Alþýðublaðið - 08.01.1976, Side 3

Alþýðublaðið - 08.01.1976, Side 3
Sfefnuliós Kjartan Jóhannsson skrifar O Framkvæmdum við hita- veitur hefur verið stefnt i ó- vissu vegna óheyrilegrar kröfugerðar landeiganda um greiðslur fyrir réttinn til bor- unar i landi þeirra. Þéttbýlis- sveitarfélög hafa orðið að greiða offjár fyrir lönd undir vaxandi byggð sina til land- og lóðaeigenda i nágrenni þétt- býlisins. Virkjunarfram- kvæmdum við raforkuver hef- ur verið stefnt i hættu vegna afarkosta landeigenda á virkjunarstað. Og nú gætir vaxandi ásóknar upprekstrar- félaga og jafnvel sveitarfé- laga i að helga sér eignarrétt yfir þeim afréttum, sem þess- ir aðilar hafa haft til afnota. 1 öllum þessum tilvikum er hugsunin sú, að fáir skuli mata krókinn á kostnað fjöld- ans. Úr Borgarfirði hafa borizt þau tiðindi, að kröfur umráðenda lands um greiðslur fyrir rétt til borunar og virkjunar i land- inu hafi byggzt á þvi, að húsaupphitun úr hitaveitu af virkjunarstað til þéttbýlis- kjarna ætti að verða jafndýr og við oliu- kyndingu. Allur sparnaður af hitaveitunni ætti þannig að renna til umráðenda lands- Landið ins sem greiðsla fyrir réttinn til þess að nýta hitann, en húseigendur á hitaveitu- svæðinu að búa við óbreyttan upphitunar kostnað rétt eins og þeir oliukyntu hús sin áfram. Hitaveituframkvæmdir á Suðurnesjum hafa verið strandi næst vegna ágreinings um greiðslu fyrir borunar- og varmanýt- ingarrétt til eigenda jarðspildunnar, þar sem bora á eftir heita vatninu. Háar tölur hafa verið nefndar i þessu sambandi, en gerðardómi er ætlað úr að skera. A þessu landshorni varð það hins vegar til tiðinda, að tveir eigendur jarða yfir tiltölulega ná- lægu jarðhitasvæði við hinn fyrirhugaða virkjunarstað gáfu hitaveituréttinn i landi sinu. Með gerð sinni opinberuðu þeir hinn kalda sannleika málsins eins umbúða- laust og barnið i sögunni um nýju fötin keisarans. Þeirra viðhorf var einfaldlega það, að þeir hefðu eignazt og átt jarðir sinar til þess að reka á þeim búskap, en ekki til þess að standa i jarðavarmavirkj- unum eða hafa gróða af slikum fram- kvæmdum. Þessi sannleikur gildir vafa- litið, ef grannt er skoðað um allar lendur yfir jarðvarmasvæðum á Islandi. Svo mikið er að minnsta kosti vist', að þegar stjórnarskrárgreinin var sett, sem ýmsir landeigendur byggja kröfur sinar til varmaréttargjalda á, þá voru jarðirnar seldar og keyptar búskaparins vegna. okkar Varminn i iðrum landsins er ekki eign þeirra jarðeigenda, þar sem skorpan er þynnst. Hann hlýtur að vera sameign þjóðarinnar. Og nýting hans á að vera til hagsbóta fyrir almenning — fólkið i land- inu — en ekki þá, sem eiginlega fyrir til- viljun ráða yfir blettunum með þynnstu skorpunni. Það er kannski ekki nema von, að lögin séu úrelt i þessum efnum, svo mjög sem þekkingu og tækni hefur fleygt fram. En þá er að breyta þvi. Það eru lika tækniframfarirnar, sem hafa gert þennan varma i jörðinni verðmætan, en ekki framtak landeigendanna á viðkomandi stöðum. A sama hátt er fráleitt að landeigendur á virkjunarstað raforkuvers skuli með af- arkostum geta brugðið fæti fyrir skyn- samlegar virkjanir sem standa til al- mannaheilla. Auðvitað eiga bændur og aðrir landeigendur að fá sanngjarnar bætur fyrir þær nytjar af landinu, sem spillast og þeir hafa nýtt. Þær nytjar sem búrekstur þeirra hefur byggzt á, þær á að bæta, ef þeim er spillt, en kröfugerð um fram það á sér ekki stoð. Þótt virkjunar- staður sé þjóðinni verðmætur, er það heldur ekki á nokkurn hátt fyrir framtak eða tilverknaö þess sem telst eigandi landblettsins undir virkjuninni. Þegar þjóðbraut er lögð um hérað eða þéttbýli vex, þá hækkar verðmæti lands og lóða i grenndinni. Þessi hækkun er ekki fyrir tilverknað eigenda landsins eða lóð- anna, hldur vegna framtaks opinberra aðila eða þess fjölda sem þéttbýlið byggir. Samt er nú málum svo háttað, að sveitar- félög hafa orðið að greiða offjár fyrir lönd undir nýbyggingarsvæði. Vöxtur sveit- arfélagsins gerir þannig landið verðmætt, en verðmætisaukningin skapar þeim aðil- anum útgjöld sem drifur áfram verð- mætisaukninguna. Hinn aðilinn, sem á laridið, þarf ekkert að gera, en ahnn auðg- ast. I öllum þessum dæmum er um það að ræða, að fáir auðgist á kostnað fjöldans. 1 engu tilviki er það framtak þess, sem telst eigandi landsins, sem eykur verðmæti þess. I öllum tilvikum snýst málið um framkvæmdir sem horfa til almanna- heilla, en fáeinir aðilar geta sett fótinn fyrir. Við svona óréttlæti er auðvitað ekki hægt að una. Landið, gögn þess og gæði eiga vitan- lega að vera sameign þjóðarinnar, rétt eins og miðin umhverfis það. Fyrir þessu hefur Alþýðuflokkurinn, einn allra flokka viljað beita sér. Á yfirstandandi þingi flytur hann enn tillögu sina um eignarrétt á landinu. Málið vinnst auðvit- að á endanum, en hvað ætla hinir stjórn- málaflokkarnir að spyrna lengi við fót- um? _ P + m Dagsími til kl. 20: 81866 . frettabraðunnn Kvöldsími 81976 Án Ólafs tapaði Dankersen Grunweiss Dankersen, félagið sem Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson leika með, tapaði fyrir danska 1. deildarliðinu FIF i fyrri leik félaganna i 2. umferð Evrópukeppni bikarmeistara i handknattleik 14:17. Leikurinn fór fram i Danmörku. Að sögn danska blaðsins Aktuelt var sigur FIF sist of stór. Axel Axelsson var markahæstur i liöi Dankersen ásamt Hans Jurgen Grund með 4 mörk og segir blaöið að hann hafi verið einn bezti maður liðsins. Ennfremur segir blaðið að ts- lendingurinn Ólafur H. Jónsson hafi verið sá leikmaður sem Dan- irnir hafi óttast mest fyrir leik- inn, en þegar allt kom til alls lék hann ekki með. Siðari leikur liðanna verður i Þýzkalandi 24. janúar og mun Ólafur þá væntanlega leika með Dankersen. Úrslit í gærkvöldi: Þróttur- Vikingur 28:24 Fram - Haukar 20:18 Andrómeda sigldi á Þór Brezku freigáturnar halda upp- teknum hætti á tslandsmiðum, meö hinum glæpsamlegu ásigl- ingum sinum, og er svo komið, að manndráp virðist næsta skrefið hjá þeim. t hádeginu i gær, sigldi freigátan Andromeda þaö harka- lega á varðskipið Þór, aö hann kastaðist til yfir á bakboröa. Var það hrein heppni að enginn skyldi slasast, svo ekki sé meira sagt. Freigátan hóf fyrst aöför sina að varðskipinu Þór um 11:30 i gærmorgun, en þá var varöskipið statt 35 sjómilur frá Bjarnarey. Freigátan reyndi hvað eftir ann- að ásiglingu, en varðskipið komst jafnan undan, þótt oft hafi ekki munað nema hársbreidd. Kiukk- an 12:14, sigldi Þór fram hjá tog- aranum Hoss Resolution frá Grimsby en hann var þá á sigl- ingu. Er þetta sami togari og varðskipið Ægir klippti aftan úr s.l. laugardag. Kom freigátan Andromeda skyndilega á mikilli ferð milli togarans og varðskips- ins, sem þurfti að beygja i stjór til þess að forðast árekstur. Áður en varðskipið komst á upphaflega stefnu, stefndi Andromeda á fullri ferð á bóg varðskipsins stjórn- borðsmegin. Freigátan kom æð- andi fyrir stefni Þórs, sem sett þegar á hæga ferð og beygði i stjórnborð, en gaf um leið hljóð- merki um stefnubreytingu. Þá beygði freigáta skyndilega hart i stjór, og slengdi afturenda sinum i Þór, með þeim afleiðingum sem fyrr sagði! Á Þór skemmdist 9 metra lang- ur kafli á stjórnborðsbóg skipsins frá stefni og aftur úr, og rifnaði bógur varðskipsins á sjö metra kafla á þessu svæði. Ekki er enn ljóst hve miklar skemmdir hafa orðið á freigátunni við árekstur- inn. Er þessi atburður gerðist, voru um borð i Þór þrir brezkir sjón- varpsmenn frá Independent Tele- vision Network undir stjórn hins þekkta fréttamanns Normans Rees, og ættu þeir að geta gefið löndum sinum rétta mynd af þvi sem brezka ljónið aðhefst við Is- land. Sjaldan hefur færöin á götum höfuðborgarinnar verið eins slæm, og á mánudaginn, og lenti margur vegfarandinn i erfiðleik- um hennar vegna. Margir borg- arbúar kunna ekki að aka i slik- um snjóþyngslum, og hlutust oft vandræði af þeim sökum. Að sögn lögreglunnar i Reykjavik hefur færðin skánað það mikið i gær og á þriðjudag, aö það ættu ekki að vera nein vandræði með að kom- ast ferðar sinnar. Alþýðublaðið kannaði ástand vega úti á landsbyggðinni, og hringdi þvi I vegaeftirlit riksiins. Þar var okkur tjáð, að vegir sunnanlands væru allir færir, allt austurað Kirkjubæjarklaustri, en þar fyrir austan væri verið að ryðja, og er vonast til að það verði búið i dag. Vegurinn austur á Hérað ætti þvi að vera sæmilega fær i dag. Allir vegir á láglendi landsins eru færir þessa dagana, jafnvel þótt snjóað hafi talsvert á Suðurnesjunum siðustu dagana. Á Vesturlandi g norður yfir, eru allir vegir færir, en tvisýnt er með færðina á Holtavörðu- og öxnadalsheiði, og eru þær aðeins ' jeppafærar. A Akureyri er færðin nokkuð góð, en i útjaðri bæjarins er hún aðeins verri. Það sem þakka má þessa ágætu færð á Akureyri, er það, hve stillt veðrið hefur verið, og ekkert skafið. Göturnar voru ólikt verri á sama tima i fyrra, en þá voru allar götur bókstaflega á kafi i snjó. Lóðamálin undarleg í Mosfellssveit t nýútkomnu Félagsriti Byggingarfélags atvinnubilstjóra er lýst tilraunum félagsins til að fá lóðir til byggingar einbýlishúsa i Mosfellssveit á undanförnum árum. Einnig er lýst hvernig vinnubrögð og framkoma sveitarstjórnarinnar i þessu máli hefur verið. Þá er þess getið að BSAB hefur lagt i mikinn kostnað vegna þessara fyrirhuguðu bygg- inga, en nú er sveitarstjórnin far- in aö úthluta samningsbundnum lóðum til annarra. Greinin úr Félagsriti BSAB fer óstytt hér á eftir: „,Eins og getið var um i skýrslu stjórnar árið 1974, fór hrepps- nefnd Mosfellshrepps fram á endurskoðun á samningi við B.S.A.B. um lóðaúthlutun í Holta- hverfi i byrjun ágúst 1974. Voru þá liðin rúm tvö ár af samnings- timanum, sem var fjögur ár. Á þessum tima höfðu orðið sveitar- stjórnarkosningar og hafði Hrólfur Ingólfsson hætt störfum sem sveitarstjóri, en Jón Bald- vinsson tekið við. Eftir nokkurt þóf var gerður viðbótarsamning- ur, dags. 5. des. 1974. Kvað hann nánar á um tima, sem sækja skyldi um byggingarleyfi, m.a. var ákveðið að sækja skyldi um byggingarleyfi fyrir 18 Ióðum, fyrir 1. júli 1975. Fyrrihluta júnimánaöar 1975 var sótt um byggingarleyfi 7 húsa og skömmu siðar 12 i viðbót. Var þá kominn nokkur hópur manna, sem var tilbúinn að byggja og höfðu þeir lagt fram fjármagn til greiðslu byggingargjalda til hreppsins. En þá brá svo við að byggingarleyfum var synjað og byggingargjöld endursend, nema fyrir tveimur húsum, en fram- kvæmdir þó ekki heimilaðar, nema við eitt hús, vegna þess að gata hafði ekki verið lögð að hinu. Tylliástæða var höfð ýmist sú, að þakskegg húsanna næði yfir á næstu lóð, enda þótt þegar hefðu verið byggð athugasemdalaust tvö hús, sem lika voru þannig, og ekki hafði heldur verið gerð at- hugasemd þegar skipulagið var samþykkt, eða að byggingargjöld hefðu ekki verið greidd fyrir til- skilinn tima. Engin ákvæði eru i samningum um greiðslu byggingargjalda, nema um fyrir- framgreiðslu B.S.A.B. sem nam kr. 1.500.000 á allar lóðirnar, og almennar reglur. Fyrir tilskilinn tima var hins vegar sótt um byggingarleyfi 19 húsa eins og tekið er fram i viðbótarsamning- num. 6. grein þeirrar gjaldskrár, sem I gildi mun vera nú vegna byggingargjalda i Mosfellshreppi hljóðar svo: „Við úthlutun lóðar greiðist helmingur gatnagerðargjalds og siðari helmingur eða eftirstöðvar við veitingu byggingarleyfis. Sækja skal um byggingarleyfi eigi siðar en sex mánuðum eftir að framkvæmdir eru heimilaðar á lóðinni.” Sá réttur sem lóðarhöfum virðist gefinn með þessari grein hefur ekki verið viðurkenndur af sveitarstjórn gagnvart B.S.A.B. Framkvæmdabann hefur veriö i gildi á svæði félagsins frá 9. ág. 1974 að undanskildu þessu eina húsi og nýverið öðru til, eins og fyrr er getið. Krafist er greiöslu allra byggingargjalda um leið og umsókn um byggingarleyfi er lögð inn, en ekki við veitingu þess, eins og hjá öðrum lóðarhöfum. Nú mun hreppsnefnd vera farin að úthluta öðrum einhverju af lóðum á svæði B.S.A.B. þvert ofan i alla samninga og án þess að bjóða B.S.A. B. greiðslu fyrir að láta skipuleggja svæðið, teikna öll húsin, smiða mót fyrir þau og vinna mikla undirbúningsvinnu. Einnig hafði verið keypt stál- grindahús til að byggja upp vinnuaðstöðu á svæðinu, og tekin grunnur fyrir þvi með samþykki fyrrverandi sveitarstjóra. Mun beinn kostnaður skipta milljón- um, auk samningsbundins kostnaðar, sem skiptast átti á öll hús i hverfinu. t.d. skipulags- vinna, teikningar og eftirlit arki- tekta og verkfræðinga o.fl. Nú eru þessi samningsrof hreppsnefndar og sveitarstjóra Mosfellssveitar til meðferðar i félagsmálaráðu- nevtinu og sýslunefnd Gull- bringu og Kjósarsýslu, en úrslit liggja ekki fyrir enn. Ekki er fyrirsjáanlegt annað en til skaða- bótakröfu og málssóknar komi af þessum sökum á hendur Mos- fellshreppi. Þar sem tilraunir B.S.A.B. til byggingar einbýlis- húsa hafa tvivegis brotnað á óbilgirni sveitarstjóra, er það álit framkvæmdastjóra félagsins að óleift sé að ná i þriðja sinn samstæðum hópi til framkvæmda við núverandi aðstæður. Áskrifendur athugið Vegna breytinga á rekstri Alþýðublaðsins og athugana á nýju og endurbættu fyrirkomulagi á dreifingu blaðsins til kaupenda verður Alþýðublaðinu nú um hríð dreift til kaupenda á Reykja- víkursvæðinu með Visi. Dreifing blaðsins til kaupenda mun á þessu timabili fara fram eftir hádegið og eru lesendur blaðsins beðnir velvirðingar á þessari seinkun, sem aðeins veröur um skamma hrið. Ef kaupcndur fá ekki blaðið með skilum eru þeir vinsaml. beðnir að hringja I sima 8-18-66 og veröur tekiö á móti kvörtunum þar til kl. 19.00. Færðin víðast hvar góð Fimmtudagur 8. janúar 1976. Alþýðublaöið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.