Alþýðublaðið - 20.12.1975, Page 9
Steinn Emilsson er dáinn. Litrikum,
margþættum og einstæöum lifsferli er
lokið.
Steinn er fæddur að Kviabekk i
Ólafsfirði, sonur sóknarprestsins þar,
sr. Emils Guðmundssonar og konu
hans Jane Mariu Steinsdóttur, prests i
Árnesi Steinsen.
Steinn varð gagnfræðingur frá
Akureyri 1915. Hóf nám við Mennta-
skólann i Reykjavik, en hætti i 4. bekk
vegna þess að einn kennari hans
móðgaðist við hann, af barnalegu,
jafnvel hlægilegu tilefni.
Steinn neitaði að biðja kennara
þennan afsökunar, fannst hann ekki
geta réttlætt það fyrir samvizku sinni,
kaus að vera þrár og yfirgaf skólann.
Til Noregs hélt hann og vann þar við
silfurbergsnámurnar i Kongsbergi
1916 og safnaði þá steinum og bergteg-
undum.
Las allmörg ár jarðfræði, berg og
kristalfræði, en vann jafnframt á
rannsóknarstofum i Noref*i- Auk þess
nam hann við Háskólann i Jena 1920-
21. Fékk styrk frá Alþingi til að kljúfa
og flokka silfurberg.
Hann kenndi nútimaislenzku við Há-
skólann i Hamborg 1927-28, en fékkst
jafnframt við rannsóknir á sýrufari i
islenzkum jarðvegi. Varð eftir það
efnafræðingur sildarverksmiðjanna á
Sólbakka, Onundarfirði og Siglufirði.
Þar mældi hann og aldursákvarðaði
sild, að þvi að mér skilst fyrstur Is-
lendinga.
Auk blaðaútgáfu um tima ritaði
hann mikið af greinum jarðfræðilegs
efnis, mest á þýzku. A.m.k. ein þess-
ara greina er sigild: „Lössbildung auf
Island” og er vitnað i hana enn þann
dag i dag.
Stúdentspróf mun hann hafa tekið i
Noregi, en ekki er mér kunnugt um
hvort hann lauk jarðfræðinámi sinu
með prófi.
Hitt er mér kunnugt/að beztu jarð-
fræðingar islenzkir búsettir bæði hér-
lendis og erlendis skiptust á skoðunum
við hann og leituðu álits háns á ýmsum
viðfangsefnum i jarðfræði.
A þeim árum og einnig siðar gátu
jarðfræðingar ekki lifað á jarðfræði-
kunnáttu sinni, en urðu að taka
kennslu allskonar sem aðalatvinnu og
gegna hugðarefnum sinum i þeirri
fræði og öðrum i fritimum sinum.
Nú koma kaflaskipti i lifi Steins
Emilssonar. Eftir vetrarkennslu við
unglingaskólann i Vestmannaeyjum,
fer hann til Bolungarvikur árið 1928.
Lætur hann þar til sin taka á mörgum
sviðum, enda varð aðalstarfssvið i lifi
hans bundið þeim stað.
Hann gerðist skólastjóri unglinga-
skólans þar, barnaskólastjóri, spari-
sjóðsstjóri, aðalhagyrðingur þorpsins,
hreppsnefndar og sýslunefndarmaður
og oft andófsmaður hins allsráðandi
valds í Bolungarvik.
Ekkert mál i þorpinu var honum ó-
viðkomandi. Hann var með afbrigðum
vinsæll kennari og margir voru þeir,
er fengu lán hjá honum i sparisjóðn-
tiÉIÉíÉisllll
rVHIfV ULL|
_ _ _________W
ai / I • a j
Nu hjooum vio
j. f A'íý : ‘
AMERtSK
DÖNSK
ENSK
ÍSLENZK
ÍTÖLSK
JAPÖNSK
NORSK
PORTÚGÖLSK
ÞÝSK
Verð kr. 26.925
Verð kr. 6.380
rafljós í miklu úrvali
r-s
Opið til kl. 10 í kvöld
*
VIKULEGA NÝJAR SENDINGAR
Raftækjadeild
HRINGBRAUT 121 • SÍMI 28-602
um, er aðrar leiðir lokuðust.
Hér var það, sem hann kynntist eft-
irlifandi konu sinni Guðrúnu Hjálm-
arsdóttur sem var nemandi hans i
unglingaskólanum.
Þrátt fyrir verulegan aldursmun var
hún honum trú og trygg til hins sið-
asta.
Margir leituðu til hans með allskon-
ar hjálparbeiðnir, svo sem auka-
kennslu undir nám i ýmiss konar skól-
um, en eins og i ritningunni komu þeir
ekki allir aftur til að þakka honum,
enda hygg ég að hann hafi ekki ætlast
til þess.
Undirritaður gerðist héraðslæknir i
Bolungarvikurhéraði 1961 og starfaði
þar til 1972.
bar hlotnaðist mér sú gæfa að kynn-
ast Steini, lauslega i fyrstu, en siðar
betur og varð hann bezti vinur minn.
Hann hjálpaði mér við reikningshald i
apoteki og á annan hátt. Kom jafnað-
arlega á heimili mitt. Einnig var hann
mjög kærkominn gestur, bæði konu
minni og dóttur er hún óx úr grasi.
Hann rakti ættir okkar saman og var
mjög fær ættfræðingur.
Eins og ég hefi áöur um getið var
Steinn ágætur hagyrðingur. Við hátið-
leg tækifæri og oft endranær kom
•Steinn ýmist einn eða með Guðrúnu
sinni. Að jafnaði kom hann á afmæl-
um, nýársdag, sumard. 1. fyrsta vetr-
ardag og skrifaði þá árnaðaróskir og
oftast i bundnu máli. i gestabók héim-
ilisins og myndaði með þvi uppistöð-
una i gestabókinni þau 11 ár sem við
vorum samtiða i Bolungarvik. Flest af
þessum kveðskap hans var búið til á
leið til min eða heima hjá mér, en ekki
fyrirfram mótað.
1 fáum orðum var hann persónuleiki
og vinur, sem maður ekki hittir fyrir
sér nema mjög sjaldan á lifsleiðinni.
Ég man i rauninni ekki eftir öðrum
jafn vinsælum, glaðlyndum, hjálpfús-
um og gáfuðum manni, ætið tilbúinn
með hjálp og hluttekningu i annarra
vanda, en jafnan dulur um eigin hag.
Mér er enn i fersku minni, er ég tók
hann með mér i ferðalag til mins fyrra
læknisumdæmis i Súðavik og Vigur,
hvernig hann heillaði menn við fyrstu
kynni, hvar sem hann kom.
En nú gef ég Steini orðið: (ritað i
gestabók mina) 17. nóv. 61 (fyrsta ár
mitt i Bolungarvik):
Steinn
Emilsson —
hinzta
vinarkveðja
Meðan sól á háa hnúka
hellir geislum, vindar strjúka,
þá skulu ætið hingað hranna
hugarfylgjur góðra manna.
24. júni ’65 (fyrsti afmælisd. dóttur-
innar)
10. júni ’64: „siðasta visa Steins,
frændi minn:”
Götu mina geng ég beinn
i góðu veðri og upphátt segi:
gott væri að hafa einn — uppstramm-
ara á þessum degi.
(Ekki man ég hvort honum varð að
ósk sinni 4. des. ’64.
22. sept. ’64
Dropar falla einn og einn —
Og enn falla dropar einn og einn
Steinn
mm
CN ijZ '*
Ætið hljóttu á æskuvori
yndisbjarma i hverju spori
Góð og blessuö komandi ár.
Steinn.
1. jan 1966.
Ekki felli ég frosin tár
frændi, ég er slíkur
að þraukað verði þessi ár
þar til yfir lýkur.
En þú munt njóta næstu ár
nægta úr heilsubrunni
góðæri og för til fjár
falli að traustum grunni.
góð og blessuð komandi ár.
Steinn.
8. febr. Daginn, sem fyrst sá til sól-
ar. Steinn orti eins og venja hans var
við slik tækifæri.
2. janúar 1967.
Alir sæju að veröld við
er vafurlega slegin,
ef stokkið gætu upp Stigahlið
og starað „Hinumegin”.
Árnaðar og framtfðaróskir
Steinn.
Sumard. fyrsti ’67.
Árin koma. Arin fara.
Allir inn i framlið stara,
vænta auðs og yndiskjara,
— eldri skuldir gleymast tiðum,
þótt þær séu þyngslavara,
er þoka mætti burt,— ef bara
enginn vildi eldi skara,
að óskahöll frá lýðum —
— forða hriðum —
forða oss frá hriðum.
Beztu sumaróskir frá Steini.
Fyrsta vetrardag 1967.
Kæri frændi:
Verði góður vetur
vinsælt læknissetur.
Gefðu ef þú getur,
gleddu manna tetur.
Sjúkur mildi metur
mönnum öðrum betur
— bað verður góður vetur,
vinur færir i letur.
4. des. ’67 (afmæli ó.H.)
Margt er það og margt er það,
sem mennirnir dunda við
— hugir sumra hraða för,
um hæpin klettarið.
Ólafur fær það^n óskir um það
að auðna riti gullstöfum
allt næsta blað —
Kallar svo frá klettum til þin
kátur Fjallasveinn:
Varpað af þér áhyggjunum
Eins og
Steinn.
8. ágúst ’67.
Kæru hjón og allir ykkar vinir,
Ég óska ykkur heilla — eins og hinir —
Steinn.
1. vetrard. ’68.
Ekki mæli ég orðin stinn,
enda þótt ég segi:
Við fögnum báðir frændi minn,
fyrsta vetrardegi.
Steinn.
15. jan ’69 Til frænda Ó.H.:
Ef þú hittir einhvern mann,
sem auðnan hefir flúið,
með ástúð skaltu hugsa um hann,
en hætta eig við svo búið,
með huga þinum götu greið,
gæfu fylftu sporið,
fylgdu honum langt á leið,
leiddu hann út i vorið.
Lapis (Steinn)
Hér lýsir „humanistinn” Steinn sin-
um innra manni. Sumarsólhvörf 69
Kæri frændi. Ég þakka þér mjög vel
fyrir Súðavikur og Vigurferðalagið.
22/4 1970
Við kveðjum kaldan vetur
23/4 1970
Kom blessað sumar
og reynstu okkur betur.
St.
Laugard. 4. april ’71. Kæri frændi.
Ég þakka fyrir þennan dag. „lslands
er það !ag” St.
22/4 ’71
Gleðilegt sumar. St.
23/4 ’71
Stikaðu með mér Stigahlið,
— stund liður fljótt
Við skulum frændi og vinur góður
vaka i nótt.
á
mm
••/v- f
h 'f t'
„Hér sé guð”, það er gömul kveðja
Einu skal ég sálu veðja
að enginn flytur aðra betri
óskina á þessum vetri.
, St.E.
31. des.
Alla daga ár og sið,
óttalaus og slingur
stikar lifsins Stigahlið
stoltur (aðkominn) Bolvikingur
Hér kemur fram að hann finnur sig
„aðkominn” ekki innfæddan. 2. jan.
’65.
Oft sé ég i anda
undarlegar sýnir.
Vökudraumar eru vinir minir
Óskadraumar allir rætist þinir.
St.E.
borkell máni, það er hann,
sem þræddi rétta veginn,
og tslendinga fyrstur fann
fegurð sólarmegin.
Steinn.
Sumard. fyrsti ’66.
Blessun i bæ
berist i dag
staðnæmist langar stundir:
Ljúfir ijósdagar,
ljúfar nætur
ljúf vökul vina.
ljúfir ljósrannar,
ljúfir starfstimar,
ljúfar iæknishendur.
Ljúfir ljósvinir
ljúfir búálfar
ljúf ólafs ævi.
St.
bótt heimspekingar hafi skráð
um hugvit mannafyr og sið,
þá hefur enn enginn náð
efstu brún á Stigahlið.
26. 2. ’72.
St.
Ég þakka fyrir góðvild og glaðar
stundir.
Steinn.
Ég bætti viðjsiðastur ritaði Steinn —
einn — þvi hann var siðastur til að rita
i gestabókina — við fluttum til Akur-
eyrar 5/3 ’72.
Með þessum linum bið ég Steini
guðsblessunar, þegar hann nú „stikar
yfir Stigahlið og stendur hinum meg-
in”. Eins óska ég alls góðs hans trygg-
lyndu konu og börnum þeirra.
Ó. llalldórsson,
1. SÉRTILBOÐ
Ritzkex
115.—
2. SÉRTILBOÐ
Kjöt á gamla
veröinu
3. SÉRTILBOÐ
Hveiti
Pillsbury’s Best
25 kg. 2900.—
5 Ibs. 278.—
AUKINN
VELTUHRAÐI
LÁGT VÖRUVERÐ'
Hvaö getur 5 manna
fjölskylda
sparaö á mánuöi eða ári?
KJÖT & FISKUR H/F
SELJABRAUT
54
SÍMI 74200 - 74201
'V’-V
Einfalt
SPENNANDI
ÓDÝRT
Fæst í flestum
bóka- og leikfanga-
verzlunum
Heildsöludreifing: FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN H.F.
býður Pennann
velkominn í
nágrennið og
viðskiptavini hans
ál
dSU B UJORNSSON
PI.1SÍM llf
PLASTPOKAVERKSMiOJA
Slmar 82639 -82655
VBtnagörbum 6
Box 4064 - Raykjavfk
bipulagnir 82208
Tökum að okkur alla
pipulagningavinnu
Oddur Möller
löggildur
pipulagningameistari
74717.
Hafnarfjarðar Apotek
Afgreiðslutimi:
Virka daga kl. 9-18.30
Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
Eftir lokun:
Upplýsingjsimi 51600.
Birgir Thorberg
málarameistari
simi 1146:
Önnumst alla
málningarvinnu
— úti og inni —
gerum upp gömul húsgögn
Teppahreinsun
Hreinsum gólfteppi og húsgögn I
heiinahúsum og fyrirlækjum.
Eruin mcö nýjar vélar. G66 þjón-
usta. Vanir mcnn.
SIGFÚS BIRGIR
82296 40491
f^jSISSsBB Innrettingar
HBv húsbyggingar
BREIÐÁS
Vesturgötu 3 simi 25144
KOSTABOÐ
á kjarapöllum
KJÖT & FISKUR
Breiðholti
Simi 74200
74201
ÞAÐ B0RGAR SIG
AÐVERZLA í KRON
KasettuiAnaður oq áspilun,
fyrsr útgefendur hljómsveitir,
kóra og fl. Leitió tt'boöa.
Mifa-tónbönd Akureyri
Pósth. 631. Slmi (96)22136
Dunn
í GlflEflBflE
/ími 64900
Heimiliseldavélar,
6 litir - 5 gerðir
Yfir 40 ára reynsla
Rafha við Óðinstorg
Sfmar 25322 og 10322