Alþýðublaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 2
AUrrEÍÍAFÉIiMiS ÍUIIS tiKllKSASXKii 111 Opin í dag Sérsýning - Gólfefni 75 Húsbyggjendur-Húseigendur t sýningarsal okkar er sérsýning á ýmsum gerðum gólfefna (teppi, parket, dúkur og fU Sýning er opin i dag frá kl. 14—22. Ath.: Ókeypis aðgangur Siðasti sýningardagur. Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf bókhalds- og skrifstofufulltrúa að svæðisskrifstofu Rafmagnsveitnanna á Egilsstöðum. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmanna- stjóra. ■■k ’l Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 f ^ J Reykjavik TAKIÐ EFTIR Basar Verkakvennafélagsins Framsóknar, er laugar- daginn e. Ues. kl. 14 i Alþýðuhúsinu gengið inn Ingólfs- strætismegin. Komið og geriö góð kaup. Basarstjórn. æíh Sunnudaginn 7. desember kl. 16:00 kynna Erik Skyum-Nielsen, danskur sendikenn- ari, og Ingeborg Donali, norskur sendi- kennari, nýjar danskar og norskar bók- menntir. Gestur verður norska ljóðskáldið OLAV HAUGE, sem les úr eigin ljóðum. Verið velkomin. Norræna húsið. Volkswageneigendur llöfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir — Vélarlok Geymslulok á Wolkswagen I allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. [ Alþýðublaðið á hvert heimili ^ Alþýðublaðið RÖDD JAFNAÐARSTEFNUNNAR alþýðu 1 n ct Flokkur, sem Alþýðubandalagið, og á undan þvi Sameiningarflokkur alþýðu-Sósial- istaflokkurinn, hafa verið sterk öfl i islenzkum stjórnmálum og verka- lýðsmálum. Þessir flokkar eru arf- takar hins hreina kommúnista- flokks, sem stofnaður var 1930. Hefur þó oft verið um það deilt, hvort réttmætt væri að kalla Al- þýðubandalagið kommúnistaflokk, en það leggur sjálft i áróðri sinum rika áherzlu á, að það sé aðeins is- lenzkur, lýðræðislegur sósialista- flokkur. Enginn vafi er á þvi, að meirihluti þeirra almennu kjósenda, sem greiða Alþýðubandalaginu atkvæði sin, eru ekki kommúnistar og mundu ekki kæra sig um kommún- istiskt stjórnarfar, t.d. eins og það er i Austur-Evrópu eða á Kúbu, eða islenzka útgáfu af þvi tagi. Hins vegar verður ekki gengið framhjá þeirri staðreynd, að valda- mestu forustumenn Alþýðubanda- lagsins eru kommúnistar, ýms at- riði i stefnu flokksins eru i anda heimskommunismans og málgagn flokksins Þjóðviljinn er kommúnist- iskt áróðursrit. Tilefni er til að rifja þessar stað- reyndir upp nú, af þvi að 45 ára af- mælis stofnunar Kommúnistafl. ísl. hefur verið minnzt með hátiðarsam- komu i Reykjavik, og Þjóðviljinn hefur birt lofgerðarrollu um þennan atburð eftir Einar Olgeirsson. Einar er einn þeirra manna, sem tengja saman hinn gamla, hreina kommúnistaflokk, sem ekki dró dul á stefnu sina og eðli, og hina siðari flokka, sem af tækifærissinnuðum hvötum hafa blekkt þjóðina með þvi að þykjast vera annað. Enn eru fleiri forustumenn starfandi i Al- þýðubandalaginu, sem hófu feril sinn i Kommúnistaflokki íslands og hafa án efa ekki breytt um grund- vallar lifsskoðun, þótt þeir sigli undir fölsku flaggi. Það er mikilsvert i þessu sam- bandi, að Þjóðviljinn er greinilega kommúnistiskt málgagn. Það má sjá á blaðinu svo til hvern dag. Þvi er að visu ætlað að endurspegla sauðagærupólitik Alþýðubandalags- ins, en blaðið á erfitt með að fóta sig gengur aftur á þeirri linu. Það kom nú siðast i ljós i afstöðu þess með portúgölskum kommúnistum, sem eru strangir harðlinubyltingamenn. ítalskir kommúnistar hafa tekið afstöðu á móti þeim, en ekki Þjóðviljinn. Þá er greinilegt af Þjóðviljanum, að hann tekur afstöðu með Sovétrikj- unum gegn Kina i innri baráttu hinna kommúnistisku stórvelda. Alþýðubandalagið þykist vera óháð hinum sovézka heims- kommúnisma og tekur stundum af- stöðu til að sýna það. En þrátt fyrir allt er haldið við samböndunum, vissir menn fara reglulega austur til Moskvu, þar er rúm fyrir islenzka námsmenn, þaðan koma ferða- styrkir og önnur aðstoð til hins kommúnistiska kjarna Alþýðu- bandalagsins. Það var nýlega viður- kennt af formanni Alþýðubanda- lagsins, sem er valdalaust peð til þess ætlað að sanna ,,hina nýju mynd” kommúnismans i Alþýðu- bandalaginu, að erlendir kommún- istaflokkar byðu bandalaginu á al- þjóðlegar ráðstefnur sinar. Þótt boðin séu oftaSt ekki þegin (til að sýnast), þekkja hinir erlendu kommúnistaflokkar sina. Þess vegna bjóða þeir. Það er ekki að ástæðulausu, að minnzt hefur verið 45 ára afmælis Kommúnistaflokks Islands. Hann hefur lifað, þrátt fyrir nafnbreyt- ingar, og afmælinu var ætlað að minna á, að flokkurinn mun lifa á- fram. Það ættu kjósendur Alþýðu- bandalagsins að ihuga vandlega. Sem betur fer hefur Alþýðubanda- lagið hjakkað i þvi 'farinu að fá 16- 19% atkvæða, örlitið meira eða minna eftir aðstæðum. Kommúnist- um hefur ekki tekizt að brjótast gegnum 20% múrinn og verða ,,stór” flokkur. Nú er ekki bjart framundan fyrir þá. Margir af dug- legustu forustumönnum þeirra fara að hætta vegna aldurs, fáir nýir koma i staðinn, nema nokkrir rit- höfundar og stofukommar, sem hið breiða verkalýðsfylgi flokksins mun ekki sætta sig við. Það er hin nýja kynslóð þróttmikilla jafnaðar- manna, hinir einu sönnu lýðræðis- sósialistar, sem eiga leikinn. Ásgeir Magnússon -In Memoriam f. 24. 11. 1923 d. 28. 11. 1975 Kola á Kveldúlfsbryggju, kuðung undir steini, drógum drengir tveir. ' Fló i flæðarmáli, fiskititt á króki, öllu mátum meir. Fórum vitt um fjörur, flæðarmálið tæra geymdi gersemar. Sundin svelli bundin seiddu hugi unga, kvöld var kJakavök. Vitatorg um vetur, völlur æskuleikja, skóf i skafla fönn. Sumarkvöld við sundin, sendinn fjörukambur rétt við Rauðará. Þar i þarabingi þöngulhausaslagur stóð með strákum tveim. Horfinn ert þú héðan hvilu drottins feginn, bernsku-bróðir minn. Við þig vil ég segja, vinur, á stund dauðans: Hafðu hjartans þökk. Eitt þig aldrei skorti, ævidaginn stranga, dyggðir drengskapar. Lifir i ljúfu minni leikfélaginn góði, lifs um liðinn dag. Jón Ingimarsson Föstudagur 5. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.