Alþýðublaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 16
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprcnt h.f. Tæknil. frkvstj: Ingólfur Steins- son. Ritgtjóri: Sighvatur Björg- vinsson Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtrygésson Aðsetur rit- stjórnar Siðumúla 11, simi 8-18-66. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskrift- arverð: Kr.: 800 á mán. Lausa- söiuverð: Kr.: 40,- KOPAVGGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 Flokksstarfriö Kvenfélag Alþýöu flbkksins í Reykjavík heldur fund n.k. mánudag 2. febrúar kl. 20,30 i Iðnó, uppi. Gestur fundarins verður Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins. Á fundinum verður tekiö á móti félagsgjöldum, svo og skilum á fjáröflun félagsins. Mætið vel og stundvís lega. Stjórnin. Alþýðuflokksfélögin i Hafnarfirði halda fund um bæjarmál mið- vikudaginn 28. janúar, kl. 20.30 I Alþýðuhúsinu. Umræðuefni: Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar. Frum- mælendur verða bæjarfulltrú- ar Alþýðuflokksins, Kjartan Jóhannsson og Haukur Helga- son. Kaffiveitingar. Kvenfélag Alþýðuflokksins, Félag ungra jafnaðarmanna, Alþýðuflokksfélag Hafnar- fjarðar. Fræðslufundir Alþýðuf lokksins eru haldnir i Félagsheimili prentara, Hverfisgötu 21, og hefjast kl. 20.30. t kvöld Bjarni Guðnason ræðir um hlutverk jafnaðarmanna- flokks i nútima þjóðfélagi. Annað kvöld Finnur Torfi Stefánsson ræðir um takmörk framkvæmda- valdsins Kópavogur Alþýðuflokksfélag Kópavogs efnir til siðdegisfundar i Fé- lagsheimili Kópavogs i dag, miðvikudag, klukkan 6-7 sið- úðgis. Umræðuefni: Félagsmál. Alþýðuflokksfólk i Kópavogi er hvatt til að mæta á þennan fund. MEGUM VIÐ KYNNA Magnús Guðjónsson framkvæmdastjóri Sambands islenskra sveitarfélaga, er fæddur á Hólmavik i Stranda- sýslu 13. september árið 1926. Magnús bjó á Hólmavik allt þar til hann fluttist til Reykjavikur, 15 ára gamall. Foreldrar Magnúsar eru Guðjón Jónsson, trésmiður á Hólmavik, og Kolfinna Jóns- dóttir. Magnús er kvæntur öldu Bjarnadóttur, og eiga þau hjónin tvær dætur, Kolfinnu sem er 11 ára og öldu Sigrúnu 8 ára gamla. Stúdentsprófi úr Verzlunar- skóla lslands, lauk Magnús árið 1947, en að þvi loknu fór hann i Lagadeild H.Í., þar sem hann burtskráðist árið 1953. Er við spurðum Magnús um atvinnu sina eftir lögfræðiprófið, sagði hann. ,,Ég byrjaði að starfa sem fulltrúi lögreglustjóra á Kefla- vikur-flugvelli, þegar lögreglu- stöðin þar var stofnuð, og var ég þar i fjögur ár. Að þeim árum liðnum, gerðist ég bæjarstjóri á Akureyri, og gegndi ég þvi em- bætti i 9 ár, eða þar til ég byrjaði þetta starf, sem ég hef einnig verið 9 ár i. Jafnframt þessu starfi er ég framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, og Bjargráðasjóðs, sem einnig eru til húsa hér á Laugavegi 105,” Er við spurðum Magnús að lokum, hvaða félagsstörf hann hefur stundað, og hver væru hans helztu áhugamál, sagði hann. „Ég hef alla tið tekið mikinn þátt i félagsstörfum og væri það langur listi ef ég færi að telja þau öll upp, svo ég sleppi þvi. Nú aðal áhugamái mitt er starfið, og það sem þvi við kemur. Það tekur svo mikinn tim'a, að ekkert rúm er fyrir tiltekið tómstundastarf, nema það sem fólk gerir flest, eins og að lesa, fara i leikhús, og ferðast. Við hjónin förum i sund á hverjum morgni þegar fært er, þvi ekki má likaminn gleymast. Annars er mitt stærzta áhugamál að lifa lifinu”. HEYRT, SÉÐ 0G HLERAÐ LESIÐ: 1 norska blaðinu „FISKAREN”, að útflutningur Færeyinga á fiskafurðum hafi minnkað um 4% á árinu 1975 frá árinu 1974. Mestur varð sam- drátturinn i útflutningi á sild og fiskimjöli, en hins vegar jókst út- flutningur á freðfiski og á rækj- um. LESIÐ:ísamablaði, að varthafi orðið við mikinn jarðskjálfta á Svalbarða snemma morguns sunnudaginn 18. janúar sl. Upp- tök jarðskjálftans voru i hafinu skammt undan Svalbarða og mældist styrkleikinn 5,9 stig á Richterskvarða. HEYRT: Að hlátrasköllin, sem* dynja yfir meðal áhorfenda fjandafælumyndarinnar, sem nú er sýnd i Austurbæjarbió, hafi á sér yfirbragð taugaveiklunar- hlátra,en ekki „hetjuhlátra”. Vis maður hefur á það bent, að hlátr- arnir komi ekki fyrr en hinum „ó- hugnanlegu” atriðum sé lokið og geti þeir undir þeim kringum- stæðum gegnt nákvæmlega sama hlutverki og taugaveiklunarvæl — sem sé þvi, að losa um spennu, sem myndazt hafi i hugum manna. LESIÐ: 1 Akureyrarblaðinu „ÍSLENDINGI”, að á árinu 1975 hafi Akureyrarbær greitt 9,2 milljónir króna vegna tannvið- gerða skólabarna, og er það 5 millj .kr. meiri upphæð, en ráð var gert fyrir i fjárhagsáætlun bæjarins. Er haft eftir Valgarði Baldvinssyni, bæjarritara, að hann telji æskilegt, að strangara eftirliti yrði komið á varðandi þessi mál. LESIÐ: 1 sama blaði, að verðiö á „þorramatarskammtinum” þar nyrðra sé 950 krónur. I verzlunum hér i Reykjavik er „þorrabakk- inn” seldur á 600 krónur — og þykir sumum mikið. GAGNRÝNT: Þótt fólk sé al- mennt mjög ánægt með frammi- stöðu og lipurmennsku strætis- vagnabifreiðarstjóra i ófærðinni í vetur eru margir mjög sárir og gramir yfir aðbúð farþega á Hlemmi. Þegar verstu áhlaupin hafa komið i vetur hefur fólk þurft að standa klukkustundum saman í óupphituðu skýli SVR á Hlemmi biðandi eftir vögnum og oft hefur mátt sjá þar börn og unglinga, vegalaus og ráðvillt, skjálfandi af kulda. Vagnstjórar SVR hafa reynt að sinna þessu fólki eftir beztu getu og oft tekið þá, sem verst hafa verið leiknir, inn i kaffistofu sina til þess að færa þeim yl i skrokkinn — en að- búnaðurinn að farþegunum er ekkert skárri þrátt fyrir það. ER ÞAÐ SATT, að sendmefndin, sem send var með Geir til London honum til halds og stuðnings i viðræðunum við Wilson, hafi verið send með honum til þess fyrst og fremst að reyna að passa að Geir semdi ekki af sér. Með það I huga, að ólafur Jöhannes- son var „sendinefndarlaus” þeg- ar hann samdi við Wilson hér um árið, hafi þött óráðlegt að senda Geir einan. ÖRVAR HEFUR 0RÐIÐ 1^1 Samstarfið við kommúnista Meginmál fundar jafn- aðarmannaleiðtoga frá 18 Ev rópulöndum, sem haldinn var i Helsingör i Danmörku um miðjan þennan mánuð, var að ræða afstöðuna til komm- únistaflokka Evrópu. Á fundinum kom fram verulegur skoðanamunur jafnaðarmannaflokka til samstarfs við kommún- ista. I Danmörku, Noregi, Sviþjóð, á Bretlandseyj- um og i Vestur-Þýzka- landi eru kommúnista- flokkar nánast ekki til og jafnaðarmannaflokkar i þessum löndum sjá þvi engan tilgang i samvinnu við þá. 1 Finnlandi, Frakklandi, á ítaliu, Spáni og i Portúgal eru kommúnistaflokkar hins vegar öflugir og jafnað- armenn i þessum löndum telja rétt að hafa sam- vinnu við þá — misjafn- lega mikla — til þess að tryggja framgang sósial- ismans. Sameining er ekki á dagskrá — eng- umjafnaðarmannaflokki i þessum löndum kæmi til hugar að leita eftir sam- einingu við kommúnista — heldur samstarf. Hér á Islandi hefur þetta mál oft komið til umræðu. Allt frá árinu 1930 hefur hér á landi verið til stjórnmálaflokk- ur, þar sem kommúnistar hafa haft mjög rik itök, fyrst Kommúnistaflokkur íslands, svo Sameining- arflokkur islenzkrar al- þýðu — Sósialistaflokkur- inn og nú Alþýðubanda- lagið. Af og til allt frá ár- inu 1940 hafa islenzkir jafnaðarmenn ihugað samstarf við þann flokk og það er athygli vert i sambandi við þær um- ræður, sem fram fóru á leiðtogafundinum i Helsingör, að islenzkir stjórnmálaflokkar hafa i rauninni fyrir löngu svar- að þeirri spurningu, sem jafnað arm annaleiðtog- arnir veltu fyrir sér. Þeir hafa svarað henni með þvi, að allir stjórnmála- flokkar á Islandi hafa gengið til stjórnarsam- starfs við kommúnista- flokkinn um lengri eða skemmri hrið og það er ekki siður athygli vert, að það gerðist jafnsnemma að mesti hægri flokkur landsins, Sjálfstæðis- flokkurinn, tók upp stjórnarsamstarf við kommúnista og Alþýðu- flokkurinn — þ.e.a.s. i Nýsköpunarstjórninni svonefndu. Það þættu sjálfsagt tiðindi i Vest- ur-Evrópu — á Bretlands- eyjum eða á megin- landinu — ef ihaldsflokk- ar þeirra landa teldu kommúnistaflokka hæfa til stjórnarsamstarfs og ekki siður tiðindi, ef kommúnistaflokkar þeirra landa teldu sig geta unnið i rikisstjórn með i'haldsflokkum, en hvort tveggja hefur gerzt hér, þvi bæði Sjálfstæðis- flokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn hafa starfað i rikisstjórn með kommúnistum. Hér hefur islenzk pólitik talsverða sérstöðu en e.t.v. sannar sú sérstaða ekki annað en það, að þegar öll kurl koma til grafar eru það fremur aðstæðurnar i hverju landi, sem ráða afstöðu flokka til hvers annars, en einhverjar pragmatiskar kennisetn- ingar um vonda menn og góða. fimm á förnum vegi 1,11 \ Virðir þú umferðarreglurnar? Elisa Gisladóttir, saumakona. „Já, ég virði umferðarreglurn- ar út i yztu æsar og geri það allt- af. Þar að auki hef ég kynnt mér reglurnar nákvæmlega og þyk- ist kunna þær vel.” Sigrún Magnúsdóttir, af- greiðslumær. „Já, ég verð að gera það hvort sem ég er akandi eða gangandi. Ég freistast þó stundum til þess að leggja ólög- lega, en það er þá aðeins i brýn- ustu neyð. Einnig kemur það kannski fyrir, að maður stelst tii að hlaupa yfir á rauðu ljósi ef litil umferð er.” Signý Sen, húsmóðir. „Já, ég geri það yfirleitt. Það er sjálf- sagt að sýna tillitssemi i um- ferðinni. Þó hugsa ég að það hafi komið fyrir að maður hafi svinað og gengið yfir á rauðu Ijósi. Sigriður Eva Sævarsdóttir, at- vinnulaus sem stendur. „Nei, ekki svo mikið. Ég hirði stund- um ekki um rauða ljósið og geng þvi i mót og þá helzt þegar ég er að flýta mér og nenni ekki að biða eftir þvi græna. Ég býst varla við að ég geti talizt til fyr- irmyndar i umferðinni.” Björn Stefánsson, vaktstjóri. „Auðvitað. Þó það nú væri. Það hefur þó komið fyrir að maður hafi gleymt sér og gerzt brotleg- ur. Það borgar sig þó ekki þvi að háar sektir eru gegn umferðar- lagabrotum, ef maður er stað- inn að verki.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.