Alþýðublaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 5
I
yfirlögregluþjón
ingasvæði fyrir ökumenn, þar
sem aðstæður væru gerðar eins
og þær eru á veturna. Það er svo
nú, að fólk getur tekið sitt
bflpróf án þess að hafa nokkurn
tima ekið i snjó, hefur kannski
aldrei kynnzt öðrum aðstæðum
en þeim beztu á sumrin. Siðan
kemur þetta fólk út i vetrar-
aksturinn án nokkurrar kunn-
áttu á þeim sviðum og slíkt
getur og hefur þvi miður gerzt,
endað með ósköpum. Það er
mjög nauðsynlegt að ökukenn-
ari kenni nemanda algengustu
viðbrögð og atriði, sem hafa ber
i huga þegar ekið er i slæmri
færð. Mjög brýnt er þvi að koma
upp æfingasvæði, eins og ég
nefndi áðan, en slikt hefur
tiðkazt erlendis um nokkurn
tima.”
Svo við snúum okkur nú að
gangandi vegfarendum. Manni
virðist svo sem þeim séu ekki
gefinn eins mikill gaumur og
blikkbeljunum, t.d. varðandi
snjóruðning?
„Það er alveg satt, snjónum
af götunum er rutt upp á gang-
stéttirnar og fólk freistast þá ef
til vill að ganga á akbrautinni.
Þetta mál er mjög erfitt að eiga
IENN OF-
BUNAO
EHIA SINNA
við. Hins vegar mætti leysa það,
ef við hefðum yfir að ráða fleiri
snjóblásurum, þvi þeir blása
snjónum af götunum langt út
fyrir gangstéttir. Meðan við
höfum ekki yfir að ráða fjölda
slikra tækja, þá er úr vöndu að
ráða. Hins vegar tel ég algjör-
lega nauðsynlegt að mokað
verði frá gangbrautum til
dæmis. En eitt er vist, eitthvað
þarf mikið að gera til að bæta
aðstöðu hins gangandi
vegfarenda,þá ekki sizti þessari
erfiðu færð.”
Hvað gerir lögreglan þegar
færðin spillistsvona, er aukið lið
á vakt?
,,Já, vaktirnar eru látnar
vinna áfram, þannig að t.d.
morgunvaktin er látin vinna
áfram um daginn, með dag-
vaktinni og þannig koll af kolli.
Þannig má segja að (rft sé tvö-
falt lögreglulið starfandi. Þá
eru björgunarsveitir kallaðar
út skátar, Flugbjörgunarsveitin
og Slysavarnafélagið. Þessar
sveitir hafa yfir góðum tækja-
búnaði að ráða og er aðstoð
þeirra ómetanleg. Það er i
sjálfu sér athyglisvert, að lög-
reglan sjálf hefur ekki búnað til
þess að sinna umferðarhjálp svo
nokkru nemi, þegar færð spillist
illilega. Við eigum meira að
segja fullt i fangi með að
komast á árekstursstaði.”
Er meira um árekstra i ár en
á sama tima i fyrra þegar færð
var mun skárri?
„1 fyrra var mikið um
árekstra i janúar rétt eins og
núna. Þá urðu 333 árekstrar
allan þann mánuð, en núna 20.
janúar, hafa þegar orðið 267
árekstrar, svo að talan verður
liklegast m jög svipuð, þegar allt
kemur til alls. Málið er nefni-
lega það, að i erfiðri færð,
verður slysatiðni minni þrátt
fyrir allt, en tafir auðvitað þvi
meiri. Þegar færðin batnar, þá
eykst slysatiðni, en umferðin
gengur lika almennt fljótar
fyrirsig. Þetta leiðirhugann að
þvi, hvort umferðarhraði sé al-
mennt ekki of mikill. Það sem
akstursskilyrði eru góð i
borginni, þar verður furðulega
mikið um slys, en þar sem þau
eru lakari þar verður kannski
ekki slys, svo að árum skiptir.
Þetta bendir til þess að athygli
manna sé skarpari, þar sem
akstursskilyrði eru verri, en
þess ber lika að gæta, að þar
gengur umferðin hægar fyrir
sig. En betri er krókur en
kelda.”
Eitt að lokum?
,,Ég hef auðvitað margt fleira
um umferðina að segja, en i lok-
in vil ég minnast á jákvætt
atriði, sem ávallt er ánægjulegt
að sjá i umferðinni. Það er hin
mikla hjálpsemi vegfarenda
hvers við annan. Ef bifreið
festist þá li'ður ekki á löngu þar
til fjöldi manns kemur til
hjálpar. Astæðan fyrir þessari
hjálpsemi getur kannski i bland
verið eigingirni, það er nefni-
lega . allra hagur, að menn
komist leiðar sinnar. En hver
sem ástæðan er, þá er einmitt
mjög nausynlegt að hjálpsemi
riki i umferðinni hvar og
hvenær sem er, það er hagur
allra vegfarenda.”
Við þökkum öskari kærlega
fyrir spjallið. Reyndar hefur
hann margt fleira að segja, en
það látum við biða betri tima.
En farið varlega i umferðinni
og treystið ekki um of á ykkar
eigin hæfileika, það eru fleiri i
umferðinni en þið.Farið ykkur
hægt og varlega, betra er að
koma seint á áfangastað en
aldrei.
GAS.
◄
Litlu bifreiðarnar passa alls ekki i þennan mikia snjó, en menn
virðast eiga erfitt með að viður kenna það.
Miðvikudagur 28. janúar 1976.
Alþýðublaðið