Alþýðublaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 9
íprittir Hér á myndinni sést Norwich-leikmaöurinn Forbes skora eitt marka liðs slns gegn Burnley á Turf Moore I Burnley fyrr I vetur. Hann skor- aði einnig mark fyrir Norwich gegn Burnley á Carrow Road sfðasta laugardag. Rok háði leikjum á Englandi um helgina Manchester United trónar nú á toppi ensku 1. deildarinnar enn einu sinni eftir leiki helgar- innar. Liðið sigraði Q.P.R. á leikvangi sinum Old Trafford 2:1 og var sá sigur sízt of stór eftir gangi leiksins að dæma. Velgengni United er nú stað- reynd. Margir héldu þvi fram að félagið myndi fljótlega dragast aftur úr toppliðunum i deildinni, eftir góða byrjun liðsins I haust. En reyndin hefur orðið önnur, og eftir leikjum liðsins að und- anförnu að dæma er ekki út 1 hött að spá þeim sigri i deildinni þó vitað sé að Liverpool Leeds og Derby verði þeim erfiðir. United hefur leikið við nær öll þau lið sem eru I efstu sætum með þeim, á útivelli, og eiga þvi þann góða varnagla á að fá að leika við þessi lið á heimavelli fyrir fullu húsi, þegar þar að kemur. Þessi kostur hefur ekki svo litið að segja, og hver leikur innbyrðis hjá þessum liðum jafngildir nánast 4 stigum. A laugardaginn minnkuðu þeir sigurmöguleika Q.P.R. sem verið hefur i efstu sætum frá upphafi keppnistimabilsins til muna með sigri sinum. Mörk United gerðu Gordon Hill og Sammy Mcllroy, en Don Givens — áður Luton og Man. United — gerði mark Lundúnaliðsins. Or- slit annarra leikja á laugardag- inn urðu þessi: ARSENAL — ASTON VILLA 0:0 BIRMINGHAM — WOLVES 0:1 (Willie Carr viti). COVENTRY - SHEFFIELD U. 1:0 (Alan Green). DERBY COUNTY — TOTTEN- HAM 2:3 (Powell og Davis fyrir Derby, en Neighbour, Perryman og McAllister fyrir Spurs.). LEEDS U. — STOKE CITY 2:0 (McKenzie og Bremner). LIVERPOOL — IPSWICH 3:3 (Keegan 2 Case fyrir Liver- pool, en Wymark 2 og Gates fyr- ir Ipswich).. MIDDLESBROUGH - Man. CITY 1:0 (Dave Armstrong). NEWCASTLE —EVERTON 5:0 (Gowling, Nulty og Nattrass). NORWICH —BURNLEY 3:1 (Peters, Boyer og Forbes fyr- ir Norwich, en gamli landsliðs- maðurinn Keith Newton fyrir Burnley). WEST HAM UNITED — LEICESTER (Tylor fyrir West Ham, en Lee fyrir Leicester). Staðan I 1. deildinni ensku er þvi þessi: Manch. Utd. 25 15 5 5 40-23 35 Leeds Utd. 24 15 4 5 44-22 34 Liverpool 25 12 10 3 40-23 34 Derby 25 13 6 6 39-33 32 QPR 25 10 10 5 32-20 30 West Ham 24 12 5 7 36-31 29 Middlesbro 25 10 8 7 26-21 28 Manch. City25 9 9 7 38-24 27 Ipswich 25 8 11 6 30-26 27 Stoke 25 10 7 8 31-30 27 Everton 25 9 9 7 41-46 27 Newcastle 25 10 5 10 45-33 25 Aston Villa 25 8 8 9 31-34 24 Coventry 25 8 8 .9 27-34 24 25 6 11 8 35-41 23 25 5 13 7 27-36 23 25 8 6 11 36-40 22 25 7 7 11 29-31 21 25 7 4 14 35-49 18 25 5 6 14 25-38 16 25 4 7 14 24-40 14 25 1 5 19 18-54 .7 Leicester Norwich Arsenal Birmingh. Wolves Burnley Sunderland heldur enn foryst- unni i 2. deildinni og má fastlega spá þeim nú þegar sæti i 1. deild á næsta ári, enda liðið verið eitt það bezta þar i 3 ár. Bolton hef- ur þó tapað fæstum stigunum þar. Þeir ættu að vera einnig nokkurn veginn öruggir með sæti i 1. deild á næsta ári. Bæði liðin hafa margsinnis verið áður i 1. deild og eru þvi engir nýliðar þar. Um þriðja sætið er erfiðara að spá um, nokkur félög koma þarsterklega til greina. úrslitin I 2. deild á laugardaginn urðu þessi: Blackburn—Southampton fr Blackpool—Charlton 21 Bolton—L,uton “ Bristol R.—Fulham 1:0 Chelsea—Oldham 0:3 Hull—Notth For 1:0 NottsC—York 4:0 'Oxford—Bristol C 1:1 Plymouth—Orient 3:0 Portsmouth—Charlisle 1:0 WBA—Sunderland 0:0 Staðan i 2. deild er nú þessi: Sunderl. 25 15 4 6 39-21 34 Bolton 24 13 7 4 41-24 33 BristolC. 25 12 8 5 42-23 32 Notts Co 25 12 6 7 35-22 30 Southampt. 25 13 2 8 43-29 28 WBA 25 9 10 6 24-24 28 Oldham 25 11 6 8 37-37 28 Luton 24 11 5 8 34-25 27 RristolR. 25 8 11 6 26-23 27 Fulham 24 9 7 8 30-26 25 Blackpool 25 9 7 9 24-28 25 Plymouth 25 9 6 10 32-32 24 Nott.For. 25 8 7 10 27-24 23 Orient 24 7 9 8 21-23 23 Chelsea 25 8 7 10 29-34 23 Carlisle 25 8 6 10 22-30 23 Hull 25 9 4 12 27-32 22 Charlton 24 8 5 11 29-41 21 Blackburn 24 5 10 9 22-28 20 Oxford 25 5 7 13 24-36 17 York 25 5 5 15 19-43 15 Portsm. 25 4 6 15 16-36 14 Lið Jóhannesar Eðvaldsson- ar, Glasgow Celtic, er nú efst i Skotlandi eftir góðan sigur liðs ins á útivelli yfir Motherwell. Úrslitin og staðan þar er nú þessi: Aberdeen — Dundee Utd 5:3 Dundee—Hearts 4:1 Hibernian—Ayr 3:0 Motherwell—Celtic 1:3 Rangers—St. Johnstone 4:0 Staðan i skosku „aðaldeild- inni”; Celtic Rangers Hibemian Motherwell Aberdeen Hearts Dundee Ayr Dundee Utd St. Johnstone 21 12 21 12 20 10 21 9 21 21 21 21 20 21 43:26 28 36:19 28 34:23 26 36:29 25 32:29 22 24:29 21 8 36:40 20 10 26:36 18 10 24:32 14 17 20:48 6 Við hækkum í áliti Hið virta franska knattspyrnu- timarit French Football raðar ár- lega niður knattspyrnuþjóðum Evrópu, eftir árangri þeirra á viðkomandi ári. Þeir, sem raða löndunum þannig niður eru helztu knattspyrnuiþróttafréttaritarar Evrópulandanna, og er mjög mikið mark tekið á þessari kosn- ingu, þar sem hún þykir gefa mjög mikið til kynna hvar hvert land sé statt á alþjóðlegum mæli- hvarða. Listinn fyrir árið 1975 var nú núverið birtur. A honum kemur I ljós að ísland hefur áunnið sér frá 1974 mikið álit, og er auðvitað árangur islenzka landsliðsins gegn A-Þjóðverjum þar þyngst á metunum. Við erum nú i 26.-28. sæti ásamt Norðmönnum og Dön um, en vorum i fyrra i 31. sæti á undan öðru eyríki, Möltu. Þau lönd sem eru fyrir neðan okkur að þessu sinni eru Luxemborg, Malta, Kýpur og Finnland. Listinn sem French Football birti nýlega lýtur þannig út. Nr. 1 Tékkóslóvakia, og hljóta þvi þeir að þessu sinni titilinn bezta knatt- spyrnuland Evrópu. Hinn góði árangur Tékka i 2. riðli Evrópukeppni landsliða, þar sem þeir slógu út bæði England og Portúgal vegur örugglega þyngst á metunum hjá þeim. Nr. 2. Júgóslavia Nr. 3. Rússland. Nr. 4.-5. V-Þýzkaland og Wales Nr. 6.-7. England og Pólland. Nr. 8.-10. Belgia, Skotland og Spánn. Nr. 11. Búlgaria. Nr. 12. Sviþjóð Nr. 13. Portúgal Nr. 14.-16. A-Þýzkaland, Italia og Rúmenia. Nr. 17. Holland. Nr. 18-20. Irland — Norður-trland og Frakkland Nr. 21.-22. Austurriki og Ung- verjaland. Nr. 23.-25. Grikkland, Sviss og Tyrkland. Nr. 26.-28. Danmörk, Noregur og Island. Nr. 29. Malta. Nr. 30.-31. Finnland og Kýpur Nr. 33. Luxemborg. Ian Ure kemur til landsins í febrúar Ian Ure, Skotinn skapstóri sem FH-ingar eru nú i samningum við, mun væntanlega koma til tslands i iok febrúar. Að sögn Arna Agústssonar formanns knattspyrnudeildar FH „þá er það nokkurn veginn öruggt að Ure verði þjálfari FH-inga á næsta keppnistimabili, þvi það á aðeins eftir að ganga frá samn- ingum, sem verður væntanlega gert I febrúarlok þegar hann komur til landsins.” Allir þeir sem fylgzt hafa með knattspyrnunni á Bretlandseyj- um siðasta áratug vita efiaust mætavel hver Ian Urc er. hann var einn viðurkenndasti mið- framvörður á sinum tima á Englandi, en þegar Manchester United keypti hann frá Arsenal, þá fór frægðarsól hans að dvina. Hann náöi aldrei þeim árangri sem ætlazt var til af honum hjá United á hverju svo sem stóð. UMSK vísar kærunni til dómstóla KKÍ Héraðsdómstóll Ungmenna- sambands Kjalarnesþings hefur nú visað kæru IR-inga á hendur Armanni fyrir að nota Simon Ólafsson i leik Armanns og IR 3. janúar sl. til dómstóla KKI. Búizt er við að afstaða verði samt ekki tekin i málinu fyrr en dómstólar ISl taki málið fyrir, og að úr- skurður hennar ráði þvi hvort að kæra ÍR-inga verði tekin gild eða ekki. Alþýðublaðiö Þriðjudagur 13. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.