Alþýðublaðið - 16.03.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.03.1976, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 16. marz 1976 bia£ ðu- ið Hátíðarfund- ur flokks- stjórnar Alþýðu- flokksins GENGIÐ FRÁ TILLÖGU AB NYRRI STEFNUSKRÁ ALÞÝÐUFLOKKSINS Flokksstjórn Alþýðu- sérstaks fundar i tilefni flokksins var boðuð til af 60 ára afmæli Alþýðu- Pipuþanar — undirstöðukefli o.fl. Tilbo6 óskast v/kaupa á eftirtöldu efni f. Gufuveitu Kröfluvirkjunar. 1. Plpuþanar (belgþenslustykki) þvermál 250-800 m/m. 2. Undirstöðukefli undir pipur, pipuþvermál 350-700 m/m. 3. Undirstöðuplötur undir pipur, pipuþvermál 350-700 m/m. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri fimmtudaginn 8. april 1976, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen I altflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveöið verö. Reynið viöskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. flokksins. Fundurinn var haldinn i ráðstefnu- sal Hótel Loftleiða s.l. laugardag og hófst kl. 2 e.h. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, setti fundinn og bauð flokksstjórnarmenn vel- komna, en flokksstjórn skipa um 60 fulltrúar kjörnir af flokksþingi úr öllum kjördæmum landsins. Þá skipaði Benedikt Kristinu Guðmundsdóttur, formann Sam- bands Alþýðuflokkskvenna, fundarstjóra á hátiðarfundinum, Sigurð Blöndal, formann Sam- bands ungra jafnaðarmanna, varaforseta og Guðrúnu Jóns- dóttur fundarritara. Fyrir 60 árum - þjóðareign á landi Þá var gengið til dagskrár fundarins. Benedikt Gröndal flutti ræðu, þar sem hann ræddi um stofnun Alþýðuflokksins og þær stefnuskrár, sem honum hafa verið settar i gegn um árin. Las Benedikt m.a. upp úr fyrstu stefnuskrá jafnaðarmanna, sem samin var af Ólafi Friðrikssyni fyrir jafnaðarmannafélag, sem hann stofnaði á Akureyri svo og úr fyrstu stefnuskrá Alþýðu- flokksins sem landsmálaflokks, sem Ólafur Friðriksson átti einnig rlkan þátt i að semja. Rakti Benedikt Gröndal ýmis at- riði úr þessum stefnuskrám, sem lýsa sams konar skoðunum og stefnumálum og Alþýðuflokks- menn berjast nú fyrir. 1 þvi sambandi benti Benedikt t.d. á, að i fyrstu stefnuskránum voru sérstök ákvæði um þjóðareign á landi, en það mál er eitt af stærstu baráttumálum Alþýðu- flokksins nú. Ný stefnuskrá í fæðingu Þá ræddi Benedikt Gröndal um meginefni flokksstjórnarfundar- ins, eri það var umræða um tillögu að nýrri stefnuskrá fyrir Alþýðu- flokkinn. A siðasta reglulegu þingi Alþýðuflokksins, sem haldið var fyrir hálfu öðru ári, var sam- þykkt að endurskoða stefnuskrá flokksins og kjörin fimm manna nefnd til þess verks. 1 nefndinni áttu sæti: Arni Gunnarsson, Finnur Torfi Stefánsson, Helgi Skúli Kjartansson, Jón Þorsteins- son og Vilmundur Gylfason. Var ákveðið á flokksþinginu að efna til sérstaks aukaþings Alþýðu- flokksins ári siðar til þess að fjalla um hugmyndir nefndarinn- ar. Þetta aukaflokksþing um stefnuskrána var haldið á s.l. )UFLOKKURlNN 60 ára y Kjartan Jóhannsson, ritari Alþýðuf lokksins í ræðustól á afmælisfundi flokksstjórnarinnar á laugardaginn. hausti og fyrir það lagt uppkast að stefnuskrá, sem stefnuskrár- nefndin hafði samið. Miklar um- ræður urðu um uppkastið á þing- inu og komu fjölmargar efnis- ábendingar og breytingartillögur fram. Flokksþingið samþykkti stefnuskrárinngang en ákvað að visa hinum einstöku efnisatriðum ásamt framkomnum breytingar- tillögum og ábendingum til flokksstjórnar til yfirlesturs og samræmingar með það fyrir aug- um, að tillaga yrði samin og rædd á sérstökum flokksstjórnarfundi á 60 ára afmæli flokksins, en stefnuskráin siðan endaniega af- greidd á næsta reglulegu flokks- þingi, sem fram á að fara haustið 1976. ítarleg og víðfeðm tillaga Flokksstjórnin fól tveimur mönnum, þeim Kjartani Jó- hannssyni og Helga Skúla Kjartanssyni að yfirfara drögin, ábendingarnar og breytingatil- lögurnar og luku þeir þvi verki á tilsettum tima. Lá tillaga þeirra að stefnuskrá fyrir flokks- stjórnarfundinum. Þá tók til máls Kjartan Jó- hannsson, varaformaður Alþýðu- flokksins, og fylgdi stefnuskrár- tillögunni úr hlaði. Hafði tiilagan verið sérprentuð i 32ja siðna bæklingi og lá hann fyrir á flokks- stjórnarfundinum. Auk inngangs, sem samþykktur var á aukaþing- inu, skiptist stefnuskrártillagan i 4 aðalkafla — Efnahagslifið, Samfélagið, Stjórnarfar og rikis- vald og loks Island i samfélagi þjóðanna. Af einstökum undir- köflum má nefna: Vinna, Kjara- mál, Skattamál, Tryggingar, Verðlag, Fjármagn og lánskjör, Eignarráð á Iandinu, Byggða- stefna, Rekstrarform — atvinnu- lýðræði, Sjávarútvegur, Orka og iðja, Landbúnaður, Verzlun, Samgöngur, Atvinnuvegir og áætlunarbúskapur, Heimili — uppeldi, Jafnrétti kynja, Hús- næðismál, Heilsugæzla, Dægra- dvöl, Menntamál, Alþingi og stjórnskipun, Réttargæzla — dómsvald, Meðferð almanna- valds, Stuðningur við þróunar- lönd og Utanrikisviðskipti, Varnarsamstarf, Landhelgi og hafréttur. Að lokinni framsögu Kjartans Jóhannssonar tók þriðji fram- sögumaður fundarins, Gylfi Þ. Gislason, til máls. Fjallaði hann um jafnaðarstefnuna og lifsvið- horf jafnaðarmanna. Landhelgismálið - stuðningur við Soares Að framsöguræðum loknum hófust frjálsar umræður. Fjöl- margir flokksstjórnarmenn tóku til máls. Niðurstaðan varð sú, að samþykkt var tillaga um að senda stefnuskrártillöguna út til allra flokksfélaga til umfjöllunar, gefa þeim kost á að koma breytingartillögum á framfæri og afgreiða siðan stefnuskrána end- anlega á flokksþingi næsta haust. Þá voru tvær aðrar tillögur samþykktar á hátiðarfundi flokksstjórnarinnar. önnur var um stuðning við starfsmenn Landhelgisgæzlunnar og for- dæmingu á framferði Breta. Hin var um Portúgal og stjórnmála- þróunina þar og var send til ráð- stefnu vestur-evrópskra jafnaðarmanna um þróun mála i Portúgal, sem fram fór um þetta leyti. t samþykkt þessari er lýst yfir stuðningi við baráttu portúgalskra jafnaðarmanna fyrir lýðræði og frelsi og hvatt til þess að jafnaþarmenn i Vestur- Evrópu styddu portúgalska skoðanabræður sina með ráðum og dáð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.