Alþýðublaðið - 25.02.1976, Page 3

Alþýðublaðið - 25.02.1976, Page 3
KRISTJAN PETURSSON BEINIR SPURNINGUM TIL DÓMSMÁLARÁOUNEYTISINS Ég vil harðlega mót- mæla ummælum Bjarka Eliassonar, yfirlögr.þj. i greinargerð hans i Morgunbl. 10. febr. s.l. og fleiri f jölmiðlum, þar sem greinir frá þvi, að ég hafi ekki verið við- staddur er hann ræddi við Hauk Guðmundsson og Rúnar Sigurðsson um að visa málinu til saka- dóms Reykjavikur og jafnframt, að Baldur Möller, ráðuneytisstj. i Dómsmálaráðun. hafi aldrei verið nefndur á nafn i þessu sambandi. Þá vil ég ennfremur ein- dregið mótmæla þeim orðum Bjarka, að hér sé um að ræða misskilning eða „visvitandi ósann- indi” af minni hálfu. Skrif þessi eru tilkom- in eins og kunnugt er vegna ummæla minna i þættinum Kastljósi ný- lega. Þar greindi ég m.a. frá rannsókn á toll- lagabrotum á áfengi og vindlingum, sem fram fór á Stór-Reykjavikur- svæðinu og átti upptök sin á Suðurnesjum, en rannsókn þessi náði til 4. lögsagnaumdæma. 1 þættinum greindi ég frá þvi, að þá hefðu þau tið- indi gerst, að Bjarki Eliasson, yfirlögr.þj. hefði borið okkur þau fyrirmæli frá Baldri Möller, ráðuneytisstj. i Dómsmálaráðuneyt- ihu, að við ættum taf- arlaust að hætta rann- sókninni. Ég tel ekki á- stæðu til að rekja frekar ummæli min úr greind- um sjónvarpsþætti, þar sem það hefur verið áð- ur gert ýtarlega i fjöl- miðlum siðan. ‘S' Öllum má þvi vera ljóst, að Bjarki hefur þarna ekki verið að rugla saman málum (við spira- málið), en hafi hann ekki verið viss i sinni sök, var það að sjálf- sögðu skylda hans að leita sann- leikans i málinu áður en hann boðar til blaðamannafundar. Eftirfarandi staðreyndir sýna glögglega, að Bjarki fer með rangt mál þegar hann segist aldrei hafa rætt við mig varðandi umrætt mál, né greint mér frá skilaboðum Baldurs Möller, um að hætta tafarlaust rannsókn þessa máls: 1. í yfirlýsingu Asgeirs Friðjóns- sonar, umboðsdómara i málinu segir orðrétt i Morgunblaðinu frá 10. febr. s.l. „Hann hefði talið málið fyrir utan sitt verksvið, sem umboðsdómara þegar það kom upp á sinum tima. Hefði hann til öryggis haft samband við Baldur Möller, ráðuneytisstj., sem samdi umboðsbréf það, sem Asgeir vann eftir i málinu og hefði það einnig verið skoðun hans, að hann ætti ekki að taka það að sér og væri það viðkom- andi sakadómaraembætti að halda áfram rannsókn málsins”. 1 yfirlýsingu Bjarka varðandi þennan þátt málsins segir orð- rétt: „í framhaldi af þessu gekk Asgeir á fund lögreglustj. og var ég þar viðstaddur og greindi frá málavöxtum og féllstlögregl.stj.á það, að eðlilegt væri að visa mál- inu á þessu stigi til rannsóknar- lögr. og sakadóms Reykjavikur”. Ég vil i þessu sambandi spyrja Bjarka Eliasson að þvi, hvort hann minnist þess, aö Asgeir Friðjónsson, dómari hafi i um- ræddum samræðum við lögreglu- stj. og hann .minnist á Baldur Möller, ráðuneytisstj. og hvaða orð Ásgeir hafi eftir honum haft? 2. Bókun min um atburðinn, sem skýrt hefur verið frá i fjölmiðlum og staöfest er af okkur Hauki Guðmundssyni skömmu eftir að atburðurinn skeði, staðfestir hvort tveggja i sen, að Bjarki ræddi við mig, Hauk og Rúnar i herbergi þvi, sem lögreglan i Keflavik hafði til umráða i lög- reglust. i Reykjavik, svo og að skilaboðin væru frá Baldri Möll- er, ráðuneytisstj. um að hætta tafarlaust rannsókninni og af- henda hana sakadómi Reykjavik- ur. Nú er það upplýst mál, að Bjarki hafði ekki samband við Baldur Möller i téðu máli, heldur ræddi hann við lögreglustj. Sigur- jón Sigurðsson og Asgeir Frið- jónsson dómara, Hvernig stendur þá á þvi eða hvaða ástæður lágu þvi til grundvallar, að þú Bjarki sagðir fyrirmælin komin frá Baldri Möller? 3. Viðurkennt er af þeim Rúnari og Hauk, að ég hringdi strax heim tilBaldurs Möllers eftir að Bjarki hafði fært okkur skilaboðin frá Baldri, en mér var þá tjáð að hann væri farinn úr borginni. Ég hafði enga aðra ástæðu til að ná sambandi við Baldur, en þá að fá skýringu á skilaboðum Bjarka. 4. Þegar Bjarki, Rúnar og Hauk- ur komu til áðurgreinds herberg- is, var ég að ljúka við yfirheyrslu á grunuðum aöila um meint toll- lagabrot samanber skýrslu þar að lútandi, en sú skýrslutaka fór fram i næsta herbergi við hið fyrrgre inda. Undir þeirri skýrslu stendur yfirheyrslu lauk kl. 12.Ö0. Ég var einmitt dtaddur i þessu herbergi þegar þeir félagar köll- uðu á mig og Bjarki bar mér skilaboðin, en sú timasetning virðist vera i samræmi við upp- gefinn tima Bjarka, þegar hann segist hafa hitt þá Rúnar og Hauk. 5. Varðandi framburð Rúnars Sigurðssonar i téðu máli er enn ekki vitað með vissu, þar sem engin yfirlýsing hefur frá honum komið i málinu, heldur hafa aðrir aðilar (fjölmiölar) túlkað hans afstöðu mjög ógreinilega saman- ber skrif Dagblaðsins og Visis frá þessum tima. Ég get fært enn frekari rök fyr- ir máli minu ef þörf krefur, en ég hef skýrt satt og rétt frá öllum málavöxtum i umræddu máli, enda tel ég framangreindar stað- reyndir sýni það greinilega, svo að ekki verður lengur um það deilt hvor okkar Bjarka fer með rétt mál. Það er hörmulegt til þess að vita, að yfirlögregluþj. i Reykjavik skuli ekki geta viður- kennt mistök si'n (misminni) I téðu máli ogennþá verra að kalla aðra visvitandi ósannindamenn, sem hafa skýrt satt og rétt frá staðreyndum. Þvi miður get ég ekki hjálpað þér Bjarki minn út úr þessum ó- göngum, en vonandi verða þessi mistök þér til varnaðar i framtið- inni. Að lokum vil ég beina eftirfar- andi spurningum til Baldurs Möllers ráðuneytisstj. i Dóms- málaráðuneytinu: 1. Hafðir þú afskipti af umræddu máli og hver voru þau? 2. Hvort mér og Hauki Guð- mundssyni hafi verið heimilt að afhenda gögn i téðu máli til rann- sóknarlögr. og sakadóms Reykja- vikur, án samráðs eða fyrirmæla frá yfirmönnum okkar þ.e. lög- reglustj. á Keflav.flugv. og bæjar fógetanum i Keflavik, eftir að sýnt þótti af þinni hálfu og Ás- geirs Friðjónssonar, umboðs- dómara, að umboðsskráin tæki ekki til þessa tiltekna máls. 3. Erhugsanlegt að til hafi komið valdþurrð hjá þér eða þeim öðr- um aðilum sem gáfuð fyrirmæli eða umsögn i téðu máli? Kristján Pétursson, deildarstjóri. ML'NIÐ að senda HORNINU nokkrar linur. Utanáskrift: HORMD, ritstjórn Alþýöublaösins, Siðumúla H, Revkjavik. I HREINSKILNI SAGT Á tossabekknum Hafi einhver efast um and- legan vanmátt rikisstjórnar íslands fram að þessu, þarf sá hinn sami ekki að velkjast lengur i neinum vafa. Hver um annan þveran komu ráð- herrarnir og þuldu sviplika langloku, þó einstaka tilbrigði væru látin fylgja með, eins og til að svo liti út sem fáeinar rúsinur væru í grautnum. Ádeilur á stjórnarandstæð- ingana fyrir að leggja fram eðlilegt vantraust á þennan lánlitla hóp, voru annars tvi- þættar. Annars vegar bent á, að auðvitað væri vantraust- tillaga á þessu stigi málsins þýðingarlaus, þar sem stjórnin hefði nægan þingstyrk og meira en það til að firra vantrausti. Með þessu settu blessaðir ráðherrarnir sjálfa sig á algeran tossabekk. Auðvitað hefur engum dottið i hug, að handjárn ílokkanna væru ekki nægilega stérk, til að stjórnin yrði ekki felld við atkvæða- greiðslu á Alþingi. AUar umræður þar um voru þess vegna gersamlega út i hött. Hvað sem liður hugarfari ýmissa þing- manna i stjórnarliðinu og misjafnrar ánægju þeirra með forystuna, myndu þeir naumast hlaupast á buj;t fyrirvaralitið undan merkjunum. Það var þvi algerlega óþarfi að setja upp neinn sauðarsvip, þó hann fari vissulega ekki afar illa á and- litum ráðherranna, sumra hverra, og látastmisskilja tilefni vantraustsins. Hér var auðvitað um að ræða næstum eina ráðið tU aðgeta rætt i áheyrn alþjóðar það ástand, sem skapazthefur vegna vinguls- háttar og getuleysis ráðamanna. Þegar svo er komið, að viðtækt alls- herjarverkfall á sjó og landi er skollið á, og það er beizk staðreynd, að stjórnvöld hefðu getað afstýrt þvi, er sannarlega ástæða til að ræða það fyrir opnum tjöldum. Þaðer auðvitað i fullu samræmi við annan málflutning stjórnarherranna, að telja tilraunir launþegasamtakanna til að breyta um aðferðir i kjarasamningum hafa sprottið af þvi, að þessi samtök vildu takmarka eða láta af hendi samnings- réttinn! Hver einasti maður, sem vita vill, veit, að fyrsta skrefið til að koma slikum breytingum á að þessu sinni, var að stjórnvöld gerðu laga- og reglugerðar- breytingar, svo það yrði fært á þann veg, sem launþegasamtökin óskuðu. Fyrir þessari nauðsyn hefur rikisstjórnin þvælzt i næstum þrjá mánuði, unz boginn brast og gripa varð til nauðvarnarinnar, verkfalla. Þegar öllu er á botninn hvolft, er það i raun og veru rikisstjórnin sjálf sem hefur verið i eins konar verkf. frá þvi, sem henni bar að gera, s.l. þrjá mánuði. Það er hið raunsanna, og þvi er nú komið sem komið er. Hin hliöin á málflutningi ráöherranna er þó jafnvel enn aumkunarverðari, ef nokkuð er, sem þar ber á milli. Reynt er að koma höggi á stjórnarand- stöðuna fyrir það, að hún sé nú að efna til sundurlyndis á þeim alvarlegu timum, sem nú séu fyrir okkur, þar sem við bæði eigum i styrjöld við Breta og efnahagslifið auk þess i rúst! Þetta var sá rauði þráðar- spotti, sem birtist i langloku forsætis- ráðherra. Menn hafa nú sjálísagt ekki búizt við miklu þar, en jafnvel hinir litil- þægustu hafa trúlega orðið fyrir sárum vonbrigðum. Hvenær á eiginlega að ræða mál alvarlega og fletta upp spilunum i fullri hreinskilni, ef ekki þegar sérstakur vandi steðjar að? Við höfðum stundum til reynslu ann- arra þjóða, og þvi er ekki að neita, að við getum ýmislegt af þeim lært, ef rétt er lesið úr. Um þessar mundir eru Bretar okkur talsvert hugstæðir vegna óbilgirni þeirra i okkar garð. En við mættum vissu- lega minnast viðbragða þeirra, þegar harðast kreppti að þeim i siðari heims- styrjöldinni. Við mættum minnast þess dauðahalds, sem brezka ihaldið meö Eftir Odd A. Sigurjór.sson öllum sinum spákaupmönnum og kaupa- lokum hélt i Chamberlain stjórnina, þrátt fyrir svik hennar og brigðmælgi i styrjaldarundirbúningnum m.m. Við mættum minnast þess, að þegar brezka þjóðin stóð andspænis dauðans hættunni af innrás nazista og ósigrar og hrakfarir voru einu fregnirnar, sem af vigvöllunum bárust, hikaði stjórn Churchills ekki við að hafa opinskáar um- ræður i þinginu um vandann. Ef Geir Hallgrimsson heldur, að það hafi aðeins farið fram lofræður um ihaldið og Pila- tusarþvottur á lúkum þess, er mál að lesa upp og læra betur. Með þvi að gera sér raunhæfa grein fyrir vandanum og ræða opinskátt orsakir hans og liklegar afleið- ingar, var stigið fyrsta skrefið til úrbóta. Þetta kostaði auðvitað sárindi, enginn efast um það. En það syndi jöfnum höndum siðferðisstyrk, sem verður að - vera bakhjarl hverrar þjóðar, að þora að horfast i augu við raunveruleikann hversu kaldur sem hann er. Siðustu timai; hafa einnig opinberað að nokkru, að siðferðisástand þjóðarinnar sé ekki á háu stigi. Þar þurfi um að bæta. Ef við þorum ekki að horfast i augu við það. semaflaga ferogsnúast gegn þvi af fullri hörku er illa komið. Þar dugir engin strútapólitik. Menn, sem hana iðka og halda að allt sé i lagi ef þeir sjái ekki ósómann, mættu minnast hins forn- kveðna. ,,Að ljúga að öðrum er ljótur vani, en ljúga að sér sjálfum er hvers manns bani!” Ljótur vani! Miðvikudagur 25. febrúar 1976 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.