Alþýðublaðið - 30.01.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.01.1976, Blaðsíða 4
LOÐNAN: FYRIR- TAKSVEIÐI OG ÞRÆRNAR FYLLAST Loönuaflinn frá miönætti fyrrakvölds, og þar til blaöiö hafði sam- band viö loönunefnd i gærkvöld, er 10.525 tonn. Er það alger metafli á sólarhring, ekki sizt þar sem meira magn átti eftir að berast á land. Guðmundur var aflahæstur bátanna meö 800 tonn, en næstu bátar voru Loftur Baldvinsson með 520 tonn, og Eldborgin meö 530 tonn. Heildar- aflinn á vertiðinni mun nú vera i kringum 48.300 tonn. Nú eru allar hafnir á austfjörðum að fyllast, og margar þegar orönar þaö. Leiðir það til þess, að bátarnir þurfa að sigla lengri vegalengdir til þess að landa, og má þvi búast við þvi að byrjunarhraðinn á vertiðinni fari að minnka. Þessir eru lukk- unnar (eða náð- arinnar) pamfílar Er verðskerðingin 33% kjaraskerðing? Undanfarna daga hefur fréttatilkynning frá svokallaðri sam- starfsnefnd sjómanna birzt i flestum dagblaðanna. Frétta- tilkynningin hefur einnig verið lesin i útvarpi og sjónvarpi. t tilkynningu þessarier fjallað um fiskverðsákvörðun yfirnefndar verðlagsráðsins fyrir janúarmánuð 1976, einkum verð á ufsa. í fréttatilkynningu samstarfsnefndar sjómanna er þvi m.a. haldið fram, að tilkynning um janúarfiskverð hafi ekki birzt opinberlega fyrr en 24. janúar s.l., og er látið liggja að þvi, að lækkun á verði ufsa i 2. og 3. gæðaflokki 85 cm og stærri hafi visvitandi verið haldið leyndri fyrir sjómönnum. I fréttatilkynningu samstarfsnefndar sjómanna segir loks, að ætla megi, að verð á ufsa, sem veiddurer i net og flokkaður i gæðaflokka sé nú 12-14 kr. pr. kg., en hafi verið fyrir ákvörðunina 18-20 kr. pr. kg. Þannig er þvi haldið fram, að verðákvörðunin hafi falið i sér 30-33% lækkun á ufsaverði að meðal- tali. í blaðaviðtölum við menn, sem kenna sig við fyrrnefnda sam- starfsnefnd sjómanna, eru höfð uppi ýmis stóryrði um þessa verðbreytingu og það staðhæft, að uppistaðan i janúarafla báta- flotans sé 2. flokks ufsi og þvi jafnvel haldið fram, að 80-90% ufsa- aflans sé i verðflokkum þeim, er lækkunin náði til. Raunar er þvi á einum stað haldið fram, fyrirvaralaust, að verðákvörðun þessi feli i sér 30-33% kjaraskerðingu hjá meginþorra sjómanna. Fullyrðing- um þessum hafa fylgt ásakanir á hendur verðlasráðsmönnum, þess efnis, að þeir hafi beinlinis stefnt að þvi að skerða hluti sjómanna og haldið leyndri leyndri fyrir þeim veröákvörðuninni, sem þessum ósköpum ylli. 'Úthlutunarnefnd listamanna- launa hefur lokið störfum. Þessir eiga sæti i nefndinni: Ólafur B. Thors, lögfræðingur (formaður, Jón R. Hjálmarsson, fræðslu- stjóri (ritari), Halldór Kristjáns- son. bóndi, Helgi Sæmundsson, ritstjóri, Hjörtur Kristmundsson, fyrrum skólastjóri, Magnús Þóröarson framkvæmdastjóri og Sverrir Hólmarsson, m. litt. Arið 1976 hljóta þessir 125 lista- mannalauna: Arið 1976 hljóta þessir 125 lista- mannalistamannalauna: Aður veitt af Alþingi 350 þúsund krónur hver: Asmundur Sveinsson, Finnur Jónsson, Guðmundur Danielsson, Guðmundur G. Hagalin, Halldór Laxness, Indriði G. Þorsteinsson, Kristmann Guðmundsson, Rikharður Jónsson, Snorri Hjartarson, Tómas Guðmunds- son, Valur Gislason, Þorvaldur Skúlason Veitt af nefndinni, 150 þúsund krónur: Agnar Þórðarson, Ágúst Petersen, Ármann Kr. Einarsson, Arni Kristjánsson, Björn J. Blöndal, Björn Ólafsson, Bragi Ásgeirsson, Eirikur Smith, Elin- borg Lárusdóttir, Gisli Halldórs- son, Guðbergur Bergsson, Guð- munda Andrésdóttir, Guðmundur L. Friðfinnsson, Guðmundur Fri- mann, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Guðrún Á. Simonar, Gunnar M. Magnúss, Halldór Stefánsson, Hallgrimur Helgason, Hannes Pétursson, Hannes Sigfússon, Heiðrekur Guðmundsson, Hringur Jó- hannesson, Jakobina Sigurðar- dóttir, Jóhann Briem, Jóhann Hjálmarsson, Jóhannes Geir, Jó- hannes Jóhannesson, Jón As- geirsson, Jón Björnsson, Jón Helgason, prófessor, Jón Helga- son, ritstjóri, Jón Nordal, Jón Óskar, Jón Þórarinsson, Jón úr Vör, Jórunn Viðar, Jökull Jakobsson, Karl Kvaran, Kristján Daviðsson, Kristján frá Djúpalæk, Leifur Þórarinsson, Maria Markan, Matthias Jó- hannessen, ólafur Jóh. Sigurðs- son, Ólöf Pálsdóttir, Pétur Frið- rik, Róbert Arnfinnsson, Rögn- valdur Sigurjónsson, Sigurður Sigurðsson, Sigurjón Ólafsson, Stefán Hörður Grimsson, Stefán. Islandi, Svavar Guðnason, Sverr- ir Haraldsson, Thor Vilhjálms- son, Valtýr Pétursson, Veturliði Gunnarsson, Þorsteinn frá Hamri, Þorsteinn O. Stephensen, Þorsteinn Valdimarsson, Þórarinn Guðmundsson Þórodd- ur Guðmundsson 75 þúsund krónur: Alfreð Flóki, Árni Björnsson, Benedikt Gunnarsson, Brynja Benediktsdóttir, Eggert Guð- mundsson, Einar Hákonarson, Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli, Einar Þorláks- son, Erlendur Jónsson, Eyborg Guðmundsdóttir, Eyjólfur Ey- fells, Eyþór Stefánsson, Filippia Kristjánsdóttir (Hugrún), Gréta Sigfúsdóttir, Guðmundur Elias- son, Hafsteinn Austmann, Halldór Haraldsson, Hallsteinn Sigurðsson, Haraldur Guðbergs- son, Hrafn Gunnlaugsson, Ingi- mar Erlendur Sigurðsson, Ingólf- ur Guðbrandsson, Jóhannes Helgi, Jón Dan, Jón Sigurbjörns- son, Jónas Guðmundsson, Kári Tryggvason, Kristinn Pétursson, Kristinn Reyr, Magnús Á. Árna- son, Matthea Jónsdóttir, Oddur Björnsson, Ólafur Haukur Simonarson, Ólöf Jónsdóttir, óskar Aðalsteinn, Sigfús Halldórsson, Sigriður E. Magnús- dóttir, Skúli Halldórsson, Stefán Júliusson, Steinþór Sigurðsson, Sveinn Björnsson, Sveinn Þórarinsson, Tryggvi ólafsson, Unnur Guðjónsdóttir, Vésteinn Lúðviksson, Vigdis Kristjánsdótt- ir, Þorkell Sigurbjörnsson, Þor- steinn Stefánsson, Þuriður Guð- mundsdóttir, örlygur Sigurðsson. Að þessu tilefni vill yfirnefnd verðlagsráðsins láta eftirfar- andi koma fram. í fréttatilkynningu frá Verð- lagsráði um fiskverösákvörðun yfirnefndar fyrir janúar 1976 sem út var gefin 30. desember 1975, komu að venju einungis fram meginatriði ákvörðunar- innar. En að þessu sinni var á- kvörðunin einkum um breytingu á stærðarflokkum fisks, en um þá breytingu sem aðrar viö þessa verðákvörðun náðist samkomulag. Áætlað er, að breytingar þessar í heild valdi hækkun fiskverðs að meðaltali um 1-1 1/2%, og er þá miðað við samsetningu aflans á heilu ári. 1 fréttatilkynningu Verðlagsráðs frá 30. des. 1975 kom fram, að auk stærðar- ' flokkabreytingarinnar hefðu oröið nokkrar minni háttar verðbreytingar. Þeirra var hins vegar ekki nánar getið i upphaflegri fréttatilkynningu, enda sýnir reynslan, að fjöl- miðlar stytta yfirleitt jafnvel einnar siðu frétt af þessu tagi. Eins og jafnan áður tók nokkurn tíma að ljúka prentun og dreifingu hinnar endanlegu, opinberu verðtilkynningar, þar sem tilgreind eru nákvæmlega verð allra þeirra fisktegunda, sem verðlagðar voru, I öllum stærðar- og gæðaflokkum, auk afhendingarskilmala. Að þessu sinni var verötilkynning send út til dreifingar 15. janúar 1976, en ekki 24. janúar eins og haldið er fram. Þá var tilkynningin send til Lögbirtingablaðsins 2. janúar 1976, og hún birt þar hinn 16. janúar s.l. Mestu skiptir þó, að allar upplýsingar um ein- stök verð gátu þeir, sem áhuga höfðu eða hagsmuna áttu að gæta, fengið hjá félagasamtök- um sjómanna, útvegsmanna, fiskvinnslustöðva og skrifstofu Verðlagsráðs strax 31. desem- ber 1975. Hefur þessi háttur jafnan verið á hafður og ekki sætt gagnrýni. Þvi fer þannig víðs fiarri, að nokkur leynd hafi verið^firj þessari verðá’kvörðun. Þvert á móti má benda á, að hún hafi I senn legið fyrr fyrir en undanfarin ár og verið nánar frá henni greint i fyrstu frétt en oft áður, þvi oftast hefur niðurstöðu verðákvörðunar I fyrstu verið lýst með einni meðaltals- prósentu. Við stærðarfl.breyt- inguna voru stórufsamörkin færð niður úr 85 cm I 80 cm en á þessu lengdarbili áætlar Haf- rannsóknarstofnunin, að 10-11% af ufsaaflanum i heild liggi. Verð á l.fl. ufsa af miðlungs- stærð er kr. 15.40 en verð á stórum ufsa 11. fl. er nú kr. 23.30 miðað við óslægðan fisk. Gefur þvi auga leið, hve mikils virði þessi breyting er fyrir sjómenn og útvegsmenn. Auk þessarar breytingar varð að ráði — vita- skuld að kröfu kaupenda, sem þáttur i heildarlausn — að láta sama verð gilda fyrir 2. og 3. flokks stórufsa og fyrir mið- lungsufsa i sömu gæðaflokkum en 2. og 3. flokks stórufsi eru að- eins 7-10% af ufsaaflanum á heilu ári skv. beztu heimildum. Rökin fyrir þessari breytingu eru skýr. Hið háa verð á stór- ufsa helgast af framleiðslu salt- ufsaflaka, en i þau þarf galla- laust hráefni, gallaður fisur, þótt stór sé, hentar þvi miður eingöngu I afurðir, sem nú gengur mjög erfiðlega að selja. Að teknu tilliti til verðfellingar á 2. og 3. fl. stór- ufsa verður niðurstaðan 1 1/2- 2% hækkun á ufsaverði að meðaltali miðað við heilt ár, en verðlagsráðið miðar flestar áætlanir sinar af þessu tagi við aflatölur fyrir heilt ár. Til dæmis um það, hve frájeitar fullyrðingarnar i fréttatil- kynningu samstarfsnefndar- innar eru, er rétt að geta þess, að ef litið er á ufsaaflann mánuðina okt.-des. 1975, en um hann liggja nú fyrir skýrslur frá Fiskifél. Islands. Nú má ætla, að á þessu timabili hafi meðal- verðið hækkað skv. janúarfisk- verðsákvörðuninni um 3-4%, úr 18.40 i u.þ.b. 19.00 krónur miðað við óslægðan fisk. Vist má telja, að breytingin á verðflokkum ufsa komi sumar- og haust- veiðum fremur til góða en vetrarveiðum. Hins vegar eru allarfullyrðingar um, að 80-90% ufsaaflans i janúar séu i 2. og 3. gæðaflokki, sem betur fer hrein fjarstæða. Úrtak úr fiskkaupum helztu fiskveinnslufyrirtækja um suður- og suðvesturland og i Vestmannaeyjum sýnir, að 1. fl. ufsi var yfirleitt 60-80 af ufsa- aflanum i net i jafnúar 1976. Samkvæmt þessari athugun er meðalverð á netaufsa i janúar 1976 kr. 19.70 miðað við óslægðan fisk, (sbr. fullyrðingar samstarfsnefndar- innar um 12-14 kr. meðalverð) Að lokum er rétt að fram komi, að hlutfall ufsa i heildar- verðmæti fiskaflans 1975 hefur liklega verið nærri 10%. t ljósi þessara þarf að skoða fullyrðingar um mikilvægi verðbreytinga á ufsa. Það verður að harma að menn skuli ryðjast fram i nafni sjó- mannastéttarinnar með órök- studd gifuryrði, en þetta hátta- lag virðist einkenna starfs- aðferð svonefndrar samstarfs- nefndar sjómanna, sem raunar á hvergi svo kunnugt sé itök i eiginlegum stéttarfélögum sjó- manna. Jón Sigurðsson Árni Benediktsson Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson Ingólfur S. Ingólfsson Kristján Ragnarsson. UTB0Ð Kröflunefnd óskar eftir tilboðum i máln- ingu stöðvarhúss og kæliturnaþróa Kröfluvirkjunar. Útboðsgögn verða afhent i verkfræðistofu vorri, Ármúla 4, Reykjavik, gegn kr 5000,- skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, miðviku- daginn 18. febrúar 1976 kl. 11.15 f.h. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499 BjcTl TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSS0NAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFNARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Munið hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurð- um og gluggum. Ekki er ráð nema i tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. W Alþýðublaðið Föstudagur 30. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.