Alþýðublaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 1
244. TBL. - 1975 - 56. ARG.
ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER
Rítstjórn Sföumúla II - Sími 81866
Úrvalið í körfunni - sjá íþróttir í opnu
Fjárlögin til annarrar umræðu - bls. 5
j
Læknisþjónusta stórhækkar — nýr skattur lagður á
SlOKRATRYGGINGAR skornar
NIDUR UM 1667 MILLlUNIR
12% vöru-
gjaldið
framlengt?
IVIargt þykir benda til þess,
að rikisstjórnin hafi afráðið að
fella ekki 12% vörugjaldið,
sem sett var á með bráða-
birgðalögum i sumar, úr gildi
um n.k. áramót eins og til
stóð, heldur ætli hún að fram-
iengja þessa gjaldtöku út árið
1976. Eftir yfirferð fjár-
veitinganefndar á fjárlög-
unum fyrir aðra umræðu
þykir ljóst vera, að verulega
muni skorta á, að áætlaðar
tekjur rikissjóðs standi undir
áætluðum útgjöldum. Þess
vegna er því nú hvislað I þing-
sölum, að rikisstjórnin ætli sér
ekki að fella 12% vörugjaldið
niður, enda hefur forsætisráð-
herra ekki viljað gefa af-
dráttarlausa yfirlýsingu á Al-
þingi um, að það verði gert.
1 gær lagði rikisstjórnin fram á
Alþingi frumvarp til laga um
breytingar á lögum um almanna-
tryggingar þar sem framlög til
sjúkratrygginga eru skorin niður
um 1667 milljónir króna og sú
byrði lögð á sjúklinga og útsvars-
gjaldendur. Þetta er framkvæmd
rikisstjórnarinnar á þeirri stefnu,
sem hún boðaði i fjárlagafrum-
varpi sinu um að spara i útgjöld-
um rikissjóðs með þvi að skera
niður framlög til almannatrygg-
ingakerfisins.
Eins og að framan segir nemur
þessi niðurskurður á rikisfram-
lagi til sjúkratrygginga 1667 mill-
jónum króna. Þennan niðurskurð
á að framkvæma með tvennum
hætti. 1 fyrsta lagi á að hækka
gjöld, sem sjúklingum er ætlað að
greiða fyrir sérfræðiþjónustu og
rannsóknir. Þannig á að hækka
gjald fyrir viðtal hjá sérfræðingi
úr 300 krónum i 600 krónur og
hækka greiðslu fyrir röntgen-
greiningu úr 250 krónum i 600
krónur. Þá er einnig gert ráð fyrir
að hækka hlut sjúklinga i lyfja-
kostnaði allt frá 100 til 200 krónum
á lyf. Samanlagt veldur þetta
hækkun á sjúkrakostnaði um 480
millj. kr. hjá almenningi i landinu
— 280 millj. kr. hækkun vegna
hækkaðs lyfjaverðs og 200 m. kr.
útgjaldahækkun vegna hækkaðr-
ar sérfræðiþjónustu.
1 öðru lagi er svo gert ráð fyrir
þvi að innheimta sérstakan skatt
af útsvarsgreiðendum á landinu
— 1% álag á gjaldstofn útsvara
eða m.ö.o. sem nemur 10% hækk-
un útsvars hjá hverjum gjald-
anda. Þessi skattur er lagður á
útsvarsgjaldendur til þess að
spara rikissjóði sama fjármagn
varðandi framlög til sjúkratrygg-
inga og er hér um að ræða 1200
millj. kr. nýja skattheimtu.
Eins og frá var sagt i Alþýðu-
blaðinu var i nóvembermánuði sl.
skipuð nefnd með fulltrúum allra
þingflokka til þess að endurskoða
útgjöld til almannatrygginga i
samræmi við boðaðan niðurskurð
til þeirra mála i fjárlagafrum-
varpinu. Mun ætlunin hafa verið,
að sú nefnd fengi tillögur rikis-
stjórnarinnar þar um til með-
ferðar.
Engar slikar tillögur hafa hins
vegar borizt nefndinni.
Ávextir frá Kanaríeyjunum
fyrir þá sem heima sitja
Innflutningur á ávöxtum og
grænmeti hefur sjaidan verið
meiri en einmitt nú fyrir jólahá-
tiðina, þegar landsmenn undir-
búa hlaðin veizluborð með Ijúf-
fengu góðgæti.
Hjá Björgvin Schram, stór-
kaupmanni, fengum við þær
upplýsingar, að ávextir þeir
sem á boðstólum væru nú,
kæmu hvaðanæva að úr veröld-
inni, þó mest frá Bandarikjun-
um og Miðjarðarhafslöndunum.
Væru þar m.a. appelsinur, epli,
sitrónur, grape-aldin, vínber,
melónur o.fl. Eru ávextir þessir
fluttir með kæliskipum frá hin-
um fjarlægari slóðum til
Evrópuhafna, þar sem þeim er
umskipaðum borð iislenzk skip
og flutt meö þeim til landsins.
Björgvin kvað verð hafa hækk-
að eitthvað, en á þvi væru stöð-
ugar, jafnvel vikulegar sveiflur.
Hjá Sölufélagi garðyrkju-
manna, var okkur sagt að mikið
væri flutt inn af grænmeti ein-
mitt á þessum tlma, og væru
þar t.d. tómatar og agúrkur frá
Kanarleyjum, og svo ceiery,
steinselja, paprika og ýmsar
fleiri tegundir. Það er eins með
þessa vöru eins og ávextina að
hún hefur hækkað talsvert, þó
mun verð á t.d. tómötum vera
svipað og á innlendri fram-
leiðslu, þegar hún fyrst kemur á
markaðinn á vorin. Grænmeti
er flutt hingað t.d. með leigu-
flugvélum, sem fljúga með
landann tii sólarlanda og koma
siðan hlaðnar varningi heim.
Fyrrverandi með-
eigendur deila
,,Ég mun senda málskjöl varð-
andi þetta kærumál til saksókn-
ara og leggja það i hans hendur
hvort um framhaldsrannsókn
verði að ræða á kæru þeirri sem
okkur hefur borizt varðandi sölu
og uppgjör á bilaleigunni Æði hér
i Kópavogi,” sagði Sigurberg
Guðjónsson fulltrúi bæjarfógeta i
Kópavogi i samtali við Alþýðu-
blaðið i gær, en upp kom rimma
milli tveggja manna, eigenda
bflaleigunnar Æðis, þegar sala á
fyrirtækinu fór fram. Sá annar
eigandinn um söluna og segir
kærandinn að hann hafi gert það
að sér forspurðum. Segir sá kærði
hins vegar að hann hafi selt fyrir-
tækið með vitund og vilja meðeig-
andasins (kærandans), og standa
þvi málin þannig að orð er gegn
orði.
Kærandinn fór einnig fram á að
sá kærði gerði grein fyrir 200 þús-
und óljósum krónum og einnig 2
milljóna króna vixilleigu. Það
gerði sá kærði fyrir helgi og virð-
ist svo sem hann standi nú með
pálmann í höndunum hvað sem
nákvæmari rannsókn kynni að
leiða i ljós.
Við spurðum Sigurberg hvort
sjáanlegt væri hvort þarna væri
um misferli að ræða. ,,A þessu
stigi málsins vil ég ekkert full-
yrða um það hvort um saknæmt
atferli sé að ræða. En við frum-
rannsókn er erfitt að dæma þar
um, en eins og ég sagði áðan þá
mun saksóknari táka ákvörðun
um það hvort um frekari rann-
sókn verði að ræða, og ef af henni
yrði þá er ekkert hægt að fullyrða
um hvort eitthvað misjafnt kæmi
i ljós,” sagði Sigurberg Guðjóns-
son i lokaorðum sinum.
______ r
OECD um efnahag Islands:
Hálfur bati á næsta ári?
HÁLFUR BATI á næsta ári, er
spá hagfræðinga Efnahags- og
framfarastofnunarinnar OECD
i nýútkominni skýrslu um efna-
hag islands, stöðu og horfur.
í greinargerð með hinni ár-
legu skýrslu er vandi islenzkra
efnahagsmáia reifaður og bent
á að auk erlendra áhrifaþátta sé
ófullnægjandi stjórn peninga-
máia ein meginorsök hinnar
miklu verðbólgu, sem sé hið
uggvænlegasta við núverandi á-
stand. Rakið er hvernig um-
skiptin i viðskiptakjörum frá
ársbyrjun 1974 og til miðs árs
1975 hafi jafngilt 32% rýrnun —
og þvi spáö að eftirspurn á
hcimsmarkaði á útflutningsaf-
urðum islendinga muni aukast
á næsta ári. Það hafi þó ekki i
för mcð sér neina breytingu á
viðskiptakjörum, þvi verð út-
flutningsafurða inuni væntan-
lega hækka hlutfallslega jafnt
og verð innflutningsvöru, en
aukningar kunni að gæta i
magni útflutningsvöru fyrst og
fremst.
Verði um umtalsverða aukn-
ingu að ræða inætti minnka við-
skiptahallann, segir I skýrsl-
unni. ,,Á þessum forsendum
mætti þvi vænta nokkurrar
aukningar vergrar þjóðarfram-
leiðslu á næsta ári, ef til vill sem
svaraði hálfri minnkuninni á
yfirstandandi ári,” segir þar
orðrétt.
Endurskoðunin á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga
HÆTTIR STJÓRNIN
VIÐ ALLT SAMAN?
Mikil deila er risin i stjórnar-
herbúðunum vegna frumvarpa,
sem fylgja áttu fjárlögunum.
Frumvörp þessi eru um breytta
verkaskiptingu rikis og sveitar-
félaga á þá lund, að sveitarfélögin
taki á sig aukinn kostnaðarhlut
við ýmsa félagslega þjónustu s.s.
eins og á sviðum dagvistunar-
mála. Erætlun rikisstjómarinnar
að lækka með þessu niðurstöðu-
tölu f járlaga en á móti var ætlunin
að veita 600 millj. kr. til sveitar-
félaganna i formi framlags til
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga af
þeim tveimur söluskattsstigum,
sem breyta á úr tekjustofni fyrir
Viðlagasjóð i tekjustofn fyrir
rikissjóð.
Agreiningur er um það meðal
þingmanna stjórnarliðsins, sumir
þeirra segja, að þessar auknu
tekjur sveitarfélaganna nægi
þeim hvergi nærri til þess að
standa undir þeim nýju og
auknu verkefnum, sem fylgi-
frumvörp fjárlaganna gera ráð
fyrir, að þau taki að sér. Hefur
andstaðan við þessa ráðagerð
meðal stjórnarþingmanna orðið
meiri, en ráðherrar bjuggust við
og þvi hafa þeir enn ekki lagt
fram umrædd frumvörp um
breytta verkaskiptingu rikis og
sveitarfélaga. Er jafnv. talið, að
það verði ekki gert og benda
menn á i því sambandi, að i gær
hafi verið frestað að ljúka þriðju
umræðu i neðri deild um söl
skattsfrumvarp rikisstjórnarin
ar en það frumvarp gerir einm
ráð fyrir framansögðum tekj
auka sveitarfélaga og stendur þ
i beinu sambandi við hin ur
deildu frumvörp um breytl
verkaskiptingu rfkis og sveita
félaga, sem rikisstjórnin hefi
boðað að fylgja muni fjárlagaa
greiðslunni en hafa enn ekki ver
lögð fram á Alþingi.