Alþýðublaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 3
Stefnuliós Sighvatur Björgvinsson skrifar Spurningin er: Hvað gerir Geir? Hvað hefur Geir Hallgrimsson verið að gera í London? ,,Aðeins könnunarviðræður", sagði hann, áður en hann hélt utan. ,,Engin samningsdrög — þagnarheit", hefur Dagblaðið eftir Þórarni Þórarinssyni í gær, formanni Utanríkismálanefndar Alþingis, en hann er í för með Geir. Sam- kvæmt þessu mætti ætla, að Geir Hallgrímsson kæmi aðeins heim með nákvæmari fréttir af af- stöðu Breta — upplýsingar um ,,hvað Bretar geta gengið lengst", en eins og Þórarinn kemst að orði í viðtali við Dag- blaðið t gær. Væntanlega mun hann svo gera ríkisstjórninni og fulltrúum stjórnarandstöðunnar grein fyrir þessum nýju upplýs- ingum, þegar heim kemur. Er hvað svo? Menn eru enn minnugir þess, að þegar Ólafur Jóhannesson hélt utan i teboðið fræga i 50 milna deilunni, þá sagðist hann aðeins fara til „könnunarviðræðna” en ekki til samninga. Samningur var þó i töskunni, þegar Olafur kom heim. Og menn minnast þess lika, að i þann mund, sem Geir Hallgrimsson hélt utan var þvi lýst yfir af hálfu islenzku rikisstjórnar- innar, að engin ný fyrirmæli hefðu verið gefin Landhelgisgæzlunni. Hún myndi halda uppteknum hætti á miðunum. Þær yfirlýsingar reyndust svo ósannar og að engu hafandi. Menn treysta þvi orðunum „engir samningar” ekki nema rétt mátu^ lea og þá þvi siður þar sem menn þykjast vita með nokkurri vissu, að sú hafi lengi verið stefna rikisstjórnarinnar að semja við Breta. Oðru visi verða ýmsar athafnir hennar ekki skýrðar. íslendingar mega þvi vænta þess, að áður en langt um liður verði samningar við Breta um veiðar i islenzkri fiskveiði- lögsögu lagðir fyrir Alþingi. Það er að minnsta kosti öruggara fyrir menn að bú- -ast við hinu versta i þeim efnum og gera sinarráðstafanir i samræmi við það. Fari eins og margir óttast, að skammt sé i slika atburði verða samningarnir keyrðir i gegn um Alþingi á sem allra skemmst- um tima til þess að gefa almenningi sem minnst ráðrúm til þess að láta skoðanir sinar i ljós og skipuleggja andstöðu. Það er búið að tönnlast svo mikið og lengi á þvi að landhelgismálið sé lifshags munamál þjóðarinnar að mér er nær að halda, að sumir séu orðnir sljóir fyrir þeim orðum, hættir að skilja merkingu þeirra. Mikill meirihluti þjóðarinnar starfar ekki i beinum tengslum við sjávarútveg og fiskvinnslu og skilur ekki nema i orði kveðnu mikilvægi þess at- vinnuvegs fyrir þjóðina. „Hvaða máli skipta nokkrar bröndur”, spyr skrifstofu- maðurinn i Reykjavik eða iðnaðarmaður- inn á Akureyri. „Það er ómögulegt að standa i þessu eilifa fiskaþrasi til lengdar. Eigum við ekki heldur að reyna að leysa þetta mál með friðsamlegu samkomulagi, eins og siðuðum mönnum sæmir?” Þessu fólki væri hollt að kynnast viðhorfum fólks i byggðarlögum við sjávaráiðuna — þessum „grindavikum” Islands, þar sem fólk hefur svo mikið að gera við að tryggja iðnaðarmanninum á Akureyri möguleika til þess að starfa að iðn sinni, skrifstofumanninum i Reykjavik tækifæri til þess að sitja á skrifstofunni sinni, Sinfoniuhljómsveit Islands möguleika til þess að leika annað hvert fimmtudags- kvöld i Háskólabiói, menningarvitum ráðrum til þess að bollaleggja yfir kaffi- bollum hvernig bjarga eigi þjóðinni. Það hefur ekki einu sinni döngun i sér til þess að segja við þessa ágætu samlanda sina, að sérhvert sagarfar iðnaðarmannsins, sérhvert pennastrik skrifstofumannsins, sérhver nóta sinfóniuhljómsveitarinnar, sérhvert leiftur menningarvitans sé tii orðið — fyrir fisk. Enginn fiskur og engar „grindavikur”, enginn iðnaðarmaður, enginn skrifstofumaður, engin sinfóniu- hljómsveit, enginn menningarviti. Mjög einfalt. Mjög satt. Landhelgismálið er ekki flókið, ekki torskilið. Það er svo einfalt, að ef við töp- um þvi töpum við fyrst efnahagslegu sjálfstæði okkar, siðan þvi stjórnmála- lega og þá erum við einfaldlega ekki leng- ur til. Það er svo auðskilið, að ef við semj- um af okkur i málinu þá erum við að semja um auðn ákveðinna byggðarlaga, um meiri fólksflótta frá dreifbýlinu en ts- landssagan kann frá að greina. Og hvað ætlar þá hámenning höfuðborgarinnar að gera við þetta fólk? Láta það spila inn gjaldeyri i sinfoniuhljómsveitum — mala gull fyrir þjóðarbúið með að selja menn- ingarvitum kaffisopa? Við tslendingar stöndum nú á mjög al- varlegum timamótum i sögu vorri. Við höfum misst alla stjórn á fjármálum þjóðarinnar og sökkvum stöðugt dýpra i fenið. Varasjóður okkar, gullkistan, sem ávallt hefur verið hægt að ganga i, fiski- miðin við strendur landsins, eru á þrot- um. En þó eygjum við von. Annars vegar ef okkur tekst að breyta stjórnarháttum okkar og hugarfari einnig. Hins vegar ef okkur tekst að varðveita þann varasjóð, sem eftir er i fiskimiðum okkar. Við getum þraukað jafnvel þótt okkur lánist ekki sem bezt að ráða fram úr fyrra viðfangsefninu. Ef okkur mistekst lika við hið siðara er öll von þrotin. Frammi fyrir þessari staðreynd stöndum við hvort heldur við viljum, eða viljum ekki. Og i þessum sporum þurfum við að spyrja mitt á milli vonar og ótta: „Hað gerir Geir?” Afi VEITA ÞEIM RÉTTARVERND SEM ÓRETTI ERU BEITTIR... Fyrir nokkru (10. og 18. desem- ber. 1975) varhaldinn i Reykjavik stofnfundur nýrra landssamtaka, sem nefnast islensk Réttarvernd. Stofnendur voru 150. 1 lögum félagsins segir: „Markmið félagsins er að berjast fyrir mannréttindum og veita þeim réttarvernd, sem órétti eru beittir.” Þessum markmiðum hyggst félagið ná m.a. með þvi, að veita einstaklingum siðferðis- lega og fjárhagslega aðstoð til þess að ná rétti sinum og hafa milligöngu um lögfræðilega fyrir- greiðslu. Þá hyggst félagið einnig beita sér fyrir endurbótum á lög- um, reglugerðum og starfshátt- um réttarkerfisins, að vinna að þvi að afgreiðslu dómsmála verði hraðað svo að einstaklingar skaðist ekki af óeðlilega langri málsmeðferð. Þá er einnig ákvæði i lögunum þar sem kveðið er á um. að félagið skuli berjast fyrir þvi að koma á fullnægjandi upplýsingaskyldu stjórnvalda. Bragi Jósepsson t lögum félagsins segir einnig á þessa leið: „Félagið leggur áherslu á viðtæka samstöðu fólks úr öllum atvinnustéttum, stjórn- málaflokkum og öðrum þjóð- félagshópum, sem vill berjast fyrir og vinna að markmiðum samtakanna.” Stjórn félagsins skipa: Bragi Jósepsson, formaður Inga Birna Jónsdóttir, varaformaður, Gunn- laugur Stefánsson, ritari, Hulda Björnsdóttir, gjaldkeri. Aðrir i stjórn eru: Alfreð Gislason, Gisli G. ísleifsson, Páll Skúli Halldórsson, sr. Sigurður Haukur Guðjónsson og Sigvaldi Hjálmarsson. Stjórnin hefur þegar hafið margvislegan undirbúning að starfsemi félagsins, m.a. með skipun nefnda og vinnuhópa, sem starfa munu með stjórninni að hinum ýmsu málum. Fyrst um sinn. meðan félagið hefur ekki sett á fót skrifstofu. geta þeir, sem áhuga hafa á markmiðum félagsins, skrifað til tslenskrar Réttarverndar, póst- hólf 4026, Reykjavik og fengið þar allar almennar upplýsingar um starfsemi og áform félagsins. Aldurstakmark er 18 ár og ár- gjald kr. 500.- I HREINSKILNI SAGT Meðan við bíðum. Þegar þetta er skráð, er forsætisráð- herra vor sennilega að nugga stýrurnar úr augunum úti i London eftir erilsaman dag i gær og iiklega svefnlitla nótt. Þó skulum við vona, að honum hafi runnið ei- litið i brjóst undir morgunsárið, eins og þeim ýmsum, sem andvakan varnar svefns um lágnættið. Almenningur veit ekki enn, hvort „könnunin” hefur leitt til nokkurs, nema þá blindgötu, þvi að varizt er allra frétta og málið á afar viðkvæmu stigi! Það er annars merkilegt, hvað mik- ið er um viðkvæmni i málsmeðferð ráða- manna. Það er sannarlega ekki eins og á ferð séu neinir húðarselir. En nóg um það. Frá upphafi vega höfum við haft nokkuð öflug tromp á okkar höndum. Þar er, án efa, stærsta trompið niðurstaða rann- sókna visindamanna okkar um ástand fiskstofna við landið. Mörgum hefur orðið tiðrætt um svörtu skýrsluna, að vonum. Og \ftssulega var hún ekki nein fagnaðar- tiðindi. Hitt mun flestum hafa komið meira á óvart, þegar það upplýstist, að bæði fyrrverandi og núverandi sjávarút- vegsráðherrar hafa haft um árabil sem næst samhljóða álit hennar undir hönd- um, án þess að virða það viðlits, ef svo mætti segja. Með þessu háttalagi var vissulega gerð alvarleg tilraun til að fara á bak við þjóðina. Þetta er þvi furðulegra sem það mun viðurkennt, að visindamenn okkar i fiski- fræði og fiskrannsóknum standa engum að baki af starfsbræðrum sinum i öðrum löndum. Samhljóða álit þeirra er þvi ekki álit neinna kuklara. Aðferðirnar, sem þeir hafa notað, til að byggja niðurstöður sinar á, eru viðurkenndar sem bezti þekktur visindagrundvöllur i þessu efni. Vitanlega er það ekki á færi neinna að telja fiskana i sjónum, svo hver tittur komi til skila, og þvi má auðvitað ætið rengja fyllstu ná- kvæmni. En það er þó viðurkennt, að hér sé unnt að fara svo nálægt þvi rétta, að sáralitlu skakki. Þegar þess er svo gætt, að visindamenn Breta, sem við eigum nú i deilum viö, voru sammála okkar mönnum um grundvöllinn, þótt þeir læsu litillega öðruvisi úr teiknum hans um leyfilega ha- marksveiði á ári, rennir það enn stérkurh stoðum undir álit okkar manna. Eðlilegt er að álykta, að æðstu ráða- menn i sjávarútvegi okkar skelltu ekki skollaeyrum við varnaðarorðum frá Haf- rannsóknarstofnun okkar. En þvi miður er það nú ekki i fyrsta sinn og verður lik- lega ekki i siðasta sinn, sem brjóstvitið er sett skör hærra en þekking og reynsla. Það eimir ennþá rækilega eftir af gamla orðtakinu, að bókvitið verði ekki i askana látið! Auðvitað er þess varla að vænta, að i sæti sjávarútvegsráðherra veljist vis- indamenn i fiskifræði. En er það samt ekki of þykkt smurt, að beitningadrengur austan ;af landi og rækjukaupmaður vest- an frá tsafirði, séu dómbærari á ástand fiskstofna en menn, sem með góðum ár- angri, hafa gert þessi fræði að æfistarfi? Þegar við litum svo á meðhöndlun ann- arra ráðamanna á landhelgismálunum, tekur sannarlega ekki betra við. Samn- ingarnir við Vestur-Þjóðverja áttu nú sannarlega að vera sterkur leikur i skák- inni! Að þeim samningum var gengið undir efnahagslegri þvingun, sem enginn frjálsborinn maður gat á nokkurn hátt sætt sig við. 1 stað þess að gera viðsemj- endum okkar það alveg ljóst, að fyrsta skrefið til samninga væri, að þeir léttu af okkur tollaþvingunum i Efnahagsbanda- laginu á okkar vörum, var sætzt á hálfyrði þar um. Siðan voru þeir eltir utan til samninga, sem auðvitað áttu aö fara fram hér og hvergi nema hér heima. Rús- Eftir Qdd A. Sigurjónsson inan i pylsuendanum var svo sú, að með þvi að semja við Þjóðverja, værum við búnir að einangra Breta og gætum snúizt við þeim af fullri hörku! Svo brosti rikis- stjórnin drýgindalega út i annað munn- vikið yfir, að hafa lagt þennan lika hæl- krókinn á Bretana! Reynslan af þessari glimutækni er nú sem óðast að koma i ljós. Umliðin tvö þorskastrið og upphaf þess þriðja ættu að hafa kennt okkur það, að Bretar svifast þess ekki að senda vig- dreka sina hingað á miðin, til þess að „vernda” sina veiðiþjófa. Þetta mátti sjá fyrir. Og enn er byrjað að semja og makka — kanna málið — á vist að segja. Það skal játað, að það er mannlegt, að vilja forða frá manntjóni á miöunum, ef könnunin leiddi i ljós aukna möguleika á þvi.Sem beturferhefur ekki til þess kom- ið, og færni og kunnátta varðskipsmanna okkar á enn að geta afstýrt þvi. Eftir stendur þá. Hvort kýs þjóðin hefdur að lyppast niður og semja við rænmgjana, eða þæfast fyrir eftir föngum þann stutta tima, sem eftir er þar til Hafréttarráð- stefna löghelgar neyðarráðstafanir okk- ar? Svarið viö þessum spurningum brennur á vörum þjóðarinnar. Nemur rikisstjórnin það? Vísindi og brjóstvit! Þj óðarmetnaður Miðvikudagur 28. janúar 1976. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.