu samtali við Alþýðublað- ið sagði hinn nýkjörni frmaður að hann ætti von á góðu samstarfi innan stjórnarinnar og að hún myndi koma saman innan skamms, enda stórmál framund- an þar sem væru nýir kjarasamn- ingar. Atvinnuleysi í Keflavík A annað hundrað manns hafa látið skrá sig atvinnulausa i Keflavik þar sem þrjú stærstu frystihúsin á staðnum hafa ekki hafið starfrækslu að nýju eftir stöðvun bátaflotans. Forráða- menn þeirra hafa lýst þvi yfir að húsin fari ekki i gang aftur ef samsetning aflans verður svipuð. það er að segja ufsi og karfi að mestu og muni þá togararnir látnir sigla með aflann. Ennfrem- ur haf? þeir sett það skilyrði að húsin fái frekari fyrirgreiðslu banka og stjórnvalda. Samstarfsnefnd verkalýðsfé- laganna við Faxaflóa gekk á fund forsætisráðherra i gærmorgun og lýsti áhyggjum sinum yfir þvi ástandi sem er að skapast á þessu svæði og virðist eiga eftir að versna nema gripið verði til ein- hverra ráðstafana. Engin ákveð- in svör fengust á þessum fundi. Tveim lestum minna í nefið Svo sem kunnugt er stendur nú yfir varnarvika gegn reykingum á vegum Samstarfsnefndar um reykingavarnir og beinist þvi at- hygli manna einkum að þvi tóbaki sem reykt er, en þess má geta hér i lokin, að neftóbakssala hefur farið minnkandi undanfarin ár. Hún reyndist 15,4 lestir fyrstu niu mánuði ársins 1974, en fór niður i 13lestir frá ársbyrjun til septem- berloka i ár. Hafa tslendingar þvi tekið 2,4 lestum minna i nefið á þessu timabili i ár en i fyrra. Alþýðublaöið Þriðjudagur 4. nóvember 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.