Alþýðublaðið - 16.03.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 16.03.1976, Blaðsíða 10
lO STJORNMÁL ____________________________Þriðjudagur 16. marz 1976 blSófó Otgefandit Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Tæknilegur fram- kvæmdastjóri: Ingólfur Steinsson. Rit- stjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnars- son. Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarfulltriii: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er I 5 iðumúla 11, simi 81866. Auglýsingar: simi 28660 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftarverð: 800 krónur á mánuði og 40 krónur i liusasölu. Verkalýðspólitík og vinstri hreyfing Alþýðuflokkurinn minntist 60 ára afmælis síns með miklum myndarbrag um sl. helgi. A laugar- daginn var haldinn sérstakur f lokksstjórnarfundur þar sem lögð var fram tillaga að nýrri stefnuskrá fyrir Alþýðuflokkinn. Drög að þessari stefnuskrá voru samin fyrir síðasta þing Alþýðuflokksins, sem haldið var á s.l. hausti. Fjölmargar breytingatillögur bárust við stefnuskrárdrögin á f lokksþinginu og var samþykkt að fela flokksstjórninni að endurskoða texta stefnuskrártillögunnar með hliðsjón af þeim. Því verki er nú lokið og var stefnuskrártillagan í þeirri mynd rædd á flokksstjórnarfundinum s.l. laugardag. Á þeim fundi var svo ákveðið að senda tillöguna eins og hún liggur fyrir til meðferðar í flokksfélögunum og hefur stefnuskrártillagan verið sérprentuð í þeim tilgangi. Á næsta reglulegu þingi Alþýðuflokksins, sem haldið verður næsta haust, verður hin nýja stefnuskrá svo endanlega afgreidd og verður hún einhver sú ítarlegasta og umfangs- mesta stefnuskrá, sem Alþýðuf lokkurinn hefur sett sér. Á sunnudaginn var svo haldið hið eiginlega afmælishóf Alþýðuflokksins. Hófið var haldið í Súlnasal Hótel Sögu og var salurinn þéttskipaður Alþýðuf lokksfólki. Á hátíðinni voru flutt ávörp og ræður forystumanna flokksins fyrr og nú og fjöl- margar kveðjur og árnaðaróskir bárust bæði frá inn- lendum aðilum og bræðraf lokkunum erlendis. Þótti Alþýðuf lokksmönnum vænt um allar þessar árnaðaróskir en þó yljaði hún okkur mest bróðurkveðjan frá Alþýðusambandi íslands, tviburasamtökum Alþýðuflokksins, sem í heilan aldarf jórðung voru skipulagslega samgróin Alþýðu- f lokknum og hafa ávallt síðan verið nátengd Alþýðu- f lokknum. Stofnun Alþýðuflokksins varð á sama stað og samri stundu og stof nun Alþýðusambands íslands og ávallt haf a þessi tvö alþýðusamtök átt samleið. Þrátt fyrir hörð átök milli einstakra skoðanahópa, sem leiddu í eina tíð til þess að svo virtist sem alger klof ningur ætlaði að verða í hinni faglegu hreyf ingu verkafólks, tókst þó að afstýra slíkum ótíðindum og varðveita samheldni hinnar faglegu hliðar verka- lýðsbaráttunnar innan Alþýðusambands islands. Hefur styrkur ASí stöðugt farið vaxandi unz nú er svo komið, að Alþýðusambandið er eitt máttugasta framfaraaflið í samfélagi okkar — samtök, sem sækja f ram til aukinna áhrifa á öllum sviðum og vart verða sniðgengin þegar leysa á erfið vandamál þjóðarbúsins. Agreiningurinn á milli hinna pólitísku af la á vinstri væng íslenzkra stjórnmála er enn fyrir hendi. En þær aðstæður eru nú í þjóðfélaginu að líkur ættu að vera til þess, að vinstri öf lin gætu starfað meira saman nú en oft áður. Að f rumkvæði ASI hafa í haust og vetur átt sér stað sameiginlegir viðræðufundir milli full- trúa ASI, fulltrúa Alþýðuflokksins og fulltrúa Alþýðubandalagsins. Á þessum fundum hefur ekki verið rætt um neins konar sameiningu hinna pólitísku vinstri fylkinga— grundvallarágreiningur jafnaðar- manna og kommúnista er of mikill til þess að hún geti verið á dagskrá — heldur samstarf þessara aðila um að standa vörð um líf skjör og réttindi alþýðunnar í óðaverðbólgu undir ihaldsstjórn. Að áliti þessara aðila og þá ekki hvað sízt Alþýðusambands Islands er nú nauðsynlegt að hinar stríðandi f ylkingar á vinstri væng stjórnmálanna slíðri nú sverð sín um hríð og snúi baráttunni að sameiginlegum andstæðing alþýðu manna. Af því samstarfi, sem tekizt hefur milli þessara aðila, hefur nú þegar orðið umtals- verður árangur m.a. með því að það hefur styrkt mjög stöðu Alþýðusambands Islands og því geta menn gert sér vonir um, að enn frekari ávinningur geti af því hlotizt. Jafnaðarmenn og kommúnistar hafa ekki leyst ágreiningsefni sín Þau hafa aðeins verið lögð til hliðar um sinn vegna þess að eins og sakir standa þarf alþýða þessa lands á því að halda, að þeir, sem bera hag hennar f yrir br jósti, reyni að hafa við hana samstarf um leiðir í efnahags- og kjaramálum. Alþýðuflokkurinn vill fúslega taka þátt í viðræðum um slíkt jafnvel þótt hann sé jafn ákveðinn í því nú og áður að koma í veg fyrir f ramsókn kommúnisma á Islandi og greini jafn mikið á við kommúnista um grundvallarafstöðu í stjórnmálum og ávallt hefur verið. alþýðu- blaöið Alþýðuflokksfélögin í Reykjaneskjördæmi halda AFMÆLISHÁTlÐ í félagsheimilinu Festi, Grindavík, laugardaginn 20. marz klukkan 19:30 Benedikt Kristln Jón Ármann Emil ALÞYÐU- LOKKURINN 10 ÁRA n Sætaferöir: Frá Keflavik kl: 18:45 Frá Njarövik 19:00 Seltjarnarnesi 18:15 FráKópavogi 18:30 Frá Garðabæ 18:30 Frá Hafnarfirði 18:30 GESTIR: Benedikt Gröndal Kristín Guð- mundsdóttir Jón Ármann Héðinsson Emil Jónsson Ragnar Guðleifsson Svavar Árnason Veizlu- stjóri: Hrafnkell r Asgeirsson Skemmtiatriði Þjóðlagatríóið Þremill Fjöldasöngur Happdrætti Miðaverð kr. 2500 og sætaferðir innifaldar Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar Selfossi, leikur fyrir dansi Miðasala og upplýsingar á eftirtöldum stöðum: Grindavfk — Jón Hólmgeirsson, s. 8058 Sandgerði — Brynjar Pétursson, s. 7599 Keflavik — Óli Þór. s. 1240 Njarðvik — Guðjón Helgason, s. 2821 Hafnarfjörður — Gissur V. Kristjánsson, s. 50216 Garðabær, — Orn Eiösson, Kópavogur — Steingrimur Steingrimsson, s. 43981 Seltjarnarnes — Guðlaugur Árnason, s. 25656 Ennfremur á skriftofu flokksins i Reykjavik. Húsið opnað klukkan 19 Veitingar á staðnum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.