Alþýðublaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 12
Vedrid
Spáin i dag gerir ráð fyrir
austan kalda og siðan
stinningskalda og snjó-
komu upp úr hádeginu.
Það er þó raunabót að
veðurfræðingarnir ætla
eitthvað að reyna að
draga úr frostinu, sem
var þetta frá 9-13 stig i
gær. Má ef til vill gera ráð
fyrir fjögurra til fimm
stiga frosti i dag.
Gátan
VlXL) HLU7I
Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent h.f.
Tæknil. frkvstj: Ingólfur Steins-
son. Ritítjóri: Sighvatur Björg^
vinsson Ritstjórnarfulltrúi:
Bjarni Sigtryggsson Aðsetur rit-
stjórnar Siðumúla 11, simi 8-18-66.
Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift-
arverð: Kr.: 800 á mán. Lausa-
söluverð: Kr.: 40,-
KÓPAVOGS APÓTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
rwv
V/NN UR i (,OLfU? &£R/R hunUj. $K/P EhD /NCr
l
fíuÐ „ KENNfí r/u/T/fö ISTo/PV'
t ÍJOF/ nn
FuCrl/H 3/L/
£N[) ‘fíTT
r/?osK (OfíVUft N/VJfí PÚÍifí^
L'/ 7» Sfími £FL/
mjoll
ms/ \
r/OKk'UÍ 5 LUNG ,‘SL 2 *Z E/NS
l
MEGUM
VIÐ KYNNA
Friörik Klemenz
Sophusson
framkvæmdastjóri Stjórnunarfé-
lags Islands er fæddur i Reykja-
vik 18. október árið 1943. Foreldr-
ar Friðriks eru þau Áslaug
Friðriksdóttir skólastjóri öldu-
selsskóla og Sophus A.
Guðmundsson skrifstofustjóri
AB. Friðrik er kvæntur Helgu
Jóakimsdóttur hárgreiðslumeist-
ara, og eiga þau hjónin tvær dæt-
ur, sem eru 4 og 6 ára gamlar, en
Friðrik á einnig tvo syni frá þvi
fyrir hjónaband, og Helga einn
son.
Friðrik var stúdent frá M.R.
árið 1963, og fór þá i læknisfræði i
Hí, og var hann þar i tvö ár, en fór
siðan i lögfræði, og tók þar loka-
próf árið 1972. Að námi loknu
réðst Friðrik sem framkvæmda-
stjóri Stjórnunarfélags Islands
eins og áður sagði, og gegnir hann
þeirri stöðu enn. Með náminu
stundaðihann einnig kennslustörf
við einn gagnfræðaskóla landsins.
Er við spurðum Friðrik um
hans áhuga- og tómstundastörf
sagði hann. ,,Ahuga- og tóm-
stundastörf min eru það sam-
tengd öll, að ógerlegt er að flokka
þau, en ég starfaði mikið innan
skátahreyfingarinnar, og var ég
um tima i stjórn Skátafélags
Rvk , og má segja það að ég hafi
svo að segja fæðzt inn i hreyfing-
una, en móðir min var formaður
Kvenskátafélags Rvk. A háskóla-
HEYRT, SEÐ OG HLERAÐ
árunum var ég formaður Vöku i
tvö ár, og i eitt ár var ég i
stúdentaráði. Það má kannski
geta þess að i menntaskólanum
stundaði ég töluvert leiklist, og
lék ég m.a. i Herranótt á sinum
tima. 1 Sjálfstæðisflokkinn gekk
ég svo árið 1969, og þá um leið i
Heimdall. Formaður SUS var ég
svo kosinn árið 1973, og árið 1975
var ég svo endurkjörinn til
tveggja ára. Arið 1975 var ég kos-
inn i útvarpsráð, þótt ég ætti
kannski ekki að segja frá þvi, þar
sem það virðist ekki vera neitt
sérstaklega vinsælt hjá öllum.”
Er við spurðum Friðrik að lokum
að þvi hver helztu áhugamál fjöl-
skyldunnar væru, sagði hann að
það væru aðallega ferðalög, og þá
bæði innanlands sem erlendis, en
það er áhugamál sem liklega allir
hefðu.
LESIÐ: Haft eftir lögreglu-
manni i blaðinu SUÐURNESJA-
TIÐINDUM, að hægur vandi væri
að halda fikniefnainnflutningi til
landsins i skefjum, ef nægilegt fé
væri veitt til þeirra mála af is-
lenzka rikinu.
SPURT: Hvort það kunni að
vera ein af ástæðunum fyrir þvi,
að fjölmörg kauptún hafa sótt um
kaupstaðaréttindi að undanförnu,
að með þvi að verða kaupstaður
sleppi þéttbýlissvæði við að
leggja fram fé i sýsluvegasjóð?
LESIÐ: 1 VESTFIRZKA
FRÉTTABLAÐINU yfirlit um
framleiðslumagn og framleiðslu-
verðmæti freðfiskframleiðslu
frystihúsa innan SH á árinu 1974.
Þar kemur m.a. fram, að Vest-
firðir eru með langhæsta hlut-
fallstölu allra framleiðslusvæð-
anna 20.54% af magni framleiðsl-
unnar og 24,31% af verðmæti
hennar. 1 Vestmannaeyjum, á
Suðurnesjum, i Hafnarfirði,
Reykjavik og á Akranesi er verð-
mætishlutfallið minna, en magn-
hlutfallið, sums staðar miklum
mun minna, þannig að á þessum
svæðum má ætla, að gæði hráefn-
is og framleiðslu séu ekki eins góð
og á Vestfjörðum, Breiðafirði,
Norðurlandi og Austfjörðum.
HEYRT: Að forystumenn
Framsóknar beri talsverðan ugg i
brjóstum vegna vaxandi óánægju
innan Sjálfstæðisflokksins með
rikisstjórnina svo og það að þeirri
skoðun sé að vaxa fylgi meðal
Sjálfstæðismanna, að flokkurinn
eigi að láta núverandi rikisstjórn
sigla sinn sjó, en reyna aðrar leið-
ir.
SPURT: Hvernig á þvi standi,
að rikisstjórnin telji nauðsynlegt
að láta fara fram sjópróf vegna á-
siglingarinnar á varðskipið Þór
áður en hún taki ákvörðun um,
hvort til stjórnmálaslita komi við
Breta. Þýðir þetta, að mennirnir i
stjórnarráðinu efist um, hver hafi
siglt á hvern?
FR6TT: Að i brezka togara-
flotanum á Islandsmiðum séu nú
ýmsir nýtizku skuttogarar, sem
ekki hafi.sézt hér á miðunum áður
en séu nú að þreifa sig áfram um
veiðar utan 50 milnanna i þvi til-
viki, að samningar kynnu að nást
um einhverjar undanþágur fyrir
brezka togara á þeim slóðum.
ER ÞAÐ SATT, að ástæðan
fyrir þvi, að varðskipið Óðinn,
sem nýlega er kominn heim úr
umfangsmikilli endurnýjun 1
Danmörku, hafi aðeins keyrt aðra
aflvélina i siðasta úthaldi sé sú,
að endurbyggingin ytra hafi að-
eins verið hálfköruð og að tals-
vert verk sé eftir að vinna áður en
full not fáist af skipinu?
ÖRVAR HEFUR 0RDIÐ
Með tilkomu skýrslu
Hafrannsóknarstofn-
unarinnar og sér-
fræðinganefndar á vegum
Rannsóknarráðs rikisins
um ástand fiskistofna við
tsland og stærð og hag-
kvæmni islenzka fiski-
skipaflotans stöndumvið
tslendingar frammi fyrir
áður óþekktu vandamáli.
Það er i fyrsta lagi, að
þær fisktegundir á
tslandsmiðum, sem við
höfum einna helzt nýtt,
eru nú ofveiddar og
verður að draga töluvert
úr sókn i þær og i öðru
lagi, að veiðifloti okkar er
orðinn of stór til þess að
hámarksarðsemi fáist —
m.ö.o. afraksturinn af
miðunum skiptist niður á
of mörg skip þannig að
mun minna kemur i hlut
hvers skips en verið gæti
þannig, að hagur
sjómanna og útgerðar-
manna er minni, en efni
standa til.
Til eru þeir og þeir ekki
allfáir, sem segja, að
þetta álit sérfræðinga sé
einber heilaspuni og að
engu hafandi. Eru ýmis
rök færð fyrir þvi áliti —
rök sem i sjálfu sér virð-
ast sannfærandi en ó-
mögulegt er þó að dæma
um. Þegar er sem sé haf-
in deila um það, hvort eigi
að taka mark á niðurstöð-
um sérfræðinga og hegða
sér samkvæmt þvi eða
hvort eigi að láta staðar-
þekkingu og brjóstvit
ráða og halda áhyggju-
lausir áfram að auka
sóknina og fjölga skipum.
Deila af þessu tagi —
a.m.k. i þessum mæli —
er nýjung i fiskveiðum
okkar Islendinga, en við
þekkjum hana hins vegar
úr öðrum atvinnuvegi:
landbúnaðinum. Þar hef-
ur um nokkur ár verið
uppi höfð deila milli
ákveðinna sérfræðinga
annars vegar og hins
vegar sumra forsvars-
manna búnaðar-
stéttanna. Þeir
fyrrnefndu telja landið
ofbeitt til skaða og
árangri verði ekki náð
nema með þvi að draga
verulega úr beit á sumum
landssvæðum á meðan
verið sé að græða þau
upp. Þeir siðarnefn. telja
hins vegar að uppblástur
og gróðureyðing stafi af
allt öðrum ástæðum,
landið sé ekki ofnýtt, beit-
in geri þvi aðeins gott og
gróðureyðingin sé aðeins
afleiðing af efnavöntun i
jarðveglnum sem bæta
megi með aðfengnum
áburði.
Þó er hér mikill munur
á. Ef tekin er sú áhætta,
að sérfræðingar hafi
rangt fyrirsér um ástand
gróðurfarsins og ástæður
þess, þá heldur gróður-
eyðingin að sjálfsögðu
áfram —þ.e.a.s. reynslan
sker úr — en sú eyðing
tekurlangan tima unz séð
er hvort sjónarmiðið er
hið rétta. Ef hins vegar er
tekin sú áhætta, að fiski-
fræðingarnir hafi rangt
fyrir sér og það reynist
svo ekki vera, þá verða
helztu nytjastofnar fiski-
miða okkar til þurrðar
gengnir innan örfárra ára
og gerist það verður ekki
á þvi ráðin bót. Hver þor-
ir að taka þá áhættu?
Ágreiningurinn i sam-
bandi við gróðureyðingu
landsins er deilumál, sem
stöðugt færist i vöxt og er
i sjálfu sér ófrjótt og tii
skaða á meðan engin
niðurstaða fæst. Við verð-
um umfram allt að
forðast endurtekningu
þess atburðar i sambandi
við fiskveiðarnar, en það
verður ekki gert nema
með þvi að þeir, sem mál-
um ráða, taki sig til áður
en deilan milli hinna óliku
sjónarmiða er komin á of
hátt stig og móti þá stefnu
i málinu, sem þeir telja,
að sé hin rétta. Verst af
öllu er að gera ekki neitt.
PIMM á förim^p
eð síðustu viðbrögð ríkisstjórnarinnar í landhelgisdeilunni?
Bragi Antonsson, verkamaöur:
Að minu viti eru þessar að-
gerðir alveg réttmætar, og tel
ég það alveg rétt að láta liggja
að úrsögn úr NATO og stjórn-
málaslit við Breta.
Gunnar Andrésson, múrari:
Nei, mér finnst þessar að-
gerðir ekki nógu sterkar, þvi að
við eigum að ganga úr NATO og
slita stjórnmálasambandi við
Breta strax, þvi aö sendiherra
þeirra á ekkert erindi hér á
landi.
Guömundur Kolbeinsson, nemi:
Nei, þær eru alls ekki nógu
harðar, við eigum að slita
stjórnmálasambandi við þá
strax, og gefa hernum viku frest
til að koma sér burtu, ef her-
skipin eru ekki komin út fyrir
mörkin.
Grjótólfur frá Fagradal:
Þetta er tómt mál að tala um.
Bretarnir eiga að hypja sig til
sins heima eins og skot, bæði
sendiherrann og herskipin.
Hilmir Ilinriksson,
viðgerðamaður:
Mér finnst þessar aðgerðir
rikisstjórnarinnar alveg rétt-
mætar, við eigum að reka
brezka sendiherrann heim eins
og skot, og koma herskipunum
út úr landhelginni með öllum til-
tækum ráðum.