Alþýðublaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 11
Al BAÐIR VILJA Uppboðsmálið í Hafnarfirði blossar upp á nýjan leik EIGA HÚSIÐ! „Staðan í málinu er einföld, og ég held fast við minn ský- lausa rétt og hef krafizt þess að uppboðshaldari bæjarfógeti, taki afstöðu til boðs mins i hiis- eignina,” sagði Ingvar Björns- son fyrrum bæjarfógeti i Hafn- arfirði i samtali viö Alþýðublaö- iö. Eins og kunnugt er af frétt- um þá var Ingvari vikið frá embætti bæjarfógeta, þar sem Hafnarfjarðarbær taldi hann hafa misbeitt aðstöðu sinni, þar sem hann var viðstaddur uppboð á húsi einu i Hafnarfirði. Töldu bæjaryfirvöld hann vera þar sem umbjóðanda' bæjarins, sem var einn af uppboðs- beiðendum, en Ingvar taldi sig vera þar i persónulegum erindagjörðum og bauð i húsið og varð hæstbjóðandi. Urðu mikil blaðaskrif um mál þetta á sinum tima, en legið i láginni nú um mánaðarskeið, þó þvf fari fjarri aö málið sé til lykta leitt. „Eins og ég hafði sagt þá var ég tilbúinn til þess sem hæst- bjóðandi, að framselja rétt minn til húseignarinnar i hend- ur eiginkonu uppboðsþola, Arn- finns Bergs Jörgensen. Sendi ég bréf þar að lútandi hinn 5. desember siðast liðinn og fékk svar þann 15. dessember 1975. Þar var þessu boði minu hafnað, ogsýndi þaö berlega að ekki var áhugi frá þeirra hendi til þess að yfirtaka boð mitt. Sendi ég þvi bréf til fógeta og krafðist af- stöðu til boðs mins. Hefur fógeti enn ekki tekið ákvörðun en ég get ekki öðru trúað en boð mitt verði samþykkt, öll lagaleg rök hniga I þá átt.” Við spurðum Ingvar hvað mögulega gæti staðið í vegi fyrir þvi, að húsið yrði hans. Svaraði Ingvar þvi til að eina ástæðan sem gæti verið fyrir synjun af fógetans hendi, væri sú að hæst- bjóöandi væri ekki fullfær um að inna umsamdar greiðslur af hendi. Sú ástæða væri ekki raunhæf i þessu tilfelli og þvi gæti ekkert réttlætt synjun. Að lokum spurðum við Ingvar hvað næst tæki við i þessu máli. Það næsta sem á að ske, er að fógeti eða uppboðshaldari taki afstöðu til kröfu minnar. Mun þvi málinu ljúka á næst- unni og að minu mati getur það vart farið nema á einn veg, þ.e. að boð mitt verði samþykkt og húsið verði mitt.” 011 mál hafa tvær hliðar og aðra hlið þessa máls túlkar Bergur Jörgensen. Blaðið hafði samband við lögmann hans i þessu máli, Sigurð Helgason,og spurðist fyrir um stöðuna i mál- inu frá hendi uppboðsþola þ.e. Bergs. „Aðminu mati tel ég að mál þetta sé hafið og Bergur Jörgensen sé löglegur eigandi eignarinnar. Annars vil ég skýrt taka fram að ef ég kem til með að flytja mál þetta fyrir dóm- stólum og þá ekki sizt fyrir Hæstarétti ts^ands, þá flyt ég mál mitt eingöngu þar og segi skoðanir minar ekki i dagblöð- um eða öðrum fjölmiðlum.” Alþýðublaðið hefur i fram- haldi af þessu sannfrétt að bæj- arfógetinn i Hafnarfirði. Einar Ingimundarson, hafi vikið úr dómarasæti i málinu, og mun þvi setudómari verða skipaður i málið. Er þess að vænta að dragi til tiðinda i þessu harða deilumáli innan tiðar og mun Alþýðublaðið fylgjast náið með framvindu þess. Fræðslunámskeið Alþýðuflokksins Næstu fræðslunám'skeið verða haldin i Félagsheimili prentara, Hverfisgötu 21, dagana 26., 28. og 29. janúar og 2., 4. og 5 febrúar. Fræðslunefndin Ráðstefna um stefnuskrána verður haldin á Hótel Loftleiðum, sunnudaginn 25. janúar og hefst kl. 10 árdegis. Nánari upplýsing- ar verða veittar á skrifstofunni, Hverfisgötu 6—8, simi 1-50-20. Aiþýðuílokksfélag Reykjavikur Kvenfélag Alþýðuflokksins, Rvk. Félag ungra jafnaðarmanna, Rvk. Sambandsstjórnarfund- ur SUJ verður haldinn i Alþýðuhúsinu i Hafnarfirði laugardaginn 17. janúar og hefst klukkan 10 árdeg- is. Dagskrá: Skýrsla framkvæmdastjórnar. Stjórnmálaviðhorfið. Innri mál SUJ og Alþýðuflokksins. önnur mál. Sigurður Blöndal, form. Harpa Agústsdóttir, ritari Leikhúsin ^LEIKFELÁG^I SfJtEYKJAVÍKDKB SKJALDHAMRAR i kvöld — Uppselt. SAUMASTOFAN miðvikudag kl. 20.30. EQUUS fimmtudag kl. 20.30. 6. sýn. Gul kort gilda. SKJALDHAMRAR föstudag kl. 20.30. EQUUS laugardag kl. 20.30. 7. sýn. Græn kort gilda. SAUMASTOFAN sunnudag kl. 20.30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-66-20. #ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ CARMEN miðvikudag kl. 20. föstudag kl. 20. sunnudag kl. 20. SPORVAGNINN GIRND fimmtudaginn kl. 20. GÓÐA SALIN í SESCAN laugardag kl. 20. Litla sviðið INUK i kvöld kl. 20.30. Uppselt. fimmtudag kl. 20.30. Miðasala 13.15-20.Simi 1-1200. UK UU SKAHIGF.IFIR KCRNELIUS LVvi/ JÓNSSON SKÖLAVÖROUSIIG 8 ♦ W V BANKASTRÆ T16 Kaupið bífmerki Landverndar Hreint t áSland I fogurt I landl LANDVERND SJómrarp 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Skólamál Þessi þáttur fjall- ar um nýjungar I stærðfræði- kennslu i' grunnskóla. Sýnd eru atriði úr kennslustund i 1., 2. og 3. bekk og rætt við Hörð Lárus- son, deildarstjóra, en hann var ráðunautur við gerð þáttarins. Umsjónarmaður Helgi Jónas- son, fræðslustjóri. Upptöku stjórnaði Sigurður Sverrir Pálsson. 21.15 Benóni og Rósa Framhalds- leikrit I sex þáttum, byggt á skáldsögum eftir Knut Ham- sun. 4. þáttur. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.10 Utan úr heimi Umræðuþátt- ur um erlend málefni. Hvers virði eru Sameinuðu þjóðirnar? Stjórnandi Gunnar G. Schram. 22.40 Dagskrárlok Útvarp 7.00 Morgunútvarp. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.25 Hvernig tekur fdlk þvi að missa sjón? Gisli Helgason sér um þáttinn. 15.00 Miðdegistónleikar 16.40 Litli barnatiminn. Finnborg Scheving sér um timann. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óskalaga- þátt fyrirbörn yngrien tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Starf og hlutverk foreldra- félaga vangefinna á Norður- löndurn Margrét Margeirsdótt- ir félagsráðgjafi flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 Frá ýmsum hliðum. Guð- mundur Árni Stefánsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 Norski blásarakvintettinn leikur. a. Svitu fyrir blásara- kvintett eftir Pauline Hall. b. Blásarakvintett eftir Jón As- geirsson. 21.50 Kristfræði Nýja testement- isins.Dr. Jakob Jónsson flytur sjötta erindi sitt: Guðssonur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: ,,í verum” sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar. Gils Guðmundsson les siðara bindi (4). 22.40 Harmonikulög Fred Hector og félagar leika. 23.00 Á hl jóðbergLMa jor Barbara”, leikrit i þrem þátt- um eftir George Bernhard Shaw. Með aðalhlutverk fara: Maggie Smith, Robert Morlev, Celia Johnson, Warren Mitchell og Cary Bond. Leikstjóri : Howard Sackler. Fyrri hluti. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Vinningar í heimilishapp- drætti Alþýöuflokksins 3VINN- INGAR HÚSGÖGN FRÁ MÓDEL- HÚSGÖGN 1 n VINNINGAR VÖRU-1 AU ÚTTEKT FRÁ ' 1ISKEIFUNNI 15liSlMI 86566 Drætti frestað til 1 feb. Til sölu hjá ESSO og SHELL Þriðjudagur 13. janúar 1976. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.