Alþýðublaðið - 18.02.1976, Blaðsíða 4
I Niðurgreiðsla dag-
vistar á
einkaheimilum
Samkvæmt ákvörðun borgarráðs Reykja-
vikur skal greiða niður gjald vegna barna
einstæðra foreldra i dagvistun á einka-
heimilum.
Niðurgreiðsla er mismunur á gjaldi
Barnavinafélagsins Sumargjafar og þvi
gjaldi, er greitt er fyrir dagvistun barns,
þó aldrei yfir kr. 6.000.- á mánuði og eru
greiðslur bundnar þvi skilyrði að viðkom-
andi dagvistarheimili hafi leyfi Barna-
verndarnefndar Reykjavikur.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá
Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar,
Vonarstræti 4 og Asparfelli 12.
F élagsmálastofnun Reykjavikurborgar,
Vonarstræti 4, simi 25500.
JFSBI Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Vonarstræti 4 sími 25500
Skóladagheimili
Reykjavikurborg óskar eftir kaupum á
húsi i nágrenni Austurbæjarskóla fyrir
skóladagheimili.
Upplýsingar gefur skrifstofustjóri Félags-
- málastofnunar Reykjavikurborgar,
Vonarstræti 4.
Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar,
Vonarstræti 4, simi 25500. J
Felagsmálastofnun Reykjavikurborgar
I j 6 Vonarstræti 4 sími 25500
* J
TRÉSMIÐJA
BJÖRNS ÓLAFSS0NAR
REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975
HAFN ARFIRÐI
HÚSBYGGJENDUR!
Munið hinar vinsælu TI-
TU og Slottlistaþétting-
ar á öllum okkar hurð-
um og gluggum.
*
Ekki er ráð nema i
tíma sé tekið.
Pantið timanlega.
Aukin hagræðing
skapar lægra verð.
Leitið tilboða.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir — Vélarlok —
Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á
einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reyniö viðskiptin.
Bllasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.
^ Alþýðublaðið
ALSTRIÐ
MILLI RÍKISSJÓÐS OG
HAFNARFJARÐARBÆJAR
Risið hafa harðvítugar
deilur milli ríkisvaldsins
og Hafnarf jarðarbæjar
vegna frumvarps um
breytingu á álsamningn-
um við ÍSAL ((slenzka ál-
félagið Straumsvík). Tel-
ur Hafnarfjarðarbær að
hann beri nú ekki úr
býtum það frá verk-
smiðjunni sem réttlátt
gæti talizt, en samnings-
drögin gera ráð fyrir enn
minni tekjum bæjarins
f rá álverinu. Ekki er unnt
að samþykkja þetta
frumvarp og láta það
koma tii framkvæmda,
nema til komi samþykki
Hafnarfjarðarbæjar, þar-
sem Straumsvík er innan
bæjarlandsins og er því
undir bæinn að sækja
vegna f yrirhugaðrar
stækkunar verk-
smiðjunnar.
Þetta mál kom til umræðu 1
bæjarstjórn Hafnarf jarðar þann
16. desember siðastliðinn, viku
eftir að frumvarpið hafði verið
lagt fram á Alþingi. Var á þeim
fundi samþykkt eftirfarandi til-
laga samhljóða. — Þegar lögin
um álbræðslu i Straumsvik voru
sett árið 1966 og ákveðið, að
ÍSAL yrði gert að greiða fram-
leiðslugjald i stað almennra
skatta, var haft i huga, að hluti
Hafnarfjarðarbæjar af fram-
leiðslugjaldinu ætti að géra
bæjarsjóð að minnsta kosti jafn-
settan og ef félagið greiddi sin
gjöld til bæjarsjóðs á sama hátt
og önnur fyrirtæki. /
Nú hefur þróunin orðið sú, að
ISAL greiðir i dag langtum
lægri gjöld til bæjarsjóðs i
formi framleiðslugjalds, heldur
en það myndi gera, ef það væri
skattlagt eftir venjulegum regl-
um. — Þegar hér við bætist, að
aðstöðugjöld og fasteigna-
skattar eru nú orðin miklu hærri
hluti af heildartekjum bæjar-
sjóðs, en þau voru við upphaf
laganna um álbræðsluna, er
orðið timabært að óska eftir
endurskoðun á þessum málum.
Með visan til þessa og þar
sem bæjarstjórn hefir ekki verið
gefinn kostur á að fylgjast með
undirbúningi nýframkomins
frumvarps um lagagildi við-
aukasamnings varðandi ál-
bræðsluna og ekki heldur leitað
umsagnar hennar um frum-
varpið, að þvi er snertir
breytingar á framleiðslugjald-
inu, er bæjarstjórn ekki tilbúin
að svo stöddu að taka afstöðu til
viðaukasamnings um þriðju
stækkun álbræðslunnar, sem er
hluti af framangreindu frum-
varpi.
Jafnframt þvi sem bæjar-
stjórn óskar eftir þvi við alþingi,
að fá hæfilegan frest til að skila
urnsögn urn nefnt laga-
frumvarp skorar hún sérstak-
lega á alþingi að taka upp i
frumvarpið ákvæði um
uppsetningu á sem fullkomnust-
um hreinsibúnaði við ál-
bræðsluna til að draga sem
mest úr skaðlegum áhrifum af
reyk og gastegundum i sam-
bandi við reksturinn. —
i frumvarpi rikisstjórnarinn-
ar er gert ráð fyrir þvi að fá
hærra rafmagnsverð. Það leiði
til þess að framleiðslugjaldið
lækkar og þar með tekjur
bæjarsjóðs Hafnarfjarðar. Það
er þvi augljóst að hagsmunir
rikissjóðs og bæjarsjóðs
stangast á. Ef ISAL greiddi sin
gjöld til bæjarins eftir hefð-
bundnum leiðum i formi áð-
, stöðugjalda og fasteignaskatta,
þá myndi heildargreiðsla til
bæjarsjóðs frá verksmiðjunni
verða um 130 milljónir, en
myndu á þessu ári miðað við
óbreytt lög verða um 50 mill-
jónir króna. Þennan mismun
vill bæjarsjóður fá, en ekki enn
frekari tekjurýrnun, eins og
frumvarpið gerir ráð fyrir.
Það er ljóst að frumvarp
rikisstjórnarinnar er i sjálf-
heldu, ef ekki kemur til sam-
þykkis Hafnarfjarðarbæjar, þvi
að bærinn þarf að leyfa þriðju
stækkun verksmiðjunnar sem
frurnvarpið ráðgerir.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar
hefur hingað til talað fyrir dauf-
um eyrum þingmanna og ann-
arra ráðamanna. Það er þó ljóst
að Hafnarfjarðarbær tekur þvi
ekki með þegjandi þögninni að
verða fyrir enn frekari tekju-
missi vegna verksmiðjunnar en
orðið er. Þetta er mikilvægt
hagsmunamál fyrir bæinn,
þegar munar orðið um 80
milljónum króna á núverandi
tekjum og aftur eðlilegum tekj-
um að mati bæjarstjórnar. En
hvað gera þingmenn kjör-
dæmisins? Hvað gerir t.d. þing-
maður Hafnarfjarðar, fjár-
málaráðherran Matthias A.
Mathiessen, metur hann meir_
hagsrnuni rikisins, en bæjar-
félags sins? Þess spyrja Hafn-
firðingar þessa dagana, hvar i
flokki sern þeir standa.
Við urnræður á alþ. á dögun-
um um fyrrgreint frumvarp,
var litið sem ekkert komið inn á
hagsmuni og óskir Hafnar-
fjarðarbæjar. Það rikir þvi
biturð i Firðinum og er ljóst að
einhver málamiðlun eða önnur
lausn þarf að koma til, ef frum-
varp þetta á að koma til fram-
kvæmda.
—GAS
Miðvikudagur 18. febrúar 1976