Alþýðublaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 3
Stefnulfós Bjarni Magnússon skrifar o Er verið að slátra kúnni sem á að mjólka? 1 niðurstöðu sérfræðinga um iðnað á íslandi (sjá þróun iðnaðar-yfirlit yfir stöðu is- lenzks iðnaðar og spá um þró- un hans fram til 1980) kemur fram sú skoðun að iðnaðurinn verði ekki til þess að taka við vinnuafli framtiðarinnar. Aðrir sérfræðingar benda á að miðað við tæknivæðingu og af- kastagetu muni hvorki sjávar- útvegur né landbúnaður taka við aukningu vinnuafls i nán- ustu framtið og verði þvi að treysta á getu iðnaðar i þeim efnum. Vafalaust hristir ein- hver höfuðið og segir þessir b.... sérfræðingar. 1 rauninni er þó ekki um ágreining að ræða, heldur að fyrri hópurinn segir að iðnaðurinn geti ekki tekið við aukningu vinnuafls, þeir neita þvi ekki sem siðari hópurinn segir að iðnaðurinn gæti tekið við aukningunni, en vegna ýmissa galla efnahags- stefnu þjóðarinnar nú er getu iðnaðar mjög takmörk sett. Alþyöuflokkurinn hefur hvatt til virks áætlunarbúskapar isjávarútvegi með það aö leiðarljösi að hann megi um alla fram- tfð vera sú meginstoð efnahagslffsins sem nauðsyn krefst. Ástæðan er augljóslega sú að mikilvægt er að farið sé skynsamlega með hráefni, fjármagn og vinnuafl, mun skynsamlegar en nú er gert, og færa má að þvi rök að slikt gerist alls ekki i stefnu- leysisástandi núverandi stjórnvalda. Alþýðuflokkurinn hefur allra flokka mest bent á nauðsyn þess að sama gildi um landbúnað að þar sé i stefnumótun gætt sömu sjónarmiða um hagkvæmni fjármagns og vinnuafls. Þvi miöur virð- ast andstæðingar okkar þvi ekki sammála og verður ekki annað séö en sannfæring þeirra á gildi eigin hugsjóna sé þegar á reynir ekki meiri en svo að braska megi með þær i von um dýrmæt atkvæði. (Þeir segjast allra flokka bezt sjá til þess að skynsamlega sé farið með fjármagn og vinnuafl, kann svo aö vera ef einungis er tekið tillit til þrengstu hagsmunahópa þeirra en alls ekki með tilliti til hagsmuna allrar þjóðarinnar.) Alþýöuflokkurinn mun nú sem fyrr halda vöku sinni i baráttunni við atvinnu- leysið, og þvi samkvæmt framangreindu stuðla að eflingu islenzks iönaðar. 1 samanburði við vestræn riki telst is- lenzkt efnahagslif til þriðja flokks (af þremur mögulegum). Samanburðurinn er gerður meö tilliti til þess hve fjölbreyttir atvinnuvegir þjóðanna eru og þá sérstak- lega útflutningsatvinnuvegir þeirra. Þvi færri útflutningsvörur þeim mun meiri á- hrif hefur verðbreyting erlendis á efna- hagslif innanlands. Innlend framleiðsla getur þó haft mikilli þýðingu að gegna hvað viðkemur áhrifum breytinganna, og i þvisambandi er vert að minna á þýðingu iðnaðar i gjaldeyrissparnaði Mikilvægast er þó að ekki er ástæða til þess að örvænta um getu atvinnulifsins fyrr en sannað þykir að framleiðsluþáttunum veröi ekki haganlegar fyrir komið, sem betur fer hefur enginn sagt að þannig hátti til i is- lenzku atvinnulifi, mikið fremur er stutt sjónarmið Alþýöuflokksins um aö svo sé alls ekki og benda sérfræöingar sem fjöll- uðu um stöðu iðnaðar á að hagkvæmni iðnaðar sé meiri en nokkurrar annarar atvinnugreinar. Þvi miður ætlar iönrekendum sem flestum öðrum Islendingum seint aö verða ljóst að sterkustu valdahópar Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks eru fulltrú- ar annars konar iðnaðar, erlends iðnaðar, innflutningsiðnaðar. Það eru þessir sömu fulltrúar sem sjá svo um að meira er keypt frá útlöndum en þangaö er selt, þ.e. hagur þeirra er háður þvi að verzlað sé sem mest við útlönd. Þegar viðskiptajöfn- uður er óhagstæður er gjarnan sagt að gengi sé rangt skráð. Iðnrekendur benda gjaman á þetta en rangt skráð gengi, þ.e. óhagstæður viðskiptajöfnuður hérlendis er ekki vegna þess aö islenzkar vörur standistþeim erlendu ekki varðandi gæði (þar af leiðandi ekki um rangt skráö gengi) heldur fyrst og fremst vegna þess hve hræðilega brenglaöur hugsunarháttur ræður vali. Brenglaði hugsunarhátturinn á orsök sina i vangaveltum um gengisfell- ingargróöa þvi I dag hugsa flestir sem svo að til þess að græða verði að kaupa erlent, eftir ár kosti hlutirnir helmingi meira og eftirþrjú árþrisvarsinnum meira o.s.frv. Viö þurfum ekki aö gripa til hafta, allt sem þarf er breytt hugarfar. Breytt hug- arfar stjórnenda landsins yrði til þess að iðnaður fengi notið sömu kjara og erlend- ur iðnaður m.a. með niðurfellingu aö- flutningsgjalda söluskatts oþh. Við slikar aðgerðir breytist hugarfar fólksins I land- inu, hagur iönaðar, hagur allrar þjóðar- innar eykst. Inntak greinarinnar er aö megi með breyttum aðgeröum efla islenzkan iönaö þannig að hann teljist samkeppnisfær er- lendum, að hann greiði ekki lægri laun en aðrir atvinnuvegir, þá tapist ekkert, á- vinningurinn verður betri gjaldeyris- staöa, unniö verður gegn atvinnuleysi með raunhæfum aögerðum, laun lands- manna aukast, tekjur þjóöarinnar aukast, fjármagn til sameiginlegra þarfa verður meira, velferð þjóðarinnar vex, þá mjólk- um við kúna en slátrum henni ekki. O €> f re tt aþraðurinn. Dagsími til kl. 20: 81866 Kvöldsími 81976 Heilsubótaráætl- un á Hótel Esju? Nokkuð spaugileg aðstaða hefur komið upp i sambandi viö vinveitingaleyfi Hótel Esju hér i borg. Samkv. 12. grein áfengislaga, þá er dómsmálaráðherra heimilt aö veita leyfi til vinveitinga sé eftirfarandi skilyröum fullnægt: a. að þar sé á boðstólum matur og fjölbreytt úrval óáfengra drykkja. b. Að boðið sé upp á 1. flokks hús- næði, veitingar og þjónustu. A Hótel Esju var hér áður boöiö upp á 1. flokks matsölustaö og i tengslum við hann, vinveitingar á 9. hæð hússins, sem bauð upp á fallegt útsýni yfir höfuðborgina og var með skemtilegri veitinga- stöðum borgarinnar. Nú hafa þeir Esjumenn opnað matsölustað á 1. hæð hússins, sem er i svonefndum „cafeterfu-stil” og ber nafnið Esjuberg. Jafn- framt þvi að opna þarna nýja matsölu, hafa þeir lokað hinum áður umrædda veitingasal á 9. hæð og skilið barinn þar eftir einan og yfirgefinn. Ekki mun Esjuberg fullnægja áðurgreind- um skilyrðum um vinveitingar, svo þar eru ekki seld áfeng drykkjarföng með mat. Mætti þvi ætla að stoðunum fyrir vitveitingarleyfi Hótel Esju hefði verið kippt undan, eða er það e.t.v. tilæltan þeirra sem reksturinn annast, að gestir Esjubergs skokki sér til heilsu- bótar upp á 9. hæðina til aö renna niður hverjum matarbita sem þeir annars neyta á 1. hæðinni? Færeyingar eru með okkur Fréttir berast frá Færeyjum að harkalega séu gagnrýnd oliuvið- skipti þau er gerð voru vjð eitt verndarskipanna brezku á Is- landsmiðum ekki alls fyrir löngu. I þorskastriðinu árið 1972 tókst al- menningi að stöðva alla fyrir- greiðslu við ensk skip i Færeyjum meö látlausum mótmælum, og voru það almennir verkamenn sem tóku af skariö og hættu allri skipaafgreiðslu gagnvart Eng- lendingum. Nýlega er lokiö árs- fundi Þjóðveldisflokksins undir forystu Erlendar Paturson og var þar m.a. samþykkt að ekki yrði látiö viðgangast að Englending- um yröi rétt hjálparhönd i land- helgisdeilunni, og yrði afgreiðsla á verndarskipunum og togurum stöövuð i þeim tilgangi. Annars sagði viömælandi blaðsins I Færeyjum, að almenn- ingur skildi mjög vel nauðsyn Is- lendinga á 200 milna fiskveiðilög- sögu, og segðu blöö og meginþorri almennings að þess væri vart að vænta að Færeyjar kæmust að hagkvæmum samningum við Islendinga um veiðar innan 200 milnanna ef Englendingum væri rétt bein hjálparhönd i striðinu á miðunum, með þvi að afgreiöa þeim oliu. Væri fólk almennt sammála meginskoöunum Is- lendinga i landhelgisdeilunni við Breta, og styddu þá heilshugar. Strætókerfið fór í langan baklás Um það bil klukkustundar töf varö á ferðum strætisvagna þeirra, sem leggja leið sina i vesturbæinn, i fyrrakvöld. Töf þessi mun hafa orsakast áf steypuframkvæmdum, sem áttu sér stað utan viö húsiö nr 3 viö Laugaveg, og höfðu þar engar ráðstafanir verið geröar til að beina umferðinni i aðra átt á meöan heljarstór krani athafnaði sig á miðri götunni. Er venjan að lögreglunni sé falið, i tilfellum, sem þessum, að aðstoða menn við aö komast leiðar sinnar með öörum hætti, en það fórst vist fyrir i þessu tilviki, svo árangur- inn varð sem áður segir, miklar tafir á strætisvagnaferðum. Mun fyrsti vagnstjórinn, sem þarna kom að, hafa ætlaö aö komast niöur Smiðjustig og halda þannig áfram ferð sinni, en þar sem þröngt er mjög á þessum gatna- mótum, tókst það ekki og þeir vagnar sem á eftir komu lokuðust inni. öngþveiti þetta leystist svo eftir rúma klukkustund, og áætlanir vagnanna komust i rétt- ar skorður skömmu siöar. heldur hefur aðeins verið um aö ræða greiðslur fyrir almenna simnotkun. Umdæmisstjórinn hafði samband við póst- og sima- málastjóra út af málinu og flutti hann þá yfirlýsingu frá honum að hér væri um að ræða deilu sem bæjarstjórnin og talsimakonurn- ar yröu aö leysa sin i milli. Bæjarstjórnin hefur hinsvegar talið að það sé ekki hennar að ráðskast með störf fólks sem er i þjónustu landssimans, og telur auk þess að ekki sé sú venja viö- höfö aö starfsfólk hins opinbera ráöi sjálft hverju það sinnir i sin- um vinnutima. Bragð er að þá barnið Olía orsakar fugladauða fmnur Það létust margir sundfuglar, þegar tvö oliuskip rákust á I þoku. Panamaskipið „Olympic Alliance”, sem rakst á brezka skipið „Achilles”. Mikiö oliumagn rann út I sjó og til strandar. Fjaörir sund- fuglanna llmdust saman af oiiu og þeirra beiö aðeins kvalafullur dauðdagi. Þaö var ekki unnt aö bjarga Hfi þessarar álku, sem fannst I Kent á Bretiandi. Símakonur vilja losna við brunaútköll Talsimakonur við landssima- stöðina á Isafiröi hafa krafizt þess aö verða leystar undan þeirri kvöð aö sinna brunaútkalli slökkviliðsins. I bréfi sem frá þeim barst til bæjarstjórnar tsa- fjarðar sagði að „brunasimanum yröi ekki svarað frá og með 1. des.”. Samkvæmt upplýsingum blaðsins, hefur tekizt að ná samn- ingum við þær að sinna bruna- simanum þangaö til aö gengið hefur verið frá þessari deilu. Tal- simakonurnar færa fram máli sinu til suðnings að ekkert sé um þaö sagt i ráðningssamningum að sinna skuli brunaútkalli slökkvi- liðsins á Isafirði, heldur er aðeins rætt um langlinuafgreiðslu og þá hluti sem lúta aö starfrækslu sim- stöðvarinnar. Ekkert er greitt fyrir að sinna útkallinu, og þvi fylgi það mikil ábyrgð að þær treysti sér ekki til að takast hana á hendur eins og um málin er bú- ið. Misjafnt er hve mikinn hluta slökkviliðsins þarf að kalla út i hvert sinn og engar reglur gilda um það, þannig að venjulega kalla þær út allt liðið. Þá hafa aldrei verið haldnar æfingar i meðferð útkallskerfisins. Meðan brunaútkallinu er sinnt geta talsimakonurnar ekki sinnt störfum sem þær eru ráðnar til samkv. ráöningarsamningi. A bæjarskrifstofunni á ísafirði fengust þær upplýsingar að út- köllum yröi sinnt þar til lausn væri fundin á þessari deilu. Útkallskerfið var sett inn á simstööina þegar sjálfvirki sim- inn var tekinn i notkun og hefur þetta gengið snurðulaust hingað til. Bæjarstjórnin hefur talið að hún greiddi fyrir þessa þjónustu með afnotagjöldum sinum, en svo mun þó ekki vera að þvi er um- dæmisstjóri Pósts og sima segir, 7. bekkur Barna- og miðskólans á Patreksfirði sýndi af sér um- talsvert framtak nú á dögunum, er þau létu yfirvöldum i ljós ákveðna skoðun sina á land- helgismálinu. 1 mótmælaskjali sem sent var utanrikisráöuneytinu, var látin i ljós andúð á samningunum viö Vestur-Þjóðverja og harðlega mótmælt öllum samningsaðgerð- um við Breta, vegna yfir- gangs þeirra á miðunum og vopnaðrar ihlutunar. Ennfremur greindu þau frá þvi, að afkoma Patreksfiröinga byggðist svo til eingöngu á fiskveiðum og hryllti þeim hugur við þeirri framtiö sem byði þeirra, verði þessúm grundvallaratvinnuvegi kippt i burtu. Skjalið undirrituðu siðan allir nemendur bekkjarins. Að sögn kennara bekkjarins, kom hugmynd þessi fram i dýra- fræðitíma, þar sem verið var að ræða rannsóknir fiskifræðinga á þorskstofninum og nauösyn þess að vernda hann. Attu nemendurnir algjörlega frumkvæðiö að þessu sjálfir, en meö aðstoð kennarans var bréfið samiö, fjölritað og siöan fékk hver nemandi leyfi hjá sinum foreldrum til undirritunar. Voru öll leyfin veitt einróma og skjalið siðan sent, eins og og áöur greinir, utanrikisráðuneytinu. Alþýðublaðið Fimmtudagur 11. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.