Alþýðublaðið - 30.01.1976, Side 13

Alþýðublaðið - 30.01.1976, Side 13
Með andvaraleysi í útgerðar- málum er verið að kippa stoðum undan atvinnulífi borgarinnar Beinar launagreiðsl- ur til starfsmanna Bæjarútgerðar Reykjavikur á árinu 1975 námu 352.3 milljónum króna, en sú upphæð er heildartala 1.382 launamiða. Þessar upplýsingar veitti Björgvin Guðmundsson, borgar- fulltrúi Alþýðuflokks- ins blaðinu, er við leit- uðum til hans til að afla upplýsinga um rekstur BÚR á nýliðnu ári, en Björgvin á sæti i útgerðarráði borgar- innar. Björgvin upplýsti einnig, að 350—400 manns starfi að meðal- tali hjá útgerðinni, en laun til annarra séu vegna uppskipunar úr togurunum og við aðra þjónustustarfsemi, svo sem viðgerðir og viðhald á togurunum. Fyrir borgarráði liggur enn óafgreidd tillaga frá Björgvin og Albert Guðmundssyni um að byggt verði nýtt frystihús fyrir Bæjarútgerðina og skipastóllinn efldur, og sagði Björgvin að i þvi sambandi virtist vænlegast að huga að kaupum á smærri skuttogurum, og væri rétt að kanna hvort einhverjir slikir yrðu til sölu innanlands i stað þess að kaupa nýja að utan. Hlutdeild Reykjavikur i út- gerð landsmanna hefur stór- minnkað siðan i striðslok, og taldi Björgvin það ekki rétta stefnu að kippa með andvara- leysi stoðum undan útgerð Reykjavikur, en borgin hefði fyrst og fremst byggzt upp á fyrri áratugum þessarar aldar sera útgerðarstöð. Benti hann á nýlega ályktun Sjómannafélags Reykjavikur, þar sem óskað er eftir þvi að keyptir yrðu tveir nýjir skuttog- arar af minni gerðinni fyrir BÚR til að auka atvinnu i borg- inni. Varðandi rekstrartölur út- gerðarinnar á liðnu ári sagði Björgvin Guðmundsson að þær væru þessar helztar: A árinu 1975 var innviktað hráefni til fiskiðjuvers B. Ú.R. 8.407 tonn að verðmæti kr. 211.3 milljónir. Framleidd voru á ár- inu 2.509 tonn af flökum að verð- mæti kr. 406.9 milljónir. (útb. verð SH) A árinu 1975 var innviktað hráefni til fiskverkunarstöövar .B.Ú.R. 3.467 tonn að verðmæti kr. 121.8 milljónir. Framleidd voru á árinu 65 tonn af fullþurri skreið að verðmæti kr. 32.5 milljónir, 917 tonn af fullstöðn- um saltfiski að verðmæti kr. 150 milljónir, 37 tonn af ufsaflökum að verðmæti kr. 7.4 milljónir, 4.457 tunnur af sild að verðmæti kr. 51 milljón og 160 tunnur af hrognum að verðmæti 1.9. milljón. RÆTT VIÐ BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON UM SÍÐASTA STARFSÁR BÆ JARÚTG ERÐARIN NAR Rekstrarúthald togara B.Ú.R. var árið 1975 skv. eftirfarandi: Þormóður Bjarni Snorri Ingólfur goði Benedikts. Sturlus. Arnarson Rekstrardagar 361 354 376 362 Fjöldi veiðiferða. 16 17 17 17 Landanir innanlands. 15 16 16 17 Landanir erlendis. 1 1 1 ~ 0 Stopp v. verkf. dagar. 82 73 79 79 Viðg. og aðrar tafir dagar. 50 19 23.5 31 Siglingatimi dagar. 10 10 10 0 Löndunartimi dagar. 16 17 17 17 Veiðitimi dagar. 203 235 246.5 235 Aflamagn tonn. 2.179 3.357 3.301 3.466 Aflaverðmæti þús.kr. 56.170 108.827 108.397 97.482 Aflaverðm. á úth.d. þús. kr. 252 444 423 415 Afli per. veiðid. tonn 10.7 14.3 13.4 14.8 Afli per. veiðid. tonn ’74. 9.2 15.8 14.8 16.2 Karfi i % af afla. 71 48 56 50 Þorskur i % af afla. 12 35 27 28 Ufsi i % af afla. 9 9 9 12 ATVINNULEYSINGJUM í BORGINNI FJÖLGAÐI UM 59% FRÁ ÁRAMÓTUM Atvinnuleysingjum i Reykjavik hefur fjölgað um 100 frá áramótum og nú eru 299 skráðir at- vinnulausir. Gunnar Helgason forstöðumað- ur Ráðnin ga stof u Reykjavikurborgar sagði i samtali við Al- þýðublaðið i gær, að at- vinnuleysi i byggingar- iðnaði væri nokkuð á- berandi og sagðist ekki muna eftir þvi á síðustu árum að 25 múrarar væru atvinnulausir eins og er i dag. Atvinnulausir karlmenn eru 217 taisins núna en voru 139 þann 2. janúar s.l. Sem fyrr segir eru 25 múrarar skráðir atvinnulausir og 24 trésmiðir auk verkamanna sem unnið hafa við nýbyggingar. Kvaðst Gunnar álita, að ótiðin undanfarnar vikur ætti einhvern þátt i atvinnuleysinu i byggingar- iðnaði þar sem ekki hefði verið hægt að vinna útivinnu við bygg- ingarum nokkurt skeið. Hinsveg- ar bæri alltaf eitthvað á verk- efnaskorti hjá þessum aðiium yfir háveturinn. Þá eru 19 verzlunar- menn skráðir atvinnulausir. Samtals 82 konur eru nú at- vinnulausar en voru 58 um ára- mót. Helmingur kvennanna eru iðnverkakonur og virðist þvi vcra um samdrátt að ræða hjá iðnfyr- irtækjum borgarinnar. Samtals voru 198 atvinnulausir,2. janúar en voru 299 i gær eins og fyrr sagði. Þeir sem eru á atvinnuleysis- skrá þurfa að koma á hverjum degi til að láta skrifa sig niður ef þeirvilja fá bætur. Atvinnuleysis- bætur til handa fyrirvinnunt eru nú 1880krónurá dag og er 153 kr. með hverju barni, en ekki er greitt nteðfleiri börnum en þrem- ur. Einstaklingar fá 1645 krónur á dag. t sambandi við þessa fjölgun atvinnulausra er rétt að geta þess, að eftir að vinna lagðist nið- ur aðmestu við Sigöldu hafði það nokkra fjöigun i för með sér. —SG. Alþýðublaðið Föstudagur 30. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.