Alþýðublaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 1
17. TBL. - 1976 - 57. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR
Rltstjórn Siöumúla II - Slmi 81866
Frá fræðslufundum Alþýðuflokksins.
Unghreyfingin og flokkurinn var
umræðuefni
fundarins á mánudagskvöld.
- Sjá opnu
_____________________________________)
Morgunblaðið
tekur að sér
Dagblaðið
Tveggja ára samningur undirritaður?
SEINTi fyrrakvöld var
undirritað bráða-
birgðasa mkomula g
milli forráðamanna
Dagblaðsins og stjórn-
ar Árvakurs hf. — út-
gáfufélags Morgun-
blaðsins um prentun
Dagblaðsins i prent-
smiðju Morgunblaðs-
ins.
Morgunblaðið mun þó aðeins
taka aðsérprentun blaðsins, en
ekki vinnu i svonefndri tækni-
deild Morgunblaðsins, sú hlið
vinnslu Dagblaðsins verður
unnin i Steindórsprenti að hluta
til og sameiginlegri umbrots- og
framköllunarstofu Dagblaðsins
og Vikunnar að öðru leyti.
Þessar samningaviðræður DB
við Morgunblaðið hafa reyndar
staðið yfir um langan tima, en
meirihluti stjórnar Árvakurs
var andvigur þvi að taka DB til
prentunar. Þyngst á metunum
var að Geir Hallgrimsson for-
sætisráðherra mæltist að sögn
mjög gegn þeim viðskiptum og
var ákvörðun hans pólitisks
eðlis fyrst og fremst, þar sem
hægðarleikur er fyrir Morgun-
blaðið að bæta viö vinnu i
pressusal. Þar er aðeins Morg-
unblaðið prentað, og tekur
prentun þess aðeins um tvo
tima, en tvær vaktir vinna þá i
pressusal.
Þrýstihópurinn
Gunnar Thoroddsen
Er forsætisráðherra fór til
Bretlands i vikulokin sáu að-
standendur Dagblaðsins sér leik
á borði og beittu Gunnari Thor-
oddsen fyrir sér til að hafa áhrif
á stjórn Árvakurs. Er sagt að
Gunnar hafi látið það berast til
„réttra aðila”, að ef Dagblaðið
fengist ekki prentað i prent-
smiðju Morgunblaðsins, þá gæti
hann ekki ábyrgst að umtals-
verður hópur manna segði sig
úr Sjálfstæðisflokknum, og slikt
kynni að verða hvati að stofnun
nýrra stjórnmálasamtaka.
Mat Geirs hafði hins vegar
verið það að sjálfsagt væri að
láta ekki undan þrýstingi Dag-
blaðsmanna þar eð þeir myndu
aldrei ef á reyndi, segja sig Ur
flokknum. Albert Guðmunds-
son, sem orðinn er eins konar
samnefnari „útlagaflokksins”
og þeirra sjálfstæðismanna,
sem telja Dagblaðið vera mál-
gagn sitt, yrði aldrei eins á-
hrifamikill utan Sjálfstæðis-
flokksins og hann er innan hans
sem nokkurs konar málsvari
andstöðu við forystu flokksins,
— og trúlega er mat Geirs hár-
rétt. Likt og nýjabrumið er nú
farið af Dagblaðinu og vegur
þess fer þverrandi, þá hefði
svipuð saga orðið um eitthvert
flokksbrot undir stjórn Alberts
og Péturs Guðjónssonar. Þann-
ig er farið um flesta flokks-
menn, hvort sem þeir telja sig
Geirs menn eða Gunnarsmenn,
Albertsmenn eða óháða, — þeg-
ar á reynir og mikið liggur við
eru þeir fyrst og fremst sjálf-
stæðisflokksmenn og kjósa sem
slikir.
Samið til
tveggja ára
Ótti sumra stjórnarmanna i
Árvakri við að útilokun Dag-
blaðsins kynni að valda klofn-
ingi innan flokksins hefur aukist
viðþá yfirlýsingu Gunnars Thor
oddsen að hann myndi þvo
hendur sinar ef flótti brysti i lið-
ið.
Fékkst þvi á fundi á mánu-
dagskvöldið samþykki fyrir þvi
að blaðið yrði prentað þarna
næstu tvö árin. Var enda á fund-
inum upplýst að Sveinn R.
Eyjólfsson hafði sagt ósatt við
fjölmiðla, hann hafði aldrei
pantað blaðapressu. En eftir að
stjórn Blaðaprents hafði ákveð-
ið að hætta öllum viðskiptum við
Svein R. Eyjólfsson og við-
skiptafélaga hanssögðu hann og
aðrir ráðamenn DB að þeir ættu
von i blaðapressu i marzmán-
uði, og þessi viðskiptarof væru
þvi rýtingsstunga og óskuðu
framlengingar fram i marz-
mánuð.
Morgunblaðið
neitar sögunni
Alþýðublaðið bar þessa frétt
undir Harald Sveinsson, fram-
kvæmdastjóra Morgunblaðsins
i gærkvöldi. Hann svaraði orð-
rétt:
„Þetta er ekki rétt.”
— En hefur ekki verið rætt
um slikan samning til tveggja
ára?
„Það er heldur ekki rétt.”
— Þetta hefur þó verið til um-
ræðu á stjórnarfundum Árvak-
urs?
„Um það get ég ekkert sagt.”
— Eru likur á þvi að málið
verði tekið fyrir á fundi á næst-
unni?
„Um það get ég ekkert sagt.”
—BS
Stofnað flugfélagið BENELUXAIR?
Viðræður hafa átt sér stað að undanförnu um samstarf þriggja evrópskra
flugfélaga, sem ógnað gætu afkomu Flugleiða.
Það sem hér um ræðir eru samningaviðræður flugfélaganna KLM i Hol-
landi, Sabena i Belgiu og Luxair i Luxemburg, en stjórnir Benelux land-
anna þriggja hafa að sögn haft um langt bil hug á svipaðri flugfélagasam-
steypu og SAS er hjá fjórum Norðurlandanna.
GÆTI ORfilÐ
ÖGNIIN Vlfi
FLUGLEIÐIR
Ekki er blaðinu
kunnugt um á hvaða
stigi þessar samninga-
viðræður standa, en eins
og kunnugt er þá hafa
Loftleiðir lengi átt góða
samvinnu við Luxair og
stjórnvöld i Luxemburg,
enda á félagið einn
mestan þátt i þvi að
beina flugumferð frá
Bandarikjunum til
Evrópu um þetta riki
sem er smáriki á megin-
landsmælikvarða.
Alþýðublaðið hefur haft fregnir
af þvi að þessar samningaviðræð-
ur hafi verið til umræðu meðal
stjórnarmanna Flugleiða, en
blaðafulltrúi Flugleiða, Sveinn
Sæmundsson, kvað það margt
vera óljóst um þessi mál og alger-
lega i smáatriðum, að engan
veginn væri unnt að meta að sinni
hvaða áhrif slik sameining eða
náin samvinna gæti haft á
Luxemborgarflug Flugleiða.
Luxair er meðeigandi ásamt
Flugleiðum i vöruflutninga-
félaginu Cargolux og hótelinu
Aerogolf, og eins og fyrr segir
hefur samvinna þessara tveggja
félaga ávallt verið eins og bezt
verður á kosið. —BS
RANNSÓKN AAORÐ-
MÁLA — EN LÓG-
REGLAN TALAST
EKKI VIÐ!
Eins og Alþýðublaðið leiddi get-
um að ekki alls fyrir löngu, þá
hefur komið i ljós að tengsl eru
milii hvarfs Geirfinns Einarsson-
ar og hvarfs Guðmundar Einars-
sonar, en siðarnefnda hvarfið
upplýstistað miklu leyti, ekki alls
fyrir löngu. Voru þá f jórir menn
hnepptir i gæzluvarðhald og hafa
þri'r þeirra nú viðurkennt að hafa
lent i átökum við Guðmund, sem
hefðu leitt til dauða hans. Hefðu
þeir þrir ásamt fjórða aðilanum,
þá ekið liki Guðmundar Ut fyrir
bæinn og urðað það. Hefur likið
ekki enn fundist vegna fann-
fergis.
Hvað Geirfinnsmálið varðar,
þá hafa 3 menn verið úrskurðaðir
i 45 daga gæzluvarðhald vegna
þess. Hafði Alþýðublaðið sam-
band við örn Höskuldsson aðal-
fulltrúa hjá Sakadómi R.vikur og
spurði frétta af þessu máli. Varð-
ist örn allra frétta og kvaðst að-
Útför Ilermanns Jónas-
sonar,
fyrrverandi forsætisráðherra, fer
fram á vegum rikisins næstkom-
andi fimmtudag, 29. janúar kl.
13.30, frá Dómkrikjunni i Reykja-
vik.
Útvarpað verður frá athöfninni.
eins vinnufrið vilja hafa til þess
að upplýsa málið. Þó viðurkenndi
örn, að visst samband væri milli
hvarfs Geirfinns og aftur máls
Guðmundar Einarssonar. Skýrði
Alþ.bl. einmitt frá þessu, fyrir
nokkrum vikum.
Blaðið hafði einnig samband
við Hauk Guðmundsson rann-
sóknrlögreglumann úr Keflavik,
en hann stjórnaði rannsókninni á
hvarfi Geirfinns á sinum tima,
en Geirfinnur hvarf einmitt frá
Keflavik þar sem hann var bú-
settur. Haukur sagðist ekki vita
neitt um nýjustu atburði i máli
þessu. Hvorki vissi hann hvað
hefði nýtt verið upplýst né hverj-
irsætu i haldi. „Hefðu lögregluyf-
irvöld i Rvik ekki enn talið sig
þurfa að hafa samband við lög-
regluna i Keflavik út af hvarfi
Geirfinns,”einsog Haukur orðaði
það i samtali við blaðið í gær.
Er það raunar furðulegt að
fyrrum stjórnendum rannsóknar-
innar á Geirfinnsmálinu sé ekki
skýrt frá nýjustu viðburðum i þvi
máli, og virðist sambandsleysi
milli lögregluyfirvala á hinum
ýmsu stöðum landsins algert i
þeim efnum.
Hvað um það. Unnið er ötullega
að rannsókn málsins og þess
Geirfinnur Einarsson.
Guðmundur Einarsson.
örugglega ekki langt að biða, að
nýjar upplýsingar skjóti upp koll-
inum i þessum dularfullu og
margslungnu mannshvörfum.
—GAS.