Alþýðublaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 1
- 1976 - 57. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR
Ritstjórn Sfðumúla II - Sfmi 81866
Afstaða (slendinga til NATO og
varnarsamningsins með hliðsjón af
árásarstríði Breta - Sjá leiðara
TUGMILLJÓNA MISTÖK RÁÐUNEYTISINS?
Skrejðin seld á mun lægra
verði en unnt var að fá
20
-/Ö STH-i
Töluverður hluti þeirrar
skreiðar sem framleidd var á sl.
ári var seldur á mun lægra verði
en hægt var að fá fyrir hana.
Allar sölur á skreið eru háðar
leyfisveitingu viðskiptaráðu-
neytisins. Ráðuneytinu er ætlað
að hafa eftirlit meö útflutningi og
sjá m.a. til þess að framleiðendur
fái vörur sinar greiddar með
bankaábyrgðum.
1 september sl. var veitt leyfi
fyrir útflutningi á skreið á verð-
inu 1289 pund fob. fyrir tonnið,
eða i isl, kr. 444.705,00. Á sama
tima lá fyrir i ráðuneytinu að
annar söluaðili, gat selt hvert
tonn á verði sem svarar til 1700
pund fob. þ.e. 586.500,00 Isl. kr.
eða á 141,795,00 kr. hærra verði.
Sá sem taldi sig geta selt á þessu
háa verði fékk ekki útflútnings-
leyfi að svo stöddu. Á þessu lága
verði voru flutt út um 20 tonn og
sá sem seldi varð af tæpum 3
millj. kr., sem Nigeriumenn þó
vildu greiða öðrum seljanda.
Af þessu virðist augljóst að
ráðuneytið hefur visvitandi látið
hlunnfara þá fiskverkendur sem
skiptu við þann söluaðila sem
leyfið fékk. Tapið nemur rúmum
400 sterlingspundum á hvert tonn
skreiðar. Þessi skreið mun hafa
verið seld til Nigeriu gegnum
brezkan umboðsaðila sem trúlega
hefur hirt mismuninn. Það hefði
þó verið rúm fyrir þau pund i
rikiskassanum, að ég hygg, og
liklega komið fiskverkandanum
vel að fá sinn skerf af mismunin-
um.
Það var þó ekki aðeins að ráðu-
neytið veitti einum aðila leyfi til
útflutninga á mun lægra verði en
hægt var að fá, annar aðili fékk
lika sliktleyfi. Hér ferá eftir tafla
sem sýnir það verð sem 3 aðilar
fengu fyrir hvert tonn skreiðar og
flutt var út á timabilinu okt. ’75 -
des. ’75.
Verðið er reiknað i sterlings-
pundum fyrir 1000 kg af skreið.
Sá söluaðili sem fékk hæst verð
er auðkenndur A, hinir sem fengu
útflutningsleyfi að þvi er virðist
athugasemdalaust eru merktir B
og C.
A B C
Þorskur 1700 1289 1444
Keila 1640 1289 1444
UÞFSI 1340 956
Ýsa 1360 1062
Blandaður fiskur 1300 861
Taflan að neðan sýnir verðmis-
mun söluaðilanna þriggja í sömu
röð. Gengið er út frá verði hjá A,
en hin reiknuð negativ til að sýna
hve mikið meira hægt var að fá
fyrir hvert tonn af þessum teg-
undum skreiðar. Reiknað er i
sömu verö- og þyngdareiningum:
Þorskur
Keila
Ufsi
Ýsa
Blandaður
fiskur
A B C
0 -r 411 -=-266
0 4-351 4-196
0 4-384
0 4-289
0 4-439
Lyfjaverzlunin í
hús næ ðis hr aki
Ennþá er allt óráðið með hús-
næði undir Lyfjaverzlunina.
Þorsteinn Geirsson skrifstofu-
stjóri í fjármáiaráðuneytinu tjáði
blaðinu i gær, að undanfarið
hefðu staðið yfir viðræður milli
eigenda hússins annarsvegar og
fjármálaráðuneytisins hinsveg-
ar, enþeim samningum væri ekki
lokið, og framtið Lyfjaverzlunar-
innar þvi óráðin hvað snertir hús-
næði.
Það er ljóst að ef Lyfjaverzlun-
in á að starfa áfrain i þvi húsnæði
sem hún cr nú i, þá verður að gera
á þvi margháttaðar endurbætur
og kostnaðarsamar. Að sögnT>or-
steins hefur verið gerð kostnaðar-
áætlun um þær breytingar sem
nauðsynlegar teljast, en ekki
fékkst þó upplýst hve mikill sá
kostnaður yrði.
Meðal þess sem þarf að gera til
að Lyfjavcrzlunin hafi forsvaran-
lega starfsaðstöðu i þessu hús-
næði er að lagfæra þak, glugga-
búnað hússins, lóðina og ýmislegt
innanhúss. Margt af þessu þarf
beinlinis að framkvæma vegna
Lyfjaverzlunarinnar, en annað er
til þess sem heyrir undir eðlilegt
viðhald hússins.
Lyfjaverzluninni hefur verið
úthlutað lóð sem er áföst lóð
Áfengis- og Tóbaksverzlunarinn-
„Fjárhagsaðstoð Félagsmála-
stofnunar Reykjavikurborgar til
1200 borgarbúa á aldrinum 16-67
ára, var á árinu 1974 94 milljónir
króna,” sagði Sveinn Ragnarsson
félagsmálastjóri i samtali við Al-
þýðublaðið. „Þessi aðstoð er þó
aðeins i litlum mæli i formi beinn-
ar fjárhagsaðstoðar, þvi hingað
kemur fólk ekki og biður um og
fær pening fyrir mat. Aðstoðin er
fyrst og fremst i formi ýmiss kon-
ar þjónustu, eins og húsaleigu,
vistunar barna utan heimilis og
annað i þeim dúr.”
Þá sagði Sveinn að bein fjár-
hagsaðstoð á árinu 1974 hefði ver-
ið 15 milljónir, en vistun barna
ar við Dragháls i Árbæjarhverfi,
en ekki er farið að teikna hús und-
ir Lyfjaverzlunina þar.
t.d. hefði numið 27 milljónum
króna. Þá væri borgun húsaleigu
mjög snar þáttur i aðstoðinni,
þótt svo að hluti styrkþega væri i
niðurgreiddu húsnæði á vegum
borgarinnar.
Sveinn Ragnarsson var spurður
að þvi hvaða þjóðfélagshópar það
helzt væru, sem aðstoðarinnar
nytu. „Það er að sjálfsögðu engin
algild regla þar til en yfirgnæf-
andi fjöldi þeirra sem aðstoðar
njóta i dag, eru einstæðar mæður
og öryrkjar, og er þá oftast að
tryggingarféð það sem þetta fólk
þiggur frá þvi opinbera dugar þvi
ekki til lifsviðurværis.”
Að lokum var Sveinn Ragnars-
Litum nú á tvö reikningsdæmi
til að sýna hvernig framleiðendur
voru hlunnfarnir að ráðuneytinu
ásjáandi.
(Magntölur eru tilbúnar og val-
in stærðargráða sem er algeng,
verðið er tekið úr ofangreindri
töflu).
10 tonn af þorski voru seld af
aðila B á 12890 pund eða
4.447,050,00 krónur, miðað við söl-
una sem A gerði þá töpuðust við
sölu B kr. 1,417.950,00 tæp ein og
hálf milljón.
Sá sem seldi sama magn
gegnum C tapaði um 920 þúsund
krónum.
son að því spurður hvort nokkur
brögð væru að þvi, að fólk sem
einu sinni væri styrkt, gengi á
lagið og sæti að fjárhagsaðstoð-
inni ævilangt. „Nei, það er ekki
hægt að segja það. Fjöldi sá er
aðstoðar nýtur er breytilegur frá
ári til árs, og einnig það að mikil
hreyfing er á einstaklingum. A
árinu 1972 voru það 1392 einstak-
lingarsem aðstoð þáðu. Arið 1973
voru það hins vegar 1211 einstak-
lingar sem veita þurfti fjárhags-
aðstoð. A árinu 1973 komu 321 nýir
styrkþegar sem ekki höfðu verið
árið áður, en 502 einstaklingar
sem aðstoðar nutu árið 1972
Framhald á bls. 4.
Félagsmálastofnunin rétti
1200 borgarbúum hjálparhönd
10 tonn af blönduðum fiski voru
seld af aðila C á 8610 sterlings-
pund, eða 2,97 milljónir króna, en
aðili A seldi sama magn á 4,49
milljónir. Sá sem seldi gegnum C
hefði sem sagt getað fengið rúmri
einni og hálfri milljón króna
meira hefði hann boriö gæfu til að
selja gegnum A.
Það alvarlegasta i þessu máli
er að þegar ráðuneytið veitir
útflutningsleyfin þá liggur á borð-
inu að hægt er að fá það verð sem
Á fékk fyrir sina umbjóöendur.
Margur hefði ætlaö að ráðu-
neytinu bæri að vernda hagsmuni
almennra framleiðenda frekar en
að styðja með ráðum og dáð þá
kaupahéðna sem vinna að þvi að
hlunnfara fiskverkendur til þess
að fá sjálfir bita af kökunni.
Margir skreiðarverkendur geta
nú nagað sig i handarbökin fyrir
að láta ginnast af fortölum tungu-
lipra sölumanna, en athuga ekki
sinn gang betur en þeir gerðu t.d.
með þvi að fá staðfestingu ráðu-
neytis.
Framhald á 4. siðu
Skilnaðarmálum
fjölgar hraðar en
vígslum hjá
borgardómara
Á árinu 1975, kvennaárinu,
fóru hjónaskilnaðir mikið i
vöxt og fjölgaði þeim úr 550
árið 1974 i 724. Hvort þetta er
afleiðing af vakningu kvenna
um stöðu sina i karlaveldinu,
eða hvort æ fleiri karlar eru að
komast undan ráðriki kvenna
skal ósagt látið. Þetta er þó sá
málaflokkur sem mest fjölg-
aði i af málum sem komu til
afgreiðslu borgardómaraem-
bættisins á sl. ári.
Það kemur einnig fram i
skrá embættisins um afgreidd
mál á árinu að menn virtust
vera sáttfúsari það árið heldur
en þeir voru árið áður. Alls
lauk 121 máli með sætt, en að-
eins 78 árið áður, og er þá átt
við mál sem voru munnlega
flutt. 1 skriflega fluttum mál-
um var það sama uppi á ten-
ingnum, þar lauk 574 málum
með sætt árið 1974, en 540 árið
áður.
Arið 1975 voru menn enn-
fremur gjarnari til illdeilna en
árið áður. Hafin voru alls 555
mál, en árið áður voru hafin
459.
Varðandi hina miklu fjölgun
hjónaskilnaða mætti leiða get-
um að hún stafaði m.a. af þvi
aö fólk sem er yngra en 26 ára
hefði gert meira af þvi að
skilja eftir að hafa náð út
sparimerkjunum sinum. Þetta
viröist i fljótu bragði likleg
skýring, en hún fær ekki stað-
izt vegna þess að hjónavigsl-
um fjölgaöi ekki að sama
skapi á árinu. Þeim fjölgaði úr
172 i 184 árið 1975.