Alþýðublaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 13
eru íiátt skrifaðar i knattspyrnuheiminum, hefur vakið athygli á islenzkum knatt- spyrnumönnum. Æ fleirum er nú boðið að gerast atvinnumenn i greininni, sem er sú út- breiddasta i atvinnu- iþróttum, og þar sem fjármagnið er mest. Það hlýtur að vera gaman fyrir þessa leik- menn að fá allt i einu tækifæri að leika þá iþrótt sem þeir áður þurftu að eyða öllum sinum fritimum i, til að gera þetta mikla áhugamál sitt að at- vinnu. Flestirþeir, sem þannig hafa gert knatt- spyrnuna að atvinnu sinni i f jarlægum lönd- um, hafa verið mikil auglýsing fyrir ísland út á við, og verið land- inu til mikils sóma. Einn þessara manna, sem hve mestan árangur hefur náð á er- lendri grund, er tvimælalaust Iþróttamaður ársins árið 1975, Jóhannes Eðvaldsson. Hinir fáu mánuöir, sem hann hefur leikið með skozka atvinnumannalið- inu Glasgow Celtic, hefur frami hans á hinum þrönga vegi at- vinnuknattspyrnumannsins ver )ið nánast ótrúlegur. Skozk blöð hafa keppzt um að hrósa honum. Það er ekki eins og Celtic sé neitt slorlið. Nei, siður en svo. Félagið hefur af ó- trúlegum árangri að státa, ekki aðeins i Skotlandi heldur einnig á meginlandinu. Það hefur einu sinni orðið Evrópumeistari meistaraliða — bezti árangur, sem evrópskt félagslið getur náð — árið 1967, og auk þess einu sinni verið i úrslitum. Að verða einn fremsti leikmaður i sliku liði og Celtic á örfáum mánuðum sannar Islendingum, að við getum og eigum knatt- spyrnumenn á heirrTsmæli- kvarða. Já, ferill Jóhannesar i skozkri knattspyrnu er skamm- ur en engu að siður glæsilegur. Þau hafa sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum hin miklu blaðaskrif um Jóhannes og iþrótt hans að undanförnu. Hins vegar hefur ekki verið mikið rit- að um feril hans og mun þvi reynt að gera honum skil hér á eftir. Jóhannes er fæddur i Vest- mannaeyjum 3. september árið 1950. Hann er sonur hjónanna Sigriðar Bjarnadóttur og Eð- valds Hinrikssonar. Sigriður er fæddur Vestmannaeyingur og lék lengi vel handknattleik með iþróttafélaginu Tý. Eðvald er fæddur i Eistlandi og er fyrir löngu orðinn kunnur hér á landi fyrir störf i þágu iþrótta. Aðeins 14daga gamall fluttist Jóhannes með foreldrum sinum til Reykjavikur, nánar til tekið að Hringbraut 91, þar sem hann bjó til 3 ára aldurs. Ekki hefur þvi munað miklu að hann gerðist KR-ingur, þvi að þessi hluti Hringbrautarinnar er rakið KR hverfi. Jóhannes var aðeins nokkurra mánaða gamall þegar hann fyrstfékkbolta. Þann knött fékk hann í jólagjöf frá foreldrum sinum. Ekki var knötturinn lik- ur þeim boltum, sem strákar fá nú i jólagjöf, þvi að hann' var handsaumaður af föður hans, sem i þá tið saumaði knetti og seldi i búðir, þvi að rétt eftir striðsárin var ekki til eins mikið úrval af iþróttaáhöldum eins og til eru i dag. Þar sem áhugi hjá foreldrunum var svo mikill á iþróttum smituðust börn þeirra hjóna af áhuga þeirra, enda leggja þau öll stund á iþróttir. A heimilinu eru iþróttir oftastum- ræðuefnið. Sjö ára hóf Jóhannes æfingar með félagi sinu Val, en þá var hann fluttur i Bogahlið- ina. Hann stundaði æfingar af kappi og er lika hægt að segja, að hann hafi einnig verið i leik þess á milli. Niu ára varð hann fyrst íslandsmeistari með Val, þá i 5. flokki. Þegar hann lék úr- slitaleikinn, var hann sóttur frá Vestmannaeyjum, þar sem hann var i sumarfrii hjá ömmu sinni og afa. Siðan hélt hann. áfram æfingum og hefur stund- að þær af kappi alla tið. Hann lék með Val i öllum yngri flokk- um liðsins og oftast i A-liði. Um svipað leyti og Jóhannes var að skipa sér fastan sess i meistaraflokki Vals árið 1968 ákvað hann að hefja nám i tþróttakennaraskóla íslands. Hann hafði lokið gagnfræða- prófi skömmu áður. 1 tþrótta- kennaraskóla tslands var hann Jóhannes eins og hálfs árs ásamt föður sinum við Hringbraut 91. einn vetur, en þá var hægt að ljúka skólanum á þeim tima. Haustið þar á eftir fór hann til Stykkishólms og kenndi þar leikfimi einn vetur. Þaðan fór hann i öldutúnsskóla i Hafnar- firði, þar sem hann kenndi. Auk leikfimikennslu þar lék hann með körfuknattleiksliði Hauka. Hann var vel að sér i þeirri grein enda hávaxinn. Hann var t.d. kjörinn körfuknattleiks- maður Hafnarf jarðar einu sinni. t Hafnarfirði var hann einn og hálfan vetur áður en honum bauðst að gerast at- vinnuknattspyrnumaður i Suð- ur-Afriku. Jóhannes hafði verið á þjálf- aranámskeiði á vegum brezka knattspyrnusambandsins sumarið áður, ásamt fleirum löndum sinum, á Crystal Palace iþróttasvæðinu i Lundúnum. Þar kynntist hann nokkrum þekktum þjálfurum. Frank Árið 1958 varð Jóhannes I fyrsta skiptið Islandsmeistari með Val, þá i 5. fiokki. Fyrir þennan leik var hann sóttur til Vestmannaeyja til að leika leikinn. Ef þið skylduð ekki þekkja hann á myndinni, er hann sá þriðji sem sést frá hægri. Lord (frægur þjálfari) leizt það vel á hann sem knattspyrnu- mann að hann vildi fá hann til reynslu til Cape Town félagsins i Suður-Afriku. Aður en hann fór þangað, hafði Jóhannes verið góður knattspyrnumaður, en varð enn betri þegar hann kom aftur þaðan, og má segja, að þá fyrst fari hann að skipa sér sess með beztu knattspyrnumönnum landsins fyrr og siðar. Förin til S-Afriku á sér skemmtilega sögu. Hann fékk sendan farmiða frá Cape Town og beðinn um að koma strax. Hann fór um miðjan vetur. Flaug i einni lotu suðureftir með hefðbundnum millilendingum að sjálfsögðu. Er þangað vai komið fékk hann ekki að fara inn i landið, þar sem stjórn Suð- ur-Afriku vildi ekki hleypa hon- um inn i landið án sérstakrar vegabréfsáritunar sem þarf þar syðra. Þar þurfti hann að dúsa i 15 klukkutima unz hann sneri aftur til baka til Islands. Nokkur timi leið og aftur kom farmiði frá Cape Town, og nú loksins fékk hann að fara inn i landið. Þar lék hann með Cape Town liðinu i 5 og hálfan mánuð við erfiðar aðstæður fyrir lslend- ing, þvi að loftslagið þar er ekki beint heppilegt fyrir norður- heimskautabúa. Með honum i Cape Town lék t.d. Tony Cole- man, sem varð Englandsmeist- ari með Manchester City 1968, og siðar lék með Blackpool, þegar þeir voru bæði i 1. og 2. deild. Eftir heimkomuna æfði hann og lék með meistaraflokki Vals og var einnig i islenzka landslið- inu. Með Val lék hann við góðan orðstir i 2 ár og var meðal ann- ars bikarmeistari með félaginu 1974. Var fyrirliði þess liðs. Fór þaðan til danska liðsins Holbæk og stóð sig þar mjög vel að vanda. Til gamans má geta þess, að þar var hann kallaður „hvalbáturinn” fyrir styrk sinn, bæði i vörn og sókn. Siðan þekk- ir vist hvert mannsbarn á ls- landi sögu Jóhannesar. Þessi grein er engin lofrolla um Jóhannes og alls ekki verið að hefja hann ofar öðrum is- lenzkum knattspyrnumönnum. en staðreyndin er bara sú, að hann á slika kynningu sem þessa skilið fyrir alla þá auglýs- ingu sem hann hefur gefið Is- landi i Skotlandi og viðar. ENGINN ANNAR EN AMAÐUR BEINT í HSTU MANNA CELTIC ; 1975, Jóhannesar Eðvaldssonar Miðvikudagur 28. janúar 1976. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.