Alþýðublaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.01.1976, Blaðsíða 6
Fyrsta og eina fjölþjóða- stjórnarskrá í heimi eftir Norbert Paul Engel, Strassbourg (f réttaritara Deutsche Presse-Agentur og nokkurraútvarpsstöðva í Þýzkalandi, Sviss og Austur- ríki og ritstjóri Europáische Grundrechte-Zeitschrif t). Þetta er fjórða og síðasta greinin í flokki fræðslugreina um starfsemi Evrópuráðs, sem blaðið birtir vegna 25 ára afmælis mannréttindasátt- mála Evrópuráðsins. Grundvallarréttindin, sem ákvæði eru um i evrópska mannréttindasátt- málanum, eru ekki einungis megin- reglur um opinberar aðgerðir i 18 þátt- tökurikjum Evrópuráðsins. 1 13 þess- ara landa er hér einnig um að ræða lagaréttindi, sem einstakir borgarar geta náð meö tilstilli dómstóla. Að þessu leyti er Evrópusáttmálinn, sem undirritaður var 1950 og gekk i gildi 1953, frábrugðinn hátiðlegri mannrétt- indayfirlýsingu allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna 1948. Mannréttindi Sameinuðu þjóðanna eiga að ná til alls heimsins, en I reynd er ekki um neina vernd fyrir einstaka borgara að ræða. Evrópusáttmálinn nær eingöngu til þátttökurikjanna 18 i Evrópuráði, en hann sér borgurum þeirra fyrir öryggi gegn brotum á grundvallarfrelsi þeirra á sama hátt og stjórnarskrá hvers lands. Þetta kemurglöggtí ljós eins og allir geta séð. Yfir 7.000 manns hafa þegar borið fram beiðnir varð- andi mannréttindi i Strassbourg. Var 95% beiðna þessara hafnað og talið að þær yrðu ekki teknar til greina. eða skorti stoð i lögum (enda er ástandið i Evrópu ekki svo slæmt að liklegt sé að allir umsækjendur hafi á réttu að standa). En ef yfirvöldin I Strass- bourg komast að niöurstöðu, sem er umsækjanda i vil, þá er hún bindandi. Þannig þurfti Austurriki t.d. að greiða einum borgara 20.000 mörk i skaða- bætur fyrir aö hafa haft hann of lengi i haldi á meöan dómsmeðferðar var beðið. I máli einstaklings breytti Belgia hegningarlögunum til að kom- ast hjá þeirri áhættu að dómur gengi gegn landinu i mannréttindadómstól álfunnar. Arið 1969 neyddist Grikkland til að hverfa úr Evrópuráðinu vegna þess að ráðherranefndin komst að raun um að ofurstastjórnin hafði við- haft pyntingar og brotið önnur mann- réttindi. Var það ákvarðað á grund- velli skýrslu mannréttindanefndarinn- ar. Grikkland gekk aftur i Evrópuráð- ið 1974 að frjálsum kosningum aflokn- um. Dæmi þetta sýnir að Evrópuráðið tekur verndun mannréttinda alvar- lega. Málsmeðferð mannréttinda i Strass- bourg. Þrjár stofnanir tryggja mannrétt- indi i Evrópu. I mannréttindadómstól Evrópu sitja 18 dómarar frá aðildar- rikjum ásamt réttarritara og vara- réttarritara. Dómstóllinn hefur æðsta dómsvald. Utanrikisráðherranefnd Evrópu- ráðsins starfar sem eins konar dóm- stóll i málum, sem hvorki kærð rikis- stjórn né mannréttindanefndin visa til dómsins. Þetta fyrirkomulag byggist á þvi skásta samkomulagi, sem hægt var að ná fyrir aldarfjórðung siðan með þvi nokkur riki voru ekki reiðubú- in til að hlita úrskurðum fjölþjóða- dómstóls. Alyktanir ráöherranefndar- innar eru þó einnig bindandi. Fyrsti aðilinn, sem fjallar um beiðni varðandi mannréttindi, er mannrétt- indanefnd Evrópu en i henni á sæti einn óháður lögmaður frá hverju að- ildarrikjanna 18 að sáttmálanum. Nefndin getur synjað að taka beiðni til greina og er áiyktun hennar þá endan- leg. En hún getur einnig sent viðkom- andi rikisstjórn umsóknina ásamt beiðni um umsögn. Þetta er fyrsta tor- færan á vegi umsækjandans. Siðan kemur að yfirlýsingu um hvort málið • verði tekið fyrir. Þá hefur nefndin gagngera rannsókn á málinu, tekur við sönnunargögnum, yfirheyrir vitni og gerir drög að endanlegri skýrslu og tillögu aö dómsniðurstöðu. Náist ekki vinsamlegt samkomulag milli aðila meðan á málsmeðferð stendur I Strassbourg fer skýrsla nefndarinnar áfram til ráöherranefndarinnar eða mannréttindadómstólsins, eftir þvi sem við á. Þrettán af aðildarrikjum Evrópu- ráðsins hafa veitt þegnum sinum rétt til að skjóta málum einstaklinga til Strassbourg eftir að reynd hafa verið öll dómstig i heimalandinu. Segja má að þeir geti þannig hver um sig stefnt landi sinu fyrir rétt. Af aðildarrikjun- um átján hafa fimm enn ekki veitt pegnum smuin þennan rett og eru þaö Tyrkland, Grikkland, Kýpur, Malta og Frakkland. Þó veröa þessi lönd að sætta sig við að önnur aðildarriki Evrópuráðsins geta stefnt þeim fyrir mannréttindanefndina. Þannig unnu þrjú Norðurlandanna og Holland t.d. mannréttindamál gegn grisku herfor- ingjastjórninni. Mannréttindasáttmáli Evrópu Mannréttindasáttmáli Evrópu tryggir rétt til lifs, frelsis og persónu- legs öryggis svo og réttlátrar dóms- meðferöar. Einnig nær hann til virðingar fyrir einkalifi og fjölskyldu- lifi einstaklingsins, heimilis hans og bréfaskipta, frjálsrar hugsunar og samvisku, trúfrelsis, málfrelsis og rit- frelsis. Einnig tryggir hann rétt til fundarfrelsis á friðsaman hátt og til þess að stofna stéttarfélög, og mönn- um er tryggður réttur á lagfæringu yfirvalda ef brotið er gegn réttindum eða skert frelsi, sem um getur i sátt- málanum. Einnig ábyrgist sáttmálinn mönnum eignarréttinn, rétt til menntunar og ferðafrelsi, en hann leggur bann við brottvikningu þegna úr eigin landi og fjöldabrottrekstri útlendinga. Aðildar- rikjunum er gert skylt að halda frjáls- ar, leynilegar kosningar öðru hverju eins og viðeigandi er. Einnig er lagt bann við pyntingum eða ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð, eins og þrælahaldi eða nauðungarvinnu, hegningarlögum, sem virka aftur fyrir sig og mismunun i sambandi við tryggð réttindi. Nokkur nýafstaðin mál í febrúarmánuði sl. dæmdi mann- réttindadómstóll Evrópu breskum borgara, Sidney Elmer Golden, i vil með þvi að telja að innanrikisráðherra Breta hefði ranglega meinað honum aðgang að dómstólum og rétti til að eiga i bréfaskiptum. Stéttarfélag belg- Iskra lögreglumanna leitar réttar sins um þátttöku i viðræðum lögum sam- kvæmt um laun og vinnuskilyrði með- Iimanna. Samband sænskra járn- brautalestarstjóra leitar fyrir milli- göngu mannréttindadómstóls Evrópu eftir viðurkenningu sem samningsaðili af hendi samningsaðila ríkisins. Tveir sænskir starfsmenn hins opinbera hafa borið fram kæru vegna þess að þeim var synjað um launahækkun fyrir liðinn tima með þvi þeir hefðu verið I stéttarfélagi, sem boðað hafði verkföll á árinu 1971 eftir að samn- ingaumleitanir um kaup og kjör höföu fariö út um þúfur. Mannréttindi og alþjóðleg samábyrgð Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur eflaust sannað gildi sitt. En ef tryggja á grundvallarfrelsi einstaklingsins þarf á samábyrgð lýöræðisrikja Vest- ur-Evrópu að halda. Lögfræðilegur ráðunautur Evrópuráðsins, hr. Heri- bert Golsong, lagði áherslu á þetta á aukafundi laganefndar þingmanna- sambandsins I Strassbourg 12. júni sl. þegar hann ávarpaði stjórnmála- menn, sem sérhæfa sig I lögfræðileg- um vandamálum. Þá sagöi hr. Gol- song: „Slik samábyrgð mun hafa enn meira gildi að samningaumleitunum i Genf og Helsinki (I sambandi við ör- yggismálaráðstefnuna) afloknum, en þær kunna, er fram liða stundir, aö leiða til samkeppni milli tveggja þjóð- félagskerfa i heimsálfunni. Eru aðild- arriki Evrópuráðsins og aðilar að mannréttindasáttmálanum fulltrúar annars kerfisins, en i hinu kerfinu er meginreglum um réttindi og frelsi ein- staklingsins og þjóðfélagslega upp- byggingu þver öfugt farið við það, sem i mannréttindasáttmálanum segir.” Sýnt hefur verið fram á að mann- réttindasáttmáli Evrópu sér fyrir dómstólakerfi, sem verndar frelsi ein- staklingsins á virkan hátt. Hvergi ann- ars staðar er að finna neitt sambæri- legt fyrirbæri þessarar fjölþjóða stjórnarskrár þátttökurikja Evrópu- ráðsins. Norbert Paul Engel angarnrir Pl.i.sins lif PL-ASTPOKAVERKSMIOJA Slmar 82639-82455 Vatnogöfí)um 6 Box 4064 — Raykjavlk Pípulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari 74717. Halnarljaröar Apitek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsing$sími 51600. Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 Onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn Valur varð Reykjavíkurmeistari Fjórða Reykjavikurmótinu i innanhússknattspyrnu lauk á sunnudaginn. Eins og svo oft áður i innanhússknattspyrnumótum var það Fram og Valur sem léku til úrslita, en þau höfðu bæði unn- ið sinn riðil með nokkrum yfir- burðum. Beðið var eftir þessum leik með miklum spenningi, þvi útséð var að þessi lið voru tals- vert betri en önnur þau félög sem i mótinu fóku þátt. Fyrri hálfleik- ur var ójafn. Fram réði þá lögum og lofum og rétt áður en honum lauk var staðan 5:0 fyrir Fram. A þessum tima hafði Fram leikið sterkan varnarleik, látið Val sækja, en sótt siðan upp i skyndi- upphlaupum. Staðan i hálfleik var 5:1 fyrir Fram. Valur gerðu þrjú fyrstu mörkin i siðari hálfleik, 4:5. Fram skoraði 6:4, en eftir það mark gerði Valur fjögur næstu mörk, og sigurinn i þessu fjórða Reykjavikurmóti varð þeirra. Leiknum lauk 8:7. 1 keppninni um þriðja og fjórða sæti léku Vikingur og Armann. Vikingur vann 11:7. 1 keppninni um fimmta og sjötta sætið léku KR og Fylkir. KR vann 9:6. Leiknir og Þróttur léku um sjö- unda og áttunda sætið. Þróttur vann 9:5. iprcttir FH-ingar enn með í baráttxmni um titílinn Þróttarar kræktu sér i enn eitt stigið i 1. deildarkeppninni i handknattleik á sunnudagskvöld- ið i iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Þá gerðu þeir jafntefli við Hauka 20:20, og verður ekki annað sagt en það hafi verið gott hjá þeim, eftir gangi leiksins að dæma. Haukarnir gripu strax til þess ráðs i upphafi leiksins, að taka Bjarna Jónsson og Friðrik Frið- riksson úr umferð, en það lukk- aðist ekki hjá þeim frekar en hjá Viking, sem höfðu tekið Bjarna úr umferð. Vörn Haukanna tvistr- aðist og hinir leikmenn Þróttar gengu á lagið, og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Þannig tók Reykjavikurfélagið forystuna strax I upphafi leiksins. Þegar Haukarnir breyttu um varnarað- ferð og tóku Bjarna og Friðrik mun aftar en þeir höfðu gert, þéttist hún og Haukarnir sigu á. Rétt fyrir leikhlé höfðu þeir jafn- að, 7:7, og i hálfleik voru þeir einu marki yfir, 9:8. Haukarnir héldu áfram þvi striki sem þeir höfðu náð i lok fyrri hálfleiks, skoruðu hvert markið á fætur öðru. Elias Jóns- son var á þessu timabili drjúgur við að skora fyrir Hafnarf jarðar- liðið. Þannig mátti sjá stöðu eins og 16:10 og 17:13 á markatöflunni. Þegar Haukarnir höfðu náð þessu forskoti var eins og allur áhugi færi úr leik liðsins. Þeir geröust kærulausir og nánast áhugalitlir, og þvi fór svo að Þróttararnir sigu jafnt og þétt á. Þeir náðu svo að jafna metin rétt fyrir leikslok, 19:19. Stefán Jónsson skoraði sið- asta mark Haukanna um það bil hálfri minútu fyrir leikslok 20:19, með fallegu uppstökki. Konráð Jónsson átti svo siðasta orðið i þessum leik þegar hann jafnaði með skoti af löngu færi aðeins ör- fáum sekúndum fyrir leikslok. 20:20. Mörk Hauka gerðu Elias Jóns- son 8, Stefán Jónsson, Ingimar Haraldsson, Arnór Guðmunds- son, Sigurgeir Marteinsson, Guð- mundur Haraldsson og ólafur Ólafsson 2 mörk hver. Fyrir Þrótt skoruðu Halldór Bragason 7, Trausti Þorgrimsson og Konráð Jónsson 3 hvor, Björn Vilmundar- son, Bjarni Jónsson og Sveinlaug- ur Kristinsson 2 hver og Friðrik Friðriksson eitt mark. Staöan 11. deild i tslandsmótinu i handknattleik eftir leikina i gær- kvöldi er nú þessi: Haukar — Þróttur 20:20 FH —Ármann 28:20 Valur 7 5 1 1 135:103 11 FH 8 5 0 3 174:156 10 Haukar 9 4 2 3 168:156 9 Fram 8 3 1 3 126:125 8 Vikingur 8 4 0 4 165:166 8 Þróttur 9 3 2 4 167:177 8 Ármann 8 2 1 5 131:170 5 Grótta 7 2 0 5 121:134 4 Markahæstu menn: Markahæstu menn: Friðrik Friðrikss, Þrótti 55/12 Páll Björgvinss, Vikingi 52/18 Hörður Sigmarss, Haukum 47/16 Þórarinn Ragnarsson, FH 40/19 Geir Hallsteinsson, FH 38/5 Pálmi Pálmason, Fram 38/7 Viðar Símonarson FH 38/8 Björn Péturss, Gróttu 37/15 Elias Jónsson, Haukum 35/4 ViggóSiguröss, Vikingi 33/8 Stefán Halldórss, Vikingi 28/4 Jón Karlsson, Val 28/7 Kristinn Björnsson i baráttu við Halldór Björnsson I leik Vals og KR i innanhússmótinu. Kristinn var bezti maður Vals i úrslitaleiknunj gegn Fram, og að öllum öðrum ólöstuðum var það mest honum að þakka að þeim tókst að vinna upp fimm marka forskot Fram og sigra. þvi þá fer spennan og taugarnar fyrst fyrir alvöru að þjaka leik- menn. Mörk FH i leiknum gerðu: Þór- arinn Ragnarsson 7, Geir Hallsteinsson 6, Viðar Simonar- son 5, Guðmundur Sveinsson og Guðmundur Stefánsson 3 hvor, Arni Guðjónsson 2, Kristinn Stefánsson og Sæmundur Stefáns- son eitt hvor. Fyrir Armann skor- uðu: Hörður Harðarson 9, Jens Jensson 4, Hörður Kristinsson 3, Björn Jóhannsson 2, Jón Ást- valdsson og Stefán Hafsteinsson eitt mark hvor. Njarðvíkingar áttu sigurinn skilið Það fór eins og margan körfu- knattleiksunnandann hafði grunað, að UMFN myndi veita ,,Trukk”lausum” KR-ingum harða keppni i 1. deildarkeppn- inni i körfuknattleik I Njarðvik- um á laugardaginn. Já, þeir veittu KR-ingum meira en bara harða keppni, heldur gerðu sér litið fyrir og sigruðu örugglega 77:69, og var sá sigur sizt of stór miðað við gang leiksins. t stað „Trukksins” lék Kristinn Stefánsson þennan leik, sem var hans fyrsti á þessu keppnis- timabili i ár. Kristinn sem er eins og kunnugt er þjáifari KR-inga liafði ekki meiri trú á sjálfum sér en það, að liann lék litiö með liðinu, hvað svo sem hefur valdið. Leikurinn i Njarðvikuin var lengst af jafn og spennandi þar sem aldrei skyldi nema örfá stig á milli, og þá ávallt UMFN vil. Unnu KR-inga með 8 stiga mun Staðan i hálfleik var 37:34 heimamönnum í vU. Njarðvik- ingar komu ákveðnir til leiks i þeim síðari og breikkuðu mun- inn jafnt og þétt, og komust á timabili 15 stigum yfir. Lokatöl- urnar urðu þó KR-ingum hag- stæðari en það þvi þeir töpuðu með 8 stiga mun eins og fyrr segir 77:69. Stefán Bjarkason og Kári Marisson voru beztir I liði UMFN. Kári hélt spili liðsins gangandi auk þess sem hann barðist mjög vcl i vörninni. Hann var einnig stigahæstur, gerði 21 stig, en Stefán 18. Annars er óhætt að segja að allt UMFN-liðið hafi átt ágætan leik. Hjá KR-ingum var Bjarni Jóhannesson stigahæstur, með 17 stig, þrátt fyrir það að hann hafi litið leikið með I síðari hálf- leik, sökum þess að hann hafði lilotið 4 villur i fyrri hálfleik. IR vann Fram á Seltjarnarnesi á laugardaginn 94:55. ÍR tók forystu strax I upphafi og var sigur þeirra aldrei i hættu. Kolbeinn Kristinsson og Jón Jörundsson voru bestu menn ÍR, en Hörður Agústsson hjá Fram. Snæfell lék tvo leiki i 1. deild- inni um helgina. Á laugardaginn við Val og á sunnudaginn við ÍS. Skemmst er frá þvl að segja að þeir töpuðu báðum leikjunum, við Val 81:54 og gegn ÍS 79:67. Halldór Bragason átti góðan leik fyrir Þrótt á sunnudagskvöldið. Hann gerði hvert markið á fætur öðru fyrir lið sitt þegar Bjarni og Friðrik voru teknir úr umferð. Ekki fór svo sem margir spáðu, að Armenningar yrðu FH-ingum hindrun á sunnudagskvöld i keppninni um Islandsmeistaratit- ilinn, en eins og menn muna þá sigruðu Armenningar mjög óvænt I fyrri leik liðanna. Nú var sem sagt annað uppi á teningnum. FH- ingar höfðu töglin og hagldirnar frá fyrstu mínútu leiksins til hinn- ar siðustu. Komust þeir á fyrstu 15. minútum leiksins í 7—1, og á- horfendur áttuðu sig á þvi hverju á var von. Ármenningar hleyptu þeim þó aldrei lengra fram úr sér og minnkuðu meira að segja muninn I 3 mörk I seinni hálfleik, 14—17. En lengra var ekki komizt. FH-ingar áttuðu sig á hættunni og með beittum sóknarleik undir forystu Geirs Hallsteinssonar sem þótt væri undir gæzlu allan leiktimann var stöðugur ógnvald- ur Ármanns, tókst þeim að hrista Armenninga endanlega af sér og sigra með 8 marka mun, 28 mörk- um gegn 20. Það er augljóst að Armann er ekki nema svipur hjá sjón miðað við t.d. fyrri leik liðsins við FH, en það var einmitt seinasti leikur liðanna i fyrri umferð. Mikið munaöi um aö hinir gamalreyndu markmenn liðsins, Ragnar Gunnarsson og Skafti Halldórs- son léku ekki með þennan leik, en I þeirra stað komu tveir ungir markveröir sem þrátt fyrir góða tilburði eiga enn langt I land með að verða sterkir markverðir á 1. deildarmælikvarða. Annars var þeirra bezti maður Hörður Harð- arson sem að auki var þeirra markhæsti maður. FH-liöiö er óútreiknanlegt. Það sýndi það og sannaði i þessum leik að liðiö getur sýnt hraðan og ógnandi sóknarleik og allþolan- lega vörn, þegar sá gállinn er á þvi. Hins vegar getur liðið einnig dottið niður á meðalmennsku- planið þar sem deyfðin og ládeyð- an ráða rikjum. Svona skiptust á skin og skúrir i leik liðsins i fyrra- kvöld. En þrátt fyrir marga galla á leik liðsins er augljóst að liðið verður ekki auðsigrað i seinni umferðinni, og gætu FH-ingar eins staðið með pálmann i hönd- unum i mótslok. Mestu munar nú fyrir FH-inga að Geir Hallsteins- son er kominn i góða æfingu. Geir gerði áhorfendum ljóst, að þrátt fyrir nokkur aukakiló sem hlaðizt hafa á hann frá fyrri gullaldarár- um hans, þá er skotharkan sizt minni og reynslan kemur nú i stað snerputapsins sem skeður óverj- anlega þegar árin færast yfir. Þá má geta góðrar frammistöðu Birgis Finnbogasonar i markinu. FH-liðið er skipað reyndum leik- mönnum sem gefast ekki upp fyrr en i fulla hnefana, og reynslan mun verða liðinu notadrjúg i komandi leikjum seinni umferöar Þróttur jafnaði á lokasekúndunum Staðan Teppahreinsurr Hrelnsum gólfteppi og húsgögn I helmahúsum og fyrirtækjum. Erum meft nýjar vélar. Góft þjón- usta. Vanir menn. -n SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 ' . i BREIÐÁS Vesturgötu 3 simi 25144 KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 74200 — 74201 Dúnn Síðumúla 23 /ími 84200 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.