Alþýðublaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 9
Aulaleg framkoma
Aðferðir rikisstjórnarinnar i
sambandi við gæzlu landhelg-
innar meðan á Lundúnadvöl
GeirsHallgrimssonarstóð, eru
svo aulalegar, að með fádæm-
um er. Þegar Geir hélt utan
spurðu menn að sjálfsögðu
yfirmann Landhelgisgæzlunn-
ar, dómsmálaráðherrann,
hvort sömu aðgerðum yrði
beitt af hálfu varðskipanna á
meðan Geir dveldist i London
og áður en Bretar kölluðu her-
skipin burt af miðunum.
Ólafur Jóhannesson hélt nú
það. Kotroskinn svaraði hann,
að fyrirmæli hans til Land-
helgisgæzlunnar væru óbreytt
með öllu.
Skömmu siðar birtist opin-
berlega orðsending Wilsons til
Geirs Hallgrimssonar og þar
stóð svart á hvitu, að Wilson
teldi sig hafa orð Joseph Luns
fyrir þvi, að islenzka Land-
helgisgæzlan myndi ekki beita
sér af hörku gegn brezku tog-
urunum á meðan á fundum
þeirra Geirs og Wilsons stæði.
Atburðirnir á miðunum sönn-
uðu svo það, að skoðun
Harolds Wilsons reyndist vera
rétt. íslenzka Landhelgisgæzl-
an beitti sér ekki gegn brezku
togurunum með sama hætti og
áður og lagt var kapp á það af
hálfu íslendinga ,,að forðast á-
rekstra á miðunum”. Þegár
Ólafur Jóhannesson var þann-
ig staðinn að beinum ósann-
indum neyddist hann til þess
að draga i land. Gaf hann þá
yfirlýsingu, að aðgerðir
Landhelgisgæzlunnar væru
gerðar með vitund sinni.
M.ö.o. að honum hafi verið af
þeim sagt. Nær sannleikanum
hefur ólafur Jóhannesson ekki
komizt. Og nú brosa menn að
aulalegri og aumkunarverðri
framkomu rikisstjórnarinnar,
sem ætlaði að ljúga að lands-
lýð með heimskulegasta hætti.
Að sjálfsögðu eru skiptar
skoðanir um það meðal ís-
lendinga, hvort átt hefði að
beita Landhelgisgæzlunni af
fullri hörku á meðan á viðræð-
unum stóð i London, eða hvort
átt hefði að gera vopnahlé,
eins og gert var. Báðar þessar
skoðanir eiga rétt á sér og
hægt er að færa gild rök að
þeim báðum. í sjálfu sér er
það mjög skiljanlegt, að rikis-
stjórnin hafi kosið vopnahlés-
kostinn, en þá átti hún að hafa
manndóm i sér til þess að
segja þá skoðun sina opinber-
lega. Bretar vissu af henni og
hvi skyldi islenzka þjóðin þá
ekki mega vita hana lika?
Ólikt mannborlegra hefði það
verið af forsætisráðherra,
Geir Hallgrimssyni, að taka
það einfaldlega fram við þjóð
sina er hann hélt utan til við-
ræðnanna við Wilson, að hann
óskaði þess, að reynt yrði að
forðast árekstra á miðunum á
meðan viðræðurnar færu fram
heldur en að halda utan án
þess að segja neitt og láta svo
dómsmálaráðherra sinn ljúga
að þjóðinni. Ef Geir Hall-
grimsson hefði komið fram i
þessu máli eins og maður, sem
þorði að hafa skoðun og segja
satt, þá hefði virðing hans orð-
ið meiri. Að sjálfsögðu hefðu
þeir gagnrýnt hann, sem veríð
hefðu á öndverðum meiði, en
þjóðin hefði engu að siður skil-
ið hann þvi sú afstaða að vilja
forða átökum á meðan Lund-
únafundirnir stóðu er skiljan-
leg þótt hún sé ekki óumdeild.
En eins og haldið hefur verið á
málinu hljóta samhaldsmenn
rikisstjórnarinnar að skamm-
ast sin fyrir kjarkleysi hennar
og ráðvillingshátt og þjóðin öll
fyrirlitur hana fyrir aum-
ingjaskapinn.
Aðferðir eins og þær, sem
rikisstjórnin hefur viðhaft i
þessu máli, eru dæmigerðar
fyrir hana og hafa frekar en
flest annað orðið til þess að
rýra hana trausti og vekja
andúð á henni jafnt frá stuðn-
ingsmönnum stjórnarflokk-
anna sem andstæðingum
þeirra. Mesti gallinn á núver-
andi rikisstjórn er nefnilega
hugleysi hennar og úrræða-
leysi. Þessi undanvillingshátt-
ur að þora aldrei að hafa skoð-
un og standa við hana. Reyna
heldur að ljúga sig úr einni
klipunni i aðra en að hafa á-
kveðinn vilja, standa við hann
og segja satt.
Ritstjórn Alþýðublaðsins er í
Síðumúla 11 - Sími 81866
PlastiMi lil
PLASTPOKAVERKSMfOJA
Sfmar 82439-82455
Votnogöfbum 4
Box 4064 — Raykjavlc
I
Pipulagnir 82208
Tökum að okkur alla
pipulagningavinnu
Oddur Möller
löggildur
pipulagningameistari
74717.
Hatnarfjarðar Apótek
Afgreiðslutimi:
Virka daga kl. 9-18.30
'Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
Eftir lokun:
Upplýsing^sími 51600.
EFSTA SÆTI!
Félagsveiði bænda
í Þingvallasveit?
i viðtali við Jón Kristjánsson fiskifræðing i blaðinu i gær, féli nið-
ur mynd af honum vegna mistaka, og biðjumst við afsökunar á þvi.
Eins og fram kom i viðtalinu, þá hefur Jón ýmsar hugmyndir um
fiskivötn á islandi, og er hann m.a. búinn að gera tillögur um að
veiða murtuna i Þingvallavatni með nót. Hingað til hefur murtan
verið veidd i net, og var aflinn siðasta haust 40 tonn, en með nót cr
hægt að veiða að minnsta kosti 100 tonn. Með nótaveiðinni væri langt
heppilegast fyrir bændur að stunda félagsveiði, þvi framtiðin hlýtur
að liggja i sliku fyrirkomulagi. Aðsögn Jóns, þá er ekki nein hætta á
að murtustofninn skerðist, þvi að hægt er að fylgjast með hrygning-
unni með góðu móti.
Friðrik ólaisson vann Hollend-
inginn Langeweg i 10. umferð
Hoogoven — skákmótsins i Wijk
aan Zee i Hollandi i gær. Hann
stýrði svörtu mönnunum og sigr-
aðiörugglega eftiraðeins 25.leiki.
Það er frekar sjaldgæft, þegar
svo sterkir skákmenn sem Frið-
rik og Langeweg eigast við að sá
er hefur svart vinni i svo fáum
leikjum og raun varð á i gær.
Rennir það stoðum undir það að
Friðrik sé i mjög góðri æfingu um
þessar mundir og er það vissu-
lega ánægjulegt. Friðrik er nú i
efsta sæti á skákmótinu ásamt
Nýtt fiskverð
í Færeyjum
Frá og með 1. febrúar gengur i
gildi nýtt fiskverð i Færeyjum.
Yfirleitt er um nokkra hækkun að
ræöa á flestum fisktegundum
nema ufsa, sem stendur i stað.
Þetta vcrð mun gilda næstu 4
mánuöi. Nokkra athygli má vekja
á, að verð á smáþorski og milli-
fiski (frá 44 cm að 70 cm) er
nokkru hærra, eða kr. 64, en á
þorski yfir 70 cm stærð, sem er
62,50 á kg. Ýsuverð er sama og á
smærri þorski. Vcrð á brosmu yf-
ir 52 cm er kr. 36 á kg og minni
stærðum 27,75.
Smálúða, að fjögurra kg. þyngd
er 04 kr á kg, cn lúða sem cr yfir
fjögur kg og uppúr, kostar 264 kr
kg.
Kjarnorkuvopn á Keflavíkurflugvelli?
íslenzkir sérfræðingar
látnir rannsaka rnaliö
t umræðum, sem urðu utan
dagskrár á Alþingi i gær vegna
frétta um, að kjarnorkuvopn
kynnu að vera geymd á Keflavik-
urflugvelli, lýsti utanrikisráð-
herra, Einar Ágústsson, þvi yfir,
að hann hefði falið islenzkum sér-
fræðingum að rannsaka með
geislamælingum, hvort svo gæti
verið. Ráðherrann tók jafnframt
fram, að hann væri sannfærður
um, að engin kjarnorkuvopn væru
geymd á Keflavikurflugvelli,
enda hefðu allar islenzkar rikis-
stjórnir ávallt verið andvigar þvi,
að það væri gert og yfirmönnum
varnarliðsins og Bandarikja-
stjórn væri það kunnugt.
— Ég tel enga ástæðu til að ef-
ast um þær upplýsingar, sem
okkur eru gefnar, að engin slik
vopn séu geymd á Keflavikur-
flugvelli, en vegna blaðaskrifa
þar um, mun ég þó láta kanna
málið nánar, sagði ráðherrann.
Umræðurnar utan dagskrár
hófust með þvi, að Gils
Guðmundsson kvaddi sér hljóðs
og vitnaði i blaðafregnir um, að
ísland væri einn af geymslustöð-
um kjarnorkuvopna. Spurði hann
utanrikisráðherra, hvað væri
hæft i þeim fréttum og hvað gert
yrði til þess að ganga úr skugga
um, hvort fréttirnar væru á rök-
um reistar, eða ekki. Þá lýsti Gils
þvi einnig yfir, að hvort svo sem
kjarnorkuvopn væru geymd á
Keflavikurflugvelli eða ekki gæt-
um við aldrei verið vissir um að
svo væri ekki nema með þvi eina
móti, að leggja varnarstöðina
niður og senda varnarliðið brott.
Auk Gils og Einars Ágústssonar
tók Jónas Árnason, alþm., til
máls.
Ljubojevic m.eð 6 og 1/2 vinning,
er Ljubojevic á jafnteflislega bið-
skák við Tékkann Smejkal, Ur 10.
umferð svo liklegt er að Friðrik
verði i 2. sæti þegar þeirri skák er
lokið. Ein umferð er eftir á mót-
inu. Þá teflir Friðrik með hvitu
gegn sovézka Hollendingnum
Sosonko, en Ljuboevic gegn Tal.
önnur úrslit i 10. umferð urðu
þessi: Tal-Dvorecki jafntefli,
Anderson — Sosonko jafntefli,
Böhm — Ree jafntefli, en skák
Brown og Kurajica var frestað.
Eftir mótið mun Friðrik að öll-
um likindum dvelja i viku, til tiu
daga, i Hollandi og tefla nokkur
fjöltefli.
—EY.
Bretar senda
hverja skel á
íslandsmið
Að sögn Landhelgísgæzlunnar
er auðséð að mikið kapp er nú
lagt á það af hálfu brezkra aðila
að halda sem flestum togurum á
Islandsmiðum. Nú eru á
miðunum togarar, sem ætluðu að
fiska við Noreg en fengu skipun
um aðhalda til Islands. Enda eru
nú 40 togarar á miðunum, en
vanalega hafa þeir verið litlu
fleiri en 10 á þessum tima árs.
Jón Magnússon talsmaður
Landhelgisgæzlunnar sagði i
viðtali við Alþýðublaðið i gær, að
þetta væri harðneskjuleg fisk-
veiðipólitik svo ekki væri meira
sagt. Samkvæmt skeytum frá
skipherrum varðskipanna eru nU
togarar á miðunum sem ættu að
vera komnir i brotajárn fyrir
löngu. Þetta ofurkapp Breta
hlýtur að stafa af þvi að reynt er
með þessu móti að setja pressu á
islenzku stjórnina að ganga til
samninga um verulegar veiði-
heimildir til handa Bretum. Þá
hafa ýmsir látið sér detta i hug að
innanlandspólitik i Bretlandi
komihér við.sögu þar sem íhalds-
flokkurinn muni hagnast á
samningum sem stjórn Verka-
mannaflokksiins vill hugsanlega
gera en ganga ekki nógu langt að
dómi ibUanna i Hull og Grimsby.
Fylgi flokkahna mun vera svipað
i þessum bæjum og afturköllun
Wilsons á veiðibanni brezkra
togara, sem hann hafði áður sett,
er talin spegla þessi átök
flokkanna.
I gær voru flestir brezku togar-
anna út af Þistilfirði og létu reka.
Varðskip fylgdust með hópnum.
Einn togari reyndi veiðar en gafst
fljótt upp á þeim tilraunum.
—SG
FRIÐRIK ER
KflMINH í
ASÍ boðuð á fund á
Baknefnd
Fundir hafa verið tiðir i sátta-
nefnd ASt og vinnuveitenda en
hvorki hefur gengið né rekið, að
þvi er Björn Jónsson, forseti ASI,
tjáði Alþýðublaðinu i gær. Björn
sagði að þeir væru farnir að vera
óþolinmóðir og hefðu nú kallað
baknefndina til fundar á mánu-
daginn kemur.
Fundir i sáttanefndinni voru
haldnir sl. mánudag og i gær voru
fundir i tveim undirnefndum.
Önnur þessara undirnefnda
fjallaði um veikinda- og slysa-
tryggingaroghin um málefni iðn-
nema.
mánudag
Fundur hefur verið boðaður i
sáttanefnd i dag og væntanlega
fer einhver hreyfing að komast á
samningamálin ef allt á ekki að
fara i strand eftir mánaðamótin.
Formaður iðnrekenda á fundi
hjá Alþýðuf lokksmönnum:
ÍSLAND ER ORÐIÐ
LÁGLAUNASVÆDI!
Fundur
sveitar-
stjórnar-
manna
Laugardaginn 17. jan. s.l.
komu sveitarstjórnamenn
fyrir Alþýðuflokkinn saman
til fundar i félagsheimilinu á
Seltjarnarnesi. Þetta er
annar fundur þessara manna
á þessum vetri. Framsögu-
erindi um gerð fjárhags-
áætlana fyrir sveitarfélögin
hélt Magnús E. Guðjónsson,
framkvstj.
I mjög itarlegu erindi kom
Magnús viða viö og sagði
m.a.: Reynslan sýnir, að
fyrri umræða fer jafnan
fram i desember og svo fer
afgreiðsla fjárhagsáætl-
unarinnar fram i janúarlok
eða febrúar. I hreppunum
dregst afgreiðsla þessara
mála of langt fram eftir
árinu. Sveitarstjórnarmenn
hafa kennt áhrifum frá verð-
bólgunni um vandamál við
nákvæma gerð fjárhags-
áætlana undanfarin ár. Viða
hafa áætlanir reynst fjarri
sanni er upp var gert um öll
útgjöld. 1 sjálfum lögunum
um gerð fjárhagsáætlana
fyrir sveitarféiögin segir
fátt, en reynt hefur veriö að
móta ákveðna samræmingu
á gerð þeirra og reikninga
hjá sveitarfélögunum. Fast
form er ekki lögboðið. I raun
er afgreiðsla á fjárhags-
áætlun fyrir hvert sveitar-
félag mest magn ákvarðana,
er tekið er á árinu fyrir
þegnana.
Siðan fjallaði Magnús um
hin nýju lög, er samþykkt
voru rétt fyrir jólin og taka
til skiptingu á kostnaði viö
ýmsa þjónustu milli ríkisins
og sveitarfélaganna, einnig
álagningu útsvara og fast-
eignaskattana. Vegna
verðþenslunnar, sagði
Magnús aö lokum, má segja,
að mjög viða hafi þetta orða-
lag komið fram teknamegin i
áætlunum sveitarfélaganna:
..Fyrirhugaðar lántökur”.
Þetta orðalag á að tryggja
það. að endar nái saman.
Miklar umræður urðu um
þessi mál og margir tóku til
máls m.a. Karl Steinar
Guðnason og Ölafur
Björnsson frá Keflavik,
Haukur Helgason og Kjartan
Jóhannsson frá Hafnarfirði,
Ólafur Haraldsson og Jón
Árm. Héöinsson frá Kópa-
vogi, Njáll Ingjaldsson og
Gunnlaugur Arnason frá
Seltjarnarnesi og Svavar
Árnason og Jón Hólmgeirs-
son frá Grindavik. Fundar-
stjóri var Njáll Ingjaldsson,
en hann hafði jafnframt séð
um undirbúning að þessum
fundi ásamt Ólafi Hraldssyni
og Jóni Hólmgeirssyni.
Akveðið var að halda næsta
fund sömu aðila i Keflavik
með vorinu.
Davið Scheving
Thorsteinsson, form.
félags isl. iðnrekenda,
talaði á fundi hjá trún-
aðarráði Alþýðuflokks-
ins siðastliðinn
fimmtudag. Fundurinn
var vel sóttur og urðu
miklar umræður eftir
að frummælandi hafði
haldið ræðu sina, sem
fjallaði um stöðu isl.
iðnaðar i dag og þróun
isl. iðnaðar á undan-
förnum árum. Benti
ræðumaður á, að ís-
land væri tvimælalaust
i hópi þeirra landa,
sem kalla mætti lág-
launasvæði. Þetta bæri
að harma, sérstaklega
með tilliti til þess að
svo þyrfti ekki að vera.
Ræðumaður benti á ýmsar
ráðstafanir, sem stjórnvöld
hefðu gert, sem beinlinis hefðu
það i för með sér, að isl. iðnaður
berðist i bökkum gegn óeðlilegri
samkeppni innfluttra iðnaðar-
vara.
1 umræðum um þetta mál
kom m.a. fram sú almenna
skoðun að óeðlilegt væri að rik-
isrekið sjónvar'p gengi á undan i
þvi að reka áróður fyrir þvi að
landsmenn keyptu erlendar iðn-
aðarvörur á sama tima, sem
fjármál rikisins væru i slíkri ó-
reiðu, sem raun ber vitni. Bent
var á, að i Frakklandi væri t.d.
bannað að birta i sjónvarpi aug-
lýsingar á erlendum fram-
leiðsluvörum.
Frummælandi vék nokkrum
orðum að orkusölunni hér ’á
landi. Taldi hann ekki ná nokk-
urri átt hversu lágt verð væri á
orku til stóriðju. Lýsti hann þvi,
sem skoðun sinni, að við ættum
að taka Norðmenn til fyrir-
myndar i viðskiptum við er-
lenda auðhringa. Það væri ekki
aðalatriðið fyrir okkur, að reisa
þessar verksmiðjur, heldur að
selja orkuna og hana ættum við
að selja dýrt.
Þá urðu allmiklar umræður
um stóriðju, framtið hennar hér
á landi og þá hættu, sem af
henni kynni að hljótast.
1 ráði er, að halda annan fund
um islenzkan iðnað á næstunni
og er greinilegt að fjöldi alþýðu-
flokksfólks hefur áhuga á um-
bótum og lagfæringum á þvi
ástandi, sem nú rikir hjá isl.
framleiðsluiðnaði.
Myndin er frá fundinum i lyrrakvöld og sýnir nokkra fundarmenn. Ljósm. G.T.K.
Bjarni Guðnason talar á fræðslufundi
Á siðastliðnu hausti liófust, á
vegum Alþýðuflokksins i
Reykjavik, sérstakir fræðslu- og
kynningarfundir. Fundir þessir
tókust með afbrigðum vel og
var þvi ákveðið að halda þeim
áfram. A mánudagskvöld var
tekið fyrir efnið Unghreyfingin
og flokkurinn og var þar rætt
um félagslega stöðu ungs fólks i
stjórnmálum og aðstöðu þeirra
til þess að hafa stefnumótandi
áhrif á stjórnmálaflokkinn.
Aðalræðu flutti Sigurður Blön-
dal, en gestur fundarins var
Gunnlaugur Stefánsson. Um-
ræður urðu mjög fjörugar á eft-
ir. Ýmsar fróðlegar upplýsingar
komu fram um starfsemi Fé-
lags ungra jafnaðarmanna i
Reykjavik, m.a. að þeir ynnu nú
að þvi að koma þaki yfir höfuðið
fyrir starfsemina. Þá var einnig
greint frá þvi að FUJ hefði
skipulagt sérstaka vinnuhópa,
þar sem rætt væri um tiltekin
viðfangsefni, s.s. utanrikismál,
borgarmál o.fl.
Næsti fræðslufundur verður
haldinn i kvöld, en þar mun
Bjarni Guðnason, frv. alþingis-
maður, ræða um skoðauir sinar
á þvi hvernig jafnaðarmanna-
flokkur eigi að starfa f dag.
Gestur fundarins verður Elias
Kristjánsson.
Fræðslufuudirnir eru haldnir i
Félagsheimili prentara, Hverf-
isgötu 21 og hefjast kl. 20.30. All-
ir fylgjendur jafnaðarstefnunn-
ar eru velkomnir á þessa
fræðslufundi.
Lausi plá&s
Hér er laust auglýsingapláss.
Hafið samband viö auglýs
ingadeild blaösins, Hverfis
gotu 10 — simi 14906.
Teppahreinsun
tlrelnsum gólfteppi og húsgögn i •
heimahúsum og fj rirlsckjum,
Eruin mcö nýjar vélar. GÓO þjón-
usta. Vanir menn.
SIGFÚS BIRGIR
82296 40491
Mmm
m (mgSB Innrettingar VÍV húsbyggingar BREIÐÁS Vesturgötu 3 simi 25144
KOSTABOÐ’
á kjarapöllum
KJÖT & FISKUR
Breiöholti
Siini 74200 — 74201
Kasettuiönaöur og áspilun,
fyrir útgefendur hljómsveitir,
kóra og fl. Leitiö tilboöa.
Mifa-tónbönd Akureyri
Pósth. 631. Simi (96)22136
DÚÍIA Sfðumiíla 23 /ími 84900
rieimiliseldavélar,
6 litir - 5 gerðir
Yfir 40 ára reynsla
Rafha við Óðinstorg
Símar 25322 og 10322