Alþýðublaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 8
15 brunar á síðasta ári urðu af völdum rafmagns tJt er komin árs- skýrsla Rafmagnseft- irlitsins fyrir árið 1974. Meðal efnis i skýrsl- unni má nefna eftirlit með einkarafstöðvum og veitukerfum þeirra, eftirlit með lágspennu- virkjum á svæðum al- menningsrafveitna, starfsemi raffanga- prófunar o.fl. í kaflanum um einkarafstöðvar kemur fram að þeim fækkar ár frá ári, og jafnframt verður viðáttumeira orkuveitusvæði al- menningsrafveitna. Hins vegar f jölgar einkarafstöðvum við ýmiskonar atvinnu- rekstur og þjónustu- fyrirtæki. í árslok 1974 voru alls 686 einkarafstöðvar i landinu, þar af 459 stöðvar fyrir sveitabýli, að meðtöldum varastöðvum, 41 stöð fyrir skóla, félagsheimili o.fl. og 186 stöðvar fyrir at- vinnufyrirtæki. Raffangaprófunin fékk alls 711 sýnishorn til prófunar og voru afgreidd alls 689 og þar af voru 137 sýnishorn af raflagna og linuefni, 99 sýnishornum var gefið grænt ljós en 38 var hafn- að. Alls bárust 552 sýnishorn af taftækjum og vélum og þar af var 58 sýnishornum hafnað. Raffangaprófunarnefnd er skip- uð 3 mönnum og hélt nefndin alls 27 fundi á árinu. Þá ber einn kafli skýrslunnar heitið Brunar og slys, og er þess getið að aðeins 15 brunar á árinu hafi beinlinis orðið af völdum rafmagns. Birtur er útdráttur úr brunaskýrslunum og enn- fremur er stutt frásögn af þeim slysum sem urðu af völdum raf- magns. Hér fara á eftir nokkur dæmi um siys og bruna sem urðu af völdum rafmagns á ár- inu 1974: Að kvöldi föstudagsins 21. júni kom upp eldur i dreifitöflu að Bræðraborgarstig 55, Reykja- vik. Dreifitaflan var trétafla á vegg ofan við inntakskassann i kjallara hússins, sem er fjölbýl- ishús (verkamannabústaðir). Athugun á staðnum leiddi i ijós, að raftaugar bak við töfl- una voru að miklu leyti gúmein- angraðar taugar með strigavafi („vúlkaniseraðar”). Sökum aldurs má telja vist, að einangr- un raftauga hafi verið tekin að harðna, og sennilegt, að ein- angrunarbilun bak við töfluna hafi valdið ikveikju. Einangrun raftauga bak við töfluna varmikið brunnin. Tafl- an var einnig mikið brunnin að innanverðu en minna að utan- verðu. Fimmtudaginn 20. júni kom upp eldur i ibúðarhúsi að Sel- vogsgötu 14, Hafnarfirði. Húsið er litið timburhús, hæð, ris og kjallari. 1 risinu var ibúðarher- bergi, baðherbergi og gangur. Verið var að þvo i þvottavél i baðherberginu þegar þess varð vart, að reyk lagði frá þvotta- vélinni og lekastraumsliði fyrir raflögnina hafði ieyst út. Þvottavélin var tengd við tengil og leiddi athugun i ljós, að hann var ójarðtengdur, og raflögn að þvottavélinni ekki samkvæmt reglum um raflagnir og notkun tækja i baðherbergjum. Brunaorsök virtist vera bilun i þvottavélinni, og að fyrst hafi kviknað i einangrun raftauga eða rafbúnaðar, en siðan náð að kvikna i húsinu út frá vélinni. Eldur var i rishæðinni, en skemmdir af reyk og sóti viðar um húsið. Mánudagsmorguninn 18 marz kom upp eldur að Breið- höfða 10, þar sem Byggingariðj an h.f. er tilhúsa. Bruninn var i skúrbyggingu, þar sem strengjasteypubitar voru steyptir, en eldsupptök hafa verið i nánd við spenni fyrii upphitun og þurrkun bitanna Settur hafði verið straumur á spenninn kvöldið áður, til hitun ar á bitamótum, en þegar komit var á vinnustað um kl. 7.15 um morguninn, var eldur laus i hús inu, og var slökkviliðinu þá geri viðvart. Við athugun á staðnum kom ljós að rofar, bæði segulrof (aflrofi) og hnifrofi, fyrii spenninn voru brunnir, og bentu sterkar likur tij, að bilun i hnif- rofanum hafi verið orsök brun- ans. Nokkrar brunaskemmdir urðu á skúrnum. Austurhluti hússins er eldri og þar eru timburgólf og klæðning innan á útveggjum úr timbri. Innveggir voru einnig að veru- legu leyti timburveggir. Þakið var járnklætt timburþak og ein- angrað með spónum og sagi yfir lofti efstu hæðar. Eldur hefur aöallega verið i þurrkherbergi á 4. hæð, herbergi þar undir á 3. hæð og I húaþakinu. 1 þurrkherberginu voru ekki önnur raftæki en strokvél og strokjárn auk ljósa og fastra raflagna. Strokvélin hafði ekki verið notuð daginn sem kvikn- aði I, en strokjárnið kynni að hafa veriðnotað þá um daginn. Gólfið i þurrherberginu var fallið niður að verulegu leyti. Strokvélin var þó i þeim hluta herbergisins þar sem gólfið var heilt. Lausasnúran að vélinni var tiltölulega heilleg og litið brunnin. Tengiklóin á snúrunni var óbrunnin, en tindarnir mik- ið sótugir. Strokvélin virtist ekki hafa verið i sambandi fyrir brunann. Við leit fannst strokjárnið á gólfinu i herberginu á 3. hæð, undir þurrkherberginu. Gólfið i þurrkherberginu hafði fallið niður yfir þeim stað, þar sem strokjárnið lá. Báðir endar lausataugarinnar voru þar einnig, en lausataugin er slitin og vantaði hluta i hana. Tækja- tengið, sem gengur niður á tengitinda á strokjárninu var talsvert brunnið, en leiðaraend- arnir voru tengdir við tengihuls- urnar. Leifar af tengilklónni voru á hinum snúruendanum. Umgerðin var brunnin og tengi- tindana vantaði, en járntengi- fjaðrirnar voru áfastar snúru- endanum. Við athugun á strokjárninu og snúruendunum kom i ljós að járnið hefur hitnað mikið en hins vegar ekki hvort járnið hefur verið i sambandi þegar kviknaði i. Strokjárnið var 500 W að stærð og án hitastillis. Hitaldið (elementið) i járninu reyndist heilt og við hitaprófun hjá raffangaprófun Rafmagns- eftirlits rikigins mældist hiti á strokjárninu vera 500gr. C. eftir að járnið hafði verið i sambandi i 25 minútur. Hafi strokjárniö verið i sambandi og staðið á borði með tréplötu eða öðru á- Uka brennanlegu undirlagi hef- ur járnið á stuttum tima getað hitnað nægjanlega til að valda i- kveikju. Brunaskemmdir voru i aust- urhluta hússins á 3. og 4. hæð og i þakinu, en skemmdir af sóti, reyk og vatni viðar um húsið. Fimmtudaginn 3. janúar hlaut sjö ára gamall drengur rafmagnshögg við að stinga tengikló i tengil af „Ticino” gerð i ibúðarherbergi. Þegar drengurinn stakk klónni I tengil- inn, mun hann hafa haldið visi- fingri hægri handar fram á tind- ana, og þegar þeir námu við snerturnar i tenglinum, fékk hann rafmagnshögg. Ekki varð drengnum sjáan- lega meint af þessu, og bruna- merki varekki að sjá á fingrum hans. Mánudaginn 26. ágúst leysrti rofi fyrir Reykjaheiðarlinu i orkuveri Laxárvirkjunar út, og slikt endurtók sig sunnudaginn 1. september, mánudaginn 2. sept. og þriðjudaginn 3. septem- ber. Þá var Reykjaheiðarlinan könnuð, og kom i ljós, að ein- angrastoð á staur nr. 195 i lin- unni hafði brotnað, og annar vir linunnar fallið út af slánni, en náði ekki til jarðar. Og á þess- um stað fundust fjórar dauðar kindur, ein ær og þrjú lömb, og þar að auki einn dauður hrafn. Ljóst er, að skepnurnar hafa skammhleypt til jarðar þegar rofi féll út i orkuveri. 1 lok marzmánaðar drapst hestur á óvenjulegan hátt i Hveragerði, og annar slapp naumlega. Tveir menn voru á gangi með tvo hesta i taumi. A leið þeirra var pollur, og óðu mennirnir yf- ir. Skipti það engum togum, að þegar hestarnir voru komnir út I pollinn, duttu þeir niður. Reynd- ist annar steindauður, en hinn mikið dasaður. Við rannsókn kom I ljós að i pollinum voru rafstrengir með óvöröum endum. Rafstrengirnir voru tengdir við raflögn i bila- verkstæði, sem var þarna rétt hjá, og höfðu legið að Shell-benslndælu, sem fyrir löngu hafði verið fjarlægð. Á raflögninni var 220 volta spenna. FRAMHALDSSAGAN Ql — — Elskaðirðu hann ekki bara? En elskarðu hann ennþá? Sandra forðaðist að svara andartak. — Ég hef litið hugsað um hann lengi, viðurkenndi hún hreinskilnislega og hálfundrandi. Hvað var eiginlega langt siðan hún hafði setið klukkustund eftir klukkustund og hugleitt skilnað þeirra og velt fyrir sér, hvað hefði eiginlega komið fyrir? Var það rétt, sem Jake hafði sagt, að Alan hefði verið bannað að fljúga? Noel fann, hvað hún fór hjá sér og flýtti sér að skipta um umræðuefni. — Þarna er óðalssetrið — þú sérð þvi bregða fyrir milli trjánna. Sandra starði á það. Hún vissi ekki við hverju hún hafði búizt. Það virtisteins og höll meðöllum þessum spirum og turnum og eldrauður vafningsviðurinn gerði það að verk- um, að það virtist standa i björtu báli... Eins og höll eða.... — Það minnir á kastaia i Loire! Mörgum herbergjum hefur verið lokað og enginn notar þau nú. t gamla daga bjuggu allir eldri ættingjarnir hérna en nú eru þeir út um allt.sem betur fer... það er ekki mikið eftir af auðnum. Hann nam staðar og studdi Söndru út. — Komdu, chérrie, og vertu ekki taugaóstyrk. Um eitt erum við mamma sammála... við elskum bæði fallegar stúlkur! Sandra reyndi að róa sjálfa sig, þegar Noel fylgdi henni inn i stóran forsal, þar sem glæsilegar andlitsmyndir héngu á veggjunum. — Forfeður minir! sagði Noel kæruleysislega. — Þeir elskuðu lika fallegar stúlkur! Sandra horfði á flauelsmjúk, þykk teppin, háa, skreytta loftið, og það var ekki kalt, þó að ekki logaði á arninum. Einn forfeðranna hafði verið nægilega nútimalegur til að setja upp miðstöðvarhitun. Noel fylgdi henni eftir löngum gangi, nam staðar fyrir utan dyr, bankaði, opnaði og sagði: —Mamma, ég kom með gest i te. Mamma Noel var á sextugsaldri, klædd i gráyrjótta tviddragt. Hún gekk brosandi til Söndru, en dökk augu hennar virtu hana rannsakandi fyrir sér. — Óþekktaranginn þinn, Noel! Þvi hringdirðu ekki fyrst? Ég hefði getað farið út. Hvað heitið þér, vina min? — Sandra Elmdon, madame Desjardins, sagði hún. — Sandra? Fallegt nafn á fallegri stúlku. Skemmtið þér yður vel i Kanada? Mér skildist, að þér byggjuð hjá frænku yðar. Noel, biddu Anette að koma me te handa fjórum. Komið og fáið yður sæti, Sandra. Það er kalt i dag og ég elska arineld. Sandra sá augnatillitið, sem Noel sendi móður sinni áður en hann hlýddi. Hún settist hjá madame Desjardins við blússandi beldinn. — Mér finnst kanadiskir arnar svo notalegir, sagði Saridra. — Ætlið þér að vera hér lengi? spurði madame Desjardins. Sandra sagðist hafa flutt til Kanada og allt um vinnu sina hjá dr. Martin. Húsmóðirin á heimilinu sýndi áhuga á orðum hennar, en virtist undrandi. Hún hlaut að hafa álit- ið, að enska stúlkan væri aðeins i skyndiheimsókn. Þær ræddu saman um stund, en svo leit madame Desjardins til dyra. — Hvert hefur hann farið? Nú, þau hafa vist um nóg að tala... þarna koma þau! Sandra leit um öxl. Eldri stofustúlka kom með teborðið, en Noel kom inn i áköfum samræðum á frönsku við fallega, dökkhærða stúlku. Það var Bettína. Hún heilsaði kurteislega en kuldalega á Söndru. Hún lét eins og heima hjá sér og madame Desjardins kom fram við hana eins og dóttur á heimilinu. Þau drukku te, en ræddu saman á frönsku, og Sandra átti erfitt með að fylgjast með. Af og til hlógu þau og báðust afsökunar á ensku, en gleymdu sér svo aftur. Hvers vegna hafði Noel farið með hana heim til sin? En auðvitað hafði hann ekki vitað, að Bettina var heima — hvernig hafði hún annars komizt þangað? Það var engan bil að sjá nema Noels. Loks var tedrykkjunni lokið og Noel stóð á fætur. — Við verðum að koma okkur. Hvað um þig, Bettina? Bettina brosti. — Amma ætlaði að sækja mig á heim- leiðinni eftir heimsókn hjá vinkonu sinni. En ég gæti skilið eftir boð til hannar...rödd hennar skalf eilltið. Sandra gat ekki annað en tekið eftir þvi, hvilik áhrif hún hafði á Noel, sem sagði að bragði: — Já, gerðu það, Bettina. Það er nóg pláss i bilnum. Auðvitað var það en Bettina settist i framsætið við hliðina á Noel eins og hún ætti þar heima. Söndru langaði til að mótmæla. Sigurglampinn sem hafði komið i augu madame Desjardins fór ekki heldur hjá henni, og hún vissi, að konurnar tvær, litu þannig á að hún vari að troða sér inná heimilið. Sandra þagði á heimleiðinni. Hún hlustaði ekki á Noel og Bettinu. Þau töluðu saman á frönsku og virtust alveg hafa gleymt henni. Að vissu marki gladdi það hana — hún hafði fundið það i dag, hve djúpt bil var milli þeirra Noels. Hún gat að visu mótmælt og sagt, að þau væru aðeins vinir, og hefðu verið það frá bernsku, og að foreldrar þeirra vildu koma þeim saman, en þau voru tengd fastari böndum en þau vissu sjálf. Þau kvöddu Söndru kæruleysislega við húsið og óku á brott. Noel og Bettina voru i sinum eigin heimi og þar var ekkert rúm fyrir Söndru. Bettina hafði haft óskipta athygli Noels frá þeirri stundu, að hann hitti hana i eldhúsinu og það var ástæðan fyrir þvi, að madame Desjardins hafði sent hann fram. -----------------------------------------------1 I I Sandra vissi, hvers vegna madame Desjardins var svo | áfram um þetta. Orð Noels höfðu leyst gátuna fyrir hana... I, læstu herbergin, peningaskorturinn... Bettina Lamont, I eða foreldrar hennar voru veilauðug og þetta hjóna I band — eftir þvi sem Renée le Blanc hafði sagt var þegar J ákveðið af fjölskyldum beggja, þegar þau voru börn — J hlaut að skipta miklu máli. Að visu hhöfðu þau ekki opin- j berað trúlofun sina, en ættingjar og vinir litu á Bettinu | sem unnustu Noels. _______ I I Mánudagurinn var erfiður og Sandra var svo þreytt um I kvöldið, að hún var næstum fegin, að vera ein heima og E ekki voru næstu dagar betri. Janet kom heim á þriðjudag- I inn og þá byrjaði fjörið heima. ! Þriðjudagurinn hófst eins og hver annar dagur, og ekk- | ert benti til þess, að nokkuð óvenjulegt myndi gerast. Við- | talstiminn var upptekinn allan eftirmiðdaginn og eini tim- I inn, sem var laus, var siðasti timinn — sem var geymdur I handa neyðartilfellum eða sjúklingum annarra lækna. I Sandra hafði einmitt sent siðasta sjúklinginn inn, þegar J dr. Martin rétti henni miða. — Afsakið, miss Elmdon, þér áttuð að fá þetta fyrr. I Finnið spjaldið hans i spjaldskránni. Hann kemur i I hjartalinurit. Hann kemur kannski heldur seint, það fer J eftir veðri. Sandra stakk miðanum i vasann og hélt áfram við það, j sem hún átti ógjört. Eftir að þvi var lokið, leit hún á mið- | ann. I I I Alþýðublaðið Þriðjudagur 13. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.